Mig langar aðeins að fjalla um örlög vondu kallanna í bókunum en ég hef tekið eftir því að þau eru sjaldnast fögur. Verið róleg, ég nefni ekkert úr nýjustu bókinni.
Fyrst ber að nefna Quirrel kallinn, sem engan grunaði. Voldemort hafði tekið sér bólstað aftan á hnakkanum á honum svo að í raun voru tveir vondir kallar í fyrstu bókinni. Það fór þó ekki alveg eins fyrir þeim manni í bíómyndinni eins og í bókinni en í myndinni var hann myrtur af hinum ellefu ára snáða Harry Potter þegar sá yngri kveikti í honum. Það þótti mér óhugnalegt að sjá í barnamynd, að bæta við morði framið af barni, þegar upphaflega hafði maðurinn látið lífið á þokkalega náttúrulegan hátt miðað við aðstæður. Eftir að Harry missti meðvitund var Quirrel orðinn veikburða eftir ítrekaðar tilraunir sínar að koma við drenginn sem lifði af. Í báðum tilvikum þó, lét hann lífið hægt og kvalarfullt, yfirgefinn af meistara sínum. Voldemort er skítsama um dráparana sína.
Í annarri bók eru líka tveir vondir kallar, minning Trevors Delgome og svo basiliku slangan gríðarstóra. Þessir vondu kallar fá svipuð örlög og forveri þeirra Quirrel fékk í bíómyndinni: kvalarfullan dauðdaga. Harry byrjar á því að höggva slönguna í spað eftir að fuglinn Fönix er búinn að gogga úr henni augun. Þvínæst notar hann baneitraða og flugbeitta höggtönn úr slönguskrímslinu til þess að eyðileggja dagbókina og þar með gufar hinn sextán ára Trevor upp með miklum kvalarópum.
Þriðja bókin er undantekning, það var einginn vondur kall í henni. Ekki í skilningunni að vondur kall reyni að drepa aðalpersónuna ítrekað yfir langan tíma. Sirius reyndi ítrekað yfir langan tíma að drepa Scabber en það er ekki tekið með af því að Scabber var ekki aðalpersóna og reyndist sjálfur vera vondur kall, sem þar að auki slapp.
Í fjórðu bókinni Var það Crouch yngri, dulbúinn sem Skröggur Illaauga sem var vondi kallinn auk sjálfs Voldemorts í seinustu köflunum. Af því að Voldemort er aðal vondi kallinn getur hann ekki dáið fyrr en í fyrsta lagi í síðustu bókinni. Þar af leiðandi slapp hann auðvitað. Aftur. En Crouch yngri var ekki svona heppinn. Hann náðist og það átti að afhenda hann skyggnum og senda hann í Azkaban en áður en að formleg, gild, yfirheyrlsa fór fram, var hann gerður heiladauður með kossi. Hann dó ekki líkamlega, bara andlega en er það nokkuð betra?
Í fimmtu bókinni var það stelpulega kellingin með froskaandlitið hún Dolores Umbridge. Og svo Voldemort, aftur í seinustu köflunum og sumir myndu jafnvel bæta Bellatrix Lestrange við. Ég tel hana þó ekki með, því hún flokkast ekki undir útskýringununa Persóna sem hundeltir aðalpersónuna með eitthvað illt í huga. Hún varð hötuð á einu ákveðnu augnabliki, fyrir eitt ákveðið verk en þangað til var öllum sama um hana. Dolores Umbridge gerði hins vegar allt sem hún gat til þess að gera nemendum og kennurum skólans lífið óbærilegt. Hún endaði vist sína á því að vera rænt af kentárum Forboðna skógarins, sem eru þekktir fyrir fyrirlitningu sína á mannfólkinu. Þegar hún snéri aftur varð að senda hana á St. Mungos vegna þess að hún var í mjög slæmu andlegu ástandi og á líklega aldrei eftir að jafna sig fullkomlega.
Sjötta bókin. Bla bla bla Harry bla bla bla vondi kallinn.
Niðurstaðan er sú að vondu kallarnir fá illa að kenna á því. Þeir sem þola ekki Bellatrix Lestrange geta glaðst yfir þessu og látið sig dreyma um örlög hennar. Þeir sem styðja Peter Pettigrew geta glaðst yfir þessu og velt því fyrir sér afhverju rottan hefur sloppið hingað til.
Verið góð og lifið heil.