Á stöðugum flótta, Dartanía Derów, 4.kafli. Jæja, loksinns næsti kafli, með fylgjandi er mynd af Tieo eins og ég sé hana fyrir mér, er það svipað og þið ýmindið ykkur hana? Ég vil þakka Elendil fyrir álit á fyrsta kaflanum um hvað ófyrirgefanlegu bölvannirnar heita á ensku, sparaði mér það að fletta því upp og Sonjal fyrir yfirlesturinn og bara öllum sem hafa nennt að svara… =D Takk, takk… Ég vona að efnisyfirlit bókarinnar Úlfar Alheimsinns fari ekki mikið í taugarnar á ykkur en bara endilega segið hvað ykkur finnst, ég þoli alveg að heyra það (ef ég á það skilið)… Ef það eru einhverjar staðreyndar, stafsetning eða málvillur, eða eitthvað endilega hundskammið mig fyrir það, því annars getið þið lent í að sjá sömu villurnar aftur og aftur og aftur..

En góða skemmtun…









4. Kafli. Það sakar varla að reyna, er það nokkuð?


Eftir að hafa verið rétt eitt eintak af framlengingareyrum, nýrri útgáfu sem var ekki fullreynd, áður hafði víst verið spotti á milli. Velti ég þeim fyrir mér, eftir smá stund kallaði ég á Tieo, stækkaði ólina um eitt gat og festi “eyrun” undir ólina.
,, Sést þetta nokkuð?”
,, Nei!” sagði Fred vonbetri en bætti svo við ,,En hvernig kemst hún inn?”
,, Molly er ekki búin að loka glugganum ennþá, er það?
Við þessi orð virtist það renna upp fyrir þeim að þessi hugmynd gæti jafnvel gengið upp.
,, Tieo, reyndu að komast inn um eldhúsgluggann, okey?” sagði Fred,en Tieo hreyfði sig ekki.
,, Tieo, hlýddu honum eða…” ég lyfti hendinni ógnandi en ég náði ekki að klára því Tieo var farin, enda hafði ég ekki hugmynd um hvað ég hafði ætlað að segja.

En það sem okkur skipti megin máli var:

Fundurinn!

,, Heldurðu að við getum treyst henni Alex?“ spurði Moody.
,, Ég hef þekkt hana í um hálft ár…”
,, En hún sat inni ekki satt? fyrir hvað?” spurði ískyggilega, smeðjuleg rödd sem ég þekkti ekki.
,, Hey, þó hún hafi bara verið hérna í viku, þá hef ég heyrt og séð nóg til að geta verið viss um að hún er bara krakki, hún hafði varla heyrt um galdra. Þið vitið öll hve fljótfær Cornelius Fudge getur verið, Sirius var settur inn án dóms.“ sagði Remus.
,, Er ekki til einum of mikils mælst að allir í Askaban séu saklausir?” sagði sá sem ég þekkti ekki.
,, Severus, það sem ég átti við er að hún þarf að fá meiri kennslu en muggaskólann!“ sagði Remus.
,, Hvað með það? Viltu stofna öllum í Hogwart í hættu með því að senda hugsanlega geðveikan afbrotamann þangað?” sagði Severus.
,, Hún er saklaus uns sekt finnst sönnuð Severus, sem og fleiri hér inni, það hefur ekki verið tilkynnt muggunum um hættuástand svo líklega var brotið ekki svo slæmt eða það sé ekki víst hvort að hún hafi framið það.“ sagði Remus.
,, Remus, Severus haldið friðinn!” sagði Dumbledor rólega.
,, En hver er hún annars?” spurði Moody.
,, Ég er ekki alveg viss en hún kynnir sig Dartan Derów Séreca..” svaraði Remus.
,, Séreca? Gæti það verið ættarnafn móður hennar? Shérca kannski?” spurði Arthúr.
,, Sólmyrkva Shérca? Ef svo er þá stenst þetta alveg, Shérca lét sig hverfa fyrir 16 árum og hún endursendi Hogwartsbréfið dóttur sinnar, fyrir 5 árum.. En það var skrifað á Tönju Shérca minnir mig” svaraði ströng kvennmannsrödd sem ég þekkti ekki..
,, Hvernig ferðu að því að muna þetta Minerva?” spurði Molly.
,, Ég býst við að ég muni eftir öllum sem hafna inngöngu í Hogwart, hún og svo Mike Soprano það árið, þvílík synd að hafna inngöngu í Hogwart! Ég efast um að hún hafi einu sinni sagt henni frá því!”
,, Herra Soprano sendi dóttur sína, Kitty, reyndar í Durmstrang.. Hún hætti, eða var hún rekin í fyrra? Fékk hún ekki inngöngu í Hogwart í ár?” spurði hin smeðjulega rödd Severusar.
,, Það er bara ein leið til að vita eitthvað um það, finna Sólmyrkvu og spurja hana! Ég man eftir Shércu. Var hún ekki í Hogwart á svipuðum tíma og þið tveir?” sagði ung kvennmanns rödd sem ég þekkti ekki.
,, Jú, Severus ætti að muna betur eftir henni, hún var í Slytherin, ári eldri kannski 2.” svaraði Remus.

Ég nennti ekki að hlusta lengur, hafði allt of mikið að hugsa. Ég fór upp í turnherbergið, lét það ekkert trufla mig að hippógriffínninn Buckbeak var þarna og settist út í horn.

Ég mundi eftir því að einhverntíman, fyrir mörgum árum, hafði móðir mín kallað mig Tönju. Sólmyrcva Shérca og Myrcva Sól Séreca voru of lík nöfn til að geta verið tilviljun, svo móðir mín hafði líklega verið í Hogwart, verið norn og afhverju gat hún ekki drattast til að segja mér það? Kannski hefði ég getað bjargað henni ef ég hefði vitað eitthvað um galdra! Shérca og Séreca, ef maður sagði þetta hratt þá hljómaði þetta eins… En afhverju? En hvað um föður hennar, skildi hann vera en á lífi? Var hann galdramaður? Hvernig myndi hún fá að vita hver hann var? Hver hafði verið “vitnið”? Hvað hafði orðið um Hálfdán Dag? Hver var “hann”? Hverjir höfðu verið á fundinum? Úff, þessar hugsanir voru orðnar aðeins of ruglingslegar, svo ég fór að lesa í bókinni Úlfar Alheimsinns, byrjaði á “efnisyfirlitinu”.

“ Bls. 1- 21 Sameiginleg einkenni “mennskra úlfa”.
Mennskir úlfar eru taldir sjalgæfir og jafnvel útdauðir, að frátöldum hinum alþekkta varúlfi, en það eru þeir ekki, þeir eru bara yfirleitt varkárir og því sjaldséðir. Helstu yfir tegundirnar eru eftirfarandi sex.
Fyrsti Smitberi ( Helfwolf - Werewolf - Plague / Nuisance ), er einungis hundur eða úlfur sem ber smit á milli manna eða er hinn “venjulegi” alþekkti varúlfur. Nánar á bls. 22- 80.
Annar er Hálsbítur ( Helfwolf - Werewolf - Neckbite ), eining þekktur sem Vampíruúlfur ( Vampirewolf ), hann hleypur upp fórnarlömb sín sem úlfur og hegðar sér að öðru leiti næstum eins og vampírur.
Nánar á bls. 81- 145.
Þriðji er Glefsirinn ( Helfwolf - Werewolf - Bite a lot ), óforbetranlegir bitvagar, þeir drepa yfirleitt ekki en bíta við öll tækifæri, ráða ekki við það!
Nánar á bls. 146- 198.
Fjórði var Hræskolli ( Helfwolf - Werewolf - Death Eater ), eining þekktur sem Grafarinn ( The Digger ), hann réðst ekki á fólk, nema í neyð, og étur ekkert nema hræ, eldri en 3 daga gömul, því eldri því betri, þeir voru þekktir fyrir að grafa upp grafir, nú eru þeir líklega útdauðir, þá skorti varkárni Hálfúlfa.
Nánar á bls. 199- 253.
Fimmti er Kvikskiptingsúlfur ( Helfwolf - Werewolf - Animaswolf ), þeir eiga mun auðveldara með að umbreitast í hund eða úlf, þeir eru mis hættulegir.
Nánar á bls. 254- 300.
Sjötti og líklega hættulegasti, Vargurinn ( Helfwolf - Werewolf - Attacker ), þeir þykja grimmustu og hættulegustu Hálfúlfarnir, Þeir eru svo varkárir að þeir hafa mörg hundruð sinnum verið taldir útdauðir, en alltaf birtst einn enn. Eina leiðin til að fá Varg til að láta af varkárninni er að ráðast á vini þeirra, þeir láta allt í sölurnar fyrir vini og kunningja.”
Nánar á bls. 301- 500.
501- 600 nitsamar bölvanir og galdrar.
601- 665 reglur um notkun þessara bölvana.
666- 814 sjónhverfingar fá upphafi til enda.
815- 1398 saga hálfúlfa.
1399- 1906 saga varúlfa
1907- 2052 hálfúlfa ættir, ættartölur, stiga og tegundagreining og fl.
2052- 2211 stig hálfúlfa.
2212- 2250 bölvanir og galdrar fyirir 1- 10 stig.
2251- 2302 bölvanir og galdrar fyrir 11- 20 stig.
2303- 2369 bölvanir og galdrar fyrir 21- 30 stig.
2371- 2443 bölvanir og galdrar fyrir 31- 40 stig.
2444- 2547 bölvanir og galdrar fyrir 41- 50 stig.
2548- 2608 bölvanir og galdrar fyrir 51- 60 stig.
2609- 2656 bölvanir og galdrar fyrir 61- 70 stig.
2657- 2713 bölvanir og galdrar fyrir 71- 80 stig.
2714- 2738 bölvanir og galdrar fyrir 81- 90 stig.
2739- 2787 bölvanir og galdrar fyrir 91- 100 stig.
2788- 2965 Saga hinnar fornu list sjónhverfinga.
2966- 3309 Sjónhverfinga framkvæmd frá upphafi til enda.
3310- 3358 Um hugsanalestur, hugskeyti, framkvæmd og varnir.
3359- 3415 Takmörkun úlfgaldra, hvað er hægt að gera við ofnotkun?
3416- 3976 Um blóðtengsl, notkunnargildi blóðs, blóðvandi hálfúlfa og fl. blóðtengt.
3977- 4077 Um umbreytingu, hvernig skal ná smá stjórn á henni og halda sjálfstjórninni.
4078- 4152 Hálftung, full tungl, nýtungl og áhrif þeirra á mennska úlfa.
4153- 4989 Raunarsaga höfundar, Sókratesar Sjakala Vargin Black.
4990- 5000 Tilgangur bókarinnar og skilgreining á vörnum hennar.
5000 til enda eftirmáli notenda bókarinnar.”

Ég ákvað að byrja á að lesa raunasögu höfundar, en áður en ég gat flett upp á blaðsíðunni flettist bókin sjálfkrafa upp á bls. 4153 svo ég byrjaði að lesa.

Ég var ekki trufluð fyrr en klukkustund síðar, þá kom Remus með Tieo í fanginu og framlengingareyrun milli fingranna..
,, Hversu mikið heyrðiru?”
,, Nóg til að vita að annaðhvert orð móðir minnar, heitinnar, var lygi! Nóg til að rugla í öllu sem ég skil ekki, ef hún var norn afhveju drattaðist hún ekki til að segja mér það? En takk fyrir að standa upp fyrir mig.” muldraði ég og reyndi að brosa.
,, Ekkert að þakka en sagðirðu heitinnar? Áttu við að hún sé látin?”
,, Raunar nota ég frekar orðið myrt!” svaraði ég kaldhæðin, en horfði stíft í augun á honum á meðan, myndi hann trúa mér?
,, Myrt? Fyrirgefðu, ég samhryggist.”

Hversu lengi hafði ég þráð að einhverjum ditti til hugar að samhryggjast mér, í stað þess stimpla mig sem morðingja, eða eitthvað? Ég tók ákvörðun ég ætlaði að treysta honum, kannski gæti hann svarað einhverju af því sem ég skildi ekki.
,, Takk, það er samt allt í lagi, það gerðist fyrir um hálfu ári síðan.”
,, Hálfu ári? Var það ekki þá sem þú varst send til Azkaban?”
,, Tveim vikum eftir að hún var myrt. Ég held þeir haldi að ég hafi gert það.” svaraði ég og barðist við að halda aftur af tárunum. Af hverju táraðist ég næstum?
,, Úff, það hlýtur hafa verið hræðilegt.”
,, Fyrirgefðu forvitnina, en hver er Sirius?”
,, Sirius Black, hann var einn besti vinur minn, sat inni í Azkaban í 13 ár, saklaus en enginn trúði honum ekki einu sinni ég. Ekki fyrr en eftir að hann strauk þá tókst honum að sanna sakleysi sitt fyrir nokkrum. En það var ekki fyrr en eftir að hann dó sem allir fengu að vita það.” Remus virtis eiga erfitt með að tala um það, svo ég sá eftir því að hafa spurt, en sagði hann Black? Hvað var málið með það ég heyrði sífellt meira um Black ættina, var að lesa ævisögu Sókratesar Black og núna var það Sirius Black. Úff, mér sem hafði fundist hræðilegt að sitja inni í 6 mánuði.
,, Fyrirgefðu…ég samhryggist.” náði ég samt að stynja upp.
,, Ef það er eitthvað sem þú skilur ekki þá geturðu alltaf spurt mig og ég skal reyna að svara.”
,, Takk!” svaraði ég og brosti.
,, Ég held að það sé kominn matur, svo eigum við ekki að koma okkur niður?”
,, Jú, jú, en Remus?”
,, Hvað?”
,, Hvað er ófyrirgefanleg bölvun?”

(Ef Remus hafði haft einhverjar efasemdir um sakleysi hennar, þá hurfu þær núna, hún vildi vita fyrir hvað hún hafði verið lokuð inni.)

,, Ófyrirgefanlegu bölvanirnar eru 3, sú skaðlegasta er drápsbölvunnin, Avada Kedavra, svo Cruciatus, Crucio…“

Ég vissi samstundis að þetta voru orðin tvö, orðin sem urðu móður minni að bana. Ég mundi eining eftir sársaukanum.
,, Kannast við það…”
,, Kannastu við það?“ spurði Remus ,,Áttu við að þér hafi verið sagt frá þeim eða?”
,, Það voru þessi orð sem drápu móður mína!“ sagði ég.
,, Hvernig veistu það?” spurði Remus.
,, Ég var þar…“ sagði ég en muldraði svo að mestu við sjálfa mig ,,Crucio, eins og að fá mikið raflost þegar maður er hundblautur! Úff, man þetta of vel, en fortíðin er liðin, það er ekkert sem ég get gert í því núna, það sem skiptir máli í dag er nútíðin, framtíðin er á morgun og þá gæti allt gerst…”
,, Ég hef aldrei áður heyrt lýsingu á sársaukanum sem Crucio orsakar. En ég heyrði ekki alveg hvað þú sagðir, svo…”
,, Skiptir engu, það er bara, ég hefði getað bjargað henni, ef ég bara hefði skilið smá brot af því sem gerðist. En fortíðin er liðin, það er ekkert sem ég get gert í því núna, það sem skiptir máli í dag er nútíðin, framtíðin er á morgun og þá gæti allt gerst. En hver er þriðja bölvunnin?”
,, Það er Imperius ”Imperio“ Stýrisbölvunin.” sagði Remus.
,, Alltaf lærir maður eitthvað nýtt."
,, Já, maður kemst ekki frá því.”

Við fórum niður í mat. Fred og George fylgdust grannt með mér… Þeir höfðu heyrt nóg til að vita að ég hafði verið í Askaban, hvað skildi þeim finnast um það? Ég yrði að tala við þá eftir matinn. Mér til mikillar undrunnar var þeim slétt sama! Þeim virtist finnast það bara sniðugt. Þeir sögðu mér samt að í lok fundarinns hafi verið áhveðið að senda mig í Hogwart, í fyrstu fannst mér tilhugsunin um að fara aftur í skóla skelfileg en Fred og George sannfærðu mig um að þetta gæti orðið gaman! Ég gæti orðið “arftaki” þeirra, vandræðagemsi skólanns, næstu vikurnar eftir að þeir komu heim úr búðinni þeirra, kenndu þeir mér öll leynigöng inni í og út úr Hogwart, og nokkra sniðuga hrekki sem þeir gátu ekki komist yfir að framkvæma! Einn daginn buðu þeir mér að koma með þeim til Skástræti og reyna að hjálpa þeim í búðinni.
-