Enn einu sinni stendur Rowling í basli við að verja höfundarrétt sinn. Hér kemur frétt sem tekin er af fréttavef Morgunblaðsinns

Lögfræðingar JK Rowling, höfundar bókanna um Harry Potter, eru nú að kanna hvort teiknimyndasaga, sem birt er í bandarísku hernaðartímariti, brjóti gegn höfundarrétti hennar en söguhetjurnar á teiknimyndunum þykja minna helst til mikið á persónurnar í sögum Rowling. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Teiknimyndin, sem birt er í tímaritinu Preventive Maintenance Monthly sem dreift er í 100.000 eintökum, segir frá galdrastráknum Topper sem gengur í Mogmarts-skólan, vinkonu hans ungfrú Ranger og kennara þeirra prófessor Rumbledore.

Ken Crunk, ritstjóri tímaritsins, vísar því þá á bug að teiknimyndirnar brjóti gegn höfundarrétti Rowling þar sem myndirnar minni alls ekki á Harry Potter og vini hans.

Talsmaður Rowling segir hana hins vegar alltaf hafa tekið brotum gegn höfundarrétti sínum mjög alvarlega og að það sé því í athugun á hversu alvarlegar aðgerðir umrætt brot kalli.


Þetta er nú eiginlega svolítið mikið copy/paste að mér finnst, en minnir þó óneitanlega mikið á bókina/bækurnar sem gefin var út í Rússlandi. Um galdrastelpuna Tönju Grotter sem misst hafði foreldra sína í slysi sem hún mundi ekki eftir, var með galdraör á enninu, og gekk í galdraskóla sem ef ég man rétt var í kastala…hvað er eiginlega málið með að gefa út efni sem er svona beint frá henni :/ eitt að skrifa fanfic sér til gamans og geta höfundarinns…en að gefa út undir nýju nafni…það er allt annar handleggur don't you think?

Fréttina má finna hér