Fregnir herma að J. K. Rowling höfundur bókannna um Harry Potter, sé búin að fá sig fullsadda af söguhetjunni og í síðustu bókinni endi galdrastrákurinn lífdaga sína.
Bandaríski leikarinn Jim Dale, sem les bækurnar inn á hljóðsnældurnar, segir að Rowling hafi fyrir skömmu játað að í sjöundu bókinni, sem hún er nú að skrifa, ljúki sögu Harry Potter. Dale greindi ekki frá því hverngi Harry safnaðist til ferðanna.
Sjálf hefur Rowling aldrei viljað segja margt um framtíð Harry og félaga hans. Þegar hún var nýlega spurð hvort hann yrði einhvertíma fullorðinn svaraði hún: “ Þið verðið að bíða og sjá hvort hann lifir nógu lengi til að komast á fullorðinsár.”
Daniel Radcliffe sem leikur Harry í kvikmyndunum, hefur einnig trú á að strákurinn muni deyja. "Ég held að það geti verið að hann verði myrtur í síðustu bókinni.
Jæja hvað haldið þið. Ég held persónulega að Rowling væri alveg treystandi til að drepa hann. Hún hefur nú þegar sýnt að hún hikar ekki við að drepa persónur úr bókunum. Þrátt fyrir hvað aðdáendur segja.
En þá myndu bækurnar reyndar ekki enda vel og það finnst mér hallærislegt. Eftir allt þá eiga þetta að vera barna/unglingabækur og að láta barna/unglingabækur ekki enda vel eða bara allar bækur þegar maður pælir í því er aldrei vel liðið. Það væri alveg úti í hött að láta Harry deyja og Voldemort vinna og ráða yfir galdraheiminum. Nema að hún láti Harry deyja eftir að hann sigrar Voldemort. Það væri skárra, ekki gott heldur skárra.
Hvað haldið þið?
Heimsyfirráð, súkkulaði og Harry Potter.