Loksinns, næsti kafli.. Ég vil bara benda á að það eru MINNIHÁTTAR SPOILERAR í kaflanum. En það verða stærri og fleiri spoilerar í seinni köflum…






5. Kafli. Stundum er betra að þegja og láta alla halda að maður sé heimskur, heldur en að opna munninn bara til þess eins að sanna það, eða hvað?

Svo kom loks að því, við ætluðum að ferðast með flugdufti niður í Skástræti. Ég vissi ekki hvað flugduft væri en hlakkaði mikið til að prufa það. Eftir langar en varla skiljanlegar skýringar, kastaði ég ,,flugduftinu“ á eldinn og gekk inn, með Tieo í fanginu, og kallaði skýrt ,,Galdrabrellur Weasley bræðranna, Skástræti”. Inni í logunum snérist allt í hringi hraðar og hraðar, ég sá óteljandi staði sem flugu framhjá. Þegar við hægðum aðeins á okkur hentist Tieo skyndilega úr fanginu á mér, út úr eldstæðinu og ég gat ekki annað en elt. Ég var komin inn á lager í mjög óvenjulegri verslun, þegar ég sá Fred og George vissi ég að ég væri á réttum stað.

Út um allt voru einhverjar hrekkjavörur, m.a. framlengingareyrun og platsprotar, skrópnestisbox og jafnvel ástarseyði.
Þann hálftíma, sem við höfðum fyrir opnun, sýndu þeir mér búðina og bentu mér hvar hvað væri, innar í búðinni var deild með varnar gegn myrku öflunum vörur, meðal annars föt með varnar galdri á og skyndimyrkurduft innflutt frá Perú! Um morguninn komu þó nokkrir viðskiptavinir, þeir þekktu flesta, yfirleitt einhverjir úr skólanum eða ,,fastagestir”. Eftir hádegi sömdu Fred og George við mig um að sjá um búðina meðan þeir færu inn á lager að reyna að finna upp fleiri hrekkjavörur…

Fyrstu viðskiptavinirnir voru stelpa á mínum aldri, ásamt föður sínum. Af svip hans að dæma var þetta einn sá síðasti staður sem hann vildi vera á. En hversvegna gat ég ekki vitað, ég læddist nær og heyrði að þau voru að rífast um eitthvað sem stóð í glugganum, stelpunni fannst það óneitanlega sniðugt meðan föður hennar fannst það óhemju heimskulegt. Hann sagði eitthvað um að þetta gæti ekki annað en valdið skyndilegum dauða fávitanna sem ættu búðina. Stelpan bara hló og sagði að þetta væri bara snilld og ég gat ekki annað en kíkt á þennan borða í glugganum, þar stóð:

Þú-veist-hver er ekki vandinn,
Kúk-ei-fer er erki fjandinn!
Lyfið sem lýðinn tryllir og þarmana fyllir!

Ég gat ekki annað en brosað, þetta var svo líkt þeim, að setja slíka auglýsingu upp. Ég labbaði til þeirra og spurði hvort ég gæti aðstoðað þau eitthvað.
,,Ég er bara að…“ svaraði stelpan en faðir hennar greip framm í fyrir henni: ,,Hvað eru eigendurnir að meina með þessum borða, vilja þeir kalla yfir sig reiði hins myrka herra, eða hvað?”
,,Nei, nei, þeir eru bara að reyna að vekja athygli, kæta fólk aðeins á þessum erfiðu tímum!“ svaraði ég og reyndi að kæfa hláturinn.

Maðurinn hrökk við, eins og hann hefði brennt sig og leit á mig með fyrirlitningu, áður en hann sagði við dóttur sína að hann þyrfti að skreppa aðeins en myndi hitta hana eftir um tvo tíma í Quidditch gæðavörum, sem stelpan var fljót að neita og sagðist verða hér. Faðir hennar strunsaði út, en greinilega var þetta sem hann þurfti að gera meira áríðandi en að rífast við dóttur sína.

,,Þú verður að fyrirgefa pabba, hann er einn af þessum hreinblóðsdýrkendum. En annars er ég Kitty Soprano, en þú mátt kalla mig Tiger.” sagði hún og rétti mér höndina.
,,Dartanía Derów“ svaraði ég og pældi í því hvað hún ætti við með hreinblóðsdýrkendum. Ekkert blóð er hreinna en annað eða hvað?
,,Fyrirgefðu fáfræðina, en hvað er hreinblóðsdýrkandi?”
,,Ertu blóðníðingur þá?“ spurði hún, hlæjandi og bætti við þegar hún sá skilningsleysið (sem ég reyndi að fela!). ,,Isss.. Ef svo er þá skilurðu það orð ekki heldur, spurningin er þá voru foreldrar þínir galdramenn?”
,,Eftir því sem ég best veit. Svo er mér sagt.“ Nú var komið að Tiger að verða hissa.
,,En veist samt ekki hvað blóðníðingur og hreinblóðsdýrkari er?”
,,Neibb…“ svaraði ég orðin þreytt á umræðuefninu, mundi svo allt í einu, ég hafði heyrt nafnið Kitty Soprano áður og þar með breytti ég um umræðuefni.
,,Ferðu í Hogwarts?”
,,Já, ég var í Durmstrang áður. En ert þú í skóla?“ ætlunarverkið heppnaðist!
,,Já, fer í Hogwart í ár, en hví hættirðu í Durmstrang?” Kannski var þetta svolítið mean, svona þar sem ég nánast vissi að hún hafði verið rekin, en þetta hljómaði bara sakleysisleg forvitni.
,,Æ, sko fyrst var ég send í Protro deild fyrir vandræðagemsa í mánuð en jafnvel kennararnir þar gáfust upp á mér. Ég gat bara ekki staðist að hrekkja aðeins þessa hreinblóðsdýrkendur. Ég gerði ekkert alvarlegt, skrifaði bara nokkur orð á þá verstu, eða föt þeirra, töskur og fleira, setningar eins og “ég elska mugga!” og “ég er blóðníðingur”…“
,,En afhverju angraði það kennarana?” spurði ég hlæjandi.
,,Bara vegna þess að kennararnir voru þeir verstu.“ sagði hún eins og ekkert væri eðlilegra…
,,Hey, ég held að þetta gæti þá verið eitthvað fyrir þig…” sagði ég og sýndi henni skrópnestisboxin, og fleira. Þar sem Tiger átti eftir að vera þarna í tvo tíma sýndi ég henni allt dótið í búðinni og spjallaði við hana meðan ég afgreiddi viðskiptavinina. En tveim tímum seinna sást en ekkert til herra Soprano, líklega Mike Soprano. Um sexleitið, var lokað svo við röltum út.
,,Er pabbi þinn alltaf svona óstundvís?” spurði ég að lokum.
,,Já, þarf alltaf að fara á einhverja mikilvæga fundi hjá ráðuneytinu skyndilega og kemur aldrei á þeim tíma sem hann segist ætla koma, óþolandi, en nennirðu að koma með mér upp á pósthús? Ég ætla að senda pabba uglu um að ég hitti hann bara heima! Ég er búin að fá nóg af því að bíða. Ef þú nennir þá býð ég upp á ís!”
,,Hmmm.. Maður neitar ekki slíku boði er það nokkuð?”

Þó flestar búðirnar væru búnar að loka, þá skemmtum við okkur vel við að skoða í búðarglugga og skoða þær fáu búðir sem voru ekki búnar að loka þegar við höfðum sent ugluna til herra Soprano.
,,Ég vildi að það væru fleiri búðir opnar, það er ekki eins gaman að sjá ekki allt draslið greinilega.” Sagði ég óskandi um sjö leitið.
,,Það er opið til miðnættis í Hlykkjasundi.” svaraði Tiger svolítið ögrandi, en afhverju?
,,Hvar er það?”
,,Þarna!” svaraði Tiger og benti á lítið sund sem var beint framundan.
,,Komum þá!”
,,Ok, en við verðum að fara varlega, passaðu að enginn fatti að þú sért ekki 100% inni í galdraheiminum, því þó flestir þarna séu ágætir reynast margir óttalegir hreinblóðsdýrkendur og jafnvel sumir Dráparar leynast þarna!” varaði Tiger mig við.
,,Auðvitað.” Það var eitthvað sem ég var orðin helvíti góð í…

Inn af þessu litla sundi voru fleiri búðir og eins og Tiger hafði sagt voru þær opnar, þessar búðir voru samt ólíkar öllu í Skástræti, Þarna voru vörur sem þú létir þig varla dreyma um, búðir fullar af svartagaldursvarningi, sölubásar á götunum sem fullyrtu að þeir væru með hauskúpur og mugga hjörtu, lifur, lungu og botnlanga til sölu, en reyndar sýndist mér innyflin vera frekar úr dýrum, líktist ekkert mikið hinum raunverulegu lífærum manns, en líklega lærðu galdramenn ekki líffræði svo þeir sáu ekki muninn, allavega var Tiger mjög spennt fyrir þessu. En hauskúpurnar gætu allt eins verið ekta!

Við þvældumst milli búða, og ég varð heilluð af tvöfaldri hegningarkeðju gaddaól með þriggja og hálfs sentímetra löngum silfur göddum, með þrennskonar varnar bölvunum. Sem kostaði aðeins 8 galleon. Tiger tók strax eftir áhuganum í mér og spurði hlæjandi hvenær ég ætti afmæli.
,,13. september en þú?” Tiger tók ólina og borgaði hana, áður en ég get sagt neitt…
,,Á næsta ári, 5. júní. Til hamingju með afmælið!”
,,En kostaði hún ekki of mikið?”
,,Hvar hefur þú verið? Lélegur kústur kostar minnst 140 galleon!”

Ég fann það á mér að ef ég yrði á sömu heimavist og Tiger, þá yrði þetta mjög áhugaverð skólavist. Við þvældumst milli búða og ég skipti um ól, sú gamla var að verða frekar slitin, enda hafði hún ekki verið tekin af í 6 mánuði.

Við fundum seinna búð sem seldi svipaða ól, talsvert dýrari að vísu, en eigandinn vildi reyna að selja fólki slíkar ólar sem hina fullkomnu varúlfa vörn. Þvílíkt kjaftæði, það var ekki eins og þeir bitu bara í hálsinn. En þegar við ætluðum að fara heim, þá föttuðum við að Tieo var horfin, hvert gat kanínan farið?
-