17.kafli – gott er að treysta, en betra er að tortryggja… eða hvað?
Fenecca svolgraði í sig risastóru vatnsglasi. Hún hafði aldrei áður verið svona þyrst!
“Hei,” sagði Boris og pikkaði í öxlina hennar. Fenecca leit upp.
“Já?”
“Ég var nú eiginlega bara að grínast með það að þú áttir að dansa flamengó. Ég hélt að þú ætlaðir ekki að gera það,” sagði hann og brosti afsakandi. Fenecca starði á hann.
“Varstu að grínast? Þú…” hún klemmdi aftur varirnar svo hún færi ekki að bölva honum í sand og ösku.
“Þetta var samt flott hjá þér, þú verður að eiga það,” flýtti Boris sér að segja svo hann yrði ekki laminn. Fenecca ætlaði að svara þegar henni var ýtt harkalega til hliðar.
“Hvað í… James?” spurði hún. James kinkaði kolli og fór með aðra höndina ofan í vatnskönnu og tók upp þrjá ísmola.
“Hvað kom fyrir þig? Kyssti einhver stelpa þig fast á kinnina?” spurði Boris.
“Nei. En það var samt stelpa sem gerði þetta og það kom ’smakk’ hljóð,” sagði James og þrýsti ísmolunum að eldrauðri kinninni.
“Bíddu, HVER gæti hafa lamið þig? Hm… þetta er nú erfitt. Það getur ekki verið Lily, alls ekki, því að hún er svo góð við þig. Hver GÆTI þetta hafa verið?” sagði Fenecca kaldhæðnislega.
“Já. Látum okkur nú sjá… örugglega ekki ungfrú Evans, Lillian eða Lily… James, hver sló þig eiginlega utan undir? Ég gefst upp, ég get ómögulega giskað á þetta!” sagði Boris.
“Vitiði að þið eruð nákvæmlega eins þegar þið eruð að gera grín að mér?” muldraði James fúll. Boris brosti stoltur.
“Ha! Hún er búin að læra þetta af mér! Góð stelpa Fenecca,” sagði Boris og tók utan um axlirnar á henni.
“Reyndar hefur hún alltaf látið svona,” sagði James og skipti um hendi til að halda ísmolunum sem voru farnir að bráðna niður kinnina og ofan í hálsmálið hjá honum.
“James Potter, hættu að eyðileggja skemmtunina fyrir mér! Ég verð að fá að vera stoltur af, ah, nemendum mínum.” Fenecca leit á hann. Hafði hann hikað áður en hann sagði “nemendur” eða hafði það verið ímyndun í henni?
“Fenecca! Komdu aftur að dansa,” sagði Sirius og tróðst í gegnum þvöguna til hennar. Um leið hurfu allar hugsanir um Boris.
“Bíddu, ég þarf að finna Lily. Hún sló James aftur utan undir,” sagði Fenecca og skaust undan handleggnum á Boris og flýtti sér inn í hópinn.
“Hann var með helvítis höndina á rassinum á mér!” hrópaði Lily reið þegar Fenecca hafði spurt hana út í James.
“Ó,” sagði hún kindarlega.
“Og? Stelpum líkar vel við það,” sagði Sirius og brosti.
“Ekki mér!” sagði Lily reið og settist niður. Því miður vissi hún ekki af Remusi sem sat í stólnum svo hún settist í fangið á honum.
“Jeminn! Fyrirgefðu Remus, ég vissi ekki af þér þarna!” sagði hún afsakandi og skaust upp.
“Þú þarft örugglega ekki að afsaka, ég held að honum hafi líkað að hafa þig í fanginu,” sagði Sirius og lyfti augabrúnunum upp og niður. Lily eldroðnaði og settist við hliðina á Remusi.
“Iss. Remmy litli, þú þarft að kunna að daðra við stelpur, annars nærðu þér aldrei í kellu!” sagði Sirius og settist niður á móti þeim, með Feneccu í fanginu. Remus kinkaði áhugalaus kolli. Svo leit hann snöggt upp á Sirius.
“Ef þú vinnur mig í sjómanni skal ég daðra við Díönu í allt kvöld,” sagði hann glottandi.
“Og ef ekki?” spurði Sirius.
“Þá þarft ÞÚ að blikka McGonagall og klípa hana í rassinn.”
Fenecca og Lily störðu á hann í smástund en fóru síðan að skellihlæja.
“Ooooj! Remus Lupin, þetta var viðbjóðslegt!” stundi Lily og hvíldi ennið á öxlinni á honum, ennþá skellihlæjandi.
“Nei! Alls ekki! Eitthvað annað, eitthvað ALLT annað!” sagði Sirius. Remus hugsaði sig um.
“Lily, ef þú ert hætt í hláturskastinu þínu skaltu hjálpa mér að finna eitthvað kvikindislegt til að láta Sirius gera fyrst hann er of mikil gunga til að ganga í augun á kennara,” sagði Remus. Lily leit upp með óhugnalegan glampa í augnum.
“Samþykkt! Jæja… þið voruð að tala um daður… Hvað um Dorotheu Parkinson? Litlu systur Kristine Parkinson sem útskrifaðist fyrir nokkrum árum,” sagði Lily og glotti illilega.
“Frekar en McGonagall,” sagði Sirius.
“Fínt er! Ef Remus vinnur, daðrar Sirius við Dorotheu Parkinson og ef Sirius vinnur, daðrar Remus við Díönu. Byrjið,” sagði Lily. Fenecca stóð upp úr fanginu á Siriusi og settist við hliðina á honum. Hann og Remus byrjuðu svo. Eftir smá stund var Sirius orðinn eldrauður í framan af áreynslu en Remus leit alveg eðlilega út og virtist vera að skemmta sér.
“Ég held að Remus vinni,” stundi Fenecca og starði á hendi Remusar sem var að ýta hendi Siriusar niður á borðið.
“Fjandinn sjálfur!” hrópaði Sirius og nuggaði úlnliðinn. Remus brosti út í annað munnvikið.
“Skemmtu þér Siri. Dorothea er nálægt kennaraborðinu. Hún stendur rétt hjá mistilteini svo þú getur notfært þér hann,” sagði Remus. Sirius eldroðnaði og stóð upp.
“Þetta var frekar illgjarnt af þér,” sagði hann og leit á Lily. Hún yppti öxlum.
“Breytir mig engu. En ég er að hugsa um að fara að sofa. Lappirnar á mér eru búnar. Góða nótt, Remus,” sagði Lily og kyssti hann á kinnina. Hann kinkaði kolli og muldraði eitthvað á móti. Svo leit hann aftur á Feneccu en í staðin fyrir að horfa fyrst á augun í henni eins og venjulega horfði hann á hálsmenið frá Siriusi. Honum leist EKKERT á það! Svo leit hann í augun í henni. Þau voru fjarræn eins og hún væri að hugsa um eitthvað. Eitthvað sem henni líkaði ekki og skildi ekki af hverju henni líkaði það ekki.
Boris var líka að horfa á Feneccu. Og Remus Lupin í leiðinni. Og Albus Dumbledore var að horfa á hann, Remus Lupin og hálsmen Feneccu.‘Þið eruð nú alveg stórfurðulegir. Remus, gerðu mér nú greiða og finndu út hvað þetta hálsmen er! Og Boris, hættu að vaka allar nætur. Ef þú ætlar þér að segja henni eitthvað eitthvað skaltu gera það, ef ekki… slepptu því þá að hugsa um það. Þið látið mig báðir fá hausverk! Og ég er búinn að týna pokanum með piparmyntunum. Skyldi Poppy hafa tekið þær….’
“Poppy?” spurði Dumbledore og potaði í öxlina á hjúkkunni. Hún leit við. “Tókst þú piparmyntupokann minn?”
“Já! Þú hefur ekki gott af öllu þessu sælgæti!”
“Í nótt?”
“Já, í nótt.”
“En það er ekki líklegt að þeir… þú veist…”
“Nei. Synd og skömm. En annar MUN gera það á endanum. Ég get beðið.”
“Hann er eitthvað undarlegur. Hann horfir svo mikið á hana, hefurðu tekið eftir því?”
“Já. Hann leynir einhverju, og það vel. Kannski það verði honum að falli…”
Ballið endaði eftir miðnætti. Sirius hélt á Feneccu upp í Gryffindorturn því fæturnir á henni voru gjörsamlega, algjörlega og fullkomlega búnir að vera! Svo þegar hún var komin upp í herbergið tætti hún sig úr skónum, kjólnum og tók “draslið” úr hárinu og henti sér undir sængina og vonaðist eftir góðum jóladraumi. En svo varð ekki.
Hvar sem hún var, þá var myrkur þarna. Hún skynjaði að það voru fleiri en hún þarna, fullt af fólki. Eftir að hafa staðið þarna í smá stund og heyrt ekkert nema hjartsláttinn og andardráttinn í sér kviknaði pínulítið ljós vinstra megin við hana.Og annað hægra megin. Og annað. Og enn annað. Eftir nokkrar sekúndur var herbergið fullt af pínulitlum glerkúpum eins og bjöllur í laginu með ljósum í. Þær voru sennilega um 10 sm og það var þoka inn í þeim… sem var að breytast í mannverur! Pínulitlar með sorgleg augu sem beindust öll að Feneccu. Svo kom stærri kúpa í ljós beint fyrir framan hana með manni sem var aðeins hærri en hún. Hann var klæddur í kolsvört föt sem virtust vera frá seinni hluta 18.aldar. Augun í honum voru líka sorgmædd. Svo kom tónlist frá efstu hillunum og maðurinn fyrir framan hana byrjaði að syngja rólegt og sorglegt lag.
Tísina kosidro…. vesra makk
Ju meni polako… kopni strah!
Ovaji lubav je bila providine..
Nijle ovo moj vrijne!
Dozore dje ostao jus kojs saat
Avani nemir, ko daje rat
Olbacim kapúti odlasim
Dazve zabro… ravaím!
Þetta var svo sorglegt…. eftir að hafa hlustað í smá stund á þetta undarlega lag fór Fenecca að skilja innihaldið. Hann var að syngja um allt fólkið þarna inni, hún var viss um það! Það hafði gert það sem því fannst rétt og…. sat nú í einhverskonar fangelsi. Það hlaut að vera. Hún lokaði augunum til að einbeita sér að söngnum en um leið breyttist eitthvað. Það kom ískaldur vindur um hana og þegar hún opnaði augun horfði hún í eld. Og það var auga í miðjum eldinum!
“Gættu þín stelpa… gættu þín. Mig grunar að þú fáir lengri tíma en ætlast er til. Þinn tími kemur. Og hans reyndar líka. Það verður gaman að sjá í hvaða vandræði þú munt koma þér á þeim tíma. Vonandi mikil. Þá verður mun skemmtilegra að segja frá öllu… hvort sem þú kemst svo héðan eða ekki!” hvíslaði óhugnaleg rödd í kringum hana. Fenecca var viss um að eigandi augans ætti hana. En áður en hún gat hugsað meira um það fór eldurinn að umlykja hana….
…. og hún vaknaði öskrandi og fálmandi út í loftið.
“Fenecca! Er allt í lagi með þig? Þú varst muldrandi um eitthvað sem mætti ekki gerast og bölvun og guð má vita hvað!” sagði Lily. Fenecca horfði á hana í smá stund. Svo hristi hún höfuðið kröftuglega.
“Þetta var bara slæmur draumur. Það er allt í lagi með mig núna. Ég ætla bara að fara í eldhúsið og fá mér eitthvað heitt að drekka,” sagði hún og stóð upp.
“Ertu alveg viss? Þú ert náföl,” sagði Jackie. Díana og Fiona sátu á fótagaflinum og horfðu á hana með áhyggjusvip.
“Já, það er allt í lagi með mig. Ég fer bara og fæ mér kakó og kem svo aftur! Ekkert mál. Bless,” sagði Fenecca og stóð upp. Hún flýtti sér út úr Gryffindorturninum með sprotann í viðbragðsstöðu. Hún ætlaði EKKI að lenda í sömu aðstöðu og seinast þegar hún fór að ganga ein um. Soffía hafði elt hana út og skokkaði nú léttilega á eftir henni.
“Þetta var draugalegur draumur Soffía,” hvíslaði hún og tók köttinn upp. Soffía malaði og sleikti nefið á Feneccu.
“Og hvað þýddi hann eiginlega…” muldraði hún og gróf andlitið í feldinum á Soffíu. Hún hélt áfram að mala. Fenecca stundi. Þetta var svo skrítið… hún hafði einhverja undarlega tilfinningu í maganum….
Áramótin nálguðust óðfluga. Fenecca var búin að jafna sig á draumnum og var komin með góða “rútínu” fyrir hvern dag. Hún vaknaði, fékk sér morgunmat, fór í snjóstríð, borðaði hádegismat, fann eitthvað skemmtilegt horn eða skot með Siriusi til að kela í, telfdi, skautaði, fór í snjóstríð eða glápti upp í loftið, borðaði, fór aftur að finna eitthvað skot til að kela í og fór að sofa. En svo á nýársdag kom Lily og truflaði Feneccu þegar hún var að skauta.
“Ég ætla að vona að þetta sé mikilvægt!” urraði Fenecca og gekk á eftir henni. Boris hafði verið að kenna henni hvernig átti að snúa sér í hring, hratt, án þess að detta aftur niður eða verða flökurt.
“Já, Fenecca mín. Þetta ER mikilvægt,” sagði Lily og flýtti sér upp að skólanum. En í staðin fyrir að fara inn gekk hún meðfram veggnum þangað til þau heyrðu ekki lengur í neinum.
“Hættu með Siriusi,” sagði hún og sneri sér við. Fenecca starði á hana.
“Ha? Af hverju í veröldinni ætti ég að gera það?” spurði hún forviða.
“Af því… ég held bara að þú ættir ekki að vera með honum,” svaraði Lily og roðnaði.
“Komdu með eina góða ástæðu!” hrópaði Fenecca. Lily leit snöggt upp.
“Er það nógu góð ástæða að hann sé að NOTA þig?”
Fenecca starði í nokkrar sekúndur á Lily án þess að segja orð.
“Af því að hann er að nota mig?” hvíslaði hún.
“Já! Hann er að nota þig! Hann og James ákváðu þetta. Ef þú og Sirius væruð saman þá kæmist James….”
“Hann er ekki fjandans neitt að nota mig! Það sést á honum! Ef hann væri að nota mig, heldurðu virkilega að hann hefði keypt þetta hálsmen?” sagði Fenecca og skipti sér ekkert að því að hafa gripið fram í fyrir allra bestu vinkonu sinni.
“Veistu hvaðan hann fékk þetta yndislega hálsmen þitt? Frá einhverjum prangara, Flezzer eða eitthvað álíka.”
“Ég trúi þér ekki!” öskraði Fenecca. Hún vissi ekki af hverju hún hafði öskrað, en…
“Fenecca Crock, hlustaðu á mig! Hann er að nota þig! Gerðu mér og þér greiða og hættu með honum undir eins,” sagði Lily. ‘Gerðu mér og þér greiða… gerðu MÉR og þér greiða…’ dundi í hausnum á Feneccu. Hvernig var hún að gera Lily greiða með því að hætta með Siriusi? Hún hataði hann. Nema…
“Þú vilt hann sjálf er það ekki? Þú hatar James en ert skotin í Siriusi! Guð minn góður Lillian, þú ert ótrúleg,” sagði Fenecca. Það hlaut að vera!
“Ég hata Sirius MEIRA en James í augnablikinu,” urraði Lily.
“Ég trúi þér ekki. Þú vilt alltaf það besta…”
“Það er helvítis lygi!”
“…. ekki James Potter, nei auðvitað ekki…”
“Fenecca, þegiðu!”
“…. heldur Sirius Black!”
“… viltu hætta? Notaðu heilann og hugsaðu um þetta…”
“…. svo þú spinnur upp einhverja lygasögu….”
“….. ertu orðin klikkuð?”
“… þú, þú…. blóðníðingsbjáni!” endaði Fenecca. Hún var við það að halda áfram þegar hún uppgvötaði hvað hún hafði gert. Hún hafði kallað vinkonu sína BLÓÐNÍÐING!
“Þá það Fenecca Crock. Vertu þá bara áfram með Siriusi Black. Bíddu bara þangað til þú kemst að því að hann er ekki allur þar sem hann er séður. Og þá skaltu ekki búast við því að ég taki þér aftur með opnum örmum,” hvíslaði Lily með tárin í augunum. Svo hljóp hún í burtu. Fenecca horfði á eftir henni en lét sig svo síga niður í snjóinn. Hvað hafði komið yfir hana? Af hverju?
“HVERS VEGNA ÉG?” hvíslaði hún og lét bakið falla að vegg Hogwartsskóla. Eftir að hafa setið þar í smá stund með tárin lekandi niður kinnarnar heyrði hún fótatak og opnaði augun pínulítið og sá Sirius koma.
“Fenc, hvað gerðist eiginlega? Lily hljóp hágrátandi inn í skólann,” sagði hann og settist við hliðina á henni.
“Hún sagði mér svolítið,” hvíslaði Fenecca og leit niður. ‘Ekki láta það vera satt! Gerðu það!’
“Hvað sagði hún þér?”
“Að… að þú værir… að nota mig.”
Augun í Siriusi stækkuðu um helming.
“Að nota þig? Og af hverju ætti ég að vera gera það?” sagði hann undrandi.
“Ég… ég veit það ekki. Hún sagði mér það ekki,” svaraði Fenecca lágt.
“En af hverju fór hún grátandi í burtu?” spurði Sirius varlega. Það hlaut að vera virkilega slæm ástæða fyrir því. Fenecca dró djúpt andan.
“Égkallaðihanablóðníðing,” sagði hún í einni bunu. Um leið kom fram ný gusa af tárum. “Og ég trúi því ekki!” snökti hún og gróf andlitið í skikkju Siriusar.
“Þetta er í lagi. Reyndu bara að biðja hana afsökunar á morgun. Ég meina, hún er rauðhærð og rauðhært fólk verður oft og mikið reitt svo hún þarf smá tíma til að kólna. Þið verðið aftur bestu vinkonur eftir 24 tíma,” sagði Sirius og brosti. Þetta virtist ekkert kæta Feneccu þannig að hann kyssti hana laust á höfðuðið og hélt síðan bara utan um hana.
En Lily var ekki tilbúin að fyrirgefa Feneccu. Janúar leið hægt áfram. Síðan kom febrúar og byrjun mars. Fenecca losnaði við að sjá Lily og Jackie jafn mikið því nú voru þau bara í tímum sem þau þurftu að vera í til að fá starfið sem þau ætluðu sér að fá. Þar sem hún ætlaði að verða dýrahirðir þurfti hún ekki að fara í nærri því jafn marga tíma og venjulega. Dráparar höfðu farið um mest allt suður-England og á hverjum degi var ný frétt um morð. Fullt af krökkum sem Fenecca kannaðist við átti kannski aðeins eitt systkini eftir í fjölskyldunni sinni eða frændfólk. Til allrar hamingju var fjölskylda hennar enn á lífi. En hún hefði verið alveg jafn einmana þótt hún ætti enga fjölskyldu. Þegar Jackie hafði frétt af því sem Fenecca hafði gert tók hún undir eins afstöðu með Lily. Svo Fenecca hafði hangið með Siriusi og strákunum að mestu leiti eða Díönu og Fionu sem voru hinn ágætasti félagsskapur. Bara ekki jafn góður og Lily og Jackie. Lily og Jackie vissu að henni líkaði ekkert sérstaklega við Eric. Lily og Jackie vissu að hana langaði til að finna blóðföður sinn. Lily og Jackie ÞEKKTU hana! Díana og Fiona vissu hvað hún héti, að Eric Pringle væri ekki raunverulegur faðir hennar og að henni gengi illa í bóklegum verkefnum en þetta voru upplýsingar sem hálfur skólinn hafði. Ekkert sérstakt. Og Sirius… hann vissi kannski að henni líkaði ekkert sérstaklega við Eric. Hann vissi líka að vínrauður væri uppáhaldsliturinn hennar og að hún elskaði dýr, en það tók engan tíma að komast að þessu. (Hinsvegar giskaði Fenecca á að hann þekkti sennilega líkamann hennar betur en aðrir….)
Þetta var samt bara ekki eins og að vera með Lily og Jackie. Svo einfalt var það. Þær tvær voru langt frá því að vilja fyrirgefa henni svo hún varð að sætta sig við þetta. Og svo var það þessi blóðfaðir hennar. Pabbi hennar. Sá sem hafði sent henni kústinn um jólin. Hann hafði ekkert látið heyra meira í sér, ekki sent henni bréf eða neitt. En þessar upplýsingar, að hún hafði fengið gjöf frá pabba sínum, höfðu komist ótrúlega fljótt um skólan eftir fyrstu Quidditch-æfinguna. Eiginlega óhugnalega fljótt. En það var búið og gert og um miðjan febrúar var öllum orðið nákvæmlega sama. Nema Feneccu, hún skildi þetta ekki ennþá. AF HVERJU hafði hann sent henni gjöf um þessi jól? Ekki seinustu jól, eða afmælisdaginn hennar. Nei, þessi jól akkúrat. Svona hugsanir þutu um huga Feneccu Crock alveg fram í miðjan maí en hættu þegar prófin fóru að kalla á athygli hennar. Hún þurfti að leggja mun harðar að sér núna heldur en venjulega. Í fyrsta lagi hafði hún ekki þolinmæði til að sitja og lesa eitthvað grútleiðinlegt og í öðru lagi var engin Lily Evans til að hjálpa henni. En, hún gat náttúrulega notfært sér Remus Lupin aðeins til komast í gegnum bækurnar. Eða jafnvel Severus Snape! Hún hafði hitt hann nokkrum sinnum og talað við hann. Hann sagði að Lily hefði grátið í fanginu á honum eftir að þær höfðu rifist. Sem Fenecca gat ómögulega ímyndað sér, en það skipti engu máli. Málið var að hún þurfti hjálp við að komast í gegnum prófin! ‘Og sú hjálp kemur frá Remusi Lupin… fyrst um sinn… hugsaði Fenecca og horfði á bráðina koma inn í setustofuna.
Dagbók Feneccu Crock.
3.júní
Ef ekki væri fyrir Sirius væri ég eins og draugur. Ég myndi líða um skólann án þess að nokkur tæki eftir mér, sitja aftast í tímum og varla borða. Ég held að ég sé ástfangin af honum. Ekki skotin í honum eins og þegar ég var lítil, heldur ÁSTFANGIN! Í alvöru. Ég bara veit það. Ég veit ekki hvernig ég kemst í gegnum sumarið. En hann segist vera reyna finna eigið hús, svo kannski fer ég í heimsókn til hans. Yfir nótt. Eða bara helgi til að hafa þetta sem allra best. Ég get ekki LITIÐ á Lily lengur! Af hverju var hún samt að ljúga svona asnalegu upp á hann? Ég get ekki trúað því að manneskjan sé skotin í honum. Ég sjálf myndi nú sætt mig við James. Ef ég hefði ekki verið með Siriusi, ég verð komin með fullkomnunaráráttu ef við hættum saman. Já, þetta stóra ef. Ef við hættum einhverntíma saman, sem ég vona ekki, þá verður það að vera eftir svona tvö eða þrjú ár. Helst meira. Það væri náttúrulega best ef við myndum aldrei nokkurntíman hætta saman, en þetta er Sirius Black sem ég er að tala um og það er ekki hægt að vita hvað hann gerir næst.
Góða nótt!
Og svo voru prófin skyndilega búin. Remus Lupin og Severus Snape höfðu rétt henni hjálparhönd og hún hafði komist í gegn án þess að fá hjartaáfall. Kannski hún ætti eftir að ná! En það skipti ekki svo miklu. Í augnablikinu var Fenecca að leita að Siriusi í Hogsmeade. Síðasta ferðin þeirra.
“Fenecca!” hvíslaði einhver. Hún leit við og sá Díönu og Fionu horfa flóttalega í kringum sig en hlaupa svo til hennar.
“Ertu að leita að Siriusi?” hvíslaði Fiona.
“Já. Af hverju? Vitið þið um hann? Og af hverju í veröldinni eruð þið að hvísla svona?”
“Við sáum hann…” hvíslaði Díana.
“…. kyssandi Lauru Franklin úr Ravenclaw,” botnaði Fiona.
“Og það er ekki allt og sumt!” hvíslaði Díana svo aftur með stórum augum. Fiona kinkaði kolli.
“Hann hefur líka sést með Donnu Jones,” sagði hún.
“Af hverju hef ég ekki fengið að vita þetta?” sagði Fenecca reið.
“Donna og Laura hafa þagað svo þú myndir ekki frétta af þessu,” sagði Díana.
“Það er mun skemmtilegra að kyssa strák á laun ef hann er með einhverri annari,” sagði Fiona eins og það væri augljóst. “Ég gerði það á fjórða ári með Max Jordan þegar hann var með þessari Jess! Það var frábært! Hann sagði…”
“Bíddu! Hvar sáuð þið Sirius og þessa Lauru Franklin?” spurði Fenecca óþolinmóð.
“Í litla skotinu hjá Þremur kústum,” svöruðu Díana og Fiona í einu. Fenecca kinkaði kolli en flýtti sér svo í burtu. Þegar hún kom að Þremur kústum laumaði hún sér í skotið sem var vinstra megin við krána. Hún og Siriusi höfðu farið þarna um páskana… gat verið að hann væri með öðrum stelpum? En þegar hún leit inn í skotið var hann ekki með stelpu… hann var að tala við James.
“…. er eiginlega alveg sama. Það var ekki mín sök!” sagði Sirius.
“Ég skil ekki ENNÞÁ hvernig hún komst að því. Þú heldur varla að Remus hafi…?” sagði James og klóraði sér í hnakkanum.
“Ég gæti alveg trúað því. Honum líkaði ekkert svo vel við hugmyndina upphaflega. Reyndar sagði hann mér að hætta með henni eftir að þær rifust. Ég hefði kannski bara átt að gera það,” sagði Sirius og virtist eitt andartak vera skömmustulegur.
“Ég held að hún sé ástfangin af þér,” hvíslaði James. Sirius kinkaði kolli.
“Það er akkúrat vandamálið. Hversvegna völdum við ekki Jackie í staðin fyrir Fenc? Hún er vanari ástarsorg!”
Fenecca gat næstum heyrt hjartað í sér bresta. Hvað var hann að segja? Vanari ástarsorg? Hvora átti að velja? Hver komst að hverju? Hafði… hafði Lily virkilega haft rétt fyrir sér allan tímann? Ef svo er… þá ætla ég að drepa Black!
“Það var eðlilegra að þú værir með Feneccu. Quidditch, sæt, henni líkaði miklu betur við okkur en Jackie og Lily…” sagði James.
“Villt,” bætti Sirius við.
“Jæja… en hvernig ætlarðu svo að hætta með henni?” spurði James eftir smá stund. Fenecca varð eldrauð í framan.
“Hann getur ALVEG sleppt því!” öskraði hún og tók stór skref að verðandi fyrrverandi kærasta sínum.
“Þú litli og ömurlegi skíthæll! Út af ÞÉR missti ég bestu vinkonu mína! Ég DREP þig!” hélt hún áfram og lét hnefana dynja á öllum stöðum líkama hans sem hún náði til.
“Fenecca, róaðu þig aðeins niður, gerðu það!” stundi Sirius upp og hélt utan um magann á sér. Þessar Quidditch-æfingar höfðu svo sannarlega þjálfað í hana vöðva. Til góðs var hann ekki viss um.
“NEI! Ég stoppa fjandans ekki baun, Sirius Black. Ég ætla að drepa þig, kála þér og ganga frá þér þangað til þú getur ekki andað!” sagði hún og gaf honum tvö spörk í röð í magan.
“Fenecca, vertu róleg,” hrópaði James og reyndi að ná taki á henni. Fenecca einfaldlega sparkaði aftur fyrri sig og gaf honum síðan olnbogaskot í bringuna og hélt svo áfram barsmíðum sínum á Siriusi. Hann náði að halda höndunum á henni kyrrum í eitt augnablik en hún dúndraði hnénu í hökuna á honum. Hún hefði farið með hnéð á mun viðkvæmari stað ef tvær sterkar hendur hefðu ekki tekið utan um mittið á henni og togað hana í burtu.
“Viltu sleppa mér í burtu! Ekki! Ég er upptekin,” hrópaði Fenecca og reyndi að sparka í eða lemja hvern þann sem hafði tekið hana. Það skipti hana engu þótt að hún væri hætt að tala rétt, eina hugsunin sem komst að var það að meiða Sirius svo að hann skildi að einhverju minnsta leiti hvernig henni hefði liðið eftir að hafa kallað Lily blóðníðing.
“Ekki fyrr en þú ert búin að róa þig niður stelpa,” kom rödd Borisar fyrir aftan hana.
“Ekki fyrr en ég er búin að DREPA Sirius Black,” svaraði Fenecca reiðilega á móti. Boris stundi, tók fastar um hana og dró hana aðeins lengra frá meintu skotmarki.
“Hvað gerði hann eiginlega? Síðast svo ég vissi voruð þið tvö tvær litlar turtildúfur að kurra afkáralegt ástarkurr,” sagði Boris og leit á Feneccu. Hún hristi höfuðið.
“Ég ætla ekki að segja,” sagði hún og strunsaði í burtu og út úr skotinu. Þegar hún var komin aðeins í burtu sneri Boris sér við og gekk til strákanna.
“Þá fáið þið að úrskýra.” Hann sagði þetta í þeim tón að þeir vissu að þeir höfðu ekki val.
“Ah… þú veist að ég er ástfanginn af Lily, er það ekki? Lillian Evans, rauðkan í…” byrjaði James en Boris kinkaði óþolinmóður kolli.
“Nú. Gott gott. Uh, í Skástræti þegar við vorum að kaupa inn fyrir þetta ár fengum við svolitla hugmynd.”
Hérna þagnaði James og leit á Sirius.
“Ég átti að vera skotinn í Feneccu svo James kæmist nær Lily. Við tveir erum óaðskiljanlegir og Fenecca, Lily og Jackie eru óaðskiljanlegar. Ef Fenecca myndi umgangast mig þá myndi Lily náttúrulega fylgja henni. Og, hérna, þeir sem umgangast mig umgangast ósjálfrátt James. Og svo komst Lily einhvernveginn að þessu, sagði Fenc sem trúði henni ekki og þær urðu óvinkonur,” lauk Sirius. Boris þagði í smá stund til að melta þetta.
“Svo þú varst með Feneccu í hálft ár út af engu. Af hverju?” spurði hann að lokum.
“Henni leið svo illa. Hún hefði ekki getað lifað af ef ég hefði hætt með henni allt í einu eða ef hún hefði komist að því að hún kallaði Lily… blóðníðing út af engu.” Þegar Sirius sagði þetta horfði Boris stíft í augun á honum. Hann var vanur að ljúga og horfði of stíft í augun á honum til að þetta væri satt. En líkurnar á því að hann fengi sannleikan núna… engar.
“Frábært. Því miður er ekki hægt að draga stig frá ykkur fyrir að vera algjör fífl svo ég segi svolítið sem kennurum er bannað að segja: drullið ykkur í burtu!”
———————————–
Þar sem líkurnar á því að ég klári spunann áður en 6.bókin kemur út eru engar þá skrifaði ég niður allar staðreyndir sem gætu komið fram í spunanum og næstu tvem bókum og ég mun ekki þessum staðreyndum eftir að 6.bókin kemur út. ÉG SVER! Munið það! Skammið mig annars mjög mikið! Og lagið í draumnum… ég læt ykkur um þá gátu. Ég fékk hugmyndina út af hlut sem flest allir ættu að hafa séð eða heyrt.