Ekki er allt gull sem glóir - 1 kafli

Harry var kófsveittur á hlaupunum, hann fann blóðbragð í munninum. Fæturnir voru dofnir og gátu varla borið hann lengur en hann mátti ekki gefast upp!
Hann fann fyrir stórum kjafti strjúka fótinn á sér. Hann herti á hlaupunum og þorði ekki að líta við. Tilhugsunin ein um þessa ófreskju sem var fyrir aftan hann hræddi hann nægilega til að halda uppi hraðanum. Lítil rödd innra með honum skipaði honum að halda áfram.
Út undan sér sá hann húsasund skammt frá,
“Vonandi get ég hrist þessa veru af mér hér,” hugsaði hann og beygði inn í dimmt húsasundið. Í miðju sundinu var risastór málmgirðing. Vegurinn var lokaður.
Harry hljóp áfram án þess að hugsa hvað hann ætti að gera. Áður en hann vissi var hann byrjaður að klöngrast yfir kassa sem stóðu hjá girðingunni. Hann fann viðveru skepnunnar á sér en hélt áfram að klifra.
“Áfram Harry, áfram, ekki gefast upp núna !” hugsaði hann og reif sig úr sporunum. Hann hoppaði af girðingunni ofan í stórann ruslagám og klöngraðist upp úr honum. Fæturnir voru í þann mund að gefa sig. Hann hljóp húsasundið á enda og kom að stórri umferðargötu.
Það var enginn á ferli nema hann og þessi skepna enda hánótt. Hann hljóp eftir gangstéttinni og freistaðist til að líta við en í þann mund sem hann snéri höfðinu skrikaði honum fótur og hann datt í jörðina.
Hann snéri sér að skepnunni og sá að þetta var slanga sem var lengri en hann sjálfur.
Harry starði ofan í opið ginið á henni þar sem hún nálgaðist óðfluga og skyldi að nú væri öllu lokið. Sama hvað hann reyndi gat hann ekki staðið upp, fæturnir harðneituðu að hreyfa sig. Það var eins og þyngdarafl jarðar væri orðið sterkara en nokkru sinni fyrr.

Hann sá myndir af ástvinum sínum birtast fyrir hugskotssjónum hans. Ginny, Lily dóttir þeirra, Ron, Hermione tengdafjölskyldan hans sem honum þótti svo undur vænt um. Hann fann skyndilega að hann var umvafinn kærleik þeirra allra og í einni svipan breyttist hann í risastórt ljón.. Hann stökk á fætur og tók á mótin slöngunni rétt í þann mund sem hún slengdi kjaftinum utan um framfætur hans. Hann hristi hana af sér og beit af öllum lífs og sálar kröftum um skrokk hennar…
“HARRY!!!!”
“Hvað í ósköpunum ertu að gera?” veinaði Ginny
Í þessu vaknaði Harry við kinnhest frá eiginkonu sinni, kófsveittur og með tennurnar á kafi í handleggnum á henni. Hann flýtti sér að sleppa henni og horfði skömmustulegur niður fyrir sig. “Áts.., þetta var verulega vont” stundi hún og nuddaði á sér blóðrauðann handlegginn.
“Fyrirgefðu mér elsku Ginny mín,” sagði hann varfærnislega og tók utan um hana.
“Hvað hljóp eiginlega í þig ?”
“Fyrst varstu veinandi úr skelfingu en allt í einu réðstu á hendina á mér og beist mig eins og einhver brjálæðingur !”.
“Mér dreymdi bara skrítinn draum” útskýrði hann.
“Meira en skrítinn virðist mér. Harry, er ekki allt í lagi ?” spurði Ginny alvarleg en þó róleg á svip.
“Ég segi þér það á morgun elskan, farðu bara aftur að sofa”
“Jæja, hafðu það eins og þú vilt” stundi hún og snéri sér á hina hliðina.

Harry náði ekkert að sofna um nóttina því hugsunin um drauminn var yfirþyrmandi og hrinti öllum svefni frá. Hann varð því feginn þegar hann heyrði grátur berast úr barnaherberginu. Hann flýtti sér fram og geymdi allar hugsanir um drauminn um sinn.
Lily var aðeins eins árs og Ginny var ófrísk af öðru barni þeirra. Lily var öll út æld svo Harry þurfti að baða hana og þrífa áður en hann gat farið að gefa henni morgunmat.
Um hádegið kom Ginny loksins fram.
“Hvað segirðu Harry ? Hvað dreymdi þig ?” spurði hún um leið og hún settist hjá honum við eldhúsborðið. Lily var slettandi út um allt barnamaukinu sínu en Harry tók víst ekki eftir því og sat djúpt hugsi. Hann leit á eiginkonu sína alvarlegur á svip og sagði henni frá draumnum, hvernig hann breyttist allt í einu í ljón og barðist við slönguna. Ginny hlustaði róleg á frásögnina.
Þegar Harry hafði lokið að segja henni frá hverju smáatriði og hverri smugu horfði hún um stund framfyrir sig og virtist hugsi.
“Þú verður að fara með þetta til einhvers sem þú treystir Harry,” sagði hún ákveðin.
“Ég held nú samt að þetta hafi ekkert verið neitt merkilegt satt best að segja,” reyndi Harry að afsaka sig en Ginny stóð föst á sínu.
“Jæja þá, ég fer um leið til Lupins á morgun og segi honum þetta” andvarpaði hann.
Honum leist ekkert á það því þetta gæti verið aðlgjör þvæla, þetta þurfti ekkert endilega að tákna neitt sérstakt. En Harry vissi að Ginny var jafn ákveðin og móðir hans sjálfs hafði víst verið og það þýddi víst ekkert að malda í móinn við þær, frekar en aðrar rauðhærðar konur.

Október var genginn í garð og smám saman var farið að kólna. Harry var mikið frá heimilinu vegna mikillar vinnu í ráðuneytinu. Harry vann sem skyggnir og þar sem Voldemort var að eflast á ný var alltaf meira og meira af muggamorðum.
Seint að kvöldi kom Harry heim og Ginny sat í stofunni að prjóna peysu á Lily.
“Hæ gæskan, hvað ertu að prjóna ?” spurði Harry og kyssti hana á ennið.
“Peysu á dóttur þína” sagði hún brosandi og lagði frá sér prjónanna og stóð upp með erfiðismunum. Ginny var komin 7 mánuði á leið og því var ekkert aðvelt fyrir hana að sinna öllum heimilisverkunum.
Harry horfði á konuna sína standa upp og tók eftir því hvað hún var þreytt og uppgefin.
“Ginny mín, ertu viss um að þú sért ekki að þræla þér of mikið út á daginn með Lily og að sinna öllum heimilisverkunum?” spurði Harry og tók utan um hana. “Við getum sent Lily í leikskóla eins og muggarnir gera og fengið húshjálp”.
“Nei, kemur ekki til greina, ég vill ala upp mín börn sjálf þakka þér fyrir!” svaraði Ginny glottandi og þar við sat. Harry leit á hana brosti og náði í spámannstíðindi og las það sem skrifað hafði verið þennan daginn um muggamorðin.
“Harry?” spurði Ginny varfærnislega.
“Já” sagði Harry kæruleysislega með augun sokkin í blaðagreinina.
“Ertu nokkuð búin að fara til Lupins eins og ég bað þig um ?” spurði Ginny alvarleg.
Harry leit upp úr blaðinu, stóð upp og horfði beint í augun á henni.
“Nei, ég er ekki búin að hafa tíma til þess, þú veist, það er svo mikið að gera í vinnunni og Tonks er að ganga af göflu……….”
“Usss…..” sussaði Ginny og lagði fingur á varir Harrys. “Ég skil það vel, en ég vill endilega að þú farir að drífa þig til hans. Það eru liðnar, hvað, tvær vikur síðan þig dreymdi drauminn?”
'Úff maður…eins gott að hún les ekki hugsanir' hugsaði Harry. ‘Þá vissi hún að mig er búið að dreyma þennann andskotans draum á hverri nóttu síðan þá’.
hann horfði afsakandi á Ginny og sagði skyndilega, “Ég fer bara núna”
Ginny horfði undrandi á hann og bakkaði um nokkur skref, svo hann kæmist leiðar sinnar. Harry klæddi sig í skikkjuna og fór í skóna, gekk að Ginny og tók utan um hana.
“Ég kem líklegast seint heim í kvöld, skilaðu kossi til Lilyar frá mér” sagði hann og kyssti Ginny á munninn og á einu andartaki var hann horfinn.

Ég vil bara þakka Tzipporuh fyrir að fara yfir fyrir mig :D