Jæja… loksins kemur hinn langþráði eða ekki langþráði kafli… Vonandi er hann nógu góður, það tók mig eilífð að skrifa hann!
Þar sem ég er á fullu að gera allt þá mun líða aðeins lengra á milli kaflanna en venjulega… en það er kannski betra, svo að maður farir ekki ekki tómt rugl…
danke!
3. kafli
Caitlin gerði ekkert það sem eftir var dagsins nema að stara áfram. Tóm, loksins hafði hún fengið svari fyrir því sem hún hafði beðið eftir síðastliðin tíu ár eftir. Það að fá að hitta hann og sjá að honum var sama. Sama um allt sem hann átti og … sama um hana. Hún heyrði Brielle koma fram úr herberginu sínu og læðast inn í eldhús og fá sér vatn. Caitlin tók eftir því að hún staldraði við.
“Brielle, farðu inn til þín!” náði Caitlin rétt svo að hrópa á hana en færði sig ekki.
“Hvað heldurðu eiginlega að sé að þér!” spurði Brielle. Hún horfði á mömmu sína sitja og gera ekki neitt, bara stara áfram.
“Heldurðu virkilega að… ÉG HATA HANN!”
“Brielle, hann getur ekki gert af því hvernig hann er,” hvíslaði Caitlin tónlaus. “Hann er bara svona og fyrirgefðu.”
“Mamma,” hvíslaði Brielle, “þarf hann endinlega að vera pabbi minn?”
“Því miður elskan,” sagði Caitlin eftir langa og óbærilega þögn. “Fyrirgefðu mér… hann átti aldrei…. þú áttir aldrei… æi… ”
“Ertu að segja að ég hafi aldrei átt að verða til…” hvíslaði Brielle bitur og klemmdi saman varnirnar. “að ég sé ekkert…”
“Brielle! Ekki einu sinni hugsa svona!” sagði Caitlin með kökkinn í hálsinum og snéri sér við í fyrsta skipti síðan Brielle kom inn í stofuna. “Ekki einu sinni láta þér detta þetta í hug…”
“Hvað þá?” spurði Brielle og krosslagði hendur. “Hvað annað á ég að halda? Faðir minn hatar mig, neitar mér. Þú hefur varla tíma fyrir mig…”
“Brielle!” sagði Caitlin núna nánast með tárin í augunum. “Það besta sem hefur gerst síðan… það besta sem hefur gerst alla mína ævi er að þú hafir fæðst! Það er mér ekkert mikilvægara en þú! Það að þú sér hamingjusöm og þér líði vel”
“Mamma, hvernig í ósköpunum á ég að vera hamingjusöm og líða vel þegar ég veit að pabbi minn hatar mig? Þegar ég fæ ekki einu sinni að hitta pabba minn!” Brielle sýndi engin svipbrigði en Caitlin vissi innra með sér að hún gréti bak við brynjuna.
“Brielle, það er nú talsverðar líkur á því að þú fáir að kynnast föður þínum á komandi ári…”
“Hvernig þá?” spurði Brielle höstuglega. “Ég verð send í burtu er það ekki? Ég einhvern Worgtharts!”
“Þar munntu kynnast honum,” sagði Caitlin hljóðlega og laut höfði. “Í Hogwarts.”
“Hve… Hvernig þá?” spurði Brielle varlega eftir nokkra þögn. “Hvernig getur það verið! Ég vil ekki hitta hann!”
“Brielle, þér hefur verið boðið í galdraskóla. Hogwarts. Pabbi þinn er galdramaður,” Caitlin laut höfði.
“Galdraskóla…” Brielle virtist frá sér numin og saklaust yfir andlit hennar, sem fyrir stundu hafði verið fullt biturð, færðist nú yfir bros. “Þú ert að grínast er það ekki?”
“Nei, því miður.”
“Frábært!” sagði Brielle og brosti upp undir eyru. “Hvenær fer ég?”
“Skólinn byrjar 1. september,” sagði Caitlin hljóðlega. “En það þýðir auðvitað að þú yrðir að fara héðan og vera á heimavist.”
“Það… það væri allt í lagi,” sagði Brielle varlega. Hún vissi ekki hvernig mamma hennar mundi taka þessu, hvort hún myndi brotna niður eða vera ánægð. “Ég mundi alveg vilja fara ef þú mundir leyfa mér það.”
“Þú mátt fara,” sagði Caitlin, en var greinilega ekki ánægð með það. “Bréfið er þarna á gólfinu. Taktu það og farðu með það upp til þín. Mér þætti fínt að vera ein í smá stund.”
Á auga bragði var Brielle komin upp í herbergið sitt, spennt yfir þessum nýju upplýsingum. Caitlin hélt aftur á móti áfram aðgerðarleysinu.
***
Severus stóð fyrir framan múrsteinshúsið, sem hann hafði fyrir stundu rokið út úr, veltandi fyrir sér hvort hann ætti að fara inn. Hann tók sig loks á og bankaði laust á hurðina. Eftir smá stund heyrði hann hreyfingu fyrir framan dyrnar og loks birtist Caitlin í dyragættinni.
“Hvað… hvað ertu að gera hérna?” spurði Caitlin furðulostinn.
Severus laut höfðu og sagði ekkert. Hann skammaðist sín.
“Farðu,” bað Caitlin vinsamlega. “Farðu, þú átt ekkert að vera hérna.”
“Bíddu,” sagði Severus og steig inn í dyragættina svo að hún gæti ekki lokað. “Leyfðu mér að útskýra.”
“Útskýra hvað?” spurði Caitlin vonleysislega. “Það að þú trúir ekki á dóttur þína og sért of sjálfselskur til að geta viðurkennt hana. Hefurðu einhverja hugmynd hversu leið hún er akkúrat núna?”
“Caitlin, fyrirgefðu mér…”
“Hvernig á ég að geta fyrirgefið þér?” spurði Caitlin með tárin í augunum. “Hvernig í ósköpunum! Veistu ekki hvað þú hefur gert mér? Hvert einasta sinn sem ég fór út um hússins dyr leitaði ég af þér! Var alltaf með augun opin í þeirri von að ég mundi sjá þig! En svo birtistu hérna, nánast fyrir framan nefið á mér og ég kemst að því að þú villt ekkert með mig hafa! Farðu…”
Caitlin hágrét nú fyrir framan hann og átti erfitt með að koma orðunum út úr sér.
“Farðu bara…”
“Caitlin, ég vil ekki fara,” sagði Severus og kyngdi. Þetta var erfiðara en það virtist vera í fyrstu.
“FARÐU BARA! DJÖFULSINS HELVÍTIS…” Caitlin réðst á hann og gerði tilraun til að slá hann, en Severus tók bara í hana og hélt höndum hennar niðri í þeirri von að það myndi róa hana.
“Þetta er í eina fjandans skiptið sem ég er að reyna að vera vinsamlegur! Reyndu að notfæra þér það,” sagði Severus og hélt henni niðri svo að hún mundi ekki gera eitthvað óskynsamlegt eins og að reyna að slást við hann.
“Ég hlustaði á það áðan! Ég hlustaði!” kjökraði hún í gegnum tárin. “Og veistu hvað ég heyrði? Að þú ert sjálfselskt fífl sem er ekki…”
“Caitlin!” hrópaði Severus, “Gerirðu ekki grein fyrir því hvað ég er að reyna að fara að segja!?”
Caitlin var hætt að gráta en þess í stað starði hún skelfingu lostin á fölt magurt andlit hans þar sem reiðin skein úr augum hans.
“Mig langar…,” hvíslaði Severus eftir nokkra þögn. Hann hélt enn fast í hana þó að það væri líklegast að hann gerði sér ekki grein fyrir því. “Leyfðu mér að fá að kynnast þér… og henni…”
Caitlin horfði agndofa á hann, ekki alveg viss um að hún hafði heyrt rétt. Severus sleppti takinu og tók nokkur skref frá henni og tók ósjálfrátt um höndina, þar sem merkið var.
“Ég hef… alltaf verið einn,” hvíslaði Severus og horfði varfærnislega á hana. “Fyrirgefðu mér…”
“Hvernig veit ég hvort að ég get treyst þér?” spurði Caitlin svo hálfs hugar.
“Þú getur ekki treyst mér,” sagði Severus og laut höfði. Hann vissi að hann var að fara algjörlega þvert á við stefnu Reglunnar. Hann vissi alveg hvað það var sem hann mátti ekki gera. “Þú mátt ekki treysta mér…”
Caitlin var alveg að honum og lagði hönd sína á vanga hans. Þau horfðust í augum um stund.
“Lofaðu mér bara því að þú svíkir okkur ekki,” sagði Caitlin og andaði djúpt, “og lofðu mér að þú munir aldrei leggja hönd á okkur eða…”
“Ég lofa,” sagði Severus og strauk henni um vangann. Áður en þau vissu af höfðu varir þeirra mæst í innilegaum kossi, þarna í kaldri forstofunni.
“HVAÐ ERUÐ ÞIÐ AÐ GERA!” hrópaði Brielle. Severus og Caitlin hrukku við og horfðu vandræðalega á hvort annað og Brielle til skiptist. “Hvað ert þú eiginlega að gera!?”
“Brielle hlustaðu aðeins…”
Hún ansaði ekki við beiðni móður sinnar um hlusta heldur rauk af stað upp í herbergið sitt.
“Brielle!” hrópaði Caitlin á eftir henni en snéri sér svo að Severusi, “Bíddu aðeins… komdu bara inn fyrir…”
Caitlin gekk rösklega upp stigann að herbergi Brielle og bankaði fast á hurðina.
“Brielle opnaðu!” hrópaði Caitlin og barði á dyrnar í þeirri von að hún mundi opna. “Brielle, gerðu það opnaðu svo að ég geti talað við þig!”
“Ég… vil… EKKI TALA VIÐ ÞIG!” öskraði Brielle í uppnámi.
“Talaðu við mig!” bað Caitlin og barði í hurðina. “Gerðu það, opnaðu…”
Brielle opnaði dyrnar hikandi leit á mömmu sína sem stóð í dyragættinni algjörlega ráðvillt. Tárin runnu hægt niður rjóðar kinnar Brielle sem voru vanalega fölar því þær náðu aldrei neinum lit í sólinni, og lítill kroppurinn skalf og inn á milli komu ekkasog.
“Brielle! Þú þarft ekki að taka þessu svona nærri þér!” sagði Caitlin og faðmaði dóttur sína að sér. “Það er ekkert sem þú þarft að hugsa um, þetta kemur þér ekkert…”
“Nei, þetta kemur mér ekkert við, er það?” spurði Brielle og losaði sig úr faðmlaginu. Hún hafði náð að róa sig niður á mjög skömmum tíma.
“Jú, þetta kemur þér við bara…” Caitlin vissi greinilega ekki hvað hún ætti að segja næst svo að Brielle tók orðið.
“Ég hata hann!” sagði hún og krosslagði hendur.
“Hvað er það sem þér er svo illa við?” spurði Caitlin og reyndi að brosa uppörvandi. “Við hvað ertu hrædd?” bætti hún við í aðeins
“Ég…”
“Það er allt í lagi Brielle, ég mun ekkert gera,” sagði Caitlin og tók um smáar hendur hennar. “Hvað er það sem þú ert hrædd við?”
“Ég er hrædd um að hann taki þig,” hvíslaði Brielle að mömmu sinni og leit á hana. Henni var full alvara. Caitlin ákvað að stilla sig um að fara að hlæja af barnalegum tilburðum hennar. Hún var barn, aðeins tíu ára.
“Brielle, þú þarft ekkert að vera hrædd. Hann er ekki vondur…”
“Mamma, hann er víst vondur. Ég heyrði það! Ég hata hann!” hvíslaði Brielle og horfði með stórum augum á mömmu sína.
“Brielle, stundum þarf pabbi þinn að gera hluti, sem ja… þeir virðast kannski ekki vera þeir réttustu í þeirri stöðu sem hann er í, en Brielle, hann er samt pabbi þinn.”
“En mamma, þú veist það vel…”
“Brielle, ég lofa þér því, hann mun ekki gera þér mein. Þið munuð verða vinir. Ég veit það…”
“Mamma! Mig langar ekkert til að kynnast honum!” Brielle var komin með grátstafi í kverki og stappaði niður fótunum til að gera mál sitt skýrara.
“Brielle, núna skaltu haga þér eins og manneskja og hlýða mér! Núna átt þú að fara niður og heila pabba þínum. Hann er kannski svolítið,” Caitlin gerði hlé á máli sínu. Var rétt að segja “hræddur” við hana? “Hann er svolítið… skiptir ekki máli elskan. En gerðu það fyrir mig. Farðu með mér niður og segðu hæ við pabba þinn. Svo máttu fara og… eldaðu eitthvað gott fyrir okkur í kvöldmatinn og…”
Brielle horfði á móður sína með stórum augum en sagði ekki neitt. Caitlin, sem hafði staðið á hnjánum, stóð upp og tók í magra hönd dóttur sinnar og leiddi hana niður í stofuna þar sem Severus beið, labbandi fram og aftur, bítandi í vörina sem var hvít af blóðleysi.
“Hæ,” sagði Severus hljóðlega og virti fyrir sér mæðgurnar.
Það brutust fram einhverjar óútskýranlegar tilfinningar þegar hann horfði á dóttur sína. Eitthvað sem hann hafði aldrei fundið fyrir áður. Það var eins og hann þekkti stelpuna eins og hún væri eitthvað sem hann vildi að ekkert kæmi fyrir… eins og hún væri brothætt.
“Hæ,” svaraði Brielle óskýrt og reyndi að fela sig eins mikið á bak við Caitlin eins og unnt var.
“Viltu ekki fara inn í eldhús og gera kvöldmatinn tilbúinn?” bað Caitlin dóttur sína lágt um að gera.
Brielle hlýddi og gekk, að því virtist fegin í burtu frá þeim.
“Severus,” Caitlin gekk nær honum og fékk sér svo sæi í öðrum hægindarstólnum.
“Hvernig er þetta hægt…” hvíslaði Severus og fékk sér sæti á móti sér.
“Hvað?” spurði Caitlin, með full skörpum tón og leit á hann. Hún hélt að hann ætlaði að gugna aftur.
“Þetta,” sagði Severus lágt, “að hún skuli vera til.”
“Allt er hægt…” Caitlin renndi fingrunum í gegnum hárið. Severus virtist vera í hálfgerðu sjokki. Hann fann til í höndinni. Hinn myrki herra var að kalla á hann.
“Caitlin,” sagði Severus mjög lágt, “það er svolítið… ég verð að fara.”
Sársaukinn var orðinn það mikill að hann átti erfitt með að standast hann.
“Af hverju?”
“Hann… er að kalla á mig,” sagði Severus og stóð upp. “Mér þykir þetta mjög leitt, en ég verð að fara…”
“Þú kemur aftur er það ekki?” spurði Caitlin og leit á hann með stórum augum.
“Ég reyni,” sagði Severus lágt og brosti blíðlega til hennar.
“Þú kemur…” Caitlin sá að það var tilgangslaust að klára setninguna þar sem hann var þegar farinn.
“Hann kemur ekki aftur,” sagði Brielle sem stóð í dyragættinni með krosslagðar hendur, of fullorðinsleg á svip fyrir þennan litla líkama. “Þeir koma aldrei aftur.”
—
Fantasia