Ég veit að það er fremur langt frá því að fimmti kafli kom. Þessvegna ætla ég að segja pínulítið frá því sem gerst hefur.
Kate var dóttir prests og líf hennar breyttist allt í einu þegar að hún fékk bréf um að hún væri norn og fengi inngöngu í Hogwarts- skóla galdra og seiða. Hún kemst einnig að því að móðir hennar er skvib (sem ábyggilega er óþarft að útskýra hér!) og að móðurforeldrar hennar væru enn á lífi og lifðu í galdraheiminum.
Kate fer í skólan og er flokkuð í Ravenclaw og kynnist þar Georgiu Castle sem verður besta vinkona hennar.
Þær finna leyniherbergi þar sem kista leynist ásamt öðrum skrautlegum munum en kistan er læst. Kate, ásamt öðrum strák úr Ravenclaw, nær sér í eftirsetu; reyndar fyrstu eftirsetuna á þessu skólaári.
Ef þið viljið rifja meira upp eða eruð ekki búin að lesa hina kaflana þá getið þið smellt á notendanafnið mitt og þá á ‘Greinar eftir notenda’.
6.kafli Eftirsetan
Á miðvikudag í seinasta tíma, sem var í vörnum gegn myrku öflunum, voru þau að læra frystilogagaldurinn – eða það er að segja handahreyfinguna. Þetta var býsna erfiður galdur og eiginlega of flókinn fyrir fyrsta árs nema en þó nauðsynlegur að læra sem fyrst. Kate átti samt sem áður ekki í miklum erfiðleikum með þennan galdur miðað við aðra, þökk sé ömmu Olivu sem hafði kennt henni undirstöðuatriðin í þessum galdri eins og nokkrum öðrum. Georgiu gekk nokkuð brösulega en henni gekk þó ekki eins illa og Verenu Vital úr Slytherin sem gat ekki hreyft sprotann sinn..reyndar var það útaf því að Jack hafði lagt álög á sprotann hennar-en samt.
Eftir tímann rétti prófessor Malfoy þeim, Kate og James, miða sem á stóð klukkan hvað og hvar eftir setan væri. Þau áttu að mæta í stofu 13 á 3. hæð klukkan átta um föstudagskvöldið.
Eftir kvöldmat á föstudag varð Kate samferða James upp á 3. hæð og fóru að leita að stofunni. Þau fundu hana ekki strax en að lokum birtist hún fyrir augum þeirra, bókstaflega því hún birtist allt í einu á móti hurð nr. 14. Klukkan átta, stundvíslega þá kom prófessor Malfoy og hleypti þeim inn í kennslustofuna. Engin kennslustofa sem Kate hafði áður séð var lík þessari því hún var- já, hún var alveg tóm en veggirnir voru með vönduðu útskornu munstri. Kate leið óþægilega þarna inni því henni fannst einhvernvegin eins og kennslustofan, sem var greinilega ekki í notkun, væri brothætt. Þessi tilfinning er víst lík því þegar einhver kemur inn í búð svo maður getur varla hreyft sig fyrir hillum, fullum af brothættum styttum og öðru slíku. Kate þorði nánast að anda þarna inni og hreyfði sig varlega. Hún sá að James lét eins og hún svo hann hafði þetta greinilega líka þessa tilfinningu. Prófessor Malfoy galdraði fram þrjá stóla, einn andspænis hinum og borð á milli. Hún settist í staka stólinn en bað Kate og James að setjast í hina. Þegar hún settist á móti þeim brosti hún. Að vísu bara dauft en hún brosti. Kaldhæðnislega.
“Jæja..ég vil segja ykkur að þetta er langfyrsta eftirsetan á þessu skólaári og hún er frá Ravenclaw”
“Hún hlýtur að vera eitthvað skyld Oliver umsjónarmanni” muldraði James og Kate reyndi að halda aftur af flissinu. Prófessor Malfoy virtist aftur á móti ekki skemmt og bað þau ósköp yfirvegað að halda sér saman.
“Þetta er engin skemmtun, í eftirsetu eruð þið gjarnan látin hjálpa til við eitthvað, t.d. hjálpa skógarverðinum, húsverðinum eða bara einhverjum kennara. Í þessu tilviki eigið þið að hjálpa mér.” Kate leist ekkert sérstaklega vel á svipinn á henni en hugsaði með sjálfri sér “Hversu slæmt getur þetta orðið” þegar heyrðist:
“Þið þurfið að fara með þetta,” sagði prófessor Malfoy og benti á útskorna kistu, hún hélt áfram, “ þið farið með hana inn í forboðna skóginn. Hérna er kort og eins og gerist í öllum góðum ævintýrum þá merkti ég staðinn þar sem þið eigið að láta hana á með X-i. Ég vil að þið grafið hana þar”
“Ehh..til hvers eigum við að gera það?” spurði James.
“Til að kenna ykkur að halda ykkur að verki því þið eigið að vera komin til baka hálf eitt eftir miðnætti. Þetta byrjar núna” sagði hún og rétti Kate kortið en þau James hjálpuðust að með að bera kistuna. Þegar þau voru komin út og stefndu á forboðna skóginn sagði Kate við James:
“Veistu, þessi kista er eiginlega alveg eins og ein kista sem við Georgia sáum þegar við vorum að skoða okkur um kastalann. Höldin eru alveg eins, þetta er úr samskonar við og þetta er alveg eins útskorið” Hún beygði sig niður um leið og hún sagði þetta til að skoða kistuna betur.
“Hvað helduru að þeð geti verið margar svona kistur í Hogwarts??” spurði Kate hrifin.
“Ehh..hefur þér nokkuð dottið í hug að þetta sé sama kistan?” spurði James á móti.
“Ó..ehh..neibb” svaraði Kate, “en þegar þú minnist á það þá..ég ætla að gá að þessu þegar við komum til baka.”
Þau gengu inní forboðna skóginn með kistuna og fylgdust vel með á kortinu því að þau vildu ekki villast. Alla leiðina var Kate með hroll á bakinu og fannst alltaf eins og eitthvað væri á bak við sig og leit oft og mörgum sinnum aftur fyrir sig. Eftir um 40 mínútna göngu til viðbótar komu þau í rjóðrið sem var merkt með X-inu.
“Þetta var ekkert mál, við áttum að vera komin klukkan hálf eitt en klukkan er rétt um níu” sagði James og sveiflaði sprotanum sínum til að gá hvað klukkan væri. Tölustafirnir sem komu út um sprotsendan sýndu að klukkan væri 21:02.
“Þetta er alltof létt” sagði Kate og brosti, prófessor Malfoy hafði ábyggilega reiknað tímann eitthvað skakkt.
“En eigum við þá ekki að gá hvað er í kistunni?” spurði James forvitinn.
“Ef þú getur opnað hana þá.. hversvegna ekki” Kate vonaði innilega að hann gæti opnað hana.
“Jú,” sagði hann og reyndi að rifja upp einhverja galdra sem að gætu dugað á þennan lás en mundi ekki eftir neinum.
“Kannski er þetta fölsk kista” sagði James allt í einu og Kate varð eins og spurningarmerki í faman.
“Sko, það er þegar að botninn snýr upp og fólk heldur að hann sé lokið en lokið er botninn svo að við verðum að snúa kistunni við til þess að geta opnað hana” Kate var litlu nær eftir þessa útskýringu hjá James en lét hana gott heita. Þau hjálpuðust að við að snúa kistunni við en þegar að hún var komin á hliðina þá opnaðist hún..en það var ekki botninn heldur bara það sem að hafði verið uppi áður en að þau byrjuðu að snúa henni við – hún hafði bara ekki verið læst.
“Svo..hún er þá ekki fölsk” upplýsti James.
“Virkilega” svaraði Kate í mjög hæðnislegum tón.
“Slakaðu á, við fáum nú allavega að sjá hvað er inni í henni” sagði James og fór að róta í dótinu.
“Hvað segir prófessor Malfoy þegar að hún kemst að því að við höfum rótað í dótinu?” spurði Kate áhuggjufull um leið og hún beigði sig niður til þess að skoða dótið.
“Engar áhyggjur, hún kemst ekki að því..ég ætla mér allavega ekki að segja,” svaraði James og tók upp skikkju.
“Þetta eru bara grímubúningar” sagði hann og tók upp skikkju og nokkrar grímur, “þetta er ekkert hættulegt”. Hann mátaði nokkrar skikkjur og tók eina grímu en kastaði einni til Kate.
“Mátaðu” sagði hann. Kate horfði á grímuna sem var rauð, rétt nógu stór til þess að hylja yfir augun og þar til hliðar. Gríman var með gylltum skreytingum í kringum götin fyrir augun og yst allan hringinn í kringum grímuna sem virkaði svolítið kattarleg.
Kate setti hana á sig og leit í spegil sem hafði verið með í kistunni. Gríman fór henni bara nokkuð vel en hún tók hana eiginlega strax af sér því að hún vildi flýta sér aftur upp í kastala.
“James, flýttu þér nú. Við vitum aldrei hvort að hún sér til okkar.”
“Hver sér hvað??”
“Prófessor Malfoy, James komdu.”
“Ég kem, ég kem. Ég ætla bara að ganga frá, annars kemst hún örugglega að því að við vorum að róta.” sagði James og byrjaði að ganga frá. Þau gengu bæði frá öllu en hvorugt þeirra tók eftir illkvittnislegu glotti rétt hjá sér en samt svo óralangt í burtu.
Þau byrjuðu að grafa holu undir kistuna með einföldum graftar-galdri. Moldin mokaðist upp um í takt við hreyfingu sprotanna.
Þau eru með kistu, heldurðu að…” hvíslaði strákur sem fylgdist með álengdar.
“Nei,” greip stúlkurödd fram í fyrir honum, “nei, ekki fyrsta árs nemar, ljúkum bara vaktinni. Þau eru bara í eftirsetu”
“Viss?” Spurði hann
“Já, annars væru þau varkarári, þau myndu vita…Komdu Will” hún gekk af stað.
Fyrir utan rjóðrið á öðrum stað voru fleiri persónur að fylgjast með:
“Afhverju þurfa þau að grafa kistuna?” hvíslaði ein röddin.
“Til að Infallible og Inational séu ekkert að trufla okkur.” var svarað.
“En afhverju þurfum við að vera hérna?” spurði fyrri röddin
“Til að vera viss um að kistan haldist neðanjarðar í kvöld, Infallible er svo skrambi tortrygginn!” svarðaði þriðja röddinn. Nú þögnuðu allar raddirnar og fylgdust með í hljóði.
Það hafði tekið Kate og James lengri tíma en þau reiknuðu með að grafa kistuna. Klukkan var samt bara fimm mínútu yfir tólf samkvæmt sprotanum hans James. Þau lögðu af stað í burtu bæði með hroll á bakinu. Þeim fannst eins og þau ætluðu aldrei að komast í burtu og Kate hafði það á tilfinnunginni að það væri einhver væri að fylgjast með þeim. Þetta var greinilega smitandi tilfinning því að James var einnig farinn að líta um öxl. Þau hlupu í þá átt sem að þau héldu að kastalinn væri og alla leiðina fannst þeim þau heyra fleiri fótatök. Þegar að þau voru komin út úr skóginum og sáu glitta í Hogwartskastala í fjarlægð sáu þau eitthvað koma út úr skóginum útundan sér svo þau beygðu dauðskelkuð til hliðað því að þau vildu ekki vita hvað þetta var. Með því að beygja til hliðar stefndu þau aftur inní skógarjaðarinn en voru svo óheppin að hlaupa beint í fangið á einhverjum.