Rowling hefur sagt að “Blóð Prinsinn” sem nýjasta bókin heitir eftir sé hvorki Harry né Voldemort.
Hún hefur jafnframt sagt að stór persóna muni deyja í þessari nýju bók.
Og þá fór ég að pæla. Hver annar í Harry Potter heiminum er blandaður? Og svarið lá ljóst fyrir:
Hagrid, herrar mínir og frúr! Hagrid er blóð prinsinn, enda er hann næsta stærsta blendings-persóna í bókunum; hálfur maður, hálfur risi. Ég hef sérstaklega tekið eftir því að í “Rumours section” á síðunni sinni hefur Rowling ekki minnst einu einasta orði á Hagrid í sambandi við nýju bókina, en er mjög dugleg við að neita því að þessi og hinn séu þessi ákveðni “blóð-prins”.
Þá langar mig til að bæta við þessa kenningu mína fyrst ég er byrjaður; Ef Hagrid er þessi “blóð-prins” þá þýðir það að hann fær heila bók tileinkaða sér, eða svona mestmegnis (svona svipað eins og Sirius í Azkaban-bókinni). Ætli maður megi þá ekki gera ráð fyrir því að Hagrid fórni sér fyrir Harry í lok bókarinnar?
Jah, maður spyr sig!
Með kveðju
ÆÞB
P.S. Afhverju er Dobby ekki í skoðanakönnunninni “Hvern hatarðu mest?” Hann er alveg vita óþolandi!
—
Birt með fyrirvara um villur (ef einhver hefur t.d. komið með þessa kenningu áður, eða þá að Rowling hafi nýverið tekið sig til og neitað þessum orðrómi, en þá (auðvitað) verð ég alls ekki sáttur).
"