Smá Plot Bunny sem er búin að vera hoppandi um í hausnum á mér síðustu daga ;) Vona að ykkur líki þetta því ég skemmti mér mjög vel við það að skrifa þetta ;Þ

“Lily!! Ég var búinn að banna þér að taka Martin Miggs stuttermabolinn minn!! Skilaðu honum strax aftur!!”
Ó, fjandinn hafi það, fjandinn hafi það. Ef Jamie kemst inn og sér Jack er ég svo dauð!! Og ekki sé minnst á Jack. Það þarf að grafa hann upp eftir að pabbi hefur lokið sér af með hann, svo amma Molly geti drepið hann.
“Lily, skilaðu honum!!” Jamie bankar fast á dyrnar og ég finn Jack rumska við hliðina á mér. “Ef þú skilar honum ekki innan fimm…fjórar….þrír….tvær..”
Ég stekk undan sænginni og leita örvæntingarfull eftir náttsloppnum mínum. Glætan að það takist á tveimur sekúndum, því eftir tvær sekúndur á heimskur, ekki-þess-virði-að-kallast-bróðir lítill ormur eftir að brjótast inn í herbergið mitt. Þarna er sloppurinn! Kannski er Guði ekki illa við mig eftir allt saman??
Hver er ég að blekkja? Guð hatar mig!!
Ekki nóg með að ég sé sautján ára dóttir hins fræga Harrys Potter, og á þessvegna að haga mér eins og “fullorðin manneskja” svo ég vitni í hinn alheilaga Dumbledore, heldur er pabbi minn brjálaður ofverndunarsinni. Hann heldur að ég sé ennþá litla sæta stelpan hans. Ég man ennþá eftir svipnum á honum þegar ég kynnti Jack fyrir honum. Hann hélt ég væri að breytast í einhverja hóru þegar ég sagði honum að Jack væri kærastinn minn. Ég var fimm, í guðanna bænum!!
Jack Wood er búinn að vera besti vinur minn síðan ég var fimm ára, þegar hann gyrti niður um sig buxurnar fyrir framan mig á leikvellinum og ætlaði að láta mig gráta. Ég kýldi hann í staðinn og þegar hann var búinn að kýla mig til baka og öskra svolítið, vorum við orðnir bestu vinir. Hann er hrifinn af öllu því sama og ég, hann elskar Quidditch, hatar Martin Miggs…..óhh, fjandinn, Martin Miggs stuttermabolurinn!!
“Jamie, hvers vegna ætti ég að taka þennan helvítis bol, ég þoli ekki Martin Miggs!!” öskra ég í von um að losna við hann. Ekki séns.
“Lygari, ég ætla að koma inn og leita að honum!!”
Ó, helvítis, fjandans, anskotans, djöfull og helvíti!!
“Lils??” Ennþá meir fjandi….Jack er vaknaður!! Ekki það að ég lái honum, röddin í Jamie þegar hann öskrar er fáránleg. Hann er í miðjum mútum og ef röddin hækkar um nokkur desibil er hann farinn að hljóma eins og rispuð plata.
“Jack, farðu í einhver föt og feldu þig, fljótt!” hvísla ég í örvæningarfullri von um að Jamie heyri ekki í mér.
“Ertu með einhvern inni hjá þér??”
Eins og ég sagði, Guð hatar mig!!
“Þú ert svo dauð ef ég segi pabba!!” Ég get nánast heyrt glottið breiðast um andlitið á honum. Ég fálma eftir sprotanum á náttborðinu mínu og opna örlitla rifu á hurðina og sting hausnum út. Og þar stendur hann, “litli” fimmtán ára bróðir minn í öllu sínu veldi. Vá, kaldhæðnin lekur af mér á morgnanna. Það er ekkert veldi að tala um. Hann er allt of stór með allt of langa handleggi og fætur, svart hár sem stendur út í allar áttir og allt of stórt nef. Tæknilega séð er allt of stórt á honum. Nema kannski einn líkamshluti fyrir neðan belti, en hann er ekki til umræðu hér!!! Haltu þig við efnið, Lily Independence Potter!!
“Hlustaðu á mig litli skíturinn þinn, ef þú segir orð við einhvern um Jack..” Ó fjandinn hirði minn of stóra munn!!
Gleðiglottið er nánast komið allan hringinn á bróður mínum.
“Jack?? Ég hélt að pabbi væri búinn að banna hann úr húsinu?!?! Skamm skamm, Lilybjallan mín”
Lilybjalla….eitt af mörgum fáránlegum gælunöfnum sem pabbi hefur gefið mér í gegnum tíðina. Ég umber þau þegar pabbi er að tala við mig,en Jamie….
“Haltu kjafti!! Þú hefur kannski gleymt því, en ég hef rétt til að bölva þér inn í næsta áratug!! Ef þú segir orð við pabba….”
Ef Jamie og Jackie væru ekki svona lík pabba gæti ég svarið fyrir það að mamma hefði átt í framhjáhaldi með Peeves, hrekkjadraugnum í Hogwarts. Og það sannar sig best á þessu andartaki.
“Mamma!! Lily er með strák upp í herbergi!!” Ég get svarið það, hann er eins og rispuð plata. Kannski skilur mamma hann ekki??
“Er hún með hvað?? Lily Independence Potter!!”
Af hverju reynir þú að dreyma Lily?? Þeir eiga aldrei eftir að rætast.
Ég skelli hurðinn fast á nefið á Jamie og nýt þess að heyra sársaukaópið. Aumingi. Hann ætti að vera orðinn vanur þessu.
“Jack, mamma er á leiðinni upp og ef pabbi sér þig, ertu verra en dauður!!” Jack, ennþá frekar sljór, svona nývaknaður, geispar bara og teygir úr sér.Greinilega búinn að gleyma líflátshótunum pabba míns. Þegar Galdramálaráðherrann hótar þér þér dauða er ekki gaman að lifa.
“Það er ekki hægt að vera verri en dauður, Lils.” segir hann á meðan hann treður sér í buxurnar.
“Jú,” segi ég á meðan ég fleygi Martin Miggs stuttermabolnum hans Jamies í hann (Allt í lagi, ég tók þennan fjandans bol). “Geldur.”
Jack hvítnar og er kominn með sprotann í hendina, tilbúinn að tilflytjast, mamma, bíddu í fimm sekúndur, gerðu það?? þegar hann ákveður að kyssa mig bless. Auðvitað byrjar kossinn mjög sakleysislega, bara smá koss á kinnina, en hann er svo góður kyssari að ég ræð bara ekki við mig.
“Lily!!” hurðarhúnninn hreyfist. “Ég gaf þér tvær mínútur til að reka drenginn út, ef hann er ekki farinn….” Hún stormar inn og ég og Jack hrökkvum í sundur, hann segir snöggt bless við mömmu og tilflyst heim.
“Jæja.” segir mamma, sposk á svip. “Ég hélt að pabbi þinn, og Ronnie frændi, ef út í það er farið, væru báðir búnir að hóta því að gelda strákinn ef þið biðuð ekki með svona lagað fram yfir brúðkaupið.”
“Mamma, þú ætlar ekki að segja…” byrja ég biðjandi en mamma grípur fram í fyrir mér.
“Svo lengi sem þið notuðuð réttu varnirnar er allt í fínu lagi mín vegna. En ég ætla að biðja þig að bíða næst þangað til pabbi þinn er ekki í húsinu.”
Ég elska mömmu mína!!
“Guð veit að pabbi þinn og ég biðum ekki fram yfir brúðkaupið okkar…” heldur hún áfram, dreymandi á svip.
Ég elska hana ekki lengur!!! Út úr hausnum á mér, ljótu myndir!!
“Jæja ástin, morgummaturinn er í eldhúsinu.” Hún kyssr mig á kollinn og fer svo inn í hjónaherbergi að reyna að vekja pabba. Glætan að henni takist það fyrir hádegi.

Niðri í eldhúsi bíður mín ekki mjög skemmtileg lífsreynsla. Öll litlu systkini mín, Jackie, Jamie og Sirius eru talandi ofan í hvert annað. Hversvegna þurfti ég að vera eina manneskja með viti af systkinum mínum??
Ég heyri glefsur af því sem Jamie er að segja.
“Ég get svo svarið fyrir það, gaurinn var að deyja úr hræðslu þegar hann heyrði minnst á pabba, hann var næstum því farinn að gráta….”
Nú ákveð ég að taka til minna ráða.
“Ó Jamie,” segi ég sykursætt á meðan ég geng inn í eldhúsið. “Ef ég man rétt varst það þú sem skeist næstum í buxurnar af hræðslu við það að vera við vitlausan enda á sprotanum mínum. Eða kannski er það bara ég, kannski fórstu að gráta þegar ég nelgdi hurðinni í andlitið á þér!! “
Hlátrarsköllin óma um eldhúsið en Jamie roðnar upp í hársrætur.
“Þarna varstu tekinn, Jamie, þarna varstu tekinn,” stynur Jackie, tvíburasystir hans upp á milli hlátursrokanna. Einhver sem þekkti tvíburanna ekki gæti haldið að þeir væru litlir englar sem hröpuðu af himnum. Hversu rangt getur fólk haft fyrir sér?? Með hrafnsvart úfið hár og stór heiðblá augu gætu þau verið tekin fyrir einn krakkann í smákökuauglýsingum mugganna. Fábjánar. Þessir krakkar hafa of mikið af Gred og Forge genum í sér til að vera englar.
“Lily, var Jack í alvörunni upp í rúminu þínu?” spyr yngsti bróðir minn, Sirius sakleysislega. Hann er fimm ára. “Hvað var hann að gera þar?? Á hann ekki rúm sjálfur?”
Ég slepp við að svara því ég er horfin hálf ofan í ristaða brauðið mitt, en það kemur ekki í veg fyrir að allir viðstaddir sjái mig roðna. Fjandans Weasley gen. Ekki nóg með það að ég sé rauðhærð get ég aldrei haldið kjafti þegar ég á að gera það og roðna eins og radísa. Ég ætla að spyrja mömmu hvort það sé ekki til einhver anti-roðn galdur. Ég hef aldrei séð hana roðna, nema kannski þegar pabbi…..
Sleppum því. Það er ekki eitthvað sem ég vil hugsa um á meðan ég borða.

“Jæja,” Mamma kemur stormandi inn í eldhús. “Hver vill koma í sund með mér?”
Ohh, fjandinn, ég nenni sko ekki í sund. Mig langar bara að skríða upp í rúm og fara að sofa. Labba svo yfir til Jacks, (hann á heima í næsta húsi) og kela við hann fram að kvöldmat. En mamma á það inni hjá mér.
“Mig!!” hrópar Sirius upp yfir sig. Hann er ástfanginn af Svampi Sveinssyni og trúir staðfastlega á það að Svampur eigi heima í hverfissundlauginni. Krakkar. Ég ætla aldrei að eignast neina. Ég ætla að ferðast um heiminn og sjá allt sem hægt er að sjá. Koma svo aftur um sextugt og eyða afganginum af ævinni í teygjustökk og sjósund. Fyrst þarf ég náttúrulega að finna vinnu sem ég get sleppt því að mæta þegar ég nenni ekki, er MJÖG vel borguð og engin hætta á að ég verði nokkurn tímann rekin. Láttu þig dreyma vinan.
Tvíburarnir eru eldsnöggir að afsaka sig með heimavinnu. Heimavinna, það var þá helst. Ég vorkenni köttum nágrannans eftir kortér eða svo.
“Lily? Kemur þú líka?” Mamma horfir ákveðin á mig og ég finn að nei er ekki hugsanlegur valkostur. Afhverju vorum við ekki bara heima hjá Jack eins og venjulega?
“Ég kem,” styn ég og fer upp í herbergi að taka mig til.

“Lily, mamma, sjáið þetta!!” Sirius hleypur af stað og stekkur út í laugina. Hann hittir nokkra krakka sem eru með honum á leikskóla. Allir krakkarnir eru álíka litlir, horaðir og með nefin full af grænum hor.
Ó, dásemdir fjölskyldulífsins hellast yfir mér þegar ég horfi á litla stelpu snýta sér í sundbolinn og synda svo af stað. Jukk.
Ahh, heilagi heitapotturinn. Eini staðurinn sem dvergarnir komast ekki á vegna hita. Ég verð nánast ánægð með þessa sundferð þegar ég finn fyrir augnaráði strákanna í pottinum. Ég veit að ég lít vel út í bikiníi.
Æi, fjandinn, góða skapið horfið aftur. Einhver fábjáni hoppaði út í köldu laugina og sendi ískalda gusu yfir heita pottinn. Og getiði hver var sú eins sem stóð upprétt í pottinum? Ég!!!
Strákarnir stara á bikiníið mitt og ég finn að ég roðna. Asninn ég að taka hvíta bikiníið.
Ég sest niður með eins mikilli sjálfsvirðingu og ég á eftir. Þar fór það, auðvitað settist ég í fangið á einhverjum perranum. Ég hata Guð!!
Ég ösla upp úr pottinum eftir að hafa sent strákunum drápsaugnaráð. Hahaha, voða fyndið.
Ég get svarið það, ef sprotar væru ekki bannaðir í lauginni væru þeir orðnir að einhverju mjög ógeðslegu og slímugu. Ég hata þessa fábjána.
Nú, hvar er mamma? Ég leita eftir rauðum blettum í sundlauginni. Einn er Sirius þar sem hann hoppar og kafar í barnalauginni, í mikilli leit að Svampi Sveinssyni,og þarna er litla stelpan með horinn framan á sundbolnum að hjálpa honum. Krakkar eru svo ógeðslegir.
Ég kem loks auga á mömmu þar sem hún liggur í vaðlauginni. Ég reyni að labba hægt og virðulega frá pottinum sem ómar enn af hlátri.Vanþroskuðu helvíti.
Og auðvitað, eins og kúturinn hafi bara verði settur þarna fyrir mig, hrasa ég um kút og flýg á hausinn út í köldu laugina. Ef þessir strákbjánar hlægju aðeins meir myndu þeir rifna í sundur. Fjandans asnar.

Án frekarri slysa tekst mér að demba mér út í vaðlaugina. Það er á svona dögum sem mér er illa við karlmenn.
Þrír eldgamlir kallar stara á mig þegar ég hlunka mér fýlulega miður við hliðina á mömmu. Já,ég veir að bikiníið mitt er gegnsætt en geriði það, starið frekar á einhvern sem gæti ekki verið barna-barna-barna-barna-barna-barnið ykkar!! Perrar.
“Hæ, ástin.” muldrar mamma ofan í vatnið. Hún liggur á maganum og ég get séð augnaráð gömlu kallanna beinast að ákveðnum líkamsparti móður minnar. Ógeðslegt. Lily, hættu að spá í rassinn á mömmu þinni!!
Hafið þið einhverntímann lent í því að einhver segir ykkur ekki að kíkja og þið verðið bara að gá hvað er í gangi? Ég hef of oft lent í því, og veit að ég stenst aldrei freisinguna. Svo ég stari. Mér finnst ég ógeðsleg, að stara á annarra manna rassa.
Hey, vá. Er mamma mín með tattú fyrir ofan rassinn?? Lily, hættu að stara!!! Nú hefst það sem ég vil kalla innra rifrildi. G = góða samviskan F = forvitna samviskan V = vonda samviskan.
G: Lily, hættu að stara á rassinn á mömmu þinni!
F: Nei, í alvöru, það er eitthvað sem kíkir uppp úr bikiníbuxunum hennar.
G: Nei, hættu að stara, það er ókurteisi.
V: Ókurteisi, bah húmbúkk.
F: Mig langar að sjá þetta betur.
G: Ekki gera það,Lily. Jafnvel þótt mamma þín sé með tattú er það einkamál.
V: Einkamál!!!
G: Já, einkamál sem hún vill kannski ekki að aðrir komist að, litli ljóti…..
V: Hvern ert þú að kalla ljótan?!?!?!

Þða var einkamálið sem náði mér. Ekkert er eins spennandi og krassandi hneyksli. Góða samviska, átt þú ekki að koma í veg fyrir svona hugsanir?? Æi, fjandinn, nú verð ég að spyrja.
“Mamma?” byrja ég mjög varlega.
“Hrotur”
“Mamma, ertu sofnuð?” Vá, talandi um heimskulegar spurningar.
“Hrotur”
Í alvörunni talað! Meira að segja perrakarlarnir eru farnir að horfa undarlega á hana.
“Mamma!”
Ég gefst upp og ýti henni ofan í vatnið. Vonda ég!!
“Hrot….” Hér kemur runa af hljóðum sem heyrast þegar einhver sýgur vatn upp í nefið og reynir að anda eftirá. Ekki fallegt.
“Ég er vöknuð!!” Mamma sest upp og nuddar augun. Einn stór munur á pabba og mömmu. Pabbi væri búinn að draga upp sprotann og leggja petricufus totalus á þig áður en þú næðir að koma við hann. Að vera eltur af Voldemort í tuttugu ár hefur þau áhrif á þig. Mamma geispar bara og teygir úr sér á maganum. Tattúið hoppar upp úr bikiíbuxunumog nú sé ég hvað þetta er. Elding!! Vá, mamma mín er með eldingu á rassinum. Snilld.
“Ertu að stara á rassinn á mér,Lily??” Mamma hljómar eins og hún sé að halda inni í sér hlátri.
“Ekki rassinn á þér tæknilega,heldur tatttúið fyrir ofan hann.” segið ég hversdagslega og nýt þess að sjá undrunarsvip og svo roða breiðast yfir andlitið á henni. Hún getur roðnað, jibbí!!
“Já, það…..” hún ræskir sig. “Hvað segirðu, ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í sumar?? Ég veit nefnilega um frábæran stað…….” Hehe,mamma mín er feimin. Þegiðu vonda samviska!!
“Hvernig fékkstu það?” spyr ég, voða saklaus.
“Ja……ekkert merkilegt, leiðinleg saga…” muldrar hún. “Þegar ég fór til Bandaríkjanna með pabba þínum, allt í lagi?” segir hún pirruð eftir trilljón olnbogaskot frá mér.
“Í Bandaríkjunum? Þið hafði aldrei farið þangað.” segi ég og reyni að muna eftir Bandaríkjaferð hjá foreldrum mínum. Nei, þau hafa farið til Búlgaríu að heimsækja Hermie frænku og krakkana hennar, Egyptalands, billjón ferðir til Frakklands, Krítar, Grikklands, Ítalíu og…nánast allstaðar annarstaðar. Galdramálaráðherrann ferðast mjög mikið.
“Ja, það fyndna er Lily, að ég átti mér líf áður en þú fæddist.”
“Hvenær fórstu þá?”
Mamma roðnar aftur. Það eru Weasley gen í henni eftir allt saman.
“Ekkert merkilegt…” byrjar hún aftur en eftir eitrað augnaráð frá gömlu köllunum heldur hún áfram. “Þegar ég var sautján bauð pabbi þinn mér í ferð til Bandaríkjanna að hitta stráka sem voru með honum í Gryffindor á sínum tíma. Þeir höfðu opnað einhver næturklúbb fyrir galdramenn.”
Vá, ég get ekki ímyndað mér einhverja næstum fertuga kalla einhverntímann kallaða stráka.
“Og datt þeim bara í hug að tattúvera á þér rassinn?”
Mamma? Hún hlær. Konan sem ég hélt að væri móðir mín hlær að einfaldri spurningu.
“Haha, ef Dean og Seamus hefðu fengið að tattúvera mig sæir þú ekki í örðu af skinni, vinan.” Hún þurrkaði hláturstárin í burtu. “Þeir voru mestu snillingar sem ég hef þekkt á ævinni, fyrir utan Fred og George.”
“Hvernig fékkstu þetta helvítis tattú?” Ég verð alltaf frekar pirruð þegar fólk hlær að mér.
“Bara…..ekki…..man ekki alveg…..” Mamma roðnar ennþá meira.
Mamma…man ekki eitthvað. Hún er minnugasta manneskja sem ég þekki. Hún man hvernig loftið var á litinn í barnaherberginu sínu. Kannski ekki alveg, en hún er ferlega minnug. Bíddu….hún er í Bandaríkjunum með pabba og einhverjum gaurum sem eru andlega skyldir Fred frænda og George frænda, sautján ára….vá, hún hlýtur að hafa verið nokkuð full. Haha, mamma mín blindfull. Ég get ekki séð það fyrir mér.
Nú er komið að mér að hlæja.

Ég hef komist að niðurstöðu. Ég þekki foreldra mína ekki nógu vel. Jújú, ég þekki alltaf-fara-að-hátta-klukkan-níu-og-bursta-tennurnar-vel foreldra mína ágætlega þar sem þeir ólu mig upp, en förum-til-Bandaríkjanna-bara-til-þess-að-vakna-með-ferlegann-hausverk-og-tattú-á-rassinum foreldrar mínir eru algjörlega nýir fyrir mér.
Mamma sagði mér frá þessu. Hún notaði mögr MJÖG litrík lýsingarorð sem ég ætla að sleppa því ég fæ hláturskast í hvert skipti sem ég sé mömmu fyrir mér að segja þau. Ég meina, hversu oft færðu að sjá mömmu þína blóta eins og drukkinn sjóari? Einu sinni á ævinni, í mínu tilfelli. Og þegar Sirius fæddist, en það telst ekki með. Svo virðist sem að ekki sé hægt að mænudeyfa fólk þegar það er með tattú á ákveðnum stöðum. Fyndið. Mér finnst það allaveganna. Alveg sama hvað ykkur finnst.
Ég er komin langt út fyrir upphaflega umræðuefnið. Sagan af dularfulla tattúinu.
Svo, pabbi kemur til mömmu daginn eftir útskriftina hennar og segir að Seamus og Dean hafi boðið honum í heimsókn til Flórída að skoða næturklúbbinn, þar sem pabbi var einn af stofnendum hans. Pabbi minn á klúbb í Flórída, spáðu í því!! Og þau fá þessa frábæru hugmynd að fara saman, koma þarna um áttaleytið að kvöldi, segja hæ við Seamus Dean, og enda svo við barinn í drykkjukeppni við þá. Mamma hætti að telja þegar hún var komin upp í tíu glös af Odgens eldviskíi. Tíu glös!! Ég meina eitt glas rotar hest!!! Allt í lagi, þetta var mjög gamall hestur og mjög stórt glas en samt!!
Næsta sem mamma man eftir var klósettskálin á hótelinu. Hvernig hún komst aftur á hótelið er dulin ráðgáta fyrir öllum. Og af enhverjum ástæðum sem ég vil ekki hugsa um er pabbi að horfa á ákveðið svæði á mömmu og tekur eftir þessu tattúi. Og síðan þá hefur það verið þar.
Ég get svarið að ég hef aldrei séð mömmu mína roðna jafn mikið á allri ævi minni!! Og hún lét mig sverja að ég segði engum frá því og “engla” ég lofaði öllu fögru. Óheppin eða heppin ég, fer eftir því hvernig þið horfið á það, er engla sjálfið mitt mjög lítið á meðan sjálfið með litlu hornin og halann er MJÖG stórt og finnst gaman að fara í búningaleik. Í dag ver það klætt í hvíta krúttlega vængi með fallegan geislabaug tyllt ofan á hornin og halann falinn undir fermingarkyrtlinum.
Til þess að gera langa sögu stutta var ég mjög vond við mömmu. Ég sagði Jack frá þessu, ég sagði TVÍBURUNUM!! frá þessu. Hvað get ég gert? Ég er skyld Gred og Forge.
Svo núna er ég hlerandi við hurðina á meðan tvíburarnir skipuleggja leið til þess að nota tattú söguna til þess að sleppa við heimavinnu. Eitthvað í sambandi við Mr. Misstoffoles, köttinn hennar frú Wood og appelsínudjús.
Asnar. Vita þau ekki að epladjús virkar miklu betur?
~~~~~~~~~~~~~~~
Jább, eins og ég sagði, einhver klikkuð Plot Bunny tók yfir heilastarfsemina. Mjög gaman. Látið mig vita ef þið viljið komast að því hvað tvíburarnir gerðu við Mr Mistoffolies. Hefur eitthvað að gera með appelsínudjús :)
Segja hvað ykkur finnst!!!
Skalat maðr rúnar rísta,/nema ráða vel kunni,