5. kafli

Severus vaknaði sæll og glaður með Caitlin í fanginu. Þetta hafði þó ekki verið draumur eftir allt saman, hugsaði Severus með sér. Hann hefði ekki getað ímyndað sig hamingjusamari en einmitt á þessari stundu.
Allt hafði gerst svo skyndilega. Fyrir tveimur dögum hafði hann ekki vitað um tilvist dóttur þeirra eða um Caitlin yfir höfuð. Hann hafði gleymt. Hann hafði skilið Caitlin eina eftir í drungalegri íbúð fyrir tæpum tíu árum. Hann hafði skilið hana eftir með lítið líf í fórum sér. Hann vissi þegar hann fór að hann elskaði hana. Þrátt fyrir stutt kynni, þrátt fyrir það að þau höfðu aðeins hitt hvort annað nokkrum dögum fyrr, þá hafði eitthvað, eitthvað sem var yfir galdra hafið, gerst… Ást…
“Ertu vaknaður?” hvíslaði Caitlin og teygði svolítið úr sér.
“Ég held það,” sagði Severus og brosti. “Nema ef mig er enn að dreyma.”
“Nei,” sagði hún hlæjandi og leit á hann. “Því miður.”
“Því miður,” svaraði Severus hugsi.
“Við ættum að fara fram úr og fá okkur morgunmat,” hvíslaði Caitlin eftir stutta þögn og fór fram úr. “Þú þarft ekket að fara strax framúr. Ég þarf aðeins að tala við Brielle…”
Severus kinkaði kolli. Hann komst ekki hjá því að horfa á hana klæða sig í, en þegar hún ætlaði að fara að smeygja sér í bol þá tók hann eftir rákum, örum á bakinu hennar. Örum sem líktust einna helst fari eftir svipu og för eftir brennimerkingar; og þetta voru mörg ör.

Caitlin lagði leið sína upp í litla risið hennar Brielle. Hún fór inn í svefnherbergi dóttur sinnar og leit örlítið undrandi á sofandi barnið sem var með þrútin augu. Vanalega vaknaði hún fyrir allar aldir, en núna svaf hún vært.
“Brielle, ertu ekki vöknuð?” spurði Caitiln og gekk að gluggan og dró gluggatjöldin frá til að leyfa morgunsólinni að njóta sín í lita herberginu.
“Mamma!” hvæsti Brielle gremjulega á móður sína. “Það er sumar! Ég vil sofa!”
“Brielle, það er sumar og þú átt ekki að sofa, þú átt að vera úti að leika þér. Enda alveg stórkostlegt veður úti. Auk þess… sem ákveðinn aðilli vill hitta þig.”
“Hver vill hitta mig?” spurði Brielle syfjulega.
“Pabbi þinn vill hitta þig.”
Brielle sagði ekkert heldur færðist reiðisvipur yfir andlitið hennar og tárin skutust fram í augnkrókana.
“Hvað er að?” spurði Caitlin og tók upp föt af gólfinu og hófst handa við að brjóta þau saman.
“Mamma… ég hata hann.”
Þessi yfirvegaði tónn átti ekkert sameiginlegt með tárunum í augunum eða reiðum svipnum, eða við þessa litlu stelpu yfir höfuð.
Caitlin horfði furðulostin á dóttur sína um stund og smám saman gerði hún sér grein fyrir því hvað hún hafði sagt.
“Brielle! Maður segir ekki svona! Enginn hatar neinn á þessu heimili. Núna átt þú að koma þér fram úr og heilsa pabba þínum.”
“Hann þolir mig ekki, hann vill mig ekki. Manstu?”
“Bri, ég er búin að tala við hann.” Caitlin horfði framan í dóttur sína. Hún var greinilega hrædd við föður sinn. “Honum var brugðið. Ekkert meira en það. Við töluðum saman í gærkvöldi og ákváðum hitt og þetta… og Bri, hann langar til að hitta þig.”
“Verð ég?” kjökraði Brielle og faldi sig undir sænginni.
“Er eitthvað annað sem er að?” Caitlin tillti sé á brún rúmsins og tók sængina frá andlitinu. “Er eitthvað annað að?”
Brielle sagði ekkert en tárin runnu hljóðlega niður kinnarnar.
“Hvað ertu að hugsa? Hvað er það sem angrar þig?”
Brielle var áfram þögul sem gröfin.
“Þú getur sagt mér allt… þú þarft ekkert að vera hrædd…”
“Hvað er annað hægt?” hvíslaði Brielle.
“Ha?”
“Mamma, hann er vondur. Ég veit það! Hann ætlar að taka þig frá mér… hann ætlar…” Brielle var farin að gráta sáran. “Hann mun taka þig.. .ég veit það… ég veit það…”
“Elskan mín… hann myndi ekki vilja gera það. Brielle, treystu mér!”
Brielle leit á móður sína og hvíslaði: “Viltu þá lofa mér því… lofa?”
“Já, ég skal lofa,” sagði Caitlin og gaf henni færi á að halda áfram með það sem hún vildi segja.
“Viltu lofa mér því að hann muni ekki verða vondur?”
“Já,” sagði Caitlin og brosti til litlu stúlkunnar sinnar sem virtist svo oft vera alltof fullorðin en í raun og veru var hún ósköp saklaust barn með barnslegar hugsanir og skoðanir. “Ég skal lofa því. En núna, litla músin mín, skaltu klæða þig í og koma svo niður og við skulum fá okkur morgunmat saman.”
Brielle kinnkaði kolli og Caitlin yfirgaf herbergið, guðsfegin því að allt væri komið í stakasta lag.

Þegar Brielle kom fram í eldhús sat svarthærður maður við eldhúsborðið og fyrir framan hann var fjaðurpenni að pára á pergament í lausu lofti. Móðir hennar brosti og bað hana um að fá sér sæti. Brielle settist eins langt frá Severusi og hún gat.
Severus brosti örlítið til Brielle, en sagði ekkert. Hann vissi ekki hvernig hann ætti að haga sér, bregðast við eða hvernig hann ætti að tala við… dóttur sína.
“Jæja Brielle,” Caitlin rauf þögnina með ákveðnum og sterkum rómi, fullan af ánægju og gleði. “Hvað má bjóða þér í morgunmat?”
“Bara… ristað brauð og soðin egg,” heyrðists afar lágt í Brielle. “Og kakó.. .má ég fá kakó?”
“Já, þú mátt fá kakó, en þá verðurðu að lofa mér því að laga til í herberginu þínu,” Caitlin leit á Brielle sem kinkaði kolli til samþykkis. “Severus, hvað má bjóða þér?”
“Bara… hvað sem er.”
Öll þessi muggatæki ollu Severus heilabrotum. Heimurinn virtist vera svo afskaplega flókinn án galdra. Við hlið hans var pergamentið og fjaðurstafurinn hans að ljúka við að skrifa skýrslu um fundinn kvöldið áður. Brielle horfði sem dáleidd á galdrana, enda aldrei séð neitt því um líkt.
“Hlakkarðu ekki til að fara að læra galdra í haust Brielle?” spurði Caitlin til að koma af stað samræðum. Allt var skárra en þögnin undir þessum kringumstæðum.
“Jú,” sagði hún og kinkaði kolli. “Fæ ég þá að læra svona galdra?” hún beindi spurningu sinni að Severusi.
“Eh.. já, þú lærir svona galdra og líka að umbreyta hlutum.. og búa til töfradrykki.”
“Hvað munnt þú kenna mér?” spurði Brielle sem var greinilega á því að fá að vita sem mest um þennan dularfulla mann sem móðir hennar sá ekki sólina fyrir.
“Töfradrykki,” svaraði Severus og tók upp sprotann sinn og sveiflaði honum örlítið svo að pergamentið hvarf ásamt fjaðurstafnum.
“Hvað er þetta?” Brielle benti á töfrasprotann með stórum augum.
“Þetta er töfrasproti…” sagði Severus og setti hann á sinn stað. Honum hafði alltaf verið illa við það að fólk kæmi við sprotann hans. “Þú munnt eignast svona.”
Brielle kinkaði kolli og spurði einski(n)s frekar. Það var sennilega gáfulegast að fara hægt í sakirnar, hugsaði hún með sér.
Morgunverðurinn leið hægt. Lötur hægt. Hver mínútan varð vandræðalegri og að lokum afsakaði Brielle sig og fór upp í herbergið sitt. Caitlin og Severus horfðu feimin á hvort annað um stund.
“Veistu… Caitlin…” byrjaði Severus, án þess að vita beinlínis hvað hann ætlaði að segja. “Þetta var… ljúffengur morgunverður.”
“Takk,” sagði Caitlin hljóðlega og stóð upp og byrjaði að taka af borðinu.
“Bíddu,” Severus veifaði sprotanum sínum og leirtauið varð skínandi hreint á nóinu og byrjaði að raða sér upp í hillurnar. “Þetta er betra ekki satt?”
Caitlin kinkaði kolli og brosti. Hún mundi aldrei nokkurntímann ná upp í þessa galdra, sama hversu stórkostlegir þeir væru.
“Hvað þarftu eiginlega að gera í dag?” spurði Caitlin varnfærnislega. Hún vildi ekki undir nokkrum kringumstæðum þrýsta um of á hann. Hann hafði birst fyrir framan hana daginn áður,líkt og hann hafði horfið frá henni tíu árum áður.
“Ég þarf að sinna nokkrum erindum… undirbúa dálítið og… svo þarf ég að þjálfa einn strák í hughrindingu,” sagði Severus blíðlega og brosti örlítið. “Ekkert mikilvægt… Ég gæti þess vegna sleppt því.”
“Það væri indælt,” Caitlin brosti út að eyrum. “Við… við gætum farið eitthvert sem…”
“Fjölskylda?” botnaði hann og leit hálf skömmustulega á Caitlin.
“Já,” sagði hún og andaði léttar. “Sem fjölskylda.”
Dyrabjalla hringdi og Caitlin fór til dyra og í dyragættinni stóð rauðhærð stelpa, gæti verið þrettán ára eða tvítug, svo tímalaus var klæðnaður hennar og brosið.
“Góðan daginn, ég er að auglýsa kosningaherferð Tony Blairs. Mætti ég spurja þig nokkurra spurninga um frammistöðu hans í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir?” Rauðhæðra konan brosti vingjarnlega framan í Caitlin og rak augun í Severus Snape sem hafði fylgt henni fram, stóð rétt fyrir aftan hana. Það tók Severus dágóða stund að fatta hver þessi rauðhærða kona, sem hann kannaðist svo mikið við, væri; Ginny Weasley.
“Því miður, ég hef ekki fylgst með kosningabaráttunni…”
Severus heyrði ekki frekar heldur gekk til baka í stofuna, hægt og vonaði að Ginny Weasley hafði ekki tekið eftir einu né neinu.
“Þessar kosningaherferðir eru svolítið… pirrandi,” sagði Caitlin grunlaus þegar hún var búin að reka Ginny Weasley á brott með þessar spurningar sínar um Tony Blair. “En hvað segirðu, eigum við að skella okkur eitthvert?”
“Ah, já…” sagði Severus annars hugar. Hann var enn að velta því fyrir sér af hverju Ginny hafði komið þangað, einmitt í þetta hús… “Já, við getum það svo sem… en hvert?”
“Dýragarðurinn er alltaf klassískur…” byrjaði Caitlin rólega, hálf feimnislega og fékk sér sæti. Hún varð að viðurkenna að það yrði skondin sjón að sjá Severus í dýragarði. “Brielle hefur alltaf gaman af því að skoða þessa apa og hvað þetta nú allt er og borða þessi sykurepli. Svo eru auðvitað til einhverjir skemmtigarðar og…”
Caitlin leit á Severus og henni til mikllrar undrunar brosti hann breitt.
“Caitlin, veistu, ég hélt að ég mundi aldrei aftur stíga fæti inn í dýragarð, hvað þá mugga dýragarð…”
“Eru til galdramannaeitthvað dýragarðar?” spurði Caitlin undrandi. “Með einhyrningum og kentárum og… álfadísum…”
“Reyndar bara einhyrningum. Kentárar eru ekki verur sem vilja hafa sig til sýnis, hvað þá að láta menn líta á sig og álfadísir… ja, við skulum bara sleppa því að tala um þann þjóðflokk,” sagði Severus og roðnaði örlítið, svo að lítið bar á.
“En einhyrningar samt,” sagði Caitlin áköf. “Gætum við… ég meina er möguleiki… að fara í einn svona dýragarð?”
“Það eru engir… góðir dýragarðar á Englandi,” sagði Severus hugsi. Fyrir alla muni vildi hann ekki hitta tilvonandi, núverandi eða fyrrverandi nemendur sína í dýragarði með Caitlin og Brielle.
“Nú, af hverju?” spurði Caitlin örlítið tortryggin.
“Öh… lögin eru þannig bara,” sagði Severus. “Erfitt að fá leyfi fyrir dýrunum og svoleiðis… En við gætum skroppið til, öh, Frakklands…”
“Hvernig? Það kostar svo mikið…”
“Galdrar,” sagði Severus og tók fram töfrasprotann sinn. “Ég gæti “töfrað” okkur þangað.”

“Dýragarð?” Brielle horfði furðulostin til skiptis á móður sína og þennan karlmann sem átti víst að vera faðir hennar. “Frakkland? Eruð þið að tapa glórunni! Hvernig í ósköpunum gætum við farið til Frakklands í dýragarð?”
“Galdradýragarð, Brielle,” sagði Caitlin brosandi. “Með einhyrningum!”
“Móður þinni langar til að sjá einhyrninga,” Severus yppti öxlum eins og hann fengi ekkert um þetta að ráða. “Þá förum við að skoða einhyrninga.”
“Hvernig lýst þér svo á það?” spurði Caitlin brosandi.
“Æi, mér er sama,” sagði Brielle og gekk í burtu inn í eldhús, brosandi.
“Jæja, hvað segirðu þá?” spurði Caitlin þegar Brielle var farin. “Hvernig komumst við þangað?”
“Með leiðarlykli,” sagði Severus. Hann hafði fengið leyfi til að búa til leiðarlykla í tíma og ótíma eftir þörfum, svart reyndar, en leyfi samt. “En hvenær eigum við að fara?”
“Þú ætlar varla að fara svona klæddur?” sagði Caitlin hneyksluð. “Enginn venjulegur maður fer svona útlítandi út fyrir hússins dyr, í það minnsta enginn sem ekki er galdramaður.”
Eftir tíu mínútna basl var Severus Snape kominn í bleikan polobol, brúnar kakíbuxur og eldrauður í framan.



Já ég veit. ÞEgar maður fer á flipp þá… gerist margt. Þetta var stutt og ég lofa að næstu kaflar verði stærri, þykkari, breiðari og allt þar á milli. Og spennumeiri:D

En já, ég skal ekki fara á of mikið flipp í þeim kafla, og mynd af snape í bleikum polobol mun fylgja…

Fantasia