En níundi kafli er mættur á svæðið og ég er frekar ánægð með hann.
Og til fólks jafn forvitið og Tzipporah þá er smásagan mín sjálfstætt framhald af þessum spuna þannig Jackie er skírð eftir dóttur Siriusar og Feneccu heitinnar.
Níundi kafli.
Harry missti andlitið. Hermione? Svona? Nei, Hermione var með svakalega úfið hár, kunni varla að setja á sig maskara, nagaði neglurnar ofan í kviku og var bara…Hermione. Þessi vel klædda, vel málaða, vel snyrta manneskja gat ekki verið Hermione.
“Í alvöru talað Harry,” sagði hún pirruð. “Jafnvel þótt ég sé í Prada skóm sem kostuðu á við lítið Afríkuríki, þýðir það ekki að ég geti ekki verið sama manneskjan.”
Kannski var möguleiki á því. Hún faðmað Harry líka að sér og hann fann sterka ilmvatnslykt leggja af henni. Svo faðmaði hún Ginny aftur og virti hana fyrir sér.
“Vá hvað þú ert orðin flott, ástin mín!” lýsti Hermione yfir. Ginny hló.
“Algjört æði, alveg eins og tunna.” svaraði hún. Hermione faðmaði hana aftur og spurði svo: “Er ég að trufla eitthvað?”
“Nei, nei, ekkert merkilegt. Bara fund hjá Reglunni.” svaraði Harry hversdagslega og hló að svipnum sem breiddist yfir andlitið á Hermione.
“Almáttugur, ég…ég hélt að hann yrði ekki fyrr en á morgun!” veinaði hún.
“Skiptir ekki máli, komdu bara inn í stofu.” Ginny teymdi Hermione inn og sendi Harry hvasst augnatillit. Harry, ennþá flissandi yfir svipnum á Hermione fór með töskurnar inn í gestaherbergi og hélt svo inn í stofu. Senan sem mætti honum sendi hann næstum aftur í hláturskast. Hermione var að faðma mjög rauðan Ron Weasley og allir aðrir reyndu að sjá á kortin og annað sem var varpað upp vegg með myndvarpa. Og engum venjulegum myndvarpa. Þökk sé Arthur Weasley, las myndvarpinn upp textann á glærunum (og bætti stundum inn sinni skoðun), gat þýtt textann á 50 mismunandi tungumál auk margs annars. Því miður var hann ennþá eins og venjulegur myndvarpi að því leyti að ef einhver gekk í geislann hvarf myndin. Og þar sem Ron og Hermione stóðu í miðjum geislanum var ekki séns fyrir aðra að sjá á glærurnar ef þeir vildu. Allir aðrir í herberginu voru muldrandi eitthvað um “fólk sem hélt að það gæti bara valsaði inn, hélt að það ætti heiminn”. Ja, allir nema einn. Jo sat út í horni og reyndi að horfa allstaðar annarstaðar en á Hermione og Ron faðmast. Hvernig gat hún vitað að Hermione giftist þegar hún var átján ára og var þriggja barna móðir? Harry smeygði sér niðr í sófann við hliðinna á henni (sem var í sjálfu sér ekkert auðvelt því auk Jo sátu þar: Mundungus Fletcher, Neville Longbottom, konan hans Luna Lovegood-Longbottom og einhver náungi sem Harry þekkti ekki, vissi bara að hann var mjög stór á þverveginn.)
“Nú hefur þú séð hina alþekktu Hermione.” hvíslaði Harry í eyrað á Jo. Hún hrökk við og hvíslaði á móti.
“Er þetta Hermoine? Ég hélt að hún væri svona…nördaleg, án þess að móðga einhvern.” bætti hún hratt við.
“Þú ert ekki að því og satt að segja hélt ég það líka. En þar sem ég hef ekki séð hana síðan ég gifti mig, þannig ég telst kannski ekki með.” svaraði Harry. Jo brosti litlu brosi en fylgdist með þegar Hermione fékk sér sæti við hliðina á Ron og byrjaði að útskýra eitthvað fyrir honum með áköfum handahreyfingum og glampa í augum.
“Er eitthvað á milli þeirra?”spurði hún og reyndi (án mikils árangurs) að láta spurninguna hljóma hversdagslega.
“Ekki núna en þegar þau voru sextán gátu þá ekki slitið sig frá hvort öðru. Það entist í hvað, tvær vikur?” Harry hrukkaði nefið í gervilegri hreyfingu. “Eða tvo mánuði, ég man það ekki alveg.” Hann beygði sig undan handleggnum á Jo sem sveiflaðist hættulega í áttina á honum.
“Tvo mánuði allt í lagi!?!? Það er algjörlega þeim að þakka að ég og Ginny erum gift.” bætti hann við hugsandi. Þegar Jo horfði bara spyrjandi á hann hélt Harry áfram.
“Heldur þú virkilega að Ron hefði leyft hverjum sem er að vera með litlu systur sinni? En þar sem hann var of upptekinn við það rífast við Hermione, eða eitthvað annað með Hermione,” bætti hann við með grettu. “Allaveganna, á meðan hann var of upptekinn af Hermione fengum við Ginny ágætis tækifæri til að kynnast og gera ýmislegt saman. Svo eftir að Ron og Hermione háðu “Lokabardagann” eins og hann er þekktur í Hogwarts. Já og ef þú kemur einhvern tímann í Hogwarts skaltu leita að stórum sprengigíg á sjöundu hæð.” Þarna greip Jo fram í fyrir honum.
“Nú ertu að ýkja? Sprengdu þau upp heilan gang?”
“Hermione var með fjórtán M.U.G.G.a og þú þekkir skapið í Ron. Þau gætu hrætt brjálað fjallatröll í rifrildunum sínum.” lýsti Harry yfir með glotti.
“Harry og Jo?” spurði Dumbledore með skemmtum svip. “Erum við að trufla eitthvað mikilvægt hérna? Eða getið þið vinsamlegast beint athygli ykkar hingað á meðan ég segi frá því hvar Drápara ætla næst að gera árás? Ég skal lofa ykkur því að þið megið halda áfram þegar ég er búinn.”
Allar hugsanir um fyrrverandi skólaást/hatur Rons og Hermione voru drifnar úr huga Harrys þegar minnst var á Drápara. Og næstu árás þeirra.
“Eins og ég var að segja áður en ungfrú Grang-frú Krum, afsakaðu Hermione. Eins og ég var að segja, fékk ég ansi áhugaverðar upplýsingar fyrir nokkrum dögum. Svo virðist sem Dráparanir ætli að gera árás á úrslitaleik Quidditch.”
Lamandi þögn fylgdi orðum Dumbledores. Jo dró djúpt andann. Hún átti að líka að keppa í úrslitaleikum, auk Rons. Þótt hún virtist ekkert svo ánægð með það.
“Herra Weasley og ungfrú Wilder, ég áætla að þið ætlið samt að keppa?” spurði Dumbledore.
“Já.” svöruðu þau bæði á sama tíma. Bæði virtust jafn hryllt á því að hugsa sömu hugsunina. Dumbledore brosti í skeggið.
“Ég bjóst við því. Jæja, í sambandi við varnir…..”
Dumbledore hafði skipulagt nánast allt. Harry velti fyrir sér hvort maðurinn svæfi yfirleitt. Allir Regluðmeðlimir sem gátu áttu að mæta á úrslitaleikinn og hafa auga með öllum grunsamlegum manneskjum. Þau yrðu líka tengd saman með samskiptagaldri, sem virkaði svipað og labb-rabb tæki mugganna. Allt var skipulagt niður í smæstu smáatriði, Harry beið bara eftir því að þau samræmdu nærbuxnaliti. Kannski ekki alveg, en skipulagið var nákvæmt. Nú var bara að bíða eftir árásinni.
Þar sem næstum hálfur mánuður var í úrslitaleikinn fékk Hermione að gista í Hroðagerði á meðan. Hún og Ginny virtust smella saman. Þær sátu tímunum saman að tala um óléttu, smábörn og börnin hennar Hermione, tvíburanna Alex og Alexander og litlu dóttur hennar, Alice. Hermione var líka óþreytandi í hatri sínu á tengdamóður sinni, frú Krum eldri, sem hún lýsti sem “hræðilegum, elspúandi dreka”
“Ég meina, þegar ég og Viktor giftumst neitaði hún að koma í athöfninna vegna þess að ég var ekki nógu góð fyrir litlu elskuna hennar. Hún verndar Viktor eins og smábarn. Og svo þegar við ákváðum að mamma og pabbi mættu ráða nafninu á tvíburanna sleppti hún sér alveg! Hún öskraði eitthvað um móðgun við ættina og eitthvað!” fyrirlitningin í rödd Hermione var greinileg. “Og svo fær hún að skíra sonardóttur sína og gettu eftir hverjum hún skírir? Sjálfri sér! Er hægt að vera egósentrískarri?” spurði hún hneyksluð og renndi hendi í gegnum stytturnar sínar. Hermione hafði sannarlega breyst. Hún eyddi meiri tíma en Ginny á baðherberginu og herbergið hennar var fullt af rándýru Gucci, Prada,Dolche&Gabbana, Versace, nefndu það bara. Harry var hálfhissa á Hermione og öllu þessu tilstandi hennar. Svo hann spurði.
“Mér leiddist” viðurkenndi Hermione. “Tengdó voru alltaf með strákana og Alice var með fóstru. Viktor var aldrei heima og það eru takmörk fyrir því hversu mikið manneskja getur lesið.” Ginny var að ganga inn í herbergið og tók grínandköf og sagði með aðdáun í röddinni.
“Hin mikla Hermione viðurkennir að það sé ekki hægt að lesa endalaust! Ég mun geyma þessa stund að eilífu” bætti hún við þegar hún flúði undan ilmvatnsglasinu sem Hermione fleygði í hana.
“Svo ég ákvað að vinna aðeins í S.Á.R.”
“Dööööömur og herrar. Verði vekomin á úrslitabaráttu Quidditchtímabilsins. Ég heiti Lee Jordan og ég ætla að vera með ykkur í dag. Í dag takast á sterkustu lið í deildinni. Svo klappið saman höndunum fyrir Puddlemere United!!!” Sjö bláklæddir leikmenn þutu inná völlinn, Oliver Wood í farabroddi. Bláklæddir aðdáendur hinum megin á vellinnum fögnuðu á meðan liðið flaug hring um völlinn. “Og nú, galdramenn og nornir, kemur eitt besta lið í sögu Quidditch (ef ég segi sjálfur frá) Takið vel á móti eina liðinu í deildinni sem er nógu hugrakkt til að ganga í appelsínugulu, vera nálægt Ron Weasley og vera með húsálfa sem lukkkudýr!! Chudley Raketturnar!!!!”
Hermione, sem sat við hliðinna á Harry, spýtti út úr sér hunangsölinu. “Þau eru með húsálfa?!?!” hálfskrækti hún.
“Engar áhyggjur, Hermione, þeim er borgað” hljómaði rödd Lees yfir völlinn. Sem betur fer var Hermione of upptekin af því að ylgjast með grunsamlegum hreyfingum (þessvegna voru þau þar eftir allt saman, til að stöðva árás Drápara) til að hlusta of mikið á Lee. Ron og liðið flugu stóran hring um völlinn á meðan appelsínuguli hluti vallarins öskraði og klappaði.
Dómarinn gekk inn á völlinn og fyrirliðarnir lentu hjá honum. Harry sá ekki þegar boltunum var sleppt en heyrði bara í flautunni og Lee strax á eftir.
“Leeeiiikurinn er hafinn gott fólk. Sóknarmenn Rakettanna grípa tromlunna, óhh, fallegur rotari frá Abaly, varnarmanni Puddlemere. Eldredge sóknarmaður dýfir sér, rétt sleppur framhjá rotaranum, flott þetta, stelpa. Og hún kastar, Oliver Wood stekkur fram…og hún SKORAR!!!!!!!” Appelsínuguli hluti vallarinns sprakk í fagnaðarlátum og Harry gleymdi sér í nokkrar sekúndur og fagnaði með, þangað til einhver rak olnboga í hnakkan á honum.
“Afsakið,” sagði köld og drafandi rödd. “Ég hélt þú værir Longbottom.”
Hary snéri sér snöggt við. Þarna var Draco Malfoy, klæddur í smaragðsgræna skikkju og illkvittið glott. Við hlið hans stóð Ella, klædd í mjög þröngt sniðna silfurlitaða skikkju og starði heimskulega út í bláinn. Saman litu þau út eins og skjaldarmerki Slytherin.
“Blessaður Draco,” sagði Ginny ískalt. “Kominn til að sprengja upp völlinn?”
“Þú veist aldrei, frú Potthaus.” sagði Draco með geðveikislegann glampa í auga. Ella hló heimskulega og þau heyrðu í henni þegar Darco dró hana í burtu: “Hvað? Var þetta ekki brandari, snúlli?”
“Snúlli!” fussaði Ginny. “Vesalings stelpan.” Hún beindi athygli sinni að Jo á vellinnum. Jo sló rotara í átt að marki Rakettanna.
“Þú átt að hitta andstæðinganna, Wilder!” kallaði afskaplega kátur Lee Jordan. “Svo virðist sem samband Rons Weasley og Joönnu Wilder hafi breyst úr einu heitasta pari tímabilsins í hataðasta par tímabilsins. Allt getur gerst gott fólk, allt getur gerst.”
Ron sendi mjög dónalegt handarmerki í átt að Jo. Hún svaraði í sömu mynt og brátt voru þau komin í hávaðarifrildi, og að því Harry gat best séð, slag í loftinu. Dómarinn flaug í áttina að þeim og reyndi að aðskilja þau.
“Og dómarinn er komið í málið.” tilkynnti Lee Jordan. “Ef hann gefur skot, hver fær það? Lélegur brandari, fyrirgefið. Allaveganna, Quigley dómari ávítir turtildúfurnar og Puddlemere fær frítt skot á markið.. Með fimmtán mínútur liðnar af leiknum standa stigin svona: Puddlemere United eru með…..” En Lee gafst aldrei tækifæri til að tilkynna stigin því svört alda af Drápurum reis upp frá áhorfendunum.
“Fari það í heitt, hoppandi helv…..” stundi Lee upp þegar álíka stór alda af Reglumeðlimum reis upp, Harry og Ginny meðtalin, og réðst á næsta Drápara.
Allt var í uppnámi. Saklausir galdramenn og nornir forðuðu sér í ringulreiðinni og brátt voru bara Rglumeðlimir, Drápara og skyggnar að berjast. Harry skaut bölvun í átt að stórum manni sem hafði ekki haft fyrir því að setja upp grímuna. Hann gaf frá sér skrítið hljóð og datt aftur fyrir sig og kramdi félaga sinn undi sér. Harry gerði félagan rænulausan á meðan hann reyndi að losa sig undan manninum. Í nokkrar mínútur tók þjálfunin algjörlega yfir hjá Harry. Miða, skjóta, beygja sig. Líta um öxl, sjá hvort einhver læddist aftan að þér. Finna næsta skotmark. Byrja ferlið upp á nýtt.
Hann sá appelsínugula veru skjótast framhjá sér. Ron. Haldandi á sprotanum sínum og einbeitnin skein úr andlitinu. Rautt leiftur skaust við nefið á Harry. Hann tók sökudólginn úr umferð án þess að líta við. En hann sá ekki Bellatrix Lestrange læðast aftan að Ron. Ekki Ron heldur.
Það næsta sem Harry vissi var að enginn Drápari var standandi nema Bellatrix. Hún hélt fast um hálsinn á Ron aftan frá með annarri hendi. Í hinni hélt hún á glampandi rýting. Ekkert heyrðist nema sársaukastunur frá særðum og söngur vindsins í trjánum.
Hávær og skræk rödd Bellatrix hljómaði yfir völlinn.
“Hvar ertu? Ég er með hann Ronnie litla.” hún stoppaði til að klípa Ron í kinnina eins og gömul frænka myndi gera. “Og ég er með svakalega beittan hníf líka. Viltu skipta?” kallaði hún hæðnislega. Harry steig fram, hver einasta taug sjóðandi af reiði.
“Láttu hann vera, Bellatrix. Það er ég sem þú komst eftir!” sagði hann bálreiður. Bellatrix hló skrækum, næstum því móðursýkislegum hlátri.
“Þú, lidla badn?” sagði hún í smábarnaróm. Svo ummyndaðist svipur hennar í brjálæðislega heift. “Það snýst ekki allt um þig, Potter litli. Heldur þú að ég sé heimsk? Ég var í Leyndardómastofuninni. Ég tók Lúnu Lovegood og pyntaði hana þangað til hún sagði mér allt um spádóminn. Ég var á staðnum þegar Neville Longbottom hefndi litlu kærustunnar. Hann drap Rodolphus, þann fábjána, og gerði heimskulega tilraun til að drepa Myrka Herrann. Ég veit að enginn getur drepið þig nema hann. Svo ég kom ekki að sækja þig. Ég kom að sækja litla Dráparaungann sem þið felið. Komdu, komdu!” kallaði hún skyndilega. “Ég er með litla kærastann þinn.”
Jo steig fram, náföl og titrandi. Harry gat ekki greint hvort það var af hræðslu eða reiði. Sennilega sinn hlutann af hverju.
“Ekki kalla mig Dráparaunga, Bellatrix frænka.” hrópaði hún öskureið.
Hópurinn sem hafði safnast í kringum staðinnn tók andköf.
“Bellatrix frænka?” muldraði Hermione við hliðina á Harry.
“Óhh, en hann pabbi þinn saknar þín svo mikið!” kallaði Bellatrix. “Hannn vonaði að þegar þú yrðir skyggnir værum við kominn með okkar fullkomna njósnara. Ímyndaðu þér bara, seinasti afkomandi Black fjölskyldunnar félagi Harry Potters, í ástarsambandi við mág hans og besta vin, boðin félagsstaða í Reglunni…” Þetta dró andköf frá hópnum. “Já, við vitum um þessa stórmerkilegu Fönixreglu. Og vitið hver sagði okkur það? Litla vinkona okkar hérna,” hún benti löngum, hvítum fingri í átt að Jo. Ron, sem hafði fram að þessu verið kjurr og reynt af öllum mætti að forðast skínandi blaðið á hnífnum þegar það sveiflaðist ískyggilega í takt við ræðu Bellatrix, starði á Jo í viðbjóði.
“Þú sagðir þeim? Við treystum þér og þú sagði þeim allt saman?” Tár voru byrjuð að leka niður kinnar Jo.
“Þú skilur ekki…” byrjaði hún en Ron greip fram í fyrir henni.
“Ég skil fullkomlega. Þú birtist út úr blánum, enginn veit hver þú ert. Þú byrjar skyggnaþjálfun á sama ári og Harry Potter. Verður besti vinum hans. Svo vill það bara þannig til að þú æfir líka með Quidditchliðinu sem mágur hans er í. Verður besti vinur hans líka. Sú eina sem hann getur treyst. Allr treysta þér. Þú fyllir alla af lygasögum um það hvernig pabbi þinn er stórkostlegur fábjáni og þú fórst frá Kanada til að sleppa við hann. Allt gengur upp. Nema þú gleymir nokkrum smáatriðum. Pabbi þinn varð ekkert eftir í Kanada. Hann kom með og allan þennan tíma hefur þú verði njósnari fyrir Vol..Voldemort. En hvað er tittlingaskítur eins og svik á milli vina?” Ron hallaði sér fram og spýtti á jörðina. “Mér býður við þér.”
Jo hafði staðið kyrr eins og myndastytta, tárin lekandi úr augunum.
Bellatrix rak upp skerandi hlátur.
“Þanran sérðu stelpa. Þetta var álit mannsins sem þú fórst frá okkur fyrir á þér. Við sögðum þér þetta þegar þú fórst og nú færðu sönnun.”
Eitthvað virtist bresta innra með Jo þegar Bellatrix hafði lokið máli sínu.
“Þú ógeðslega kona. Þú viðbjóðslega vera sem lifir fyrir það að eyðileggja líf fólks!” Hún horfði beint í augu Rons og Harry. “Haldið þið virkilega að ég gæfi konunni sem myrti mömmu mína upplýsingar um ykkur af frjálsum vilja?” spurði hún þá, án þess að búast við svari. “Hún náði mér, píndi mig og ég sagði ekki orð. Hún hótaði að drepa alla sem ég elskaði og ég sagði ekki orð. Í sex daga var ég lokuð inni í Riddle húsinu og hvert sinn sem ég reyndi að sofa sá ég ykkur öll vera myrt.” Nú talaði hún beint til Rons. “Þig, Ron, mömmu þína, pabba þinn, alla bræður þína, Ginny og Harry.” Allir voru myrtir. Ég gef svona skepnum ekki upplýsingar af frjálsum vilja og hef aldrei gert. Svo kom Verítaserumið…Allt saman, ég sagði allt saman.” Hún gat varla talað fyrir ekkasogum. Ginny lagði huggandi arm utan um hana en hún hristi hann af.
“Ég heyrði sjálfa mig segja henni frá Fönixreglunni, allt sem ég mundi. Og ég gat ekki stoppað mig. Ég var algjörlega hjálparlaus. Svo dæmdu mig ef þú vilt Ronald Weasley, en aldrei segja að ég hafi svikið þig.”
Ron starði á hana, of undrandi til að einu sinni loka hálfopnum munninum. Ef aðstæðurnar hefu ekki verið svona alvarlegar hefði þetta verið ferlega fyndin sjón.
Bellatrix kæfði ýktan geispa.
“Búin, litli Dráparaunginn minn?” spurði hún með leikrænni þolinmæði. “Þótt ég njóti þess einstaklega að heyra þig lýsa hversu snilldarlega ég gekk frá þér þarna um daginn þarf ég eiginlega að skipuleggja morð á goðsögn.” Þegar hún sleppti orðinu dró hún silfurýtinginn eftur því sem hún hélt að væri hálsinn á Ron en í staðinn skar hún djúpt sár í brjóstið. Óhugnalega mikið blóð helltist yfir handlegginn á henni og hún sleppti linum líkama Rons, sem hún hafði haldið uppi með hinum hanndleggnum. Hún horfði geðveikislega á Harry og sagði hátt áður en hún tilfluttist. “Þú verður næstur Potter. Og litla konan þín og krakkinn líka!”
Og hún var farin.
Í nokkrar sekúndur ríkti algjör þögn á meðan þau horfðu á líflausan líkama Rons falla til jarðar. Þungur skellurinn sem heyrðist þegar hann lenti batt enda á aðgerðaleysið.
Jo gaf frá sér skerandi óp og hljóp að Ron. Hún lagði eyrað að andliti hans til að hlusta eftir andardrætti. Hún andaði djúp af létti og leit svo upp og æpti, bæði reið og skíthrædd.
“Hversvegna standið þið eins og þvörur? Sækið græðara eða eitthvað, fjandinn hafi það!” hún fór snöggt úr Quidditch skikkjunni sinni og þrýsti henni að blæðandi sárinu. Óhugnalega mikið blóð lagði ennþá úr því.
Fölur, ungur maður tróð sér í gegnum mannþröngina og sagði hljóðlega við Jo: “Ég er græðari, ungfrú. Ef þú vildir gjöra svo vel að færa þig frá herra Weasley…”
“Færa mig? Færa mig!” reiðin virtist hafa yfirhöndina hjá Jo í augnablikinu. “Ég ætla sko ekkert að….”
Harry ákvað að grípa inn núna. Hann steig fram og lagði hönd á öxlina á Jo og muldraði í eyrað á henni.
“Jo, það er auðveldara fyrir alla ef þú slakar bara á í smá stund og leyfir manninum að vinna vinnuna sína.” Hún kinkaði kolli og faðmaði Harry fast á meðan hann leiddi hana til Ginny og Hermione. “Ég er bara svo hrædd,” hvíslaði hún og lítið tár trítlaði niður kinnina.
Harry langaði að segja henni að allt yrði í lagi, Ron myndi jafna sig. En hann gat það ekki. Hvernig gat hann sagt vini sínum eitthvað ef hann trúði því ekki sjálfur?
Ungi græðarinn reisti sig frá líkama Rons.
“Hann lifir þetta af,” tilkynnti hann fólksfjöldanum. “Ef við erum heppin og ef hann kemst á St. Mungó strax!” bætti hann við og mannfjöldinn stökk af stað. Brátt var búið að búa til leyðarlykil og Ron var borinn gætilega til hans og ungi græðarinn fylgdi honum. Áhyggjuhrukkurnar sáust greinilega á andliti hans áður en hann hvarf með Ron.
Öll Weasley fjölskyldan var mætt á biðstofuna á St. Mungó. Frú Weasley hafði fengið móðursýkiskast á leiðinni og heimtað að þau stoppuðu til að kaupa handa henni risastórt karton af peacanhnetu og karamelluís sem hún gleypti í sig á biðstofunni á meðan herra Weasley gekk um gólf og stöðvaði hverja húkrunarkonu sem var svo óheppin að eiga leið fram hjá. Það var ekki fyrr en Fleur tók vingjarnlega en ákveðið í handlegginn á honum og stýrði honum í næsta sæti að hann þagnaði. Það var þegar hann var byrjaður að spyrja aðra sjúklinga um ástandið á syni sínum. Allir aðrir sátu þöglir og störðu fram fyrir sig. Engan langaði að hefja samræður í augnablikinu.
Ungi græðarinn frá Quidditchvellinum birtist í dyragættinni að biðstofunni. Hann ræskti sig og beið eftir að allra athygli væri á honum en ekki peacanhnetu og karamelluís.
“Ungi herra Weasley mun að öllum líkindum ná sér fullkomlega. Honum var haldið meðvitundarlausum á meðan aðgerðinni stóð en áhrif töfraseyðisins sem við notuðum eru farin að minnka. Þið getið hitt hann núna, en ekki búast við vitrænu svari.”
“Ekki það að við gerum það venjulega,” muldraði Bill. Léttirinn yfir bata Rons var yfirþyrmandi svo allir hlógu hátt að þessari athugasemd. Frú Weasley lét sér bara nægja eitt “Bill!” en rauk svo út úr biðstofunni og beint inn á herbergi Rons með Jo fast á hælunum.
Ron var sitjandi í rúminu sínu og breiddi faðminn í áttina að frú Weasley.
“Mamma!” sagði hann og röddin hljómaði örlítið drafandi. “Hvað segirðu gott, elsku kellingin? Alltaf í eldhúsinu býst ég við, eða að prjóna aðra forljóta dumbrauða peysu?”
Frú Weasley horfði undrandi á hann. “Ertu ekki hrifnn af dumbrauðu?” spurði hún í lítilli röddu.
“Auðvitað ekki. Til hvers þarf maður dumbrauðar peysur á Kanaríeyjum?” svaraði Ron en féll svo aftur á koddann sinn, hrjótandi og slefandi. Ginny og Harry komu inn í herbergið þegar hann sleppti seinasta orðinu og duttu næstum um koll af hlátri. Ginny hélt um stóru bumbuna sína og þurrkaði hláturstár.
“Ahh…elsku bróðir minn, ávallt herramaðu…” hún stoppaði í miðri setningu, ennþá haldandi um bumbuna. “Harry” sagði hún svo hljóðlega. “Það er byrjað.”
Harry gekk um gólf í biðstofunni á fæðingardeild St. Mungó. Græðarinn sem fylgdi þeim upp hafði rekið Harry þangað eftir að hann reyndi í fimmta sinn að smygla sér inn í fæðingarherbergið.
“Ég skil ekki afhverju ég má ekki vera inni!” mótmælti Harry græðaranum.
“Af því, herra Potter” sagði græðarinn á meðan hún stýrði Harry inn í biðstofuna.”að eignast barn með galdrahæfileika er nógu erfitt án þess að óþarfa fólk sé að þvælast fyrir.”
“Já, feður eru algjörir óþarfar ekki satt? Við mætum bara á svæðið fyrsta daginn í Hogwarts og svo tölum við ekki meira um það!” Harry hálfhrópaði síðustu orðin því græðarinn hafði þegar snúið sér við og var á leið út úr biðstofunni. Frú Weasley klappaði Harry róandi á höndina.
“Þetta verður allt í lagi, Harry minn.” sagði hún hughreystandi. “Slakaðu bara á vinur og náttúran sér um afganginn.”
“Slaka á? Hvernig get ég slakað á, frú Weasley?” spurði Harry örvæntingarfullur, hann gat ekki munað eftir því að vera svona hræddur og spenntur síðan hann byrjaði í Hogwarts. Eina svarið sem hann fékk var hrota í Ron (enginn hafði hjarta í sér til að skilja hann eftir). Herra Weasley, sem hafði fengið ágætis reynslu af fæðingardeildinni á St. Mungó dró fram spilastokk og brátt voru allir, nema Harry og Ron, uppteknir af æsispennandi leik af fatapóker. Ron af því hann var ennþá í þeirri trú að hann byggi á Kanaríeyjum með gullfallegri húladansmey sem hét Lóla. Og húla er ekki einu sinni dansaður á Kanarí. Harry af því hann var svo upptekinn af því hvað var að gerast í herbergi aðeins innar í ganginum til að fylgjast með leiknum og brátt var hann kominn úr öllu nema vinstri sokknum (og nærbuxum auðvitað ;) ).
Klukkustundirnar virtust endalausar. Harry sat bara og horfði á klukkuna sem hékk á veggnum. Ein mínúta. Önnur mínúta. Önnur mínúta. Enn önnur mínúta. Trilljónasta mínútan. Hann dottaði en aldrei meira en nokkrar mínútur, svo hrökk hann aftur upp af spenningi. Tíminn virtist líða á helmingi hægari hraða en venjulega.
Loksins birtist græðarinn sem hafði rekið Harry í burtu í dyrunum.
“Herra Potter?” sagði hún og Harry spratt upp úr stólnum.
“Já,” rödd Harrys var hás eftir of litla notkun og hann ræskti sig áður en hann hélt áfram. “Ég er herra Potter.”
“Ég veit það.” sagði græðarinn og örlítið bros lék um varirnar. “Ég heit Lóla Stones..” hún gat ekki hladi áfram því Ron hrökk upp þegar hún sagði til nafns.
“Lóla!” hrópaði hann. “Elsku ástin mín. Liljan mín, lóan mín, elsku sólargeislinn minn!! Manstu þegar það voru bara við tvö á sandströnd á Kanarí?!?!”
Græðarinn hélt áfram eins og Ron hefði bara hnerrað. “Og ég var yfirgræðari hjá konunni þinni. Þær eru tilbúnar að hitta þig núna.” Harry elti hana strax út úr biðstofunni.
“Svo það var stelpa?” spurði hann spenntur, Ginny vildi bíða með að sjá kyn barnsins þangað til það væri fætt.
“Stór og falleg stelpa, herra Potter.” svaraði græðarinn og gekk rösklega að næstu dyrum. “Hérna er það, stofa 304.”
Hún barði að dyrum og stormaði inn án þess að bíða eftir svari. Þarna sat Ginny í rúminu, haldandi á pínulitlum böggli vöfðum í bleikt teppi. Hún geislaði bókstaflega.
“Harry.” sagði hún. “Komdu og sjáðu hana.”
Harry flýtti sér að rúmstokknum og þarna var hún. Dóttir hans. Hún var með pínulítið, rautt andlit, pínulitla kreppta hnefa og pínulitla grettu. Hún var fullkomin. Harry trúði þessu ekki. Þetta var virkilega dóttir hans. Hún var svo falleg.
Græðarinn stóð líka við rúmstokkinn núna.
“Viltu ekki halda á henni?” spurði hún Harry rösklega og beið ekki eftir svari. Hún rétti Harry litla bleika böggulinn og fór svo út. Harry stóð langa stund, bara starandi á pínulítið og rautt andlit dóttur sinnar sem var, í augnablikinu, steinsofandi. Allt í sambandi við hana var svo fullkomið og rólegt. Bara það að halda á henni lét Harry gleyma öllum áhyggjum. Pínulítið armband var um úlnliðinn á henni.
Óskírð Potter
Foreldrar: Harry James Potter og Ginerva Molly Potter
Fæðingardagur: 4 júlí
Ginny gretti sig þegar hún las á það.
“Ég gerði allt sem ég gat til að þeir skrifuðu Ginny, en þetta er einhver regla; fullt nafn einungis.” sagði hún.
“Ég elska Ginervu nafnið. Það lætur þig hljóma…fullorðna.” Harry glotti, Ginny var skírð eftir gamalli frænku sem aldrei átti nein börn og eyddi tímanum í að prjóna á kettina sína.
“Einmitt.” Ginny hnussaði. “Má ég fá þig núna, ástin?” sagði hún svo í smábarnarödd og Harry rétti henni böggulinn.
“Hæ ástin. Ég er mamma þín.” sagði hún og strauk fingri eftir hnefanum á stelpunni. Svo horfði hún hugsandi á hana.
“Hvað eigum við að skíra hana? Ég hafði ekkert hugsað út í það.”
“Hvað segir þú um….Ginervu?” spurði Harry stríðnislega.
“Fyrr skal ég dauð liggja, Harry Potter” hótaði Ginny. Harry skoðaði litla armbandið á dóttur sinni betur.
“Hey, hún er fædd fjórða júlí.” sagði hann skyndilega.
“Ég veit það Harry.” svaraði Ginny svolítið undrandi. “Svafstu nóg á biðstofunni?”
“Fjórði júlí er þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna. Svo við getum nefnt hana Independece eða Liberty.” (insk. höf. Independence þýðir sjálfstæði og Liberty þýðir frelsi…bara svona í anda Kanana)
“Það sem þér dettur í hug.” hló Ginny. “Nei, ég er svo óheppin að heita einhverju stórfurðulegu nafni, ég ætla ekki að gera dóttur minni það.”
Hún virti sofandi barnið fyrir sér.
“Hún er rauðhærð, vissir þú það?” benti Ginny á. “Og ég sá í augun áðan. Þau eru græn.”
Harry horfði líka og sá að Ginny sagði sannleikann. Dóttir hans var með alveg eldrautt hár.
“Ég er hrifin af Lily, en þú?” sagði Ginny svo ákveðin.
“Mér finnst nú Independence fallegra…” byrjaði Harry en beygði sig undan handlegg sem sveifaðist frá Ginny. “Jú Lily er æðislegt nafn, passar vel, eftir mömmu og allt það.” Hann andvarpaði. “Ég er bara hræddur um að það sé slæmur fyrirboði, það gæti farið eins fyrir henni.”
“Ekki segja þetta, Harry.” sagði Ginny hljóðlega og hughreystandi. “Mamma þín dó af því hún elskaði þig. Það hafði ekkert að gera með fyrirboða og ég er viss um að hvar sem hún er, hún yrði ánægð ef barnabarn hennar héti eftir sér.”
Harry ræskti sig, hann var skyndilega mjög blautur um augun.
“Svo það er Lily semsagt?” sagði hann, og ræskti sig aftur. “Mér finnst nú Independence flott nafn. Langt, erfitt að bera fram. Fullkomið.”
“Þú ætlar ekki að gefast upp með þetta hræðilega nafn?”
“Það er ekkert hræðilegt. Lily Independece Potter.” sagði Harry með dramatískri röddu.
“Allt í lagi, þú mátt ráða….hún er dóttir þín eftir allt saman. En það verður algjörlega á þína ábyrgð að útskýra þetta nafn fyrir henni.” Gafst Ginny upp.
“Hæ Lily Independence. Hún mamma þín getur verði soldið þrjósk stundum, ekki satt?” Harry tók Lily úr fangi Ginnyar. “Og þér finnst Independece ekkert hræðilegt nafn er það?” Lily ambraði aðeins í svefninum og teygði úr sér í teppunum. “Ég vissi að þú yrðir sammála pabba.”
Harry og Ginny sátu bara saman í langan tíma, horfandi á dóttur sína. Lily litla svaf bara, algjörlega óafvitandi af foreldrum sínum. Þau hættu ekki fyrr en græðarinn frá því um morguninn gekk inn.
“Jæja, allir glaðir og reifir ekki satt? Það er stór hópur af fólki bíðandi hérna fyrir framan. Allir vilja hitta litlu dúlluna.” Hún hristi upp í koddunum hjá Ginny á meðan hún talaði. “Einn þeirra virðist halda að hann sé á Kanarí að dansa húla.”
Ginny horfði á Harry sem myndaði “útskýri seinna” með vörunum en tók svo við Lily af græðaranum og stóð upp.
“Jæja barnið mitt,” hvíslaði hann í pinulítið, rósrautt eyra. “Tími til að hitta fjölskylduna.
~~~~~~~
Elskið hann? Hatið hann?
Látið mig vita.
Og eitt annað. Ein setning stolin beint úr 40 vikur. Nýbakaðar brownies handa þeim sem finna hana!!
Skalat maðr rúnar rísta,/nema ráða vel kunni,