Ekki er allt gull sem glóir – 3 kafli


Harry og Lupin biðu á biðstofunni eftir ljósmóðirinni sem sá um konuna. Harry hafði sent Ginny uglu og sagt henni frá þessu öllu. Þeir höfðu beðið frekar lengi á biðstofunni þegar loksins kom græðari fram. Græðarinn leiddi þá eftir ganginum og inn í stofu konunnar þar sem hún sat með barnið í fanginu. Harry og Lupin stóðu í dyragættinni og fylgdust með viðbrögðum konunnar. Hún var eldrauð í andlitinu og augun þrútin. Hún var í hefðbundnum sjúkrahúskirtli og með armband á vinstri hendi. Hún horfði á þá í smá stund en leit svo aftur niður á barnið. Græðarinn bjargaði þessari vandræðalegu stund og sagði hátt og skýrt: ”Þetta eru mennirnir sem hjálpuðu þér þegar þú varst komin að því að fæða barnið.
Konan leit aftur upp og virti þessa tvo menn fyrir sér með því að halla undir flatt. Græðarinn fór út og konan benti mönnunum með handarhreyfingu að koma nær. Þeir hættu sér hægt nær og á endanum stóðu þeir við hliðina á rúminu. Konan rétti barnið í átt að Harry. Harry horfði forviða á þessa konu en tók samt við barninu. Það var vafið inn í ljósblátt teppi og var frekar stórt miðað við nýfætt barn. Harry hélt á barninu í smá stund og vissi ekkert hvað hann átti að gera. Konan teygði höndina eftir hönd Lupin og hann á móti henni. Hún byrjaði að tala mjög lágt og óskýrt en Harry skildi ekki neitt. Síðan lognaðist hún út af og tæki byrjaði að pípa. Græðarar og hjúkrunarfólk þyrptist inn og Harry og Lupin þrýstust burt frá konunni. Þeir hröðuðu sér út úr herberginu og urðu skelfingu lostnir þegar græðararnir byrjuðu að reyna að endurlífga konuna. Harry rétti Lupin barnið og reyndi að troða sér inn í herbergið en alltaf þrýstist hann aftur út. Þeir fengu sér treglega sæti og biðu eftir því að græðararnir kæmu.

“Hr. Potter ?”
Harry stóð upp og flýtti sér til græðarans sem stóð fyrir framan stofuna sem konan var í. Hann tók af sér læknagrímuna og leit álútur á gólfið.
“Því miður verð ég að tilkynna þér að Juliette Randie er látin.” Harry var nokkra stund að átta sig að hann hafi átt við konuna sem þeir Lupin hefðu komið með því hann hafði allan þennann tíma ekki vitað hvað hún hét. Harry leit á hurðina hjá konunni og sá að græðararnir sem höfðu annast hana höfðu breitt hvítt lak yfir hana og voru á leið með hana í líkhúsið.
“Hún missti of mikið blóð áður en hún kom hingað,” sagði græðarinn þegar hann sá skilningsvana andlit Harrys. Græðarinn snéri við og fór að hjálpa félögum sínum að taka til áhöldin og þrífa blóðið. Harry snéri aftur við til Lupin og bandaði fingrunum svo Lupin skildi hann.
“Hvað gerum við við barnið?” spurði Lupin þegar Harry settist við hliðina á honum. Harry strauk aftur lubbann á sér og tók um andlitið.
“Ég veit það því miður ekki, ætli við…..” byrjaði hann. “Harry Potter og Remus Lupin!” var kallað úr herbergi innar á ganginum. Harry hrökk við svo að það lá við að hann dytti úr stólnum. Lupin stóð upp og hjálpaði Harry að ná jafnvægi og rétti honum barnið. Harry tók við því og elti Lupin. Þó hann hefði reynt að útiloka hana fann hann samt angann af spítalalykt og og það fór hrollur um hann. Hann hafði eitt sinn komið með Neville að heimsækja foreldra hans, það hafði ekki verið fögur sjón. Eftir það minntist hann ætíð þess þegar hann fann þessa lykt. Harry vaknaði upp frá hugsunum sínum þegar hann settist niður í stól á skrifstofu, ómeðvitað að hann hefði gengið þangað sjálfur. Lupin sat stillilega við hliðina á honum.
“Hr. Lupin…..” byrjaði roskin kona með hárið upp í hnút. “Harriett Alvoget!” sagði konan um leið og hún rak hendina í þá báða. “Eruð þér herrarnir skildir frk. Juliette Randie?”
“Nei, við komum að henni þegar hún var yfirgefin í gömlu húsi, þar var hún búin að missa mikið blóð en við tilfluttumst um leið hingað og við komum að henni,” svaraði Lupin hálf feimnislega.
“Já, svoleiðis….” ansaði Harriett.
”Hafið þér hugsað um hvað verður um barnið?” spurði Harry varlega.
“Því miður höfum við engann annann úrkost en að setja hann á munaðarleysingjahæli.”
“Ég er á móti því!” sagði Lupin hörkulega.
“Hvað hafið þér í huga hr. Lupin?” reyndi Harriett að segja eins blíðlega eins og hún gat en innra með sér kraumaði hún af bræði að þessum dónaskap í Lupin.
“Ég er á móti því að senda drenginn á stofnun. Hann þarf ást og umhyggju, ekki hent út í horn eins og börnum er gert á munaðarleysingjahælum!” sagði Lupin hærra en hann hafði ætlað sér.
“Þér er velkomið að taka drenginn ef þér langar!” hreytti Harriett út úr sér. Lupin leit hissa á hana og síðan á Harry. Harry var svipbrigðalaus af undrun. Ætlaði Lupin að taka að sér barn? Hafði hann eitthvern tímann alið upp barn? Kunni hann virkilega að skipta um bleyju?
Harry rankaði sér þegar drengurinn byrjaði að gefa frá sér væl. Lupin rétti út hendurnar og Harry rétti honum barnið. Lupin byrjaði að hossa drengnum og leit niður á hann og tók um stóra en fíngerða fingurna.
“Móðir hans sagði mér að hann ætti að heita Trevor eftir föður sínum, rétt áður en hún dó,” sagði hann með augun límd á drenginn.
“Trevor skal það þá vera,” svaraði Harriett hörkulega. “Hvað segið þér hr. Lupin?” spurði hún. “Takið þér það?”
Lupin kraumaði af bræði því hún talaði um barnið eins og hverja aðra rottu.
“Leyfðu mér að eiga orð við hr. Potter,” svaraði Lupin og benti Harry á með augnaráðinu að fylgja sér.
Harry elti hann fram á gang og horfði á hann með bland af ásakandi og spurjandi svip. Lupin staðnæmdist rétt fyrir utan dyrnar og hallaði á eftir sér.
“Ég vill alls ekki að hann sé sendur á munaðarleysingjahæli, mér finnst ég einhvern veginn orðinn tengdur drengnum,” sagði Lupin með augun límd á stráknum sem lá sofandi í kjöltu hans. “Harry, við tókum nærrum því á móti þessum dreng, ættum við þá ekki að bera eitthverja ábyrgð á honum fyrst að móðir hann lést?”
Harry varð alveg orðvana. Að vísu var þetta rétt hjá Lupin, en hann efaðist enn um hæfileika Lupins að ala upp barn. Þrátt fyrir greind og vilja til að læra, þá gat hann verið afskaplega klaufalegur.
En þegar Harry sá væntumþykjunna skína úr augum Lupins fóru allar þessar hugsanir á bak og burt. “Auðvitað ættleiðiru þá Trevor!” sagði Harry ákveðinn og Lupin leit hissa á hann. “Þú og Trevor megið búa hjá mér og Ginny þangað til þú færð skikkanlega vinnu og húsnæði,” sagði Harry vandræðalega, vitandi að hann væri ekki búinn að tala við Ginny. Brosið skein úr andliti Lupins og Harry brosti til hans á móti.


“Óóóóó…….” hrópaði Ginny af eftirvæntingu um leið og hún hljóp með erfiðismunum út á hlað þar sem bíll ráðuneytisins nálgaðist. Harry og Lupin stigu út úr bílnum og hélt Lupin á Trevor. Ginny stökk í fangið á Harry og kyssti hann löngum kossi. Lupin stóð þarna vandræðalega og beið eftir að heilsa Ginny. Ginny sá útundan sér vandræðaskapinn í Lupin og sleit sig frá Harry og heilsaði Lupin með léttum kossi á kinnina.
“Hæ Lupin minn !” sagði hún hátt og klappaði á öxlina á honum. “En hvað hann er sætur!” hrópaði hún upp yfir sig þegar hún sá Trevor. Lupin rétti Ginny Trevor og hún gekk í átt að húsinu.
“Heima er best” sagði Harry ánægður, leit á húsið og brosti. Þeir gengu í átt að Hroðagerði og komu sér fyrir inn í setustofu og töluðu saman. Stuttu síðar kom Ginny ánægð fram og sagði að hún hefði komið Trevor í háttinn í vöggunni hennar Lilyar. Lily var leiðandi mömmu sína en var fljót að ganga með smá erfiðleikum upp í faðm pabba síns sem tók faðmlaginu með því að lyfta henni upp og kasta henni í loftið. En hvað hann var ánægður að sjá hana.
”Jæja, hvernig er svo skyggnastarfið Harry?” spurði Lupin áhugasamur.
”Mjög vel, við erum nýbúin að fá nýjar upplýsingar af ferðum Voldemorts. Svo virðist sem náunginn sem vinnur fyrir galdramálaráðuneytið hafi komist í góðar náðir hjá Voldemort en til þess þurfti hann að drepa einn veslings mugga”.
”Enda síðan Snape slasaðist svona alvarlega þurfti Galdramálaráðunetið svo sannarlega að finna annann sem gat farið í innsta hring Voldemorts,” sagði Ginny mæðulega og settist í auðan stól við hlið Harrys. “Það er ábyggilega ekki hægt að falla í náðir hjá þeim stóra nema að drepa einn mugga, því miður.”
”En það versta var að mugginn var einn af fólkinu sem veit um Galdrasamfélagið, hann var í nánu sambandi við Galdramálaráðuneytið, og átti að fara að gefa þeim eitthverjar upplýsingar um málið, en þá skarst Voldemort í leikinn og lét drepa hann”.
Ginny hristi hausinn í uppgjafarsvip og tók Lily í fangið.
”Ég frétti að Hermione væri alveg að fara að kostum í starfi aðstoðargaldramálaráðherra. Flestu fólki finnst hún eiga að sitja í ráðherrastólnum!” sagði Lupin glottandi.
”Það væri svo alls ekki vitlaust, enda er þessi Burby náungi ekkert að standa sig.” sagði Harry pirraður.
“Svona nú Harry minn, slakaðu á!” sagði Ginny róleg en ákveðin.
”Hún vill hvort eð er ekki stöðuna. Hún er með nóg að gera að hugsa um tvö börn, auðvitað ætlar hún ekki að fara að bæta meiru á sig!”
”En hvað með þennann unnusta hennar? Hann Bert Wistmare? Bert Westmore eða eitthvað álíka?“ spurði Harry.
“Ég veit ekkert um það, hann er víst einhver ritari Galdramálaráðherrans. Einkaritari vildi Hermione segja,” sagði Ginny glottandi.
”Jæja, tölum betur um þetta á morgun," sagði Ginny þreytulega. “Lupin þarf nóga hvíld ef hann ætlar að halda sér vakandi alla veisluna!”
”Veisluna?” spurði Lupin. “Nú, veislan sem haldin verður hér til heiðurs ykkur Trevor!” sagði Ginny róleg eins og ekkert væri eðlilegra.
Lupin fór svolítið hjá sér við þetta svar. Veisla til heiðurs honum og Trevor?
Samt sem áður var hann svo glaður þetta kvöld að hann gleymdi öllum kvíða í bili um alla athyglina sem hann myndi fá.