Ókei…stytti nafnið í Lífið…fannst hitt frekar langt..og lame..vantði alltaf gott nafn..jæja…anyway…vesúgú…bætti lokunum á sjötta kafla inn því það er svo “stutt” síðan ég sendi hann inn….hóst hóst…;)

Þegar þau voru komin fyrir meðan snúningsstigann sneri Ginny sér að Harry og hann sá að hún var ennþá með tárin í augunum. Hún hristi hausinn ákaft.
“Ég vissi ekki…….. Ég þoldi hann ekki fyrir að læsa sig inni í herbergi og skilja þig einann eftir með öll þín vandamál og…og…. Enginn getur haft svona marga innbyrgðar tilfinningar, hann myndi springa!!” snökti hún. Harry tók utan um hana og hún grét á öxlinni á honum. Harry strauk yfir hárið á henni og sussaði lágt.



7. kafli


Hún barðist við grátinn og náði loks stjórn á honum. Hún þurrkaði sér reiðilega um augun með handarbakinu og saug kröftuglega upp í nefið.
“Fyrirgefðu” sagði hún. “Þú hefur örugglega séð allt of mikið af fólki gráta út af honum”
Harry vissi ekki hverju hann átti að svara, það var satt að hann hafði horft upp á marga gráta yfir Siriusi, en ekki allt of marga!
Ginny beið ekki eftir svari.
“Fyrst við erum komin hingað getum við skoðað okkur aðeins um. Komdu!” Og hún var hlaupin af stað.

Harry elti Ginny eftir göngum Hogwartsskóla. Hann óskaði þess að hann væri með Ræningjakortið á sér núna, hann hafði ekki komið í þennan hluta kastalans í þrjú ár.
“Ginny!! Hvert erum við að fara?” kallaði hann til hennar. Hún leit yfir öxlina á sér á hlaupunum.
“Í minjagripaherbergið!” hrópaði hún.
“Minjagripaherbergið? Hvað er þar?”
“Quidditchbikarinn!”
Harry herti á hlaupunum, jafnvel þótt hann hafi búið í Hogwartsskóla í næstum sjö ár hafði hann aldrei komið inn í minjagripaherbergið nema að nóttu til og þá sást ekkert rosalega mikið. Hann hafði gleymt að þar var Quidditchbikarinn alltaf geymdur. Ginny var komin að hurðinni og ýttu henni upp á gátt. Vetrarsólin lýsti inn um gluggana og gyllti hárið á henni. Hún var rjóð í kinnunum eftir hlaupin og brosti stríðnislega.
“Og þú kallar sjálfan þig besta leitara sem Gryffindorvistin hefur haft? Þú ferð hægar en………” Hún stoppaði til að finna eitthvað gott lýsingarorð “En….en….eitthvað sem fer hægt!”
Harry var kominn að dyrunum og reyndi að sýnast móðgaður. Það tókst greinilega ekki því Ginny hló bara og greip í höndina á honum og dró hann áfram inn í salinn. Sólin lýsti upp gullskildina sem héngu á öllum veggjum. Eftir endilöngum veggnum á vinstri hönd Harrys héngu sigurvegarar Quidditchkeppni heimavistanna frá byrjun. Þau gengu eftir salnum og virtu fyrir sér nýjustu sigurvegaranna. Harry hafði lúmskt gaman af því að sjá að Slytherin var hvergi þar að sjá. Gryffindor með tvo sigra og Rawenklaw með einn og Hufflepuff með einn. Ginny var á annarri af Gryffindormyndinni, hélt á bikarnum og hoppaði upp og niður af gleði. Félagar hennar í liðinu stóðu í kringum hana og veifuðu. Ginny stundi lágt og horfði með örlítilli eftirsjá á sautján ára sjálfa sig.
“Og það eru bara þrjú ár síðan. Mér finnst ég vera eldgömul þegar ég horfi á þessa mynd,” sagði hún og hló lágt þegar hún strauk eftir nafninu sínu “Ginerva (Ginny) Molly Weasley, sóknarmaður” “Og þú komst bara einu sinni á vegginn, samt varst þú það besta sem hefur komið fyrir liðið síðan Charlie var.” Hún gekk í áttina að myndinni frá sjötta árinu hans Harrys. Það var eina myndin af sigri Gryffindor þar sem Harry var í liðinu. Harry fann fyrir svipaðri tilfinningu og Ginny hafði talað um þegar hann horfði á ljósmyndina, honum fannst hann eldgamall og þreyttur. Jafnvel nafnið hans, skrifað með gylltu letri virtist framandi. Harry fann að hann vildi ekki horfa á myndirnar lengur, allaveganna ekki þessa mynd. Þess vegna tók hann í höndina á Ginny og dró hana lengra inn í salinn þar sem eldri Quidditchlið héngu brosandi.
“Hvað?? Þú varst svo sætur þegar þú varst sextán!” sagði Ginny stríðnislega. Harry hnussaði hæðnislega og þóttist vera að skoða myndirnar.
“Heyrðu………leitum að Charlie.” flýtti hann sér að segja til að eyða talinu.
“Ókei………..umm………hann útskrifaðist aðeins fyrr en þetta……..árið sem hann byrjaði var hann svo upptekinn af Quidditch að hann lærði næstum ekki neitt og lét fyrirliðann ekki í friði.” Ginny glotti. “Hann hætti sama ár, á sjötta ári. Charlie montar sig ennþá yfir því” Harry hló og virti fyrir sér hinn fræga sjö ára sigurferil Griffyndors á meðan Charlie var í Hogwarts. Á sex myndum sást Charlie, hann hélt alltaf um sama kústinn, greinilega glænýr á öðru árinu en mjög illa farinn á sjöunda árinu. Ginny stundi.
“Hann var valinn fyrirliði þegar hann var þrettán, yngsti fyrirliði á þessari öld og seinustu. Hann og mamma voru óþolandi í sumarfríum, hann greip mig upp við hvert tækifæri, sagðist vera að halda sér í formi.” Harry skoðaði myndina þegar Charlie var þrettán. Hann var strax þá orðinn risastór og kraftlegur, gnæfði hátt yfir alla liðsfélagana og nafnið hans, greinilega skrifað af honum sjálfum var skrifað með misstórum og groddalegum stöfum “Charles (Charlie) Weasley, leitari (fyrirliði)” Skriftin varð ekkert fínni með árunum. Harry langaði skyndilega til að sjá hvort Gryffindor hefði einhvern tíman unnið meðan faðir hans hafði verið í liðinu. Hann ráfaði lengra inn í salinn og fann ekki einn sigur heldur þrjá! Einn á þriðja ári, einn á sjötta ári og einn á sjöunda ári. Harry hrukkaði ennið þegar hann sá kunnuglegt dökkhært andlit við hlið föður síns.
“Var Sirius í Quidditch??” spurði hann sjálfan sig upphátt.
“Ha?” kallaði Ginny, ennþá hjá árganginum hans Charlie.
“Ekkert, ekkert.” kallaði Harry til baka en sneri sér svo aftur að myndunum. Á sjötta ári hafði myndin verði uppstillt en ekki bara mynd af verðlaunapallinum. James og Sirius sátu á hnjánum í grasinu og nöfnin þeirra skrifuð þvert á bringuna. Fyrir framan þá í grasinu lá sæt stelpa í Quidditchbúningi Gryffindor. Hún var undarleg blanda af asísku og suðrænu. Samt ekki svona eins og hún kæmi frá Kína eða eitthvað svoleiðis, eiginlega svolítið……..rússnesk. Hárið var svart og klippt við axlir, húðin með brúnum blæ og augun voru nálægt því að vera blá. Nafnið hennar fylgdi útlínum hennar, skrifað með gylltu bleki. “Fenecca Crock, gæslumaður” Það var eitthvað kunnuglegt við hana. Næsta mynd var hinsvegar tekin á verðlaunapallinum. Þar stóð Sirius með handlegginn utan um mittið á henni og dró hana við og við að sér til að kyssa hana.
“Mamma Jaqueline.” sagði Ginny hljóðlega. Harry hrökk við, hann hafði ekki heyrt í henni koma. Svo kinkaði hann kolli og smeygði handleggnum utan um axlirnar á henni .
“Ætli Dumbledore hafi verið í Quidditch þegar hann var í skóla?” velti Ginny upphátt fyrir sér. Harry hló.
“Örugglega ekki, hann er ekki þannig týpa” svaraði hann. “Við getum samt leitað að McGonagall, hún var örugglega í Quidditch.” Þau gengu lengra inn í salinn. Á einni myndinni var hávaxin stelpa með síðar svartar fléttur. Nafnið hennar var skrifað með fallegri og hlykkjóttri skrift: “Minerva (Minnie) McGonagall, varnarmaður” Harry hló þegar hann sá gamla ummyndunarkennarann sinn. Hún hafði breyst!
Hann hrökk við þegar hann heyrði fótatak og kunnuglega drafandi rödd segja: “Já, Ella, ég var í Quidditchliðinu á meðan ég gekk í þetta hreysi, ég meina, þau hafa ekki einu sinni fyrir því að hreinsa út blóðníð……” Draco stoppaði skyndilega þegar hann kom auga á Harry og Ginny þar sem þau gengu í áttina að honum. Ljóshærð kona hékk á handleggnum á honum og starði undrandi á hann Harry fann ekki fyrir vöðvunum stífna í handleggnum á Ginny, hans voru allt of stífir fyrir. Hann sá hinsvegar að á hendinni sem hélt um sprotann hennar hvítnuðu hnúarnir. Draco starði með fyrirlitningu og, Harry til mikillar ánægju, votti af skelfingu á Harry og Ginny.
“Guð minn góður, hvernig komstu hingað inn?” sagði hann fyrirlitlega.
“Þú mátt kalla mig Harry.” sagði Harry kurteisislega. Konan missti út úr sér hvellt fliss en breytti því snarlega í hósta þegar Draco rak olnbogann í hana. Hann kipraði augun.
“Þér finnst þú svo fyndinn, er það ekki Potter?” sagði hann.
“Ég?” sagði Harry sakleysislega. “Nei ég er ekkert fyndinn, hver sem er getur dregið hlátur úr dauðyfli.” Hann bandaði hendinni að ljóshærðu konunni sem starði áhugalaus yfir öxlina á Ginny.
“Þetta dauðyfli er konan mín Harry Potter.” sagði Draco hörkulega.
“Æi, en leiðinlegt, ég hélt þú værir með betri smekk en þetta. Pansy Parkinson gat þó allaveganna svarað fyrir sig.” sagði Harry. Draco varð rauður af reiði.
“Þú borgar fyrir þetta Potter!” grenjaði hann og ýtti konunni frá sér. Harry og Ginny voru þegar komin í viðbragðsstöðu. Harry nennti ekki að hætta á lögsókn ef hann meiddi Draco illilega. Draco hóf sprotann á loft, grundvallarmistök sem óreyndir gerðu oft. Þegar höndin á honum var hæst á lofti var afgangurinn af líkamanum algjörlega óvarður.Þetta var fyrsta reglan sem Harry lærði í skyggnaþjálfuninni. Harry sveiflaði sprotanum lítillega og horfði með ánægju á fæturna á Draco gefa sig og hann veltist hjálparlaus um gólfið. Hann flýtti sér að bakka út úr geislanum frá sprotanum hans Draco. Hann og Ginny studdu hvort annað og veinuðu af hlátri. Draco varð, ef mögulegt ennþá reiðari. Ella horfði undrandi á Draco og spurði svo: “Af hverju liggurðu í gólfinu Draco?”
Ginny datt næstum í gólfið þegar hláturinn hristi hana. Þau urðu að flýja úr salnum þegar brauðfótagaldurinn fór að sjatna og Draco gat kraflað sig á fætur. Þau hlupu bara, hugsuðu um það eitt að komast sem lengst frá minjagripaherberginu. Allt í einu stóðu þau fyrir framan leynidyrnar sem lágu inn í Gryffindorturninn. Feita konan hrökk upp með andfælum þegar Harry ræskti sig hátt. Hún muldraði eitthvað um að “heiðarleg málverk fengju ekki verðskuldaðann hvíldartíma…….ætti bara að kvarta við stéttarfélagið”
Harry og Ginny hættu ekki á trufla hana. Gryffindornturninn var hvort eð er bara fyrir nemendur. Þeir örfáu nemendur sem þau höfðu mætt á göngum störðu yfir öxlina á sér þar til þau áttu á hættu að fara úr hálslið. Harry heyrði hvíslið yfir hálfann ganginn.
“Þetta er þau!!”
“Nei, þau eru miklu eldri en þetta!!”
“Nei, hún er ólétt og ég sá örið!! Heldurðu að ég sé alveg blindur?”
Ginny hækkaði röddina þegar næsti hvískrandi hópur fór framhjá.
“Veistu, það er fyndið að enginn hafi hugsað út í það að þau geti bara spurt!”
Flestir krakkarnir flýttu sér framhjá, eldrauð í framan, en strákur í Hufflepufflitunum og stelpa í Ravenclawlitunum stoppuðu og störðu á Harry og Ginny. Það var stelpan sem tók af skarið.
“Eruð þið Harry og Ginny Potter??” spurði hún yfir hálfan ganginn. Þau virtust hrædd við að koma nær.
“Síðast þegar ég gáði, já!” kallaði Harry til baka.
“Mér finnst líka gaman að verða raddlaus!” kallaði Ginny. Krakkarnar roðnuðu ennþá meira og flýttu sér yfir til Harrys og Ginnyar. Stelpan var meðalhá, með sítt svart hár með rauðum strípum, þykkt máluð um augun. Hún hafði losað um skólabindið og hneppt skyrtunni niður þannig sást í svartan satínbrjóstarhaldara. Harry velti fyrir sér hvort McGonagall hefði mýkst með aldrinum, sá sem hefði klætt sig svona þegar hann var í skólanum væri í vondum málum. Strákurinn var með stríðnislegt glott á andlitinu og hélt fast um mittið á stelpunni.
“Ég heiti Rachel og þetta er kærastinn minn, Alan.” sagði hún.
“Þið megið kalla mig Fullkominn.” bætti strákurinn við. Ginny hnussaði, virtist hafa gleymt því að þetta hafði verið hennar svar þegar hún var í Hogwarts.
“Það stálu allir þessari línu.” Eða ekki.
“Eruð þið í alvörunni Harry og Ginny Potter?” spurði Rachel, virtist vön innskotum frá Alan.
“Já.” svaraði Ginny. “Af hverju?”
“Bara, mig langaði að vera viss. Þið lítið ekki eins út og ég hafði ímyndað mér.” svaraði Rachel og yppti öxlum.
“Og þú ert mikið í því að ímynda þér okkur?” spurði Harry hissa.
“Ja, þú ert besti leitari í sögu Hogwarts.” sagði hún.
“Hóst, hóst! Ég heiti Alan.” skaut Alan inn. Rachel virtist of vön þessum brandara til að taka eftir honum.
“Ég er ekki……..” byrjaði Harry en Ginny greip fram í fram í fyrir honum.
“Jú víst, sættu þig við það.” sagði hún snöggt. Harry glotti og hristi hausinn.
“Hvar eru lífverðirnir ykkar?” spurði Alan upp úr þurru.
“Hvaða lífverðir?” spurði Ginny hissa.
“Það eru alltaf þrjú tröll sem fara með ykkur allt, allir vita það” sagði Rachel glaðlega. “Eftir að Drápararnir myrtu pabba hennar” hún benti á Ginny “og rændu stóra bróður hennar voru sett tröll til að vernda ykkur öll.” Ginny flissaði.
“Pabbi minn er í fínu lagi, líklega í vinnunni núna og stóri bróðir minn, mig langar ekki að vita hvað hann er að gera núna, en hann er örugglega ekki á æfingu.” sagði hún.
Rachel virtist vonsvikin.
“En allir krakkarnir, það er í minnsta kosti satt.” sagði hún vongóð.
“Hvaða krakkar?” spurði Harry furðu lostinn.
“Æi, í alvörunni talað. Hún á einhverja fimm krakka með jafnmörgum náungum, átti þá alla á meðan hún var í Hogwarts. Allir vita það.” sagði Alan óþolinmóður.
Ginny starði á hann. Alan roðnaði og starði fast á gólfið.
“Vá, það er búið að breyta mér í algjöra hóru!” stundi Ginny.
“Nei, það er ég.” sagði Rachel algjörlega áhugalaus. “Spilið þið ennþá Qidditch?”
“Já. Spilar þú?” spurði Harry og ákvað að nefna það ekki að hún væri örugglega ekki hóra. Rachel glotti.
“Leitari í þrjú ár.” svaraði hún. “Tekurðu áskorun?”
“Þú gerir þér grein fyrir því að hann er besti leitari í sögu Hogwarts?” spurði Ginny.
“Við skulum sjá til.” svaraði Rachel einfaldlega.
“Hóst, hóst! Ég heiti Alan.” skaut Alan inn.

Á leiðinni í kústaskýlið spurði Ginny Alan.
“Spilar þú líka Quidditch?”
“Auðvitað. Heldur þú að ég láti svona hæfileika fara til spillis?” svaraði hann móðgaður.
Rachel hnussaði og gaf honum olnbogaskot á göngunni.
“Hann er með of mikið egó.” sagði hún Ginny. “Það er ég sem er fullkomin.”
“Það er ágætt að egó er ekki smitandi.” sagði Ginny flissandi.

Þegar Harry skoðaði kústaúrvalið í kústaskýlinu komst hann að því að það hafði ekkert batnað síðan hann var í Hogwarts. Rachel gekk beint að frekar illa förnum Comet 67. Harry gapti. Rachel starði á hann.
“Hvað?” spurði hún, frekar pirruð.
“Flýgur þú á Comet 67? Hann er mesta rusl sem nokkur getur flogið á!” sagði Harry. Rachel roðnaði en horfði beint í augun á honum.
“Ég er búin að vinna Nimbus 2000, Nimbus 2001, Þrumufleyg og nýju Halastjörnuna á þessum kústi! Hann er besti kústur sem ég hef átt!” sagði hún. “Þú getur prófað hann sjálfur, ef þú ætlar að vera með fullyrðingar!” Hún fleygði kústinum í fangið á Harry og hljóp út. Ginny sendi Harry ásakandi augnaráð og fór á eftir Rachel. Harry leit á Alan.
“ Af hverju er hún viðkvæm fyrir kústinum sínum?” spurði hann.
“Hún er…..bara….æi, foreldrar hennar eru ekki beint svakalega rík. Þau eiga ekki efni á öðrum kústi og sjáðu þetta.” Hann snéri kústinum og sýndi Harry það sem hafði í fyrstu sýnst vera fullt af rispum en þegar hann rýndi betur í þær sá hann að þær mynduðu einhverja stafi.
“Hvað stendur þarna?” spurði Harry.
“Það stendur “Elska þig að eilífu, Hebbi”” svaraði Alan alvarlegur.
“Hver er Hebbi?”
“Hebbi var kærastinn hennar, þangað til hann framdi sjálfsmorð. Það var á þriðja árinu hennar. Hann var nýbúinn að gefa henni kústinn þá. Hann sleppti því að borða í viku til að eiga efni á honum.” Harry leið eins og hann gæti sparkað fast í rassinn á sjálfum sér.
“Mér líður virkilega heimskulega núna.” sagði hann.
“Gott.” heyrðist frá dyragættinni. Ginny hallaði sér upp að dyrastafnum. “Þú átt það skilið. Rachel vill fá kústinn sinn aftur, hún er tilbúin til að keppa.”

Rachel beið við endann á Quidditchvellinum. Þótt kalda loftið hafi eytt flestum ummerkjum um tár sá Harry að hún var ennþá svolítið rauð um augun. Augnmálingin hafði líka runnið svolítið til. Hún brosti svolítið þvinguðu brosi þegar hún sá þau en sýndi þeim svo lítinn gylltan bolta sem hún hélt á.
“Ertu tilbúinn til að tapa?” spurði hún Harry þegar þau gengu út á miðjan völlinn, Rachel með Cometinn sinn, Harry með skásta kústinn sem hann fann.
“Við skulum sjá til.” svaraði Harry. “Ég er ekki það gamall.”
Þau hófu sig á loft og Ginny kom fljúgandi til þeirra á kústinum hans Alans.
“Það er bannað að pota í augun, gefa olnbogaskot, klóra og hárreyta.” sagði hún, meira í gríni en í alvöru.
“En bíta?” spurði Rachel sakleysislega.
“Ég skal sjá um að sleppa eldingunni, þig gefið henni fimm sekúndur og svo hafið þið tíu mínútur.” Hún sneri sér að Rachel “Eldinguna?” Rachel rétti Ginny hana.
“Ókei, fimm sekúndur.” sagði hún og sleppti eldingunni. Harry beið þangað til hún gaf merki og þaut af stað. Rachel fylgdi fast á eftir. Harry skimaði um völlinn og reyndi að koma auga á eitthvað gyllt og silfurlitað. Nokkrum metrum við hliðina á honum gerði Rachel það sama. Harry kom auga á eitthvað við hinn endann á vellinum, upp við markhringina. Hann skaust af stað og Rachel fylgdi fast á eftir.
“Hún er virkilega góð.” hugsaði Harry undrandi þegar hann lagðist ennþá meira á kústinn til að minnka loftmótstöðuna. Fyrir aftan hann dró Rachel fæturna lengra undir sig til að verða eins straumlínulaga og hún gat. Þau flugu nánast haus við haus. Þau voru næstum því komin að endanum á vellinum. Harry sá litla gyllta boltann um það bil fimm metra fyrir framan sig. Rachel teygði strax fram handlegginn. Harry stillti sig um að glotta. Það var langt þangað til hún myndi komast nógu nálægt eldingunni til að reyna grípa hana. Það eina sem hún myndi græða á þessu væri blóðlaus handleggur, ef hún væri heppin.
Þegar eldingin var rétt utan seilingar flaug Harry af stað og greip eldinguna örugglega. Þau flugu hlið við hlið niður á jörð.
“Ég ætla rétt að vona að þú gerir þetta aldrei á leikjum. Rotari hefði getað skotist beint í gegnum handlegginn á þér og þú hefðir ekki tekið eftir því.” sagði Harry stríðnislega.
Rachel hnussaði. “Ég var að reyna að klára þessa keppni. Það er virkilega vont að vera á kústi þegar maður er á túr.” sagði hún pirruð. Ginny hló.
“Besta afsökun sem fundin hefur verið upp.” sagði hún.
“Það er satt!” sagði Rachel móðguð.
(ókei, hérna ætla ég að nota eitt flottasta orðatiltæki á ensku, er asnalegt á íslensku. Insk. Höf.)
“You’re preaching over the quire!” sagði hún. (fyrir þá sem eru slappir í ensku er þetta sama orðatiltæki og “þú ert að bera í bakkafullan lækinn” á íslensku)
“Umm, mig langar ekkert sérstaklega að vita þetta.” sagði Alan vandræðalega.

Klukkan var að ganga átta þegar þau komu heim. Rachel og Alan, Alan sérstaklega, höfðu krafist þess að Harry og Ginny sýndu þeim öll leynigöng í kastalanum, líka þau sem voru hrunin. Þau höfðu borðað í kastalanum og lagt svo af stað heim.
“Getið þið ekki einu sinni tilflust á Hogwartslóðinni?” Rachel hafði virst vonsvikin þegar hún spurði. Harry hafði hrist höfuðið. “Ekki einu sinni ég er svo frábær galdramaður”
“Dumbledore getur það!” sagði Alan. “Ekki satt?”

Ginny fleygði sér í sófann og kveikti á útvarpinu. Klukkan tifaði. Þetta virtist ætla að verða rólegt og þægilegt kvöld. Ginny lá í litla sófanum og breiddi úr sér. Harry lagðist í stóra sófann og reyndi á hlusta á þulinn í útvarpinu en hann hafði drafandi og leiðinlega rödd svo Harry fann augnlokin síga. Ginny var sofnuð.

Hlátur. Nístandi, skerandi hlátur. Harry fann sársaukann skjótast í gegnum sig eins og spjót. Geðveikislegur gleðihláturinn hélt áfram. Harry heyrði núna sársaukaöskur. Það hljómaði varla mannlegt og Harry vissi hvaða kvalir manneskjan var að líða. Snögglega hætti öskrið eins og skorið hefði verið á það. Hláturinn hætti líka en gleðitilfinningin sat eftir, eins og loftbólur í kampavínsglasi. Harry braust um. Hann vildi vakna..vakna..
…vakna. Harry settist upp kófsveittur. Ginny stóð hjá honum og hélt fast í handlegginn á honum.Hún hafði klipið hann. Óttinn lýsti úr augum hennar.
“Hvað gerðist? Þú lást bara þarna og öskraðir.” sagði hún.
“Hann er kominn aftur.” sagði Harry einfaldlega.
Ginny fölnaði. “Aftur?” Lagið í útvarpinu hætti snögglega. Þulurinn var ekki sá sami og fyrr um kvöldið. Þessi hafði alvarlega og ábúðarfulla rödd.

“Við rjúfum þessa útsendingu með áríðandi frétt. Svo virðist sem galdramenn myrku aflanna hafi rétt í þessu pyntað og myrt tvo galdramenn og einn mugga í útjaðri Manchester. Sjónarvottar lýsa aðkomunni sem “hræðileg” “ógeðfelld” og “nánast eins og Hann hafi snúið aftur”. Myrkratáknið hékk yfir morðstaðnum. Talið er að þetta séu öfgasinnaðir fylgjendur Hans-sem-má-ekki-nefna. Galdramálaráðherra, Remus Lupin hafði þetta um málið að segja.” Rödd Lupins hljómaði þreytuleg. Var fullt tungl í nánd?
“Við höfum fengið óstaðfestar heimildir um að Voldemort sé að eflast, og persónulega tel ég það mjög líklegt. Við viljum biðja almenning að fara einstaklega varlega og minnum á öryggisstöðvar, staðsettar um allt Bretland og bækling sem sendur var á öll galdraheimili fyrir nokkrum árum. Galdramálaráðuneytið er að endurbæta umræddan bækling og verður sá bæklingur sendur á öll galdraheimili innan skamms.” Fréttamaðurinn tók við af Lupin. “Áður en við snúum aftur til auglýstrar dagskrár viljum við ítreka aðvörun um að fara varlega og ekki vera mikið á ferli. Verið þið sæl.”
Lagið hélt áfram þar sem það hafði stoppað. Harry andvarpaði.
“Þá vitum við það.” sagði hann mæðulega. Ginny settist varlega í fangið á honum og faðmaði hann fast að sér. Harry dró djúpt andann. Hún ilmaði af sítrónu og vanillu og undir niðri var þessi óviðjafnalega Ginny-lykt, sem gerði það svo þægilegt að vera nálægt henni. Blanda af hugrekki, rósemi, gáfum og pergamenti. Harry byrjaði að kyssa hana á hálsinn, færði sig svo upp á kinnarnar, augnlokin, nefbroddinn en fann svo varir hennar og kyssti þær. Þær voru svo yndislega mjúkar. Hún tók á móti honum og þannig sátu þau og héldu fast í hvort annað, stoppuðu bara til þess að anda og hvísla einhverju merkingarlausu. Þau urðu ekki vör við dökku veruna sem hvarf eins hljóðlaust og hún birtist.

Næsta morgun vaknaði Harry snemma. Það yrði allt brjálað að gera í dag. Vonandi yrði hann ekki sendur til Manchester. Vonandi yrði hann settur í einhverja rólega skýrsluvinnu. Ég hlýt að vera orðinn gamall, hugsaði Harry. Síðan hvenær vildi ég fylla út skýrslur þegar býðst að fara í kapphlaup við vondu kallana?
Vonandi yrði Jo þarna til að draga hann af stað
Jo var ekki mætt þegar Harry mætti. Hún kom hlaupandi hálftíma seinna, bölvandi.
“Maður má ekki bera upp heiðarlega spurningu án þess að hann springi…það drepur hann örrugglega að svara satt….og svo dráparar fyrir utan hjá mér….ég þarf svo sannarlega að tala við pabba…!!” muldraði hún og fékk smá útrás fyrir reiðina með því að skella töskunni sinni niður í gólf og lemja borðið með hnefunum.
“Góðan daginn, sömuleiðis.” sagði Harry.
“Hæ, Harry.” svaraði hún önuglega. “Gerðu það fyrir mig og ekki tala. Ég á eftir að lemja þig ef þú opnar munninn og ætlar að verja þennan skíthæl.”
“Hvað gerði Ron?”
“Hvað var ég að segja?” sagði hún pirruð.
“Fyrirgefðu…..kaffi?”

“Góðan daginn, elsku dúllurnar mínar!” Þetta var Kingsley. Hann var í sínu besta skapi og hlakkaði greinilega til þess að fínkemba Manchester og öskra á nokkra nýnema sem stóðu feimnir fyrir aftan hann. Nú er kvölin þeirra, hugsaði Harry glottandi. Hann hafði svo sannarlega fengið sinn skerf af öskrum Kingsleys. “Eru ekki allir í góðu skapi?”
“Lítur það þannig út?” muldraði Jo pirruð.
Kingsley skipti um tón. “Við þurfum að finna þessi helvíti, og það fljótt. Galdramálaráðherrann telur að Hann-sem-má-ekki-nefna sé kominn aftur, og þegar hann telur eitthvað er það yfirleitt rétt.” sagði hann alvarlegur.
“Potter, Wilder!” kallaði hann svo hátt.
Harry, sem hafði legið fram á skrifborðið, rétti snöggt úr sér, og rak hnéð í borðplötuna í leiðinni.
“Já, Kings?”
“Þið komið með mér.”

Harry og Jo eltu Kingsley og nýnemana, Jo muldrandi eitthvað um “þessa helvítis nýnema…..og þurfa að dröslast um alla Manchester með þessa smákrakka….”
Harry varð að bíta fast í tunguna til að gleypa hláturinn, því Jo gerði enga tilraun til að tala lágt. Nýnemarnir gutu augunum kvíðnir á Jo sem hélt áfram að muldra, núna um Kingsley, á ekkert kurteisari nótum. Ron hlaut að hafa gert eitthvað svakalegt.

Í stuttu máli sagt var dagurinn ekki ánægjulegur hjá Harry. Nýnemarnir voru klaufalegir og feimnir og ekki bætti muldrið í Jo, sem jókst með hverjum mistökum sem þau gerðu, úr skák. Þegar Jo fór loksins á æfingu í kringum tvö, slökuðu þau aðeins á, en ekki nógu mikið til að gera gagn. Þegar Harry var búinn klukkan fimm var hann líka í vondu skapi. Hann hafði eytt heilum degi úti, í skítakulda, með mesta fýlupúka sem gengið hefur á jörðinni og hóp af vonlausum nýnemum, og ekki fundið neitt. Hann vonaði innilega að Ginny hefði átt betri dag.

Hún hafði átt betri dag. Þegar Harry tilfluttist inn í eldhús flaug hún upp um hálsinn á honum og kyssti hann fast á kinnina. Harry reyndi hennar vegna að dylja pirrelsið og spurði: “Hvernig var í vinnunni?” mjög vingjarnlega.
“Það var æðislegt, ég hitti alla eftir jólafríið og ritstjórinn var virkilega hrifinn af vitsugugreininni og ég verð örrugglega látin hjálpa með greinina um árásina á Manchester…” Hún hjalaði áfram um daginn sinn og Harry lagðist fram á borðið og drakk úr stórum bolla af kaffi. Ginny tók eftir því hversu pirraður og þreyttur hann var.
“Hvernig var dagurinn hjá þér?” spurði hún.
“Hann var….” Harry andvarpaði. “ömurlegur. Jo var í brjáluðu skapi, Ron hafði gert eitthvað og hún vildi ekki segja hvað. Hún hélt bara áfram að muldra eitthvað um “helvítis skíthælinn” á milli þess sem hún öskraði og skammaði nýnemana.”
“Vá…hvað gerði Ron eiginlega?” Ginny settist hjá honum með rjúkandi bolla af tei.
“Ég veit það ekki. Ég reyndi að spyrja hana, en þegar hún fór að spúa eldi hætti ég. Hefurðu eitthvað heyrt í Ron nýlega?” spurði Harry.
“Nei, ekki síðan í París. Við verðum að bjóða þeim í mat eða eitthvað, gá hvort Jo ætli að drepa hann, eða öfugt.” svaraði Ginny.
“Erum við ekki að skipta okkur svolítið mikið af þeirra málum? Ég yrði ekki hrifinn ef Ron ætlaði að leysa úr mínu sambandi.” sagði Harry.
“Sko, í fyrsta lagi er bróðir minn fábjáni, og í öðru lagi þarft þú ekki hjálp í þínu sambandi, og í þriðja lagi, þegar persónulegt samband þeirra fer að hafa áhrif á starf hennar, þá er það okkar mál.” sagði Ginny ákveðin.
“Þig langar bara að vita um hvað málið snýst, ekki satt?” sagði Harry stríðnislega.
“Jú…” viðurkenndi Ginny. Svo skipti hún um tón. “Svo…föstudagskvöld?”
“Ókei.”
Skalat maðr rúnar rísta,/nema ráða vel kunni,