Skellti mér á þessa mynd í gær með ekkert svakalegar væntingar, enda hafa þessar myndir aldrei fallið neitt massíft vel í kramið hjá mér, miðað við gæði bókanna allavega. Var samt búinn að bíða spenntur eftir að sjá hana alveg síðan að ég sá fyrsta treilerinn í byrjun ágúst held ég.
Harry Potter og eldbirkarinn er klárlega langbesta Harry Potter myndin hingað til. Þessi mynd höfðar að mínu mati miklu meira til þeirra sem hafa lesið bækurnar, því þarna er söguþræðinum fylgt alveg eftir, og þau göt sem skilin eru eftir er mjög einfalt að fylla upp í, EF þú hefur lesið bækurnar. Mér finnst leikstjóranum Mike Newell takast snilldarlega vel upp með að velja hvað hentar söguþræðinum best til að bæði flæði og skilningur komi fram. Ég hef til að mynda aldrei horft á Harry Potter mynd og ekki hugsað af hverju var þetta atriði ekki með, og af hverju var þetta atriði með, en í þessari mynd er ég fyllilega sammála leikstjóranum að öllu leyti, og finnst honum takast frábærlega vel upp eins og áður hefur komið fram. Meginmál mitt sannast best á því að félagi minn sem hefur ekki lesið bókina talaði um það að honum hafi fundist myndin alltof innantóm og klukkutíma of stutt. Það fannst mér engan veginn, enda las ég bókina og skyldi því klárlega söguþráðinn mun betur.
Það sem mér finnst miður fara í þessari mynd eru enn og aftur greyið leikararnir, sem eru með skítin upp á bak að vanda. Daniel Radcliffe(Harry Potter) getur ekki leikið, og því meira sem hann reynir, því verri verður útkoman. Þar sem Harry kemur grátandi til baka með Cedric Diggory er eitt átakanlegasta atriði sem ég hef séð í bíómynd, og ég tók fyrir augun vegna kjánahrolls. Emma Watson(Hermione Granger) er skömminni skárri en Radcliffe, en engu að síður arfaslök í dramaatriðnum, og fylgir því alltaf nettur kjánahrollur líka þegar hún er upp á sitt besta(versta). Synd að segja þetta því stelpan er svo endalaust mikil gella, að ég myndi byrja með henni á stundinni þrátt fyrir ungan aldur. Síðast en ekki síst ber vert að nefna Michael Gambon(Albus Dumbledore) en í hvert skipti sem hann birtist á skjánum sagði ég við sjálfan mig; Sjitt hvað ég sakna Richard Harris". Maðurinn túlkaði hlutverk Dumbledores svona 4000x betur, og eins og honum er líst í bókunum, þá var þetta maður sem allir tóku eftir, og kannski það mikilvægasta; allir virtu. EN þegar greyið Michael Gambon mætir á skjáinn er alveg eins og hann sé vel í glasi, og hann er líka bara allt of tussulegur eitthvað til að njóta virðingar allra galdrasamfélagsins í heild. Þegar að Dumbledore sagði til dæmis þögn eða eitthvað í álíka yfir allan stóra salinn þá fékk maður það sjálfur á tilfininguna að maður ætti að þegja, því það var Albus Dumbledore sem var að segja þetta. Þegar greyið Michael Gambon segir þetta hugsar maður eiginlega bara; “Æi haltu kjafti maður”.
Fyrir utan smá leikaraklúður þá er útkoman eins og áður sagði mjög fín, og þótt flestir aðaleikararnir séu ekki beint að standa sig, er Rupert Grint(Ronald Weasley) að gera fína hluti, og alltaf að bæta sig að mínu mati. Annars mæli ég með því að allir sjái þessa mynd, enda stórt stökk uppávið miðað við hinar myndirnar.
Lifið heil