Hann minnti mig á lítinn strák þegar hann hló og þótt að ég hafði fyrir löngu bannað mér að hugsa svona langar mig alltaf til að vera nálægt honum þegar hann hlær. Bara vera nálægt honum. Og kannski reka fjórða árs stelpurnar í burtu.
“Heyrðirðu þetta Evans?” James Potter leit á mig og allt andlitið glóði bókstaflega af gleði
“Nei.” Ég hristi hausinn þurrlega áður en ég sneri mér aftur að töfradrykkjaritgerðinni minni. Hún var bara hálfkláruð og ég þurfti að skila henni á morgun. Ég grúfði mig oní hana til þess að þurfa ekki að sjá James lengur. Jafnvel þótt að hann væri sætur og stundum vingjarnlegur og fínn strákur var það eitthvað inní mér sem bannaði mér að hugsa um hann. Ef ég yrði hrifin af honum myndi það bara gera hann ennþá montnari og sjálfselskari.
Ég leit yfir á Remus Lupin.
Hann var, eins og ég, að skrifa ritgerðina. Hann sat við eldinn, beygður yfir stórri bók og einu hreyfingarnar hans voru þegar hann teygði sig í fjaðurstafinn sinn til að hripa niður settningar. Fíngert andlitið var einbeitt og á milli augnabrúnanna var lítil hrukka.Ég gat ekki annað en brosað. Eitthvað við hann var svo viðkvæmt og fallegt. Uppá síðkastið hafði mér fundist eins og eitthvað væri að. Líklega er það samt bara ýmindun.
Allt í einu var það eins og hann tæki eftir því að ég starði á hann. Hann leit upp og þegar ég mætti fallegu augunum hans brosti ég. Dauflega auðvitað, annað þorði ég ekki. Hann brosti til baka og maginn á mér fór ósjálfrátt í kollhnís. Andartak horfðumst við bara í augu og það andartak var eins og eilífð fyrir mig. Svo tók ég eftir því að það var óvenju þögult í herberginu. James var hættur að tala og horfði núna á okkur.
Ég gretti mig pirruð framan í hann og Remus ypti öxlum afsakandi. James leit snögglega undan.
“Jæja stelpur, eruð þið ekki hressar?” hrópaði James svo hátt og snjallt að bara Lupin heyrði vonbrigðin í röddinni.
Born to talk - forced to work