Ekki er allt gull sem glóir - 2 kafli

Harry gekk eftir þröngum stíg sem greinilega var ekki mjög fjölfarinn, upp að stóru skuggalegu húsi sem stóð upp á nokkurns konar hæð. Það var dimmt og Harry sá varla glóru en sá samt óljósann stíginn fyrir framan sig. Hann gekk rösklega og kom að stóru hliði fyrir framan húsið sem minnti helst á gamaltóðalssetur.
“Alohamora” hvíslaði hann og lásin opnaðist. Hann ýtti hliðinu lítilega til hliðar með háværu ískri og brestum í ryðguðum málminum.. Hann hélt áfram upp að húsinu þangað til hann kom að stórri hurð, hann bankaði þar og beið eftir svari.
Eftir nokkra stund kom mjór, fölleitur maður til dyra og horfði andartak á hann.
“Harry??”
“Komdu blessaður og sæll Remus minn” sagði Harry og gekk inn. Hann gaf Remusi bræðralegt faðmlag og hengdi skikkjuna sína upp á vel skítugann snaga með kóngulóarvefjum. Húsið var dimmt og drungalegt og ekki einasta ljós að sjá nema litla skímu sem skein úr sprota Lupins.
“Harry, ég átti bara alls ekki von á þér svona seint að kvöldi. Hvernig gengur með Lily?” spurði Lupin áhugasamur.
“Óskaplega vel, þakka þér fyrir. Hún borðar vel og sefur vel” svaraði Harry brosandi.
“Gott, gott…..” endurtók Lupin. “Fylgdu mér Harry” sagði Lupin skyndilega eftir stutta þögn. Hann gekk upp stigann og Harry fylgdi á eftir. Þegar þeir voru komir upp gekk Lupin þröngan ganginn á enda og fór inn í dimmt herbergi. Í ljóstýrunni af sprota Lupins sást gamall sófi í enda herbergisins og lítið borð með kerti á.
Lupin kveikti á kertinu með sprotanum og bauð Harry að setjast í sófann. Harry þáði það og settist niður. Lupin kom með stól og settist beint á móti honum.
“Svo….Harry……” byrjaði Lupin vandræðalegur. “Ég leyfi mér að giska á að það sé ástæða fyrir komu þinni í kvöld eða hvað?”
“Já satt er það” svaraði Harry og reyndi að koma sér betur fyrir í sófanum. “Mig langaði að tala við þig um draum sem mig dreymdi fyrir 2 vikum.”
“Já svoleiðis,” rumdi í Lupin og hann ræskti sig örlítið.
Harry sagði honum allann drauminn rétt eins og hann hafði sagt Ginny frá. Lupin horfði með athygli á Harry meðan hann sagði frá og hlustaði rólegur og áhugasamur.
“Heldurðu að þetta sé bara ekki einhver þvæla?” lauk Harry máli sínu. “Ég meina, mig hefur ekki dreymt áreiðanlega drauma síðan ég var 14 eða 15 ára” stundi Harry og strauk í gegnum hárið á sér.
“Já það er rétt Harry. Þetta þýðir líklegast ekki neitt. En vertu samt bara á verði gagnvart Honum” sagði Lupin alvörugefinn og stóð upp. Harry sat enn sem fastast. “Lupin, er einhvað að?” spurði hann áhyggjufullur á svip. “Mér finnst þú einhvað svo veiklulegur, hefurðu fengið nóg að borða undanfarið?” spurði Harry eins varlega og hann gat.
“Nei, nei, Harry minn, ég er eldhress” svaraði Lupin og brosti tilgerðarlegu brosi út um annað munnvikið.
“Remus Lupin, ég hef þekkt þig nógu lengi til að sjá í gegnum þetta.” sagði Harry og glotti. “Komdu heim með mér og kíktu á Lily, þú ert ekki búin að sjá hana frekar lengi?” sagði Harry roskinn.
“Jú jú ætli það ekki” samþykkti Remus örlítið vandræðalegur en þakklátur og brosti veikt til Harrys.
Þeir fóru niður í anddyrið og klæddu sig í skikkjurnar. Remus opnaði útidyrnar og gekk snögglega út. Harry horfði hissa á hann en elti.
Remus gekk hratt og Harry þurfti að hlaupa til að ná honum.
“Hvað ertu að gera Lupin?” spurði Harry þegar hann náði honum loks. “Ætlum við ekki að tilflytjast heim til mín?”
“Nei Harry, mér langar að kíkja aðeins í Hogsmeade. Ég hef ekki farið þangað lengi.”
“Jæja, hafðu það eins og þú vilt, en við þurfum að flýta okkur til að vekja ekki Ginny og Lily.”
Þeir gengu niður stíginn sem Harry hafði komið upp rétt áður.
“Hérna skulum við finna leiðarlykil” sagðir Lupin stuttarlega og byrjaði að leita í kringum sig. Hann tók upp lítið tímarit og beindi sprotanum að því. Hann muldraði einhvað og tímaritið lýstist upp.
“Jæja, Harry, 10 sekúndur.”
Harry leit hissa á hann en engu að síður flýtti hann sér að grípa í tímaritið og áður en hann vissi af fannst honum kippt í naflann á sér og því næst stóð hann í útjaðri Hogsmeade.
Þeir gengur hljóðlega inn í þorpið og nutu næturkyrrðinnar. Nánast enginn var á ferli enda komið fram yfir miðnætti. Þeir gengu hægum skrefum og Lupin litaðist um. Hann gekk beinustu leið inn í gamallt hús í hinum enda í bæjarins. Það var niðurnýtt og virtist sem enginn hefði búið í því í allmörg ár. Harry velti fyrir sér hvað Lupin vildi í þetta niðurnýdda hús. Það var verra en 50 ára gamla óðalið sem hann hýrðist í þessa dagana.
“Lumos!” umlaði Lupin. Hann gekk áfram herbergi úr herbergi og virti fyrir sér öll húsgögnin sem voru rykug og hlaðin kóngulóavefjum. Hann strauk fingrunum yfir nokkur húsgögn og Harry sá ekki betur en hann væri að endurupplifa eitthvað. Harry leit í spurn á Lupin og mættust augu þeirra um stund. Harry fannst hann sjá glitta í tár hjá honum. Lupin leit niður fyrir sig og eitt lítið tár rann niður vanga hans.
“Hérna bjó ég þegar ég var strákur,” sagði hann og leit aftur á Harry. “Í þessu húsi voru foreldrar mínir myrtir og hérna var ég bitinn af Fenri Grábaki.”
Harry gapti af undrun og leit ástúðlega á þennan mann sem stóð hjá honum. Sannarlega hafði hann gengið Harry í föðurstað eftir að Sirius og Dumbledore höfðu báðir fallið frá. Harry tók utan um fölleitan manninn og klappaði á bakið á honum.
Harry skildi hann vel. Hann hafði fyrir tveimur árum farið í hús foreldra sinna þar sem þeir voru myrtir og minningar höfðu brotist fram í huga hans þrátt fyrir að hann hafi verið ungur að árum þegar hann hafði yfirgefið Godricsdal eftir að foreldrar hans voru myrtir.
Hann leiddi Lupin að gömlum hægindastól sem þakin var ryki og kóngulóarvefjum. Hann dustaði það mesta af og Lupin settist niður. Harry kraup fyrir framan hann og reyndi að hughreysta hann.
Allt í einu heyrðu þeir þrusk á efri hæðinni og Harry hjálpaði Lupin á fætur og saman fóru þeir hljóðlega upp stigann. Hjartað barðist um í brjóstinu á Harry meðan hann bjó sig undir það versta.
Þegar þeir komu upp stigann fóru þeir í fyrsta herbergið til hægri. Þar sáu þeir konu liggjandi á gólfinu með stóran þaninn kvið og mann standandi yfir henni. Þeir sáu ekki framan í manninn þar sem hann var klæddur stórum ökklasíðum kufli með hettu. Um leið og maðurinn varð var við þá tilfluttist hann burt.
Konan var greinilega að því komin að eiga barn og engdist um á gólfinu, sveitt af þjáningum og stundi sárann.
Harry og Lupin hlupu báðir að henni í óðagoti.
“Við verðum að tilflytjast með hana til Sanki Mungó!” hrópaði Lupin skelfingu lostinn og starði á ókunna konuna sem virtist við það að missa meðvitund.



Ég veit að þetta er svona frekar rólegur kafli en það á eftir að koma hasar ;)
En takk æðislega Tzipporah !!
Þú ert bara life saver !