Severus Snape- Leyndarmálið: 4. kafli Hérna kemur þá 4. kaflinn… loksins! Það er búið að vera svo ótrúlega mikið að gera hjá mér, endalaus próf og allt þar á milli… auk þess sem það tekur mánuð að gera svona lítinn sætan kafla…

og myndin (ef hún kemur), þetta er bara einhver lítil sæt skisssa sem ég gerði, ekkert merkilegt. Þetta á að vera af Caitlin, eins og ég ímynda ´mér hana, en ég get ekki borið ábyrgð á því ef ég hef lýst henni öðruvísi… man aldrei lýsingarnar á persónunum mínum.


4. kafli


Severus hljóp áfram í skógi nokkrum fyrir utan smábæ í Wales, gerði tilraun að hugsa ekki um neitt, stöðva hugsanir sínar og tilfinningaflæði. Of mikið hafði gerst á of skömmum tíma, alltof margt. Hann hallaði sér að stóru eikartré til að ná andanum. Hann yrði að geta þetta, honum hafði alltaf tekist það. Severus lokaði augunum og dró djúpt að sér andann. Þessar hugsanir yrðu að hverfa sem fyrst.
Hann fann að fundarstaðurinn var á næsta leiti þar sem merkið sveið og var orðið kolsvart
Severus dró fram sprotann sinn og muldraði nokkur vel valin orð.Innan skamms var hann kominn í svartan kufl og hvít gríma huldi andlitið.
Prófessor Severus Snape var mættur á svæðið.
Hann gekk hljóðlega áfram. Hann var að nálgast fundarstaðinn, sem var djúpt inn í skógi, í litlu rjóðri að þessu sinni. Hinn myrkri herra hafði það sem stefnu sína að funda aldrei of oft á sama stað, öryggisins vegna.
“Severus,” sagði rödd sem hann kannaðist við; Lucius Malfoy.
“Lucius,” svaraði Snape með hrjúfri kaldri röddu. Allt var eins og það átti að vera, eða í það minnsta eins og það virtist alltaf vera. Severus kaldur og sviplaus og Lucius tilbúinn til að pína mugga. Gömlu góðu dagarnir.
Þeir stigu samtímis inn í hring sem hafði þegar verið myndaður af grímuklæddum mönnum. Andrúmsloftið var spennuþrungið, Hinn myrkri herra gat komið á hverri stundu.
Allar minningar Severusar Snape um síðustu klukkustundu hurfu, loksins, á bak við vel læstann huga sem engin leið var að komast inn í. Kaldur sem ís horfði hann á hinn myrkra herra liðast inn í hringinn í formi snáks með lítinn tötralegan mann í eftirdragi, manninn sem hann átti að hata mest, en hann lét allar svoleiðis hugsanir fram hjá sér fara.
Snákurinn tók sér stöðu í miðjum hringsins og á andartaki breytti hann sér í lifandi mann, hávaxinn með flatt nef og hárið, sem náði að öxlum var þunnt og hvítt. Hann var klæddur grænum kyrtli, skreyttur með silfruðum snákum og með staf í hendi sem minnti einna helst á snák. Hann klappaði saman lófunum og birtist þá kvenlíkami svífandi fyrir framan hann.
Rita Skeeter.
“Jæja,” sagði ísköld rödd hins myrkar herra. “Getur herra Malfoy sagt mér af hverju við erum með hana?”
“Herra,” byrjaði Malfoy og hneigði sig djúpt og steig eitt skref áfram. “Rita Skeeter er sögð hafa upplýsingar um óvininn.”
“Hvaða?” spurði hinn myrkri herra og glotti og studdi sig við stafinn. Röddin hans var köld og skerandi og full af hatri. “Blaðakona sem enginn tekur mark á lengur… alveg ágæt svo sem… sumir gætu gert betur… Vektu hana fyrir mig Lucius.”
“Enervate,” sagði Malfoy þurrlega.
Rita Skeeter opnaði augun, full hræðslu, og stóð upp. Hún reyndi að segja eitthvað en engin hljóð komu út.
“Daginn,” sagði Hann og glotti illilega á hana. “Finnst þér ekki nóttin fögur?”
Rita var í engu ástandi til að svara nokkrum spurningum, svo hrædd var hún. Severus skynjaði hræðsluna. Hjartað barðist í brjósti hennar líkt og í mús. Hún er í þeim mund að upplifa sínu verstu minningu.
“Hvað veistu um Dumbledore?” spurði Hann og glotti svo skein í hunangsgular tennurnar.“Ekkert…” hvíslaði Rita. Hún skalf af hræðslu.
“Þú lý-ý-ýgur…” sagði Hann með syngjandi tón, “og veistu hvað gerist fyrir fólk sem lýgur?”
Rita hristi hausinn. Tár, lituð af málingunni sem hún hafði alltaf um augun, runnu niður kinnar hennar og mynduðu svartar og bláar rákir. Rita Skeeter var að deyja úr hræðslu.
“Er það ekki?” spurði Hann og hristi hausinn. “Byrjum upp á nýtt, eigum við að gera það? Veistu eitthvað um áætlanir Dumbledore?”
Rita hristi hausinn, of hrædd til að segja nokkurn skapaðann hlut.
Hún segir satt, hugsaði Severus með sér, en þorði ekki að segja neitt. Sviplaus, kaldi svipurinn gæti þess vegna verið stytta.
“Ég… veit… ekkert,” hvíslaði Rita klökk. Hún náði varla andanum af hræðslu og tárin fossuðust niður kinnarnar.
“Nú, nú…” Hann brosti út í annað. “En ég held að við vitum núna við hvern við getum talað, eða hvað?”
Severus fylgdist með. Ætti hann að þora? Þora að nota galdra sína til að skoða minningar hennar.
Hægt og rólega fóru minningar Ritu að liðast gegnum huga hans. Maður kom nálægt henni. Herbergið var dimmt. Andartaki síðar var hann að berja hana til óbóta. Remus og hún að knúsast og kyssast. Yfirmaðurinn að skamma hana fyrir óviðeigandi skriftir og síðast en ekki síst… Hún var hlaupandi upp og niður stóran turn. Alltaf þegar hún var alveg að koma varð hún að hlaupa aftur upp. En hún var föst… hún gat ekki komist út, heldur hélt hún áfram að hlaupa… Severus varð að hætta, annars mundi hann vekja athygli. Öskur bárust frá Ritu sem engdist um í miðjum hringnum.
“Herra,” byrjaði Snape mál sitt og apaði eftir Malfoy hvað varðar takta og búkkaði sig. “Til hvers gætum við notað hana? Hún er vita gagnslaus, getur aldrei sagt sannleikann, hvað þá logið.”
“Hugur þinn er veikur,” hvíslaði hinn myrkri herra. “Það boðar ekki gott, Severus. Það boðar ekki gott… Hvað hefurðu verið að gera undanfarið?”
“Aðeins vinna fyrir yður,” sagði Snape og brosti undir grímunni. “Aðeins verið að gera skylduverkefni… annað en sumir…”
“Ah… minn kæri Severus ég skil,” sagði hann glottandi og leit á Malfoy . “Hvað hefurðu komist að?”
“Til að byrja með þá er Dumbledore ráðalaus,” byrjaði Severus alvarlega með ísköldum tón í röddinni. “Hann hefur ekki hugmynd um hvað þú ætlar að gera næst og hefur enga áætlun, fyrir utan að halda Potter-stráknum lifandi, sem er ekki alveg að ganga.”
“Gott, gott,” sagði Hann og snéri sér að Malfoy: “Hvað eigum við að gera við hana?”
Hann potaði í hana með stafnum sínum eins og leit svo brosandi á Malfoy.
“Hvað með að við gerum henni tilboð sem hún getur ekki staðist… eitthvað sem er ómótstæðilegt.” Hinn myrkri herra brosti.
“Ég skil,” sagði Malfoy og ef einhver hefði séð andlit hans þá hefði sá hinn sami orðið furðulostinn yfir ánægju svipnum sem skein af því. “Búið og gert, meistari.”
“Bella!” kallaði Hann. Kona ein steig í hringinn og tók af sér grímuna og afmyndað bros var breitt um andlit hennar svo skein í gular tennurnar.
“Hvað meistari?” hrjúf röddin titraði af eftirvæntingu.
“Gjörðu svo vel…”

* * *

Severus mundi næst eftir sér þegar hann steig inn í Hroðagerði 12, hrokafullur og kaldur á svip sem fyrr og var sama um það að frú Black byrjaði að öskra af gríð og erg sem gerði það að verkum að íbúar hússins ruku fram á gang til að gera tilraun til að þagga niður í henni og sjá hver væri kominn á stjá.
“Góða kvöldið,” sagði Lupin og leit undarlega á Severus..
“Má ekki bjóða þér te eða kaffi?” spurði frú Weasley af vörmu spori og hvíslaði svo: “Eitthvað að frétta?”
Severus gerði sig ekki líklegan til þess að svara neinu heldur hélt rakleiðis upp stigann og inn í borðstofuna með Charles, sem var ný kominn frá Rúmeníu, Lupin og Skrögg á hælunum.
“Eitthvað spennandi að frétta?” spurði Charles og hlammaði sér niður í stól og kom fótunum fyrir upp á borði, Severusar til lítillra ánægju.
“Fer eftir því hvað þú kallar spennandi,” sagði Severus kuldalega og leit með uppgerðar fyrirlitningar svip á Charles sem dró sig í hlé.
“Drífum þetta af,” sagði Lupin og töfraði fram pappíra í flýti. “Við höfum ekki mikinn tíma…”
“Fundurinn áðan…”
“Já við vitum um hann,” sagði Lupin, örlítið æstur, “Harry var hér að engjast úr kvölum.”
“Ekki nema von,” sagði Skröggur og fékk sér sæti og tók tréfótinn af og nuddaði stúfinn. “Hann hefur nú varla talað í sumar…”
“Spennandi,” sagði Severus og lét braka í puttunum. “En já, þeir náði Ritu Skeeter.”
Það var þögn. Þeir þekktu allir til Ritu, sumir betur en aðrir hafði Severus komist að. Remus sagði ekkert en var augljóslega brugðið, þó að hann reyndi að fela það eftir bestu getu.
“Kemur nú ekki á óvart,” sagði Skröggur, “stelpan hefur alltaf verið svo… forvitin.”
“Er forvitin ekki of vægt til orða tekið?” heyrðist í Charles.
“Spurning. En ég ætla að skila skýrslu um þetta sem fyrst,” sagði Severus óviðjafnanlega kuldalega, “svo virðist sem þið hafið ekki neitt annað að gera en að… þrífa…”
“Einmitt,” sagði Charles háðslega, “og hvað ert þú svo að gera? Varla virðist þú vera… vera… liggjandi í sólbaði…”
“Nei, veistu ég held að hann hafi áhuga á einhverju.. allt, allt…” Remus leit sposkur á svip á Severus, “öðru…”
“Kann hún hughrindingu?” spurði Charlesog galdraði fram pappíra.
“Ekki þá mikla… kannski nokkura. Ég gat auðveldlega læðst inn í huga hennar. En hún var auðvitað að deyja úr hræðslu.”
“Frábært,” Remus leit alvarlega á þessa fáu einstaklinga sem voru byrjuð að gera sig heimakæra í borðstofunni, “við skulum segja þetta gott kövld. Severus þú skilar skýrslu um þetta á morgun og þá skulum við fara betur yfir þetta. Ég þarf aðeins að hugsa… málin.”
Þeir sem voru inn í herberginu týndust burtu á augabragði og að lokum voru bara Remus og Severus eftir, hvor við sinn endann á löngu eikarborðinu.
“Þú segir það,” sagði Remus og brosti, undarlegu brosi. Hann gerði nokkrar tilraunir til að hefja mál sitt. Remus fann lykt, sem enginn annar fann. Og sú lykt átti alls ekki heima á klæðum Severusar.
“Þig vantar smáraseyði,” sagði Severus kuldalega, hreinlega til að rjúfa þögnina.
“Það passar.”
“Þú þarft að læra að gera þessa drullu sjálfur.”
“Láttu þig dreyma,” sagði Remus kaldhæðnislega, “það yrði lífshættulegt…”
“Einmitt það sem ég er að vonast eftir.”
Severus stóð upp og gekk rólegum skrefum að dyragættinni.
“Hvað heitir hún?” spurði Remus hljóðlega. Severus leit á hann, furðulostinn. Remus kinkaði kolli en sagði ekkert meira.
Severus lagði leið sína út úr húsinu eins fljótt og auðið var og undir beran himinn. Hann gekk rösklega niður götuna og að húsinu þeirra mæðgna. Það var orðið áliðið en þrátt fyrir allt yrði hann að tala við Caitlin. Það voru mál sem hann langaði til að tala um, fá skýringu á. Eða var það aðeins andlitið hennar sem hann langaði til að gleðja? Hann ætti ekki… það var mikið að gera á morgun. Hugur hann yrði að vera kaldur , harður sem stál, tær sem gler. Hann yrði að tæma hugann. En samt var eitthvað sem dró hann þangað…
Þegar á áfangstað var komið sat Caitlin úti í litlum garði fyrir framan húsið, raulandi vísu. Severus gerði ekki vart við sig strax heldur horfði á hana kyrja vísuna og rissa í þykka rissblokk. Hún leit loksins upp og brá svolítið en brosti svo.
“Kvöldið,” sagði Severus og gat ekki varist brosti yfir undrunarsvipnum hennar. “Vonandi brá þér ekki…”
“Nei… nei, alls ekki,” sagði Caitlin hlæjandi og stóð upp og lagði rissblokkina frá sér. “Má ekki bjóða þér inn?”
“Já, takk,” sagði Severus og fylgdi henni inn í íbúðina. Þessi stutta þögn sem myndaðist var spennuþrungin. Severusi langaði einna mest til að kyssa hana… á nóinu. En lét þó ekki af því verða.
“Severus,” sagði hún loks og bauð honum sæti, “við þurfum að tala saman…”
“Já, það er satt…”
Caitlin dró djúpt að sér andann. Hvorugt þeirra virtist vita hvar ætti að byrja.
“Severus, viltu… hefurðu… langar þig til að kynnast dóttur þinni?” spurði Caitlin skjálfradda eftir örlítinn umhugsunarfrest.
“Þetta er hálf skrýtið…” hvíslaði Severus dofinn. Sú tilfinning að vera faðir var ekki alveg kominn í hausinn á honum. “Er hún?”
“Hún er dóttir þín,” sagði hún hljóðlega. “Þú getur verið fullkomlega viss um það.”
“Ég hélt ekki… mér hefur ekki einu sinni dreymt um það að ég mundi eignast barn…”
“En… hún er þín. Þú ert faðir hennar og þú verður að kynnast henni…”
“En hvernig?” spurði Severus. “Hvernig á ég að geta kynnst 10 ára gömlu barni sem faðir þess… Ég kann ekkert að vera pabbi!”
“Í fyrsta lagi eru ekki til skólar til að læra það að vera foreldri. Það er bara eitt af því sem maður verður að gera en ekki læra. Það kemur.”
“En Caitlin, hvernig á ég að kynnast henni?”
Severus leit ráðvilltur á Caitlin sem virtist ekki skilja spurninguna.
“Hvernig… með hvaða hætti á ég að kynnast henni?” umorðaði Severus sig svo.
“Meinarðu, ertu að tala um það hvernig þið eigið að tala við hvort annað og verja tíma saman?”
“Einmitt,” sagði Severus og brosti vandræðalega, “er það ekki eitthvað sem feður þurfa að gera?”
“Ja… þú getur byrjað á því að borða kvöldmat með okkur… annað slagið… og gert eitthvað saman sem…”
Caitlin leit flóttlega undan en hann botnaði setninguna fyrir hana:
“Sem fjölskylda?”
Caitlin kinkaði kolli og leit dapurlega á hann og taldi alla von úti um að hann samþykkti hennar helsta draum.
“Ég væri til í það,” sagði Severus hljóðlega. “Caitlin, fyrir nokkrum klukkustundum fékk ég að vita það að ég ætti dóttur sem ég hafði ekki séð og vissi ekkert af. Ég varð hræddur. Hræddur við það sem ég vissi ekkert um, hræddur við ást… hræddur við sannleikann. En Caitlin, ég veit hvað ég vil núna…”
Severus leit á hana og fór hjá sér. Hann hafði aldrei í lífi sínu ætlað að segja þetta. Hann hafði með tímanum gleymt henni og orðið af kaldhæðnislegri manneskju sem fyrirleit allt og alla og enginn var nógu góður til að sjá… sjá hinn raunverulega Severus Snape. Með tímanum hafði henn gleymt því hvernig hans eigið bros leit út eða hvernig hans eigin hlátur hljómaði. Hann sór þess eið að slíkt mundi aldrei gerast aftur því hver einasti dagur hafði verið kaldur og hver einasta nótt sem martröð. Hann vildi ekki lifa lífinu þanni glengur.
“Hvað er það sem þú vilt?” spurði Caitlin loks.
Severus svaraði ekki strax heldur stóð upp og gekk hægum skrefum til hennar og hjálpaði henni að standa upp úr djúpum hægindastólnum. Þau stóðu auglitis til auglitis og brostu til hvors annars… Tíminn virtist hætta að líða og þau voru bara ein saman, í þeirra eigin heimi.
“Ég… ég vil… þig.”
Severus kyssti hana létt á munninn og tók þétt utan um hana.
“Þýðir þetta… þýðir þetta að þú viljir vera hjá okkur?”
“Eins mikið og tíminn leyfir,” hvíslaði Severus og brosti.