2.kafli- Gríman

Nicholas stóð í efsta stigapallinum sem lá niður í danssalinn,, ásamt Rubert og Mariu. Hann var innilega glaður fyrir hönd vinar síns að hafa loksinns fundið sér konu sem hann elskaði. Hann leit yfir salinn, yfir hundrað manns, öll klædd í fagurlega skreytta grímubúninga. Hann andaði djúpt áður en hann gekk hægt niður stigann. Innan um alla þessa búninga var erfitt að átta sig á því hvort hann þekkti einhvern. Hann sá Georg Huffelopp, sem í kvöld var hann klæddur sem dreki, enda hafði hann altlaf verið frekar sérstakur. Nicholas mundi eftir því að hafa frétt að galdramálaráðuneytið hafði víst oftar en einu sinni þurft að fjarlægja stórhættuleg drekaegg og dreka unga af heimi hans. Rubert og Nicholas fylgdust með dansinum í þögn meðan Maria fór að blanda geði við fólkið.Þeir stóðu saman og horfðu á dansinn í þögn.

Skyndilega tók Nicholas eftir konu sem skar sig úr hópnum. Hann gat ekki tekið augun af henni. Hún var klædd í skykkju úr efni, sem var varla hægt að lýsa með orðum en litablærinn minnti á eldstungur. Hárið var fagurlega uppsett, með löngum eld rauðum fjöðrum til skrauts.Nicholas hallaði sér að Rubert um leið og hann benti á hana og spurði hver konan væri. Rubert beindi sjónum sínum að henni og saman stóðu þeir og horfðu á konuna. “Ég bara hef ekki hugmynd um það” Rubert var hissa á svip, “ég kannast ekkert við hana.”

Nicholas kláraði kampavínið í sama mund og hljómsveitin skipti um lag. Hann kannaðist við þetta lag, töfravalsinn. Nicholas dróg djúpt að sér andann og steigá dansgólfið.Hann vissi ekki hvað var hlaupið í hann, hann sem alltaf hélt sig til hlés gekk nú í átt að ókunnri konu og var á leið að bjóða henni upp í dans. Nicholas var kominn alla leið, hann hneigði sig og bauð henni uppí dans. Hún hló dillandi hlátri um leið og hún tók í hönd hans..Nicholas fann að hjartað var komið á fullt. Áður en hann vissi af voru þau á fleygiferð um allan sal, ásamt fleiri pörum, í töfrandi valsi.

Þrem lögum seinna tóku þau sér pásu og gengu út í garð sem umkringdi húsið.
“Hvað heitið þér?” Nicholas leit á hana um leið og hann spurði.
“Alise Jhonathon, og þú ert?” hún brosti sakleysislega um leið og hún spurði.Nicholas var ekki lengi að svara,
“Nicholas de Mimsy-Porpington, og það er mér heiður að kynnast þér frú Herloby.” Hann hneygði sig aftur og kyssti á handarbak Alise.
“Ungfrú, það er ungfrú Herloby en þú mátt kalla mig Alise.”
Skyndilega var þögnin rofin af lúðrþyt sem kom innan úr salnum svo þau gengu aftur að húsinu. Nicholas sneri sér við til að kveðja Alise enþegar hann kom inn í salinn, en hún var þegar horfin.

Hann leitaði Rubert uppi og í sama mund og hann fann hann gekk lítill maður í rauðum og silfruðum búningi fram á efasta þrep stiganns. Hann tók sér stöðu og tilkynnti hátt og snjallt komu gestgjafans.

“Það er mér heiður að tilkynna,” maðurinn ræskti sig, “komu veisluhaldarans og hans nánustu.” Fólksfjöldinn klappaði og Nicholas klappaði með. Einn af örðum gengu þessir háttvirtu gestir inn, þar til að lokum sjálfur baróninn kom.

“Og nú, elsti sonur okkar háttvirta veisluhaldari, Baróninn Don Jhonathon, ásamt unnustu sinni Emmeline Cubitt, og er þessi dansleikur einmitt haldinn til heiðurs trúlofun þeirra.” Litli maðurinn gekk úr stiganum og efst birtust þau saman, Baróninn og Lin. Hann þekkti hana varla, hún var svo breytt. Hún var ekki þessi saklausa Lin sem hann hafði þekkt, þarna stóð fullorðin kona, fullviss um stöðu sína í þjóðfélaginu.

Allir klöppuðu, eða næstum allir, Nicholas stóð hreyfingarlaus og starði á þau ganga niður stigann. Emmeline tók skrefin af svo miklum þokka, þetta var eiginlega um of. Hún var eins og drottning, eða kannski betur við hæfi að segja barónessa. Þess full viss hvar í þjóðfélaginu hennar titill var. Hún var klædd sem páfugl, Nicholas hafði aldrei sér hana fegurri, en ósjálfrátt stóð hann sjálfan sig að því að bera hana saman við Alise. Hvað hafði annars orðið um hana?

Dansinn var byrjaður aftur, Nicholas leit í kringum sig, skimaði eftir því hvort hann kæmi auga á Lin, eða Alise, einhverstaðar í mannfjöldanum. Þarna var hún, Emmeline, æskuástin hans. Hann stappaði í sig stálinu og gekk hægt af stað, gekk til hennar.

***

Emmeline gekk niður stigann, hægt, hún var stolt. Hún sem hafði verið kvíðin fyrr um kvöldið, reið föður sínum fyrir að ætla kynna hana fyrir nýjum manni, og æf þegar hún heyrði búið væri að lofa hana honum. Nú var hún stolt, það var þú kostur að unnusti hennar væri virtur barónn. Og þetta myndarlegur! Svart liðað hár niður á axlir, og hún, verðandi barónessa.

Emmeline horfði yfir salinn með þokka, hjartað barðist í brjósti hennar. Þetta var erfitt, hún virkilega hreyfst af Don Jhonathon, en hún þekkti hann ekkert. Fjaðrirnar stungust inní bakið á Lin Hana langaði að æpa af sársauka en hvað gat hún gert þarna standandi í miðjum stiganum frami fyrir öllum? Hún setti upp “fjöldabrosið” eins og hún og systur hennar höfðu kallað það þegar þær voru yngri. Brosið sem allir áttu að sjá alltaf, sama hvort þær voru í skapi til að brosa eður ei.

Skyndilega kom óróleiki á fólkið, allir byrjuðu að iða og benda, hún vissi ekki hvað var að ske. Hún sá að Don sné ri sér við og áður en hún náði að snúa sér við og líta alla leið upp heyrði hún litla manninn sem hafði kynnt komu þeirra ræskja sig órólega.

“Það er mér heiður að kynna komu, kynna komu,” hann ræskti sig aftur órólega og tók sig saman í andlitinu, “það er mér heiður að kynna komu Alise Jhonathon, eldri dóttur okkar göfuga gestgjafa Arnolds Jhonathon, en hún hefur verið erlendis undanfarin ár við rannsóknir á…”
Honum tókst ekki að klára setninguna. Hálf kæft óp heyrðist úr salnum og uppi varð fótur og fit.

“Hvernig í fjá-“ Rubert kláraði ekki setninguna heldur sneri sér að Nicholasi, “Engin furða ég skuli ekki hafa þekkt hana! Ég hélt að enginn hér inni hafði búist við að sjá hana aftur nálægt föður sínum!”

Nicholas varð undrandi.,
“Af hverju ekki? Það er nú ekki eins og það sé hættulegt að vinna erlendis er það?” hann horfði spyrjandi á Rubert, sem svaraði strax:
“Nei, en málið er það að hún átti að giftast, giftast háttsettum manni hérna í bænum, en hún stakk af viku fyrir brúðkaupið, skildi eftir skilaboð um hún væri farin úr landi til að rannsaka fuglinn fönix. Þetta varð eitt stærsta hneikslis mál sem ég hef heyrt um lengi.”

Þeir sneru sér aftur að stiganum, hún var hálfnuð niður og var nú komin að Don Jhonathon og Emmeline. Það var allger þögn í salnum og gífurleg spenna myndaðist. . Skyndilega rétti Alise út útbreiddann faðminn og faðmaði bróður sinn.

Það var of mikið fyrir einhvern því skyndilega heyrðist öskur úr salnum, allir sneru sér við. “Hvernig dirfistu! Hvernig dirfistu að snúa aftur eftir það sem þú hefur gert þessari fjölskyldu! Og það á svo miklum gleði degi!”

“Sæl mamma, og ég þakka þér hlýjar mótökur” svipurinn á Alise varð harðu og kaldur í þann mund sem hún mætti móður sinni. Í salnum ríkti allger þögn og allir störðu á mæðgurnar mætast. “Þú hefur alltaf verið iðin við að bjóða fólk velkomið, sérstaklega ættingja sem hafa verið að heiman lengi. Er það kannski ekki ástæðan fyrir því að Adrian kom aldrei heim aftur?” Hún horfði með ásökun á móður sína og Nicholas skildi hún hafði sagt eitthvað hræðilegt því um allan sal greip fólk andann á lofti og beið þess sem verða vildi.

“Mamma, reyndu að geyma þetta. Geturðu ekki að minnsta kosti reynt að vera glöð yfir að hún sé komin aftur? Við höfum þegar misst Adrian að því sem virðist eilífu og svo þegar Alise snýr aftur heim tekur þú á móti henni sem einhver meiriháttar tröllskessa!” skyndilega stóð ung kona við hlið Alise og miðað við það sem áður hafði komið var hún yngri dóttir gestgjafanna. Hún var klædd sem, Nicholas var engan vegin viss hvað þetta átti að vera, svörtum kufli með stórri hettu, sem hún hafði reyndar tekið frá andlitinu eins og var. Það var ekki nóg, skyndilega tók hún upp sprota og beyndi að móður sinni, “Þú lætur systur mína vera.”

Nú heyrðust óp um allan sal, þetta virtist vera taka stefnuna á meiriháttar hneykslismál.
“Þú, þú!” Frú Jhonathon stóð orðlaus frammi fyrir dætrum sínum, ásamt öllum öðrum veislugestum, “Þú ert að hóta mér, hótar þinni eigin móður!”

“Nei mamma, ég er að segja þér að þú lætur Alise vera, og það eina sem þú virðist hlusta á er sprotinn.”