Hæhæ, fyrir nokkrum vikum var ég að lesa fjórðu bókina og rakst á þessar línur (þið þurfið ekki að lesa það sem kemur á eftir, það er svolítið langt):
“Morguninn var mjög ánægjulegur hjá Harry. Hann gekk með Bill og frú Weasley um sólbakaðar grasflatirnarog sýndi þeim Beauxbatonsvagninn og Durmsrangskipið. Eykin armalanga, sem hafði verið gróðursett eftir að frú Weasley hafði útskrifast , vakti forvitni hennar. Hún ryfjaði upp í löngu máli kynni sín við mann að nafni Ogg sem var skógarvörður á undan Hagrid”
(J.K. Rowling, Harry Potter og Eldbikarinn. Bls. 465, þriðju greinarskil, þýðandi Herga Haraldsdóttir). Svo að það sé á hreinu:P.
En allavega, mér þótti þetta áhugavert, og svo hvatti gulla369griz okkur til að búa til spuna sem lýstu nánar atriðum úr bókunum, svo að ég ákvað bara að gera lítinn spuna úr þessu. Þetta er reyndar bara úr tveimur síðustu línunum og svona bara eins og “nánari lýsing” á þessum tveimur línum.
Þarna neðst (*…*) á ég við að þetta sé tekið beint úr bókinni.
J.K. Rowling, Harry Potter og Eldbikarinn. Bls. 465, fjórðu greinarskil, þýðandi Herga Haraldsdóttir.
En annars, þetta er orðið allt of langt, og hér byrjar spuninn:
“Hvaða fyrirbæri er nú þetta?” spurði frú Weasley, stoppaði og horfði með athygli á Eykina armalöngu þegar þau gengu fram hjá henni.
“Ekki venjuleg eik, er það?” sagði hún og gekk nær.
“Ó, ekki koma nær mamma…” sagði Bill.
“Nú, af hverju ekki?”
“Ójá, þetta er Eykin armalanga, passaðu þig frú Weasley, hún er hættuleg.“ svaraði Harry henni.
”Hvernig þá?“ spurði hún með áhuga.
”Sko, hún með sjálfsvilja, mjög öflugan sjálfsvilja. Hún ræðst á allt sem kemur nálægt henni.“ útskýrði Bill fyrir henni.
”Af hverju í ósköpunum er hún þá höfð á miðri skólalóð?“ spurði hún hissa. Bill yppti öxlum.
”Hef ekki hugmynd…“ hann leit á Harry.”Veist þú það?“ spurði hann. Harry vissi ekki alveg hvernig hann átti að svara þessu. Hann mátti ekki segja neitt varðandi Ræningjakortið, það gæti komið upp um Fred og George.Hann ákvað því að láta sem ekkert væri.
”Neibb, ekki hugmynd,“ hann roðnaði en hvorki frú Weasley
eða Bill virtust taka eftir því.
”Var hún ekki hérna þegar þú varst í námi?“ spurði Bill móður sína.
”Nei, en það hefur nú svo margt breyst síðan ég var í námi,“
”Af hverju segirðu okkur ekki frá þér þegar þú varst lítil?“ sagði Bill.
”Æi, ætli þú vitir nú ekki allt um mig sem þú þarft að vita, er það ekki nóg?“ svaraði frú Weasley.
”Láttu ekki svona mamma, ég veit varla meira um þig en Harry!“
”Jæja, vertu nú ekki svo viss um það,“ svaraði hún.
”Harry, vilt þú ekki heira hana segja frá sjálfri sér?“ spurði Bill hann. Harry hafði ekkert á móti því.”Jú, endilega!“
En frú Weasley vildi greinilega ekki gefa sig.
”Ég veit það nú ekki, æska mín var örugglega mjög svipuð og ykkar.“ en svo leit hún á Harry. ”Nei kannski ekki þín, Harry minn, ætli þú hafir nú ekki þurft að upplifa ýmislegt sem ég lenti ekki í.“ Harry gat ekki annað en skammast sín svolítið. Hann vissi að hann hafði lent í mörgu sem flestir aðrir þurftu ekki að upplifa, en það breitti því ekki að það var vandræðalegt þegar aðrir töluðuð um það við hann, og sérstaklega þegar þriðji aðillinn var viðstaddur. En Bill lét þetta ekkert á sig fá. Hann hélt áfram að nauða í frú Weasley þar til að hún loksins gafst upp.
”Jæja, ætli það sé nokkuð svo hræðilegt að rifja nokkur atriði úr bernsku minni…“ Hún gekk af stað frá Eykinni armalöngu og yfir túnið.
”Þú veist að ég ólst upp hjá ömmu minni og afa, er það ekki?“ byrjaði hún frásögnina. Bill kinkaði kolli.
”Nú, þau voru mjög fátæk og bjuggu upp í sveit. Lifðu aðalega á litlu geitabúi sem afi minn ræktaði, en það gekk fremur stirðlega þar sem allir viðskiptavinir hans voru muggar og þeir óttuðust hann, þar sem hann klæddist skikkjum, og líklega hafa einhverjir þeirra séð hann beita göldrum og það hefur breiðst út milli bænda í dalnum.“
”Hvernig náði hann þá að halda uppi búi og fjölskildu?“ spurði Bill forviða meðan þau gengu meðfram skógarjðrinum.
”Já, það er nú góð spurning! En einhvernveginn náði hann alltaf að fleyta sér og okkur ömmu þótt að lægi nú margsinnis við gjaldþroti.“
”En átturðu enga vini? eða eyddiru bara öllum þínum tíma hjá ömmu þinni og afa?“ spurði Bill, með dálítinn hneikslunartón í röddinni.
”Vertu þolinmóður krakki, viltu heyra söguna eða hvað?“ávítaði frú Weasley hann, en Harry átti erfitt með að skella ekki uppúr, þar sem þetta var eins og móðir væri að skamma fimm ára son sinn fyirir að heimta sleykjó úr sælgætisbúð. En frú Weasley hélt ótrauð áfram.
”Ég lék stundum við stelpu sem bjó á næsta bæ. Hún var á svipuðum aldri en ég, en mamma hennar og pabbbi voru muggar og þegar við eltumst bönnuðu þau henni að hitta mig, vegna alls “kukklsins” sem var í gangi kringum afa minn. Hún þorði ekki að óhlýðnast þeim.
En það sakaði reyndar ekki svo mikið, því að ég hafði í rauninni alveg nóg að gera hjá ömmu og afa. Amma kenndi mér að prjóna og afi að lesa. Ég þurfti líka heilmikið að vinna við eldamensku og þrif, því að amma var orðin gömul og orkaði ekki svo mikið að hugsa um heimilið.“
Þau voru komin að vatnsbakkanum og allt í einu stoppaði frú Weasley.
”Jæja, eruð þið ekki orðnir svangir?“ Bill og Harry litu forvitnislega hvor á annan.
”Jú, alveg eins…“ svaraði Harry og yppti öxlum.
Frú Weasley dró upp sprotann og gerði nokkrar flóknar sveiflur og fór með nokkur vel valin orð. Allt í einu birtist eins og uppúr heiskýru lofti köflóttur dúkur. Hann birtist nokkrum fetum fyrir ofan jörðu, vaggaði örlítið í golunni og féll síðan niður á jörðina. hún endurtók þessi orð okkrum sinnum og ofan á dúkkinn birtust karfa full af ávöxtum, fat með girnilegum samlokum og kanna með ísköldum graskerssafa, auk diskum og glösum
”Jæja, gjörið þið svo vel!“ sagði frú Weasley og settist niður. Strákarnir störðu á hana.
”Hvernig í ósköpunum fórstu að þessu?“ spurði Harry steinrunninn. Frú Weasley horfði undrandi á þá til skiptis.
”Framköllunargaldur! Bill, þú átt nú að kunna hann!“ Bill roðnaði.
”Guð, stundum skil ég bara ekki hvernig í ósköpunum þú gast fengið svona góðar einkunnir!“ sagði hún.
Þeir settust niður og Harry nældi sér í samloku með kjúklingi, eggjum og salati.
”En hvernig var í skólanum, þú hefur ekkert sagt okkur frá því.“ sagði Bill þvogumæltur, með fullann munnin af banana.
”Já svo var nú það..“ sagði frú Weasley. ”Já, ég fékk náttúrlega Hagwarstbréfið, á ellefta árinu mínu. Afi minn fór með mig í skástræti, sem var auðvitað allt örðuvísi en þið þekkið götuna núna. Hann útvegaði mér allt það þarfasta, og síðan nokkru seinna fór hann með mig á lestarstöðina.
Ég man alltaf hve leiðinlegt mér þótti í lestinni þetta árið. Ég þekkti engann og talaði ekki við neinn. Þegar við komum síðan að Hogwartsvæðinu hafði ég engann til að fara með í bát.
Maðurinn sem fylgdi okkur upp að kastalanum hafði greinilega séð hversu utangátta ég var þarna, því að hann bauð mér að fara með sér í bát og auðvitað þáði ég það.
Þetta var skógarvörðurinn, forveri Hagrids. Hann hét Philipus Ogg og var orðinn mjög gamall, með krippu á bakinu, grátt sítt skegg og gekk alltaf með staf.“
Þau voru búin að borða nægju sína og stóðu upp. Frú Wealey fór með svipaða þulu og áður og fyrr en varði var dúkurinn með öllu horfinn. Svo gengu þau af stað hringinn í kringum vatnið.
”Þetta var örugglega eitt það versta sem ég ég hef upplifað. Það var stormur og bátárnir hentust svo mikið til að einn meira að segja hvolfdist, en sem betur fer náist að bjarga börnunum sem í honum voru.
Mér var ískallt og ældi meira að segja í vatnið. Veislan frestaðist um klukkutíma því að það var svo lengi verið að ná öllum bátunum á land. En svo loksins komumst við öll heilu og höldnu upp í kastalann. Ég var auðvitað flokkuð í Gryffindor, eins og þið ættuð líklega að vita, því að öll ætt mín hefur alltaf farið þangað.“
Þeir kinkuðu báðir kolli.
”Mér leið mjög illa fyrstu vikurnar af önninni. Krakkarnir stríddu mér og lögðu mig í einelti, og jafnvel þeir sem ekki komu nálagt þessu vildu ekki láta sjá sig með mér, til þess að verða ekki sálf höfð að athlægi,“ rifjaði hún upp. Harry gat auðveldlega ýmindað sér hvernig henni leið, eftir það sem gerst hafði í vetur þegar næstum því allir krakkarnir í skólanum fyririrlitu hann fyrir að hafa verið dreginn uppúr eldbikarnum.
”En af hverju eignaðist þú enga vini?“ spurði Bill hissa.
”Æi, þú veist. Ég var feita, litla stelpan með rauðu flétturnar og og gleraugun. Ég gekk náttúrlega alltaf í gömlum, rifnum, og allt of stórum skikkjum af ömmu minni og var nstum því alltaf skítug í framan.
En nóg um það. Einhverntíma var ég ráfandi um skólalóðina þegar Ogg sá mig og bauð mér inn til sín í kaffi.“
”Hvar bjó hann?“ greip Harry fram í fyrir henni.
”Í kofanum þar sem Hagrid býr núna, ég held að þarna hafi alveg þrjár kynslóðir af skógarvörðum búið í gegnum tíðina.“
”Var Hgrid ekki orðinn skógarvörður þá?“ spurði Harry og vellti fyrir sér hvað frú Weasley væri eiginlega orðin gömul.
”Jú, en Ogg hafði búið þarna alla sína ævi og auðvitað vildi Dumbledore ekki henda honum út úr eigin húsi, svo að Hagrid svaf uppi í kastala.“
”Ó, allt í lagi.“ svaraði hann.
”Já, hvar var ég? Ó alveg rétt. Já , ég þáði boðið náttúrlega.”
“Og hvað gerðuð þið, drukkuð þið bara kaffi eða hvað?” spurði Bill.
“Hann sagði mér sögu. Hún var um stelpu, sem að fann drekaegg. Eggið lá eitt út í auðninni, en hún vildi ekki snerta það, ef að móðirin skyldi koma og snúa svo við því baki þegar hún sæi að einhver hefði verið að fáta í því. Svo að hún kom þarna á hverjum degi í viku, en ekkert bólaði á móðirinni.
Svo að einn daginn ákvað stúlkan að taka eggið með heim og hugsa sjálf um það. Þegar unginn klekjaðist út var hann náttúlega kolvitlaus, eins og hann á nú kyn til. Hún reyndi að temja hann, en auvitað gekk það ekki. Eftir að hún hafði næstum brunnið inni útaf drekanum, sleppti hún honum út í náttúruna.
En hún fór á hverjum degi með kjöt á staðinn þar sem hún fann eggið, og skyldi það alltaf eftir, því að hún var hrædd um að drekinn kynni ekki að veiða sér til matar. Um morgunin þegar hún kom aftur með kjöt var það fyrra alltaf horfið. Svo kom að því að hún kom eins og vanalega með nautalæri, en kjötið sem hún hafði skilið eftir daginn áður var ennþá þarna. Þá hætti hún að koma með kjöt.
Þegar stúlkan var orðinn fullvaxta varð hún bláfátæk og átti ekki ofan í sjálfan sig og börnin sín . Allt í einu fór á hverju kvöldi að birtast nautalæri fyrir utan dyrnar hjá henni, og þá var hún þess fullviss að þetta hefði verið drekinn að launa fyrir matinn sem að hún hafði skilið eftir handa honum.
Harry hafði hlustað með athygli, en Bill var orðinn ólundarlegur.
“Hvað gerðist eftir það?” spurði hann.
“Ég veit það ekki, sagan endar þarna.“ sagði frú Weasley hissa.
“Ég er að meina eftir söguna, þegar Ogg var búin að segja hana!” sagði hann.
“Ójá, auvitað.
Hann bað mig endilega að koma seinna, og ég kom á hverjum degi eftir það. Hann varð besti vinur minn. Yfirleitt kom ég með heimalærdóminn, og hann hjálpaði mér alltaf með hann. Svo fórum við stundum í langa göngutúra um Hogwartsvæðið, meira segja tók hann mig stundum í skoðunarliðangra í gegnum forboðna skóginn.”
Harry átti erfitt með að halda niðri í sér hlátrinum. Hann sá andlitið á Ron fyrir sér ef að hann frétti að móðir hans hefði oftar en einu sinni farið inni í forboðna skóginn.
Og í rauninni þurfti hann ekki að ýminda sér það, því að Bill hafði stoppað. Hann stóð þarna og gapti eins og api þegar þau snéru sér við.
“Þú? Í forboðna skóginum?” spurði hann, eins og það væri eins ólíklegt og að Dumbledore færi að raka af sér skeggið.
“Já, drengur minn. Ef ég á að halda áfram held ég að þú verðir að skilja að ég var ekki alltaf jarðbundin, áhyggjufull sjö barna móðir.” sagði hún, beið ekki eftir svari og hélt áfram gönguni.
“Svo fór hann að borga mér fyrir að vinna hjá sér. Ég þvoði upp og sópaði og þannig lagað.”
“Hvað gerðiru við peningana?” spurði Harry.
“ég sendi ömmu og afa megnið af þeim, ég hugsa að þau höfðu miklu meiri not fyrir þá en ég.” sagði sagði frú Weasley.
“Og hvað gerði hann á meðan?” spurði Harry þá.
“Yfirleitt sat hann þá í gamla hægindastólnum sínum, reykti pípu og sagði mér sögur. Ég man sérstaklega eftir einni þeirra.”
“Oh, Ekki fleiri!” kveinkaði Bill.
“Bill, ef þú vilt heira það sem ég hef að segja skaltu ekki gera athugasemdir við það!”sagði hún í ávítunartón. Þetta þaggaði niður í honum.
“Allt í lagi.”
“Já eins gott. Nú, sagan var um risa sem varð ástfanginn af stúlku. En auðvitað vildi faðir stúlkunnar ekki að barnið sitt myndi giftast risa, svo að hann fór með hana upp á hæstu fjöll sem hægt var að ýminda sér, og læsti hana inn í litlum helli, svo að risinn komst ekki til hennar.
En risinn var svo sorgmæddur að missa stúlkuna að hann bað náttúruöflin um hjálp til að finna hana, og þau urðu við bón hans. Eldurinn brenndi upp skógana svo að hann villtist ekki í þeim. Þá slétti jörðin niður fjöllin svo að hann þyrfti ekki að klifra yfir þau. Þá sá hann hellinn, lengst í fjarska.
Hann labbaði og labbaði og hljóp og hljóp, en hellirinn færðist ekkert nær, hann var orðinn svo þreittur að hann lagðist til hvílu. En þegar hann vaknaði, bað hann loftið og vatnið um hjálp, því að þau höfðu enn ekki gert neitt. Þá bað vatnið hann um að halda niðri í sér andanum, og hann gerði það. Allt í einu fór að rigna, og það ringði svo mikið og lengi að í kringum hann myndaðist stórt stöðuvatn. Hann flaut í því vegna loftsins í lungunum. Loftið varð að vindi, sem flutti hann alla leið yfir vatnið.
Þá var aðeins dagsleið fyrir hann að ganga að hellinum þar sem stúlkan var. Þegar hún sá hann féllust þau í faðma og lifðu hamingjusöm til æviloka.” lauk frú Weasley sögunni.
“En Var þá þessi Ogg eini vinur þinn alla skólagönguna?” Spurði Bill
“Nei, reyndar ekki. En það var ekki fyrr en á þriðja ári sem ég fór að hugsa mér eð vera með öðrum stelpum. Ég kynntist bráðum nokkrum, og held enn sambandi við sumar þeirra. En ég fór samt alltaf öðru hverju í heimsókn til Oggs gamla, og hann hélt áfram að segja mér sögur.En hann dó þegar ég var á fimmta ári.”
“Æi, ég samhryggist þér.” sagði Bill vandræðalega og strauk handlegginn á móður sinni.
“Það er allt í lagi. Hann var orðinn mjög gamall, og ég held að þetta hafi verið það sem að hann þráði mest síðustu árin, að fá hvíld.” svaraði hún, næstum því hughreistandi.
“Breittist hann þá ekki í draug?” spurði Harry varfærnislega.
“Nei, Það yrði það síðasta sem að hann vildi, að eyða eilífðinni á jörðinni, á ég við. Hann sagði mér margsinnis sögur af því hversu lífið hlyti að vera dásamlegt eftir dauðann.” sagði frú Weasley og lagði svo til að þau snéru við því að þau voru búin að að fara tvo hringi í kringum vatnið.
Þegar þögnin var orðin of þvingandi ákvað Harry að breyta um umræðuefni.
* ”Hvernig hefur Percy það?” spurði Harry þegar þau gengu í átt að gróðurhúsunum.
“Ekki nógu gott,” sagði Bill.
“Hann er mjög miður sín,” sagði frú Weasley í hálfum hljóðum og skimaði í kringum sig. “Ráðuneytið vill þegja um hvarf Crouch, en Percy hefur verið tekinn í yfirheyrslu vegna fyrirmælana sem Crouch hefur verið að senda inn. Hann grunar að hann hafi ekki skrifað þau sjálfur. Það er búið að vera mikið álag á Percy. Hann verður ekki fimmti dómnefndarmaðurinn í kvöld. Cornelius Fudge kemur í hans stað.”
Þau snéru aftur til kastalan í hádeigisverðinn.*