Minningar “… þú skalt ekki búast við að ég hylmi yfir með þér aftur, Harry. Ég get ekki þvingað þig til að taka Sirius Black alvarlega. En ég hefði haldið að það sem þú heyrir þegar vitsugurnar nálgast þig hefði meiri áhrif á þig. Foreldrar þínir létu lífið til að bjarga þér, Harry. Það er slæm leið til að launa þeim það – að leggja líf þitt í hættu fyrir poka af töfrabrellum.” Hann gekk á brott með kortið. Þegar hann var kominn fyrir næsta horn hvíldi hann ennið við kaldan vegginn. Þetta gat ekki verið að gerast, ekki NÚNA! Ekki ofan á allt annað. Weasley-tvíburarnir með þessa hrekki sem voru svo líkir þeirra, Harry, allar minningarnar í sambandi við hvert horn, Sirius, Gryffindorturninn, Harry, Severus sem var að reyna að láta reka hann, Sirius….
“Ræningjakortið. Ég sver upp á æru og trú að ég hef ekkert gott í hyggju,” hvíslaði Remus og brosti aðeins. Hann sá Hermione mæta drengjunum. Depillinn hennar var lítill, hún var greinilega leið. Hvað skyldi hafa gerst? Hann hlyti að komast að því seinna bara. Núna ætlaði hann hins vegar að rifja upp ævintýrin sem hann hafði lent í þegar hann var Vígtönn. Vígtönn… Vígtönn, Ormshali, Þófi og Horn. Þetta hafði verið yndislegur tími! Hann flýtti sér í herbergið sem hann var með í Hogwartsskóla og settist á rúmið með heitt súkkulaði.

“Það fyrsta sem mér dettur í hug ef ég heyri Remus Lupin,” hafði Lily eitt sinn sagt, “er súkkulaði!”
“Nú? Mér dettur í hug Sælgætisbaróninn,” svaraði Sirius glottandi.
“Mér dettur í hug strákur sem er of gáfaður og borðar það mikið súkkulaði að það er enn furða að hann sé ekki að deyja úr spiki. En þú stundar næturæfingar, svo að það er allt í lagi,” sagði James og glotti.


Þau höfðu skellt upp úr við þetta. Góðir tímar það. Ah, þarna var leynigangurinn bakvið veggteppið af kentárnum á 5.hæð. Það voru skemmtilegar minningar. Þar höfðu hann, Þófi og Ormshali séð James kyssa Lily í fyrsta sinn. Þótt að þetta væri sennilega ekki fyrsta skiptið hjá þeim. Þau höfðu verið saman í tvær vikur eða eitthvað álíka þegar afgangurinn af skólanum komst að því. Jafnvel kennararnir höfðu talað um það.
“Mér hefði aldrei grunað að ÞAU ættu eftir að lenda saman. Það hefði ekki komið mér á óvart ef það hefði verið Remus sem hefði endað með Lily, en ekki James Potter!” hafði McGonagall sagt. Remus hafði heyrt þetta því að hún hafði sagt þetta á Quidditchleik, og hann hafði verið að skila henni bók sem hann hafði fengið lánaða. Og, alveg óvart, heyrt samræður kennarana.
Hm… inngangurinn inn í Sælgætisbaróninn! ÞAÐ var gaman. Kannski ætti hann… nei, hann var heiðarlegur núna! Hann færi ekki inn í búðina þaðan og stela einhverju. Hann gæti kannski labbað inn, keypt eitthvað og farið svo leynileiðina aftur í skólan, en… tja, það skipti engu. Hann myndi í það minnsta ekki stela einhverju þarna. Alls ekki. Hann tók aftur fram sprotan sinn og beindi honum á kortið.
“Stjörnuturninn,” sagði hann. Eitt af leyndarmálum Ræningjakortsins, maður gat beðið um að sjá ýmis herbergi nær. Stjörnuturninn færðist nær og nær. Haha! Þarna var þetta! Uppáhaldsleynileið Þófa; leiðin inn í stjörnuturninn! Hann hefði getað gengið þessa leið í myrkri eftir að hafa farið þangað með allar þessar stelpur síðan hann var 15 ára… sjarmakóngurinn Sirius Black! Þvílíkur kjáni.

“Og næsti viðkomustaður… ævintýri!” hrópaði James og umbreyttist í hjörtinn. Hann tók stökk inn í skóginn.
“Strákar, ekki fara svona hratt! Ég er rotta, þær hlaupa hægt!” kallaði Peter. Svo yppti hann öxlum og fór af stað á eftir vinum sínum. Sirius glotti. Jafnvel sem hundur var hægt að sjá að hann væri að glotta! Ótrúlegur.
“Vígtönn, komdu!” kallaði hann, eða gelti frekar.
“Ég er að komaaa!” spangólaði ‘Vígtönn’ á móti. Svo hlupu í Forboðna skóginum rotta, varúlfur, hundur og hjörtur…


Ef einhver hefði litið inn í svefnherbergi Remusar Lupins á þessu andartaki hefði sá hinn sami séð hann liggja samanhnipraðan í rúminu sínu haldandi í pergamentsnepil eins og líf hann lægi við. Bara í þetta skipti var hann að halda í minningu, minningu sem hann vildi muna þangað til hann myndi deyja. Svo opnaði hann tárvot augun. Hann gæti ekki haldið svona áfram. Hann yrði að eyða kortinu! Hann stóð snöggt upp og tók sprotan sinn. Síðan kveikti hann í arninum og gekk að honum með kortið í útréttri hendi.
“Í minningu Þófa, Horns, Ormshala og Vígtannar,” hvíslaði hann. Svo gerði hann sig tilbúin til að sleppa kortinu og láta það svífa í eldinn og eyðileggjast að eilífu….. en það tókst ekki! Það var eins og það væri búið að græða sig við hann.
“Slepptu Remus! Núna!” hvíslaði hann. Svitadropar fóru að leka niður ennið á honum. En, kortið neitaði að fara. Það voru of margar minningar, góðar og slæmar, sem voru í því. Minningar af James og Lily að rífast, öskra eða kyssast, minningar af Siriusi þegar hann gerði sig af fífli (sem var nú ekkert óalgengt…) og minningar af honum og Peter þegar þeir laumuðust í bókasafnið til að stela bókum….
Og allir staðirnir sem þeir hefðu eytt kvöldunum á. Aðallega í eftirsetum!

“Sirius Black, það eru tveir DAGAR síðan jólafríið hætti, og hvað? Við erum í eftirsetu!”
“Strákar, þetta er bara í mér! Ég get ekki gert að þessu,” sagði Sirius afsakandi. James ranghvolfdi í sér augunum.
“Ég ætlaði að njósna um Evans í kvöld! En neeeei, núna get ég það ekki út af ÞÉR!” sagði hann reiður.
“Ó, frábært. Ég sem hélt að þú eyddi kvöldunum með öðrum stelpum en ekki hlaupandi á eftir rauðkunni,” sagði Sirius og hélt áfram að skrúbba klósettsetuna.
“Þófi, mér LÍKAR-VEL-VIÐ-HANA! Þótt að þú hafir sofið með hverri einustu stelpu í árganginum þá þýðir það ekki að ég sé þannig líka. Ég vil bara Lillian Evans og búið,” svaraði James.
“James, þegiðu bara. Ég er kominn með nóg af þessu tali um Lily, og hún líka held ég,” stundi Remus og hvíldi ennið í lófanum á sér.
“Hún er fyndin, hún er klár, hún er sæt, hún er með fallega græn augu, hárið á henni er áreiðanlega mjúkt og yndisleg lykt af því, hún er með þúsund freknur um sitt fallega andlit, það er jafnvel ein við efri vörina á henni. Og varirnar á henni! Eldrauðar og…”
“ÞEGIÐU!” öskruðu Remus og Sirius. Peter glotti bara.


“Slepptu því. Láttu það fara,” hvíslaði prófessor Lupin. Kortið var mun nær eldinum en fyrr. Ef það færi aðeins lengra myndi það sennilega fá glóð á sig og smám saman brenna upp.
“Núna!” muldraði hann aðeins hærra. En skyndilega var eins og líkami hans hefði fengið sjálfstæðan vilja; hann rétti sig upp og lét kortið varlega á skrifborðið sitt. Svo settist hann í rúmið og stundi. Af hverju hann? Hafði hann ekki gengið í gegnum nóg nú þegar? Hann var varúlfur. Bestu vinir hans höfðu dáið þegar þau voru rétt svo tvítug. Og það út af hans og þeirra besta vini. Sem hafði líka drepið enn einn vin hans.
Allt út af Siriusi Black. Remus Lupin átti enga vini út af Siriusi Black, fyrrverandi vini hans. Fyrrverandi, ójá! Hann yrði ekki aftur vinur hans! Aldrei… það gæti ekki gerst nema fyrir kraftaverk. Einmitt. Ekki nema fyrir kraftaverk. Mikið kraftaverk…



Hvernig var? Ég fékk hugmyndina eftir að hafa séð myndina sem ég sendi með (það er ótrúlegt hvað kemur í hausinn á mér við það að sjá eina mynd!) og byrjaði á þessu fyrir löngu en nennti aldrei að senda inn. Þið getið litið á þetta sem bót fyrir að 15.kafli í Auga Eilífðar sé ekki kominn.