Kafli 1.
Ginny og Hermione litu upp í gluggann á tvær uglur sem komu svífandi. Uglurnar lentu á borðinu þar sem þær voru að drekka morgunteið sitt. Þær litu hvor á aðra þegar þær sáu bréfin. Þau voru í umslögum með kunnuglegu innsigli sem þær höfðu ekki séð í mörg ár. Eitt var stílað á Hr.og Frú Potter og hitt á Hr. og Frú Weasley. Þær losuðu sín bréf frá fæti sitt hvorrar uglunnar og opnuðu þau fullar bréfin með Hogwartsinnsiglinu fullar efasemda.
Kæru Herra og Frú Potter
Það er Hogwartsskóla mikill heiður að bjóða yður að vera með okkur á endurfundum nemenda í Hogwartsskóla 18. – 20. ágúst. Séð verður fyrir húsnæði á meðan á atburðinum stendur. Vinsamlegast fyllið út meðfylgjandi eyðublöð og sendið til Hogwarts – skóla galdra og seiða, með uglu. Tekið skal fram að því miður getið þið ekki tekið börn yðar með yður á þennan tiltekna atburð. Við hlökkum til að sjá yður hér í Hogwarts einu sinni enn.
Yðar einlæg
Parvati Patil
Skipuleggjandi atburðar
“Parvati Patil, þekktum við hana ekki?” spurði Ginny.
“Jú hún var í Gryffindor á mínu ári,” sagði Hermione. “Hún kennir spádómafræði í Hogwartsskóla.”
Ginny leit aftur á bréfið. “McGonagall er ennþá skólastýra, er það ekki?”
“Jú,” sagði Hermione. “Enn spennandi að geta farið aftur í Hogwarts þó ekki sé nema í þrjá daga.”
Ginny var ekki alveg jafn spennt og sagði: “Ég veit ekki hvað Harry finnst um það, það gæti grafið upp of margar minningar fyrir hann.”
“Ginny, Harry elskaði Hogwarts, hann gat aldrei beðið eftir því að komast aftur eftir sumarfrí. Hogwarts var heimili hans.”
“ En eftir sjötta árið… Ja… þú veist hvað ég er að meina. “
“ Langar þig að fara? ”
“ Mig langar alveg ofboðslega mikið til að fara,“ játaði Ginny. “En hann ræður hvort við förum .”
“ Jæja, af hverju talarðu þá ekki um þetta við hann í kvöld?” spurði Hermione sem stóð upp og beygði sig niður til að taka Emmeline litlu af gólfinu. Emmeline var annað barnið hennar, það fyrsta var Christopher og hún var komin 5 mánuði á leið mð það þriðja. Ginny átti líka tvö, Susanne og James (eftir pabba Harrys) og ætlaði sér nokkur í viðbót . Hún og Harry höfðu sæst á nöfnin Lily, Sirius og Albus (að vísu eftir langa mæðu).
“Ron fyndist það æði,” sagði Ginny.
“ Já, en hann á eftir að hugsa það sama og þú,” andvarpaði Hermione . “Við sýnum þeim bréfin þegar þeir koma heim.”
“Allt í lagi,” svaraði Ginny. “ Hermione. Er í lagi að ég skilji krakkana eftir hér á meðan ég fer yfir og klára eina grein sem ég er að skrifa?”
“Já, já farðu bara,” sagði Hermione og barðist við að koma hárinu á Emmeline í fallegt tagl, þó svo að það væri endalaust að skríða í burtu.
“Furðulegt, hvernig gerðist það nú eiginlega að krakkarnir þeirra Ron og Hermione fengu ekki bara rautt hár frá Ron en líka krullur frá Hemione í þokkabót,” hugsaði Ginny og hló með sjálfri sér. Hún yfirgaf eldhúsið, fór í gegnum garðinn og yfir í næsta hús þar sem hún og Harry áttu heima. Hún fór upp stigann, inn í svefnherbergið þeirra Harrys og settist upp í rúm. Hún var búin að venja sig á að skrifa greinarnar sínar sitjandi uppi í rúmi sem að Hermione var alltaf að segja henni að væri svo ofboðslega slæmt fyrir bakið. Svo ákvað hún orðin vel og horfði á sjálfritarann sinn (sem að hafði engan sjálfstæðan vilja) skauta yfir pergamentið. Hún nefndi greinina “Galdrasamfélagið batnar með hverjum degi” og skrifaði undir : Ginevra Potter, Spámannstíðindi.
“Búin!” sagði hún við sjálfa sig, rúllaði pergamentinu upp, batt það við fótinn á Hedwig og sendi hana af stað.
“Ginny?” heyrðist úr forstofunni.
“Hæ elskan,” kallaði hún til baka. Hún kyssti Harry þegar hann kom andstuttur inn í eldhúsið. Hann hafði komið á kústinum eins og venjulega. Harry hafði aldrei líkað við það að tilflytjast. “Viltu te eða eitthvað?”
“Nei takk,” svaraði hann.
“Hvernig var í vinnunni?”
“Leiðinlegt, Percy hélt fund fyrir alla skyggnana,” útskýrði hann.
Ginny stundi. “Andskotans Percy, heyrðirðu eitthvað hvað hann var að nöldra um núna?”
“Ekki orð,” hló hann og kyssti hana aftur. “ Hvar eru krakkarnir?”
“Hermione er með þá,”sagði hún og fór að þurrka kusk af borðinu.
“Æði,”sagði Harry og varð prakkaralegur.
“Eeehhh… nei Harry, ekki núna, það er enginn tími til þess. Í rauninni þá þurfum við að fara yfir, eftir smá stund alla veganna. Ég þarf að spyrja þig um dálítið,” sagði Ginny. Svo fór hún upp, náði í bréfið og rétti honum það.
Harry snéri því við og sá Hogwartsstimpilinn á bakhliðinni. “Hvað er þetta?”
Ginny dæsti “opnaðu það bara.” Henni grunaði að hann héldi það sama og hún hafði haldið þegar hún fékk bréfið. Að þetta væri Hogwartsbréfið hans James. En það var fimm árum of snemmt.
Harry tók pergamentið úr umslaginu og renndi snögglega yfir það. “Langar þið til að fara?” spurði hann og horfði á Ginny.
“Ja, hvað finnst þér?”
Hann leit aftur á bréfið og svo á Ginny. “Heyrðu, ekki hafa áhyggjur af mér ef það er að halda aftur af þér.”
“Langar þig að fara?” spurði hún.
“Æ, ég veit það ekki… það gæti orðið leiðinlegt,” sagði Harry og virtist fara hjá sér.
Ginny vissi hvað hann meinti með ‘leiðinlegt’. Gamlir Hogwartsnemendur sem höfðu aldrei skipt hvorn annan nokkru eiginlegu máli, sameinaðir. Það var einmitt það sem henni fannst hljóma svo skemmtilegt.
“Það gæti verið gaman að fara til baka og hitta alla aftur.”
“Hvað finnst Hermione?”
“Henni finnst hugmyndin góð og ég veit að Ron á eftir að vilja fara,”sagði hún.
Harry horfði út um gluggann. “Við ættum að fara Ginny.”
“Harry mig langar ekki að pressa á þig en ef þig langar ekki til þess að fara þá…”
“ Nei í alvörunni Ginny, mér fyndist gaman að fara,” sagði hann. Ginny gat ekki sagt hvort hann var að ljúga eða ekki. “Afhverju förum við ekki yfir og sjáum hvað þeim finnst?”
“Ég held að Ron sé ekki kominn heim,”sagði Ginny.
“Jú ég sá hann koma þegar ég flaug inn,” sagði Harry.
“ Allt í lagi þá, förum,”sagði hún og þau gengu yfirgarðinn til Rons og Hermione.
Ron veifaði bréfinu um leið og hann sá þau koma og virtist spenntur. “Er þetta ekki frábært?”
“Við förum aftur til Hogwarts! Það verður snilld!”sagði Ron
Ginny horfði á Hermione, hún var bálreið þar sem hún sat við eldhúsborðið með öskrara í höndunum. “Frá hverjum er hann?” spurði Ginny.
“Percy!” hreytti Hermione út úr sér. “Hann þurfti endilega að skammast yfir því að ég kom ekki á þennan fjandans fund hans. Ég á frí í dag og fíflið skilur það ekki.”
“Hvað sagði hann ?” spurði Harry.
“Æi, bara þetta venjulega, Sem aðstoðargaldramálaráðherra er ég hneykslaður á þeirri ósvinnu að einn af okkar bestu skyggnum mætti ekki á þennan mikilvæga fund… bla bla bla! Af hverju myndi ég koma á þennan leiðinda fund hans þegar ég á frí?”
“Æi Percy er bara bjáni Hermione,” sagði Ginny.
“Ég skal sko skrifa honum engan smá öskrara,” sagði Hermione og bölvaði Percy í hljóði.
Ron ranghvolfdi augunum og greip fyrir andlitið.
“Gleymdu öskrara Hermione, við biðjum Fred og George að senda honum eitthvað skemmtilegt,”sagði Ginny og blikkaði Ron.
Hermione sagði ekki neitt. Venjulega hefði hún sagt eitthvað en Percy var undantekning, hann missti aldrei tækifæri til að drekkja henni í vinnu og vænti meiru af henni en hægt var af ófrískri tveggja barna móður, þó að hún væri besti skyggnirinn.
“Harry!” sagði Ron, mest til þess að pirra konu sína og systur. “Er þetta ekki frábært?”
“Jú, æði…” sagði Harry minna spenntur.
Ron brosti stríðnislega. Svo fattaði hann að hann sá ekki heildarmyndina. “Óóó… auðvitað er það ekki frábært, við þurfum ekkert að fara Harry.”
“Ja, það er þess vegna sem við komum til ykkar,”sagði Ginny og horfði á Hermione með aðdáun þegar hún dauðhreinsaði eldhúsið með einni lítilli sprotahreyfingu, eitthvað sem tók Ginny venjulega hálftíma.
“Hvað gerum við svo við krakkana?” spurði Harry
“Mamma vill örugglega passa þau,”sagði Ron.
“Harry, ekki hugsa um hvort við komumst heldur hvort þú vilt fara,” sagði Hermione á mjög Hermionelegan hátt.
“Viljið þið öll hætta að hafa svona miklar áhyggjur af mér, ég er ekki þriggja ára.”
“Harry þú skiptir okkur meira máli en heimskulegir endurfundir,”sagði hún.
“Já ég veit en sleppið því og hættið að ofvernda mg svona. Við förum. Punktur.”
Þau skiptust á augnagotum. “Harry, ertu alveg viss?” spurði Ginny.
“Já Ginny ég er viss!”
“Ókei,” sagði hún. Henni fannst best að fara bara heim núna og tala um þetta í kvöld.
“Hvar eru krakkarnir ?” spurði Harry.
“Þau eru að lúlla, öll nema James og hann er að leika sér uppi.”Þá heyrðist skellur.
“…og hann hefur greinilega komist í þankalaugina þína Hermione,” bætti Ginny við, því að þankalaugin hennar Hermione var það eina sem gat framkvæmt svona skell þarna uppi.
“James! Komdu niður, við skulum vekja Susy, Chris og Emmy og taka svo stuttan Quiddichleik!” kallaði Harry og James kom þjótandi niður með kústinn sinn í eftirdragi.
“Allt í lagi pabbi, Þúþý, Chðis, Emmy, vakniði!” kallaði James og var alveg ofboðslega smámæltur því að hann var búinn að missa báðar framtennurnar.
“Hvar ætlum við að borða?” spurði Ron.
“Hérna takk, eldhúsið okkar er í klessu,” sagði Ginny.
“Eldhúsið þitt er alltaf í klessu, þú þarfnast ennþá mömmu,” stríddi Ron henni.
Ginny sendi honum ískalt baneitrað augnaráð og settist við borðið hjá Hermione. Þær sátu og töluðu og horfðu á Harry og Ron sem voru að kenna James og Chris Quiddichbrellur og stelpunum (sem voru tveggja og þriggja ára) að halda jafnvægi á kústinum.
Allir hlutir eru haldnir heimþrá til jarðarinnar og þess vegna falla þeir þangað þegar tækifæri gefst.