Harry er að leita að Nicolas Flamel og finnur hann síðan aftan á súkkulaðifroska kortinu stendur þetta:
"Dumbledore er einkum og sér í lagi þekktur fyrir að hafa sigrað galdramann myrku aflanna, Grindelwald, árið 1945, fyrir uppgötvun sína á tólf möguleikum til nýtingar drekablóðs og vinnu sína við gullgerðalist ásamt félaga sínum Nicolas Flamel"
Augljóslega er Rowling að beina athygli manns AF Grindelwald og AÐ Nicolas. Grindelwald var greinilega mesti galdramaður myrku aflanna fyrir 1945.
En ok, ef þið pælið í dagsetningunni…
Tom Riddle er á fimmta ári í skólanum árið 1942 (samkvæmt Nearly Headless Nick sem hélt upp á 500 dauðadag sinn sem tekur okkur til 1492, og aftur til ársins 1992), sem þýðir að hann útskrifaðist og fór að læra varnir gegn myrkum öflum árið 1944 samkvæmt dagbók Voldemorts sem lét Harry hverfa 50 ár aftur í tímann í Leyniklefanum, við það hlýtur Voldemort að hafa lifað þann tíma þegar Dumbledore sigraði Grindelwald ekki satt.
Það gæti verið að hann hafi þannig fengið áhuga á því að verða svona sjálfur, mesti galdramaður allra tíma. Og kannski þessvegna sem hann er svona hræddur við Dumbledore þar sem hann sigraði fyrrum myrkraherra.
Ég fann svo eitt á mugglenet um James og Snape. Í bókunum er sagt hversu heitt James hataði Varnir gegn myrkrum öflum-tímana frá fyrsta degi sem hann steig inn í skólann eins og Snape elskaði þá.
Strax þoldi James ekki Snape, útaf þessu sérstaklega, og það að Snape varð Death Eater mjög fljótlega.
En jafnvel þótt að James hataði VGMÖ þá hlýtur hann að hafa lært eitthvað áður en hann kom í skólann, en afhverju var hann þá svona leiðinlegur við Snape af því að hann elskaði myrkru öflin?
Lily og James börðust 3 sinnum við Voldemort og sigruðu hann, þar til þau voru endanlega sigruð fyrir 15 árum. Ef maður hugsar og veltir því fyrir sér af hverju þau áttu engan að og hversvegna Harry fór ekki til einhvers galdrafólks í ættinni…
gæti það þá hafa verið á tímum Grindelwalds, hafði kannski amma og afi Harrys dáið við að yfirbuga hann, frændur og frænkur o.s.fr. kannski er það þess vegna sem að James og Lily gengu í Fönixregluna til að yfirbuga Voldemort, þar sem Grindelwald hafði tekið allt frá þeim. Og kannski er það þess vegna sem James hataði myrkuöflin.
Svo eitt að lokum, þá sá ég upplýsingar um Bin prófessor. Eins og allir vita þá á hann að hafa dáið við arininn einn daginn og stígið upp sem draugur og mætt til að kenna.
Hann er búin að fræða krakkana um margt, sögur og sagnir um hitt og þetta. Kannski á hann eftir að koma meir við sögu í sambandi við þetta og koma okkar eitthvað á óvart.
En eins og maður segir, framtíðin er óljós :O)
Vonandi var eitthvað vit í þessu, hvað finnst ykkur allavega um þessa kenningu?
Vatn er gott