A.t.h. ég hef ekki látið neinn fara yfir þennan kafla svo þið verðið að afsaka ef hann er frekar bæklaður. (Fyrirgefðu Fantasia).
15.kafli – Jól
“Á FÆTUR DRULLUSOKKAR!” var kallað skyndilega. Fenecca hrökk upp og sparkaði í nokkra pakka í leiðinni. Svo róaðist hún og lagðist aftur niður. Seinustu dagar höfðu verið yndislegir! Þau höfðu farið í snjóstríð, borðað frábæran mat í eldhúsinu, hlegið, gert grín, farið í meira snjóstríð og hún og Sirius höfðu verið út um allan skóla kel… ahem… gerandi mjög… skemmtilega hluti. Og það hafði einmitt verið Sirius sem hafði verið að vekja Gryffindorbúa eins og hann hafði gert síðust daga.
“Getur hann aldrei hætt þessum andskota?” muldraði Fiona einhversstaðar. Hún hataði að vakna á morgnana og var líka í fýlu við Sirius sem hafði verið kærasti hennar á 5.ári um tímabil. Fenecca brosti og gjóaði augunum á pakkana sem voru liggjandi á gólfinu.
“Gáfuð þið mér nokkuð brothætt?” sagði hún kindarlega og dró tjöldin frá rúminu.
“Hvað…? Bittu nú… PAKKAR!” hrópaði Jackie og réðst á pakkahrúguna sína án þess að svara Feneccu. Hinar stelpurnar fóru að dæmi hennar og opnuðu sína pakka. Fyrsti pakkinn sem Fenecca opnaði var frá Jackie; í honum voru tvö pör af hring-eyrnalokkum og ilmvatn með… kandífloslykt?
“Jackie… það er kandífloslykt af ilmvatninu sem þú gafst mér…” sagði Fenecca og horfði undrandi á þessa frönsku vinkonu sína.
“Er það? Það átti að vera vanillulykt… nú jæja, Sirius vill örugglega bara borða þig ef þú notar þetta,” sagði Jackie. Fenecca yppti öxlum og lét báða hlutina á náttborðið. Næsti pakki var frá Lily. Hann var ferningslaga og flatur… þetta var plata!
“Lillian, elskan mín! Taaaakk!” hrópaði hún og kyssti plötuna. Fyrir tvem árum hafði Lily kynnt mugga-tónlist fyrir henni og Jackie og hún hafði orðið ástfangin af hljómsveit sem kallaðist Sweet. Og þetta var einmitt plata með þeim! Hún hafði gert Lily og Jackie brjálaða því hún var alltaf að hlusta á sömu lögin, Love is like oxygen og Lady of the Lake…
“Það var ekkert…” muldraði Lily og roðnaði. Fenecca brosti til hennar og hélt áfram með pakkana. Frá Remusi fékk hún kassa með súkkulaði með fyllingu inní. Það stóð hvergi hvað var í súkkulaðinu svo að maður þurfti að prófa sig áfram. Hún var þegar farin að slefa yfir þessu. Frá Peter fékk hún litla tösku með fullt af hárteygjum. Ekki mjög frumlegt, á síðasta ári hafði hún fengið hárspennur frá honum… en það gerði svo sem ekkert til, hárið var alltaf fyrir henni og hún væri löngu búin að klippa það ef mamma hennar væri ekki að banna henni það. James gaf henni áritaða mynd með Stjörnuhrapinu, sem var í augnablikinu uppáhaldslið hennar í Quidditch.
“Fenecca, frá hverjum fékkstu kústinn?” spurði Lily skyndilega og benti á aflangan pakka sem hafði dottið á gólfið. Þetta var greinilega kústur.
“Heyrðu… vá. Sennilega frá mömmu og Eric. Frábært!” sagði Fenecca og kippti pakkanum upp. Og viti menn, í honum var kústur! Ekki sá allra besti, en hann var mjög góður. Þetta var Comet-69, sá þriðji á vinsældarlistanum.
“Núna geturðu skilað þessari Wendy sínum kústi,” sagði Lily.
“Hverri?” sagði Fenecca annars hugar.
“Wendy Deesman, sú sem lánaði þér kústinn sinn. Gryffindor, fjórða ári. Hún er í aðdáendaklúbbi Siriusar,” útskýrði Lily.
“Lily… hvaðan fékkstu ÞENNAN pakka?” spurði Díana og benti á rauðan, gulan og grænan pakka sem var hjartalaga í laginu.
“Æi nei… ekki Potter!” muldraði Lily og tók varlega upp pakkann og kortið. Hún stundi.
“En… yndislegt. Ég fékk pakka frá Potter!” sagði hún og opnaði hann hægt. Fenecca brosti bara og hélt áfram að opna sína pakka. Díana og Fiona höfðu gefið henni ól á Soffíu með nafninu hennar á (þær gáfu allar herbergisfélögum sínum eitthvað í jólagjöf) og Claudette Pace, frænka hennar frá Möltu, hafði gefið henni bók um öll fljúgandi galdradýr sem voru skráð. Það var ekki hægt að segja að öll móðurættin hennar væri spænsk, hún var í raun og veru frá flestum löndum sem sneru að Miðjarðarhafinu; Ítalíu, suður-Frakklandi, Spáni, Grikklandi, Albaníu, Möltu… bara nefna það! Það var ættgengt að ferðast, og forfeður hennar höfðu svo sannarlega gert það… ah, einn pakki eftir. ‘Ansinn. Mjúkur pakki!’ hugsaði hún og fór að opna hann. Hann var frá mömmu hennar, Eric og Tom og innihélt pils, buxur, sandala, peysu, trefil, húfu, vettlinga og sokka í öllum mögulegum gerðum af rauðum og gulum. ‘Bíddu aðeins obbolítið við… annar pakki? Þau gefa mér bara einn…’ Hún hallaði undir flatt og hrukkaði ennið. Þegar hún fór að pæla í því, það hafði ekkert kort verið með kústinum… æi nei, hún gáði ekki einu sinni hvort það væri kort með. Jú… þarna var það. Pínulítið og rifið af blaði…
Til Feneccu -millinafn- Crock. Gleðileg jól. Ég vona innilega að þú eigir eftir að geta notað þennan. Pabbi. Allt fór að hringsnúast í höfðinu á Feneccu. Pabbi? Alvöru-pabbi hennar? Ekki Eric? Af hverju var hann að senda henni gjöf fyrst núna? Hvernig komst hann að því að hún væri til… hvað… Fenecca hristi höfuðið kröftuglega og klemmdi aftur augun.
“Fenecca! Sjáðu! Lily fékk pils frá honum!” kallaði Fiona. Fenecca kipptist við og leit upp. Lily stóð fyrir framan spegilinn í grænu og rauðu mini-pilsi og reyndi að sjá það frá öllum sjónarhornum. Það var ótrúlega fallegt og úr efni sem virtist vera eins og silki og loðfeldur í einu!
“Hvernig í ósköpunum fékk hann að vita stærðina sem ég nota?” sagði hún. Út undan sér sá Fenecca að Jackie roðnaði.
“Eh… hver veit. Kannski spurði hann bara húsálfana…” sagði hún og roðnaði enn meira.
“Eða hann gramsaði bara í fötunum okkar eða… Jackie… af hverju ertu svona rauð í framan?” Seinustu setninguna urraði Lily.
“Ha? Er… er ég það…?” sagði Jackie sakleysislega. Lily kinkaði kolli.
“Haldið þið að Lily hafi líkað við pilsið sem ég gaf henni?” spurði James og horfði með löngunaraugum á stigann sem fór upp í stúlknasvefnálmuna.
“Við komumst að því. Ef hún hendir því í þig þá hefur henni líkað illa við það, ef hún er í því þá hlýtur henni að líka það,” sagði Sirius kæruleysislega. Hann ætlaði að láta Feneccu fá sína gjöf sjálfur.
“Jaqculine Clunai Toqué! Þú… ert… DAUÐ!” heyrðist öskrað. Grenilega Lily. Rétt á eftir hljóp dauðhræddur Frakki niður stigann með rauðhærða Lily Evans á eftir sér. Og ef maður horfði vel þá sá maður að þetta var rauðhærð Lily Evans sem var í engu nema hlýrabol og pilsi frá James Potter….
“Komdu hérna!” kallaði Lily. James flýtti sér upp úr stólnum og greip utan um mittið á Lily.
“Vertu nú róleg. Það er ekki heimsendir þótt að ég viti hvaða stærð af pilsi þú notar,” sagði hann brosandi.
“Neinei, heimsendir er ekkert á leiðinni. Nema náttúrulega fyrir þig ef þú sleppir mér ekki á stundinni!” urraði Lily og fór að sparka og gefa James olnbogaskot. Til allarar hamingju var hann vanur að fá rotara í sig svo hann meiddi sig NÆSTUM ekkert.
“Ekki láta svona! Þú vilt þetta elskan,” sagði hann og brosti enn meira. Lily stundi og hætti að berjast um. Svo fékk hún hættulegan glampa í augun.
“Finnst þér ekki alveg roooosalega vænt um Jamsie?” sagði hún sykursætt.
“Auðvitað!”
“Og viltu ekki að mér líði BARA vel?”
“Júbb!”
“SLEPPTU MÉR ÞÁ!” öskraði hún af öllum kröftum. James brá virkilega, en sleppti henni samt ekki.
“Lily, öll dýrin í skólanum eiga að vera vinir,” sagði Remus og brosti aðeins. Lily hristi höfuðið.
“Ég sleppi þér ef þú LOFAR að drepa Jackie ekki! Ég hefði náttúrulega getað gramsað í öllum fötunum þínum, hefðirðu viljað það?”
“Frekar en að þú mútaðir vinkonu minni,” muldraði Lily en sagði upphátt, “jájá, ég LOFA að drepa Jackie ekki!” James kinkaði kolli og sleppti henni.
“Ég er SAMT ennþá í fýlu út í þig Jackie!” urraði Lily.
“Ekki vera vond Lily, það eru jól. Hann var bara að reyna að vera góður,” sagði Fenecca. James kinkaði kolli en Lily ranghvolfdi í sér augunum.
“Einmitt. Og ég er farin í morgunmat,” sagði hún og fór út um málverkið með Jackie, James, Remus, Díönu og Fionu á eftir sér.
“Gleðileg jól Sirius,” sagði Fenecca og gekk að honum og kyssti á munninn.
“Gleðileg jól Fenc,” sagði Sirius á móti. “Heyrðu… þú sást kannski að jólagjöfin frá mér var ekki þarna?”
“Gleymdirðu nokkuð að gefa mér?” sagði Fenecca í dauðlega sykursætri röddu.*
“Neibb. Ég vildi bara gefa þér hana persónulega. Lokaðu augunum,” skipaði Sirius og stakk annari hendinni innan undir skikkjuna. Fenecca lokaði augunum og fann eftir smá stund eitthvað hlýtt renna niður hálsinn á henni. Hún opnaði augun og leit niður….
…. og horfði á eitt það fallegasta hálsmen sem hún hafði á ævinni séð! Keðjan var úr gulli og hafði keltnesk tákn á sér og steinninn… hann var ótrúlegur! Það var varla hægt að lýsa honum… hann var dökkrauður og var hafði alls konar tákn rist á sig, rúnir, kínverks tákn, undarleg merki og meira. Aftan á honum voru svo fleiri tákn. Fenecca virti þau fyrir sér. Henni fannst eins og hún ætti að skilja merkinguna… en gat það ekki. Svo uppgvötaði hún að Sirius var að bíða eftir því að hún segði eitthvað.
“Sirius… þetta er ótrúlega fallegt!” stundi hún. Andlitið á Siriusi varð eitt, stórt bros.
“Gott. Eigum við þá að koma okkur í morgunmat?” sagði hann og sveiflaði annari hendinni yfir axlirnar á henni. Fenecca kinkaði glöð kolli. Þetta hálsmen var ótrúlegt!
Það var frábært að koma inn í Stóra salinn þennan morgun. Þetta voru fyrstu jól Feneccu í Hogwartsskóla og maturinn var enn betri en venjulega, ef það var mögulegt! Allir voru brosandi, jafnvel hin alvarlega McGonagall. Boris og Dumbledore voru með fáránlega knallhatta á höfðinu og hinn litli Flitwick var næstum kaffærður í jólaskrauti. Það voru enn nokkrir að fá jólapakka því að óveðrið sem hafði verið um nóttina hafði tafið minnstu uglurnar eða þær sem höfðu þyngstu pakkana. Fenecca virti fyrir sér jólaskrautið en á meðan hún var að horfa um salinn mættust augun í henni og Boris eitt andartak. Hann brosti snöggt til hennar en hélt svo áfram að tala við Hagrid. Hún mundi um leið eftir kústinum. HVER var pabbi hennar? Af hverju var hann að senda henni gjöf fyrst núna? Hann gat ekki hafa vitað um hana fyrir þá… eða… hvað VAR að gerast?
“FENECCA CROCK! Black til Crock, ertu þarna?” kallaði Sirius og veifaði annari hendinni fyrir framan nefið á henni.
“Ha? Hvað?” sagði hún snöggt og leit aftur í kringum sig. Hvernig í ósköpunum hafði hún endað sitjandi við Gryffindorborðið?
“Við erum bara að reyna tala við þig, ekkert vera að hlusta á okkur samt sem áður,” sagði Remus og fékk sér að sopa af… hunangsöli?
“Ó. Fyrirgefið,” muldraði Fenecca og roðnaði aðeins.
“Skiptir engu. Kemurðu á skauta á eftir? Ég sá Hagrid á tjörninni í fyrradag svo ísinn heldur alveg,” sagði Lily.
“Skauta? Auðvitað!” Fenecca elskaði að fara á skauta. Það var næstum eins og að fljúga!
“Kanntu að skauta? Heldurðu að þú getir kennt mér?” spurði Sirius.
“Jahérnahér. Eitthvað sem Sirius Black kann EKKI!” sagði James glottandi.
“Kannt þú að skauta Jamsie litli?” sagði Sirius.
“Neibb. En ég læri það fljótt,” svaraði James rólegur.
“Ha! Ég kann að skauta! Kannski maður geti töfrað einhverjar sem líkar illa við Quidditch með því að skauta…” sagði Remus og gjóaði augunum á Ravenclawborðið.
“Síðan hvenær ferð þú að pæla í stelpum?” spurði Jackie vantrúuð.
“Þú meinar, Jacquline… ég var búinn að gleyma því að það eru Sirius og James sem sjá um þá deild… en maður getur alltaf reynt!” sagði Remus brosandi. Fenecca brosti líka. Remus var svo ótrúlega… góður. Hann var það sem komst næst því að vera fullkominn; hann var sætur, hann var ekki upptekinn af sjálfum sér, ótrúlega snjall… og bara allt! Fenecca hristi höfuðið. Hvað var hún að hugsa um Remus? Hún var með Siriusi! Og hann var alveg jafn góður…
“Jæja, ætlið þið að koma?” spurði Lily og stóð upp frá borðinu. Fenecca gleypti síðustu skeiðina af morgunkorni og kinkaði kolli. Svo stóðu þau upp og fóru af stað.
“Bíðið eftir mér! Ég kann ekkert á skauta! Hvernig ætlið þið svo að fá skauta?” kallaði Jackie og hljóp á eftir þeim.
“Við ummyndum bara venjulegum skóm í skauta og kennum þér og strákunum að skauta. Einfalt mál,” sagði Lily og ranghvolfdi í sér augunum.
“Ég panta að láta Lily kenna mér!” sagði James og stökk upp.
“Kemur ekki til greina!”
“Af hverju ekki?”
“Ég hendi pilsinu ef þú heldur þessu áfram…”
“Þú myndir ekki voga þér! Veistu hvað ég þurfti að gera til að fá þetta pils?”
“Nei, og ég vil ekki vita það.”
“Ekki láta svona. Ég læt Hora vera í allan dag ef þú kennir mér og verður í pilsinu.”
“Trúlegt! Þú gætir aldrei gert það!”
“Ekki? Lily, ég gæti töfrað stjörnurnar niður ef ég vild… ái” James nuggaði ennið eins og hann hefði rekist á vegg. Fenecca og hin stundu feginslega, LOKSINS þögnuðu þau!
“Hvað í…? Ég er föst hérna!” hrópaði Lily og þreifaði með höndunum. Fenecca horfði undrandi á hana og James.
“Hvað er að?” spurði hún og gekk til þeirra, en komst ekki að þeim út af ósýnilegum vegg.
“Hérna… lítið upp…” sagði Remus og roðnaði aðeins. Þau litu upp og sáu… mistiltein.
“Hvaða FÍFL setti þennan mistiltein þarna?” sagði Lily reið.
“Fíflið hann Albus Dumbledore,” sagði McGonagall. Þau hrukku við, enginn hafði séð hana koma. Hún hélt áfram: “honum fannst þetta svo SNIÐUG hugmynd. Ef strákur og stelpa á álíka aldri festast undir mistilteini þá verða þau þar þangað til þau kyssast. Það eru ósýnilegir veggir í kringum ykkur.”
“Og… hvað getum við gert til að losna héðan?” spurði Lily örvilnuð.
“Sennilega það sama og venjulega…” sagði McGonagall og gekk í burtu. James brosti út að eyrum.
“Fínt er! Lily, settu stút á varirnar,” sagði James brosandi.
“Kemur ekki til greina!” urraði Lily. James stundi.
“Þá það. Á kinnina,” sagði hann. Lily horfði á hann í smá stund en kinkaði svo kolli. Fenecca hélt niðri í sér andanum. James Potter var við það að kyssa Lillian Evans ÁN ÞESS að hún myndi berja hann!
“Ooooo, þið eruð svo sæt þegar þið kyssist,” sagði Jackie væmin.
“Ég er farin að þvo á mér kinnina! Sjáumst við vatnið!” hrópaði Lily sem var komin fyrir næsta horn um leið og veggurinn hvarf. James stóð áfram og horfði dreyminn á eftir henni.
“Ég fékk að kyssa hana…” sagði hann.
Þegar Fenecca, Lily, Jackie, Remus, Sirius, James og Peter voru komin niður að vatninu sáu þau að þau voru ekki þau fyrstu. Boris Ivanovitsj og Albus Dumbledore voru skautandi um eins og ekkert væri eðlilegra í heiminum.
“Prófessor Dumbledore? Hann er hundrað og hellings ára… og hann er á skautum!” stundi Sirius.
“Ég er ekkert hissa á að sjá Boris á skautum… en þetta er rétt hjá þér; Dumbledore?” sagði Fenecca og hló aðeins.
“Skiptir engu, afi minn kann á skauta. Komum okkur bara út á, ég get ekki beðið!” sagði Lily og flýtti sér að reima skautana á sig. Fenecca kinkaði kolli og tróð sér í sína skauta, sem voru reyndar ummyndaðir náttskór. Gulir og loðnir… en eins og það skipti einhverju máli!
“Ekki fara! Ég kann ekkert á þetta!” öskraði Jackie og greip utan um axlirnar á Remusi áður en hún datt.
“Jackie… það er allt í lagi þótt þú dettir niður. Enginn fer að hlæja að þér, allir eru hörmulegir á skautum þegar þeir reyna það í fyrstu skiptin,” sagði Remus og reyndi að fá hana til að losa takið aðeins. Fenecca horfði hugsi á þau en hélt svo áfram að líða um svellið. Henni fannst þetta frábært! Hún þurfti bara rétt svo að hreyfa fæturnar og þá flaug hún áfram….
…. og datt svo náttúrulega um sprungu og flaug áfram!
“Fenecca, þú kannt ekkert að detta!” sagði Boris.
“Ha?” spurði Fenecca undrandi. Kunna að detta?
“Já! Þú átt að detta með stæl. Til dæmis svona,” sagði Boris og hafði varla sleppt orðinu þegar hann fór af stað en lét sig svo renna á rassinum nokkra metra.
“Eða maður rennir sér á maganum eftir svellinu. Það getur verið virkilega gaman,” sagði hann og renndi sér eftir maganum framhjá henni.
“Já… þetta er… já, þetta var fróðlegt,” sagði hún brosandi.
“Vel á minnst,” sagði hann og stóð upp, “hvernig kannt þú á skauta? Ertu ekki spænsk?”
“Bara í móðurættina. Og mamma hefur búið á Bretlandi síðan ég fæddist,” sagði Fenecca. Boris kinkaði kolli.
“Bíddu aðeins við… Crock kemur mér nú frekar spánskt fyrir sjónir sem spænskt ættarnafn…”
“Ó, hún fékk leyfi til að breyta því. Hún hét upphaflega Rozalba Croxcok en eftir að hún gerðist skiptinemi hérna og enginn gat borið eftirnafnið hennar fram eða skrifað það rétt þá… já, þá breytti hún því í Crock,” lauk Fenecca. Hún gat virkilega talað um ekki neitt!
“Aha. Þannig… en, hérna… hvað um p…”
“Boris! Við ættum að koma okkur inn, Minerva og Poppy fá kast ef þær sjá mig úti að hreyfa mig. Þær eiga eftir að henda mér í rúm með dúnsæng og í ullarsokkum og hrúga nokkrum teppum ofan á mig, koddum undir mig og hella í mig heitu súkkulaði og einhverjum viðbjóðslegum lyfjum. Fyrir utan partinn með súkkulaðið… þá langar mér ekkert sérlega til þessa,” sagði Dumbledore. Fenecca starði á hann. Gat maðurinn bara sagt fyndna hluti?
“Eh… einmitt. Þá er ég að hugsa um að fara líka til hinna. Verið þið sælir,” stundi hún eftir smá stund. Boris og Dumbledore kinkuðu kolli og veifuðu aðeins.
“Um hvað varstu að tala við Boris?” spurði Sirius þegar Fenecca var komin aftur til þeirra.
“Um hina merku Croxcok-ætt,” svaraði Fenecca brosandi.
“Um hvað?” sagði Sirius og starði á hana.
“Ættarnafnið hennar mömmu. Hún breytti því í Crock eftir að hún gerðist skiptinemi hérna og… æi, ég nenni ekki að segja þetta allt aftur!” sagði hún og hristi höfuðið. Svo sá hún Lily og Remus skautandi saman og James gjóa augunum á þau.
“Heldurðu að James sé afbrýðissamur út í Remus?” spurði hún Sirius hugsi.
“Held ég? Hann er orðinn GRÆNN í framan!” sagði Sirius glottandi. Það var næstum því rétt. Hann virtist vera virkilega öfundsjúkur út í Remus.
“Hei!” var skyndilega kallað að ofan. Fenecca og Sirius litu upp og sáu Max Jordan veifa þeim.
“Hið árlega og yndislega jólasnjóstríð er að byrja! Komið ykkur hingað!” kallaði hann og veifaði höndunum út um allt.
“Frábært!” sagði Sirius og tók í höndina á Feneccu.
“Hvað er þetta jólasnjóstríð?” spurði hún undrandi.
“Mjög einfalt. Allir sem eru eftir yfir jólin í skólanum fara í snjóstríð. Stundum eru það húsin á móti hvort örðu eða stelpur á móti strákum. Eða yngri á móti eldri. Þar sem við erum svona mörg núna þá verða þetta sennilega stelpur á móti strákum,” útskýrði Sirius glottandi.
“Frábært. Þá átt þú eftir að kaffæra mig enn og aftur,” muldraði Fenecca.
“Og lífga þig svo við. Með munn-við-munn aðferðinni!”
“Auðvitað. Ekki viltu að ég deyi eða bara falli í dá?” Þetta var það síðasta viturlega sem Fenecca sagði áður en hún var komin í jólasnjóstríðið mikla. Munnurinn á henni var nefnilega alltof fullur af snjó til að hún gæti komið einu orði út úr sér.
Nennið þið virkilega að hlusta á allar afsakarnirnar mínar? Ég segi bara þetta: skóli og sauðburður. Þótt að skólinn sé reyndar búinn núna. Og minni ykkur svo á eins árs afmæli spunans þann 17.maí. Og pabbi minn er fyrirmynd Boris á skautum. Og ég veit að þetta með kústinn er eiginlega stolið úr þriðju bókinni, en… ég bara þurfti að láta þennan “pabba” hennar gefa henni eitthvað gagnlegt. Og afsakaið hversu yndislega og ófrumlegt kaflanafnið er, mér datt ekkert annað í hug… (og ef þið viljið vita meiri ástæðu fyrir því að ég sendi kaflann inn svona seint, kíkið á folk.is-síðu spunans eða einfaldlega kork sem Kerenze gerði).