4. kafli, Hogwart
Konan fór með þau að bátum og sagði þeim að setjast í þá. Kate var í bát með Gunillu og Catharine. Bátarnir sigldu yfir gríðarstórt stöðuvatn og smám saman birtist kastali. Þegar þau komu inní kastalann þá komu þau inní stóran forsal en þar tók á móti þeim svarthærða konan sem var mamma Ricks. Hún tók til máls:
“ Góða kvöldið, ég er prófessor Malfoy, aðstoðarskólastjóri. Hér eru 4 heimavistir sem heita Ravenclaw, Hufflepuff, Slytherin og Gryffindor. Hér rétt á eftir á að flokka ykkur niður í heimavistirnar en þar sem þið eruð að fara að byrja á fyrsta ári á ég að vara ykkur við að nota galdra utan skólans vegna þeirrar stefnu sem muggarnir hafa tekið gegn göldrum. Þá er því lokið af svo fylgið mér.”
Hún gekk af stað og hópurinn fylgdi. Hún fór með þau inní lítið herbergi og sagði þeim að stilla sér upp í einfalda röð og bíða eftir sér. Á undan Kate í röðinni var rauðhærð stelpa. Þegar prófessor Malfoy kom til baka opnaði hún hurð, gekk á undan þeim út og þau komu inní stóran sal. Salurinn var lýstur upp með kertum sem voru ábyggilega mörg hundruð, ef ekki mörg þúsund. Kertin svifu um í lausu lofti og Kate gat ekki hætt að horfa á þau, því þau voru öll með mismunandi mynstrum og hún vildi ekki missa af neinu þeirra. Þegar hún leit upp þá tók hún líka eftir því að loftið á salnum var nákvæm eftirlíking himinsins úti. Undir kertunum stóðu fjögur langborð og þar sátu eldri nemendur skólans en borðin hefðu örugglega getað rúmað fjórðungi meira af krökkum. Fyrir framan langborðin stóð eitt borð þvert á hin borðin, en þar sátu kennararnir. Prófessor Malfoy stillti þrífættum kolli fyrir framan röðina og lagði gamlan hatt á kollinn og sagði:
“ Nú kalla ég ykkur upp eitt og eitt í einu, eftirnafnið fyrst, og þið mátið þennan hatt. Hann segir ykkur í hvaða heimavist þið farið í.”
Kate fannst frekar furðulegt að hatturinn gæti talað. Prófessor Malfoy kallaði fyrsta nemandann upp:
“Afternoon, Alan ”
Það leið dálítil stund þangað til hatturinn kallaði:
“Hufflepuff”
“Arinesk, Joanne”
“Gryffindor”
Kate var komin með hnút í magann. Hún leit að Gryffindorborðinu þar sem stelpan hafði sest. Kate var spennt að vita í hvaða heimavist hún yrði. Hún var langt frá því að vera viss í hvaða vist hún myndi lenda í. Hún hafði heyrt að Slytherin væri ekki góð heimavist en margir góðir og máttugir galdramenn höfðu komið úr henni. Amma Oliva sagði að það væru margir slægir og slæmir galdramenn kæmu úr vistinni en þó fólk lenti í einhverri annari vist væri það engin trygging fyrir að það væri gott. Til að lenda í Slytherin þurfti maður að vera komin/n af galdraættum. Þeir sem væru hreinræktaðir galdramenn fengu annarskonar uppeldi en þeir sem væru muggaættaðir í aðra eða báðar ættir. Þeir sem ættu mugga eða skvib að ættingja fengju að sjálfsögðu líka annað uppeldi. Að vissu leiti þá var valið á vistir eftir uppeldi. Það eru samt til undartekningar. Það væri í sjálfu sér ekkert skrítið þó hreinræktaður galdramaður af alveg hreinni galdraætt fengi uppeldi sem væri á móti muggaættuðu galdrafólki. Þetta allt sagði amma Oliva, reyndar var þessi kenning ömmu Olivu langt frá því að vera rétt en það datt Kate ekki í hug. Hún vaknaði upp af hugsunum sínum þegar prófessor Malfoy kallaði upp:
“Black, Gunilla”
“Slytherin”
Næst kom:
“Boot, James”
“Ravenclaw”
“Brown, Alexander”
“Ravenclaw”
Nú komu mikil fagnaðarlæti við Ravenclawborðið. Kate varð alltaf stressaðri og stressaðri. Hvað ef hún myndi lenda á vist með leiðinlegum krökkum..eða hinum krökkunum þætti hún leiðinleg. Eða þá að hún myndi standa sig illa í skólanum. Kate vissi að ef maður næði ekki prófunum eftir fyrsta ár kæmist maður ekki á annað ár heldur þyrfti maður að taka það fyrsta aftur. Ef illa færi myndi maður hætta í skólanum en það voru litlar líkur á því þegar galdrafólk var í útrýmingarhættu. Hún fór aftur að fylgjast með. Nú var hópurinn sem átti eftir að flokka farinn að minnka. Það var komið fram í F-ið. Það var verið að flokka Fionu Flash á vist en hún var flokkuð í Ravenclaw.
Kate fór aftur að hugsa. Henni hafði ekki líkað svo illa við Gunillu. Gunilla hafði verið flokkuð í Slytherin. Rick var líka almennilegur við hana. Hann hafði vonast eftir að fara Slytherin. Henni hafði ekkert líkað svo vel við Catharine eða Eric. Catharine minnti hana hálfgert á bolabít. Þegar hún brosti var eins og hún væri að bera tennurnar.(Það voru ýkjur en þegar hún brosti skein á nánast hverja einustu tönn og hún hafði svona oddhvassar tennur í neðri gómi á svipuðum stað og hundar). Hún leit upp og sá stelpu hlaupa í átt að Gryffindor borðinu. Stuttu síðar var kallað:
“Malfoy, Richard”
“Slytherin”
Jæja, hann komst þó allavega á Slytherin-vistina. Á eftir honum fór Ern McGonagall í Hufflepuff.
Kate reyndi að átta sig á í hvaða vist hún færi í. Afi spáði því að hún færi í Hufflepuff því hún var svo iðinn. Hún var líka þrautseig og gafst ekki strax upp. Hún hugsaði og hugsaði en komst ekki að neinni niðurstöðu. Það var verið að byrja á P-unum. Kate heyrði kallað:
“Patil, Hilda”
“Gryffindor”
“Pettigrew, Eric”
Hatturinn var lengi að hugsa sig um áður en hann kallaði:
“Slytherin”
Næst kom:
“Potter, Patrica”
“Hufflepuff”
Það voru fremur fá eftirnöfn sem byrjuðu á P. Kate sökkti sér aftur í hugsanir sínar. Hana langaði eiginlega ekki að lenda í Hufflepuff. Allavega höfðu krakkarnir í lestinni talað illa um þá vist. Hún hrökk upp þegar stelpan við hliðina á henni gaf henni olnbogaskot. Nafnið hennar hafði verið kallað upp. Margir glottu í salnum og Kate byrjaði að roðna. Hún settist á kollinn og prófessor Malfoy setti hattinn á hausinn á henni. Kate heyrði hvíslað í eyra hennar:
“Tonks.. ég hef aldrei sorterað neinn með því nafni en samt hafa margir ættingjar þínir farið á allar mögulegar vistir. Ég sé að þú ert seig og fljót að hugsa. Hefur gaman að reyna eitthvað sem er of erfitt fyrir þig. Þú ert fleiri gáfum gædd en þú veist um. Þú ferð í RAVENCLAW.”
Kate stökk upp af stólnum og rétti professor Malfoy hattinn. Hún labbaði að Ravenclawborðinu og settist á milli stelpu sem var líka á 1. ári og stráks sem var eitthvað eldri. Strákurinn byrjaði að tala við þær. Það kom í ljós að hann hét Dave Weasley og var á 3. ári. Hann var rauðhærður og sagði fyndna brandara. Stelpan hét Georgia Castle. Hún var þeldökk með dökkt sítt hár sem Kate öfundaði hana strax af. Georgia var líka frekar stór miðað við aldur(allavega stærri en Kate). Þegar flokkunin endaði á Etan Zoot sem fór í Gryffindor stóð maður við kennaraborðið á fætur. Hann tók til máls og sagði:
“Fyrir ykkur nýnemana þá heiti ég Owen Ravenclaw og er skólameistari”
Maðurinn var með sítt dökkgrátt skegg. Hann var þungbrýndur en leit samt ekkert óvinsamlega út. Hann hafði frekar stórt nef(Kate tók yfirleitt fyrst eftir nefunum á fólki).
Maðurinn hélt áfram:
“Ný hefst enn eitt skólaárið. Ég vil minna á að það er stranglega bannað að fara í forboðna skóginn. Við erum komin með einn nýjan kennara. Hann heitir Rubert Reality og á að kenna sögu galdranna.” Við kennaraborðið stóð maður upp og fólk klappaði fyrir honum. Prófessor Ravenclaw lauk við ræðuna sína með því að segja:
“ Þá er það ekki fleira að sinni.”
Hann klappaði saman höndunum og það kom matur á borðin. Kate virti fyrir sér manninn sem prófessor Ravenclaw hafði kynnt. Hann var dökkhærður og þungbrýndur en ólíkt prófessor Ravenclaw þá virkaði prófessor Reality óvinsamlegur svona þungbrýndur. Hann hafði líka svínsnef.
Kate byrjaði að borða. Hún hafði aldrei áður smakkað svona góðan mat. Þetta var jafnvel betri matur heldur en á Seiðpottinum. Kate byrjaði að tala við stelpuna við hliðina á sér. Stelpan var af muggaættum og hét Georgia (Kate hafði verið búin að gleyma því), þegar Kate komst að því að Georgia var af muggaættum byrjaði hún að útskýra fyrir henni margt um galdraheiminn. Hún útskýrði reglurnar í Quidditch fyrir henni og sagði henni frá fjölskyldu sinni. Georgia sagði henni líka frá sinni fjölskyldu. Í ljós kom að móðir Georgiu var dáin og pabbi hennar og hún bjuggu hjá föðurforeldrum hennar. Hún hafði ekki átt neina framtíðarmöguleika aðra en að verða þræll þangað til hún fékk bréfið sem bauð henni inngöngu í Hogwarts.
Eftir matinn kallaði strákur á alla fyrsta árs nema og bað þau um að fylgja sér upp í setustofu Ravenclaw. Hann fylgdi þeim um marga ganga og nokkur göng og stiga sem lágu upp og niður. Að lokum staðnæmdust þau þó fyrir framan marmarastyttu af rómverja. En hún hreyfði sig. Hún var uppi á lágum stalli sem var fastur við vegginn en Rómverjinn gat þó vel stigið ofan af pallinum. Hann leit mjög raunverulega út og skikkjan hans hreyfðist. Hann bað um aðgangsorð. Strákurinn sem hafði fylgt þeim upp sagði aðgangsorðið:
“Heil Sesar”
Veggurinn snerist og stoppaði á miðri leið svo það voru op sitthvorum megin við hann. Kate fór inn ásamt öllum öðrum. Þetta var þríhyrningslagað herbegi með bláum hægindastólum í. Yfir arninum var skjaldarmerki með Ravenclaw-erninum á. Í enda salarins var stigi sem lá upp. Strákurinn stoppaði fyrir framan stigann og byrjað að tala;
“Ég heiti Oliver Rubbish og ég er umsjónarmaður. Candy Heart, Gwen Philipps og Oliver Andersson eru líka umsjónarmenn hér og Ernie Shunspike og Alica Flash eru nemendaformenn, þau eru bæði í Ravenclaw. Við treystum því að þið farið eftir reglum og standið ykkur vel í að safna stigum fyrir Ravenclaw…”
Skelfilega hafði hann leiðinlega rödd. Hann hljómaði eins og gömul ryksuga. Kannski var það bara útaf því að þetta var einhver ræða sem hann var búinn að læra utan að.
“…og stúlknavistin upp til hægri”
Kate fór upp ásamt hinum stúlkunum. Þarna voru dyr með spjaldi utan á þar sem á stóð “Fyrsta árs nemar” Þær opnuðu dyrnar og þar fyrir innan voru tvær dyr sem voru númeraðar eitt og tvö. Kate og Georgia fóru innum dyr nr. 2. Þar voru 6 rúm og farangur hjá hverju rúmi. Þeirra farangur var ekki þarna svo þeir fóru inn um dyr nr. 1. Þar voru líka 6 rúm og farangur stelpnanna voru þar. Fyrir utan Kate og Georgiu voru þarna 4 stelpur. Þær byrjuðu að tala við hinar stelpurnar og komust að því að þær hétu Velma Wand, Fiona Flash, Cindy Heaven og Andrea Sky. Velma var af hreinni galdraætt. Hún var ljóshærð með freknur, grönn og meðalhá. Hún virtist feimin og hlédræg. Andrea var með dökkbrúnt hár og brún augu. Soldið bústin, ekki beint þybbin. Hárið hennar liðaðist langt niður á bak. Hún brosti dauflega. Cindy Heaven virkaði alls ekkert feimin. Hún var ljóshærð með hár næstum niður að öxlum. Hún var freknótt og lífleg. Fiona var lítil, Kate var hausinum hærri en Fiona og samt var Kate ekki stór. Fiona var snyrtileg, skolhærð með gráblá augu. Hún var með slétt hár aðeins niður fyrir axlir. Stelpurnar eyddu kvöldinu í að tala saman og kynnast betur. Þegar þær fóru svo að sofa þekktust þær allar mikið betur. Kate sofnaði þegar hún hugsaði um krakkana sem hún hafði verið með í skipinu og hvernig setustofa Slytherin liti út. Krakkarnir höfðu allir lent í Slytherin. Hún mundi samt varla hvernig þau litu út. Hún var nefnilega fljót að gleyma andlitum. Hún þurfti yfirleitt að sjá fólk þrisvar sinnum eða oftar til að muna andlitin hjá þeim. Hún myndi samt hver þau voru ef hún sá þau aftur. Mamma hennar sagði alltaf við Kate að hún þjáðist af skammtímaminnisleysi. Það var rétt hjá henni. Kate mundi t.d. nánast ekkert eftir skipsferðinni í augnablikinu.
Kate seig hægt og rólega inn í draumalandið.
Vona að ykkur líki..Ég lét lesa yfir stafsetninguna hérna.
Kv.Tinna Kristín