Jæja, hérna kemur hinn langþráði annar kafli af þessari sögu. Ég hef nánast verið í tvo mánuði að gera þennan kafla og vá! ég vona virkilega að hann sé nógu góður!
Og þetta sama og alltaf, skiljið eftir álit þó að þið viljið ekki viðurkenna að þið eruð forfallnir harry potter aðdáendur eða eitthvað:P Bara segið hreint út hvað ykkur finnst, því að þá mun ég gera mitt besta til að laga hluti eða bæta, halda þeim svipuðum eða eitthvað!
Jæja, vær så god!
2. kafli
Brotnir speglar
Severus fylgdist með Caitlin um stund. Hún var enn falleg. Rauða liðaða hárið féll henni rétt niður fyrir axlir en andlitið var þreytulegt. Stórir baugar voru undir augunum og áhyggjuhrukkurnar áberandi á enninu. Þegar hann gaut augum á lófa hennar sá hann hvernig áhyggjulínurnar voru skýrar og margar (eitthvað hafði hann þó lært í spádómsfræði…).
“Hérna,” sagði Severus örlítið vandræðalega. Hann hikaði smá en kom því loks upp úr sér sem hann ætlaði að segja, “Hvernig hafið þið haft það…?”
“Ja…” Caitlin hugsaði sig um í smá stund. Hvernig hafði hún haft það? Þetta var erfið spurning. “Við höfum haft það… við höfum haft það alveg sæmilegt.”
Severus sá að hún var að ljúga.
“Caitlin, í alvöru,” hann horfði alvarlega á hana. Caitlin brosti afskræmdu brosi eins og henni líkaði illa að segja honum hvernig þeim hafði liðið.
“Allt í lagi, við höfum haft það skítt en þetta er að reddast…”
Þau horfðu þögul á hvort annað um stund. Caitlin virti fyrir sér magurt andlitið sem hún hafði ekki séð svo lengi. Draumar hennar höfðu alltaf snúist um það sama, að finna hann aftur. Það var eitthvað við hann, eitthvað sem hafði þessi óútskýranlegu áhrif á hana. Caitlin gerði sér ekki grein fyrir því hvort að það væri ást eða eitthvað annað, en eitt var víst að það var til staðar. Hvert sinn sem hún hafði farið út fyrir hússins dyr hafði hún litast um og reynt að koma auga á hann. Aldrei, hvort sem hún var í Dublin eða London, hafði hún komið auga á Severus. Með aldrinum hafði Brielle tekið eftir þessari eilífu leit mömmu sinnar eftir manninum og hafði það vakið undrun hennar.
“Hérna,” byrjaði Severus vandræðalega eftir langa þögn og byrjaði að núa saman höndunum. “Brielle… hvernig stelpa er hún eiginlega?”
“Hún er frekar… hún er einfari. Henni líður ekkert sérstaklega vel innan um margmenni,” sagði Caitlin og brosti. Severus fann strax að hann kannaðist við það. “Hún er svolítið þrjósk og ótrúlega hörð miðað við tíu ára stelpu. Alveg yndisleg…”
Severus þagði, hann hafði ekki hugmynd hvað hann ætti að segja. Að miklu leiti var hann ringlaður. Undarfarið korter hafði líf hans umturnast. Hlutir höfðu komið í ljós sem hann hafði ekki einu sinni dreymt um að myndu gerast.
“Farðu til hennar,” sagði Caitlin og stóð upp. Severus fylgdi fordæmi hennar hikandi og elti hana upp stiga sem leiddi þau upp á ris. Brún svefnherbergishurðin var með gylltu “B” á miðri hurðinni. “Gjörðu svo vel.”
Severus stóð um stund fyrir framan herbergi dóttur sinnar, tilbúinn að taka í hurðarhúninn.
“Caitlin,” sagði Severus og snéri sér við. “Ég get ekki gert þetta.”
“Ha?” spurði Caitlin og horfði með stórum augum á hann. “Þú getur barist á móti þessum gaur þarna en ekki sagt hæ við dóttur þína!”
“Það er meira en það,” sagði Severus kuldalega. “Þetta er eitthvað… Hvernig í ósköpunum veit ég að hún er dóttir mín?”
“Ekki dirfast að segja þetta hérna fyrir framan dyrnar!” hvæsti Caitlin á hann og þreif í hann. “Hvernig dettur þér í fyrsta lagi í hug að segja þetta?”
“Allt í einu dúkkar þú bara upp… og “dóttir” mín?”
“Já, þetta er dóttir þín,” sagði Caitlin og krosslagði hendur. “Sama hvað þú segir…”
“Veistu, ég er komin með nóg af þessu bulli!” Severus var kominn niður stigann í einni hendingu og með Caitlin á hælunum. “Ætlastu til að ég trúi þessu bulli? HA? Gaf þér húsnæði í hvað? Þrjá- fjóra daga yfir jólin, hitti þig svo hérna 10 árum síðar og svo viltu að ég vorkenni þér út af því að þú gerðir ein lítil mistök í lífi þínu! Ætlastu virkilega til að ég kaupi þetta? Að þetta… hún, sé dóttir mín!”
“Hvað heldur þú eiginlega að þú sért…?” Caitlin náði ekki að klára setninguna því að Severus var búinn að skella hurðinni fast aftur. Þegar hún leit við sá hún Brielle standa í stiganum, skilningssljó og með glampa í augunum sem gaf til kynna sársauka.
“Farðu upp til þín,” sagði Caitlin full harkalega. Caitlin hlammaði sér niður í sófann. Brielle hafði ekki hreyft sig. “Farðu upp til þín!” öskraði Caitlin nú á hana og gráturinn var á næsta leiti.
“Ég hata hann!” hvíslaði Brielle og horfði á mömmu sína gráta hljóðum gráti en hún virtist ekkert kæra sig um dóttur sína þessa stundina. “ÉG HATA HANN!” öskraði Brielle svo að glumdi í öllu húsin. Brielle tók á rás upp stigann og skellti hurðinni á eftir sér svo fast að spegill datt niður af veggnum og brotnaði í þúsund mola.
Brielle hennti sér upp í rúmið og öskraði af öllum lífs og sálar kröftum ofan í koddann og grét sáran. Af hverju þurfti hann að birtast? Hún hafði vitað það síðan hún sá hann koma út úr húsinu. Af hverju var hann svona vitlaus! Hún hafði heyrt allt sem fór á milli þeirra áðan. Hvert einasta orð hafði hún lagt á minnið. Hún leit loksins upp og sá þar teiknaða mynd, innrammaða, sem mamma hennar hafði gert fyrir löngu, af manni ótrúlega líkum honum. Brielle tók hana af veggnum, horfði á hana um stund og kastaði henni síðan þvert yfir herbergið.
Severus gekk eins rösklega og hann gat frá íbúðinni. Svipurinn sagði ekkert, hann hefði alveg eins hafa verið að kaupa bók um lítinn blómálf sem notaði svuntu. Glöggur maður hefði aftur á móti séð að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera. Hann skaut sér milli tveggja húsa, úr augsýn allra mugga sem hugsanlega gætu séð og með einu *ploppi* var hann horfinn.
Í öðru úthverfi Lundúna birtist Severus. Þar sem fyrir tíu árum hafði verið lítill sætur skógur var nú myndarlegt íbúðarhverfi með misháum blokkum. Litlu rjóðri hafði þó verið komið fyrir rétt hjá klettasyllu þar sem börn voru að leik. Severus lét lítið fara fyrir sér og fylgdist um stund með börnunum leika sér áður en hann hélt áfram.
Hann kannaðist fullkomlega við sig þarna, þó að allt væri breytt. Þarna hafði hann eytt mörgum stundum í það að reyna að tæma hugann, að bægja tilfinningum sínum í burtu frá öllu. Þarna hafði hann leitað skjóls þegar honum fannst eins og heimurinn væri að hrynja ofan á hann; þegar hann var að njósna fyrir Dumbledore. Þarna hafði hann meira að segja gengið eftir að hann hafði frétt af falli hins myrka herra. Severus hélt göngunni áfram og kom að gömlu múrsteinshúsi. Áður en hann vissi af var hann fyrir framan kjallaravegg. Hann virti fyrir sér gamlan vegginn sem var alsettur myglusveppi (sem var auðvelt að fjarlægja með göldrum). Af gömlum vana dró hann töfrasprotann sinn upp og sveiflaði honum og hurð myndaðist. Hálfhikandi tók hann í hurðarhúninn, opnaði dyrnar og steig inn í myrkvaða íbúðina.
Þarna hafði hann ekki stigið inn fæti í næstum tíu ár. Það var eins og flóðbylgja af minningum byrjaði, allar minningarnar frá því að hann steig fyrst inn í íbúðina þangað til að hann læsti henni í síðasta sinn eftir að Caitlin hafði rokið burtu helltust yfir hann. Þegar hann hafði rétt Caitlin tebollann og horft síðan á undrunarsvip hennar þegar hann sagði henni frá leyndarmálinu sínu. Þarna hafði margt gerst, inn í þessari litlu kjallaraíbúð. Allt of margt.
Í stað þess að loka á flæði minninganna leyfði Severus þeim að halda áfram, áfram og áfram, leyfði öllum minningunum að flæða í gegn. Ef einhver hefði séð hann standa þarna í niðdimmri íbúðinni hefði hann ekki trúað því að þetta væri Severus Snape.
“Snape?” spurði einhver.
Severus hrökk við og setti sprotann í viðbragðsstöðu.
“Hver er þar? Sýndu þig!” hvæsti Severus um leið og hann sveiflaði sprotann til að kveikja ljósin.
“Bara ég, Tonks,” sagði hún og steig út úr skugganum. “Hvað ert þú að gera hér?”
“Hvað ert þú að gera í minni íbúð?” spurði Severus á móti.
“Bara að skoða mig um,” sagði Tonks og brosti kaldhæðnislega. Hárið var núna svart og féll þunnt niður að öxlum, nefið var beint, eins beint og hægt var að láta sig dreyma um og húðin fölari en nokkru sinni. Það var greinilegt að henni leið mjög illa. “Mig langar til að rústa einhverju…”
“Ah, ekki þessu húsi,” sagði Severus og leit í kringum sig. Rykvefir höfðu myndast út um allt og rykið var farið að segja sitt um notkunina.
“Oh, jæja,” sagði Tonks og yppti öxlum. “En hvað er að þér?”
Severus sagi ekki neitt heldur gekk aðeins í hringi um íbúðina.
“Ó vá, þú ert kannski ótrúlega góður í hughrindingu en hver sem er getur séð að þú ert í uppnámi,” sagði Tonks og fylgdist með honum labba í hringi.
“Farðu,” sagði Severus einfaldlega kuldalega.
“Auk þess,” Tonks leit sposk á hann, “hver er sú heppna?”
“Viltu gjöra svo vel að fara út?” skipaði Sverus kuldalega og gekk að henni.
“Ha?” Tonks brosti. “Bíddu… hmm… lavender og rós… hmm..”
“Viltu fara!”
Severus var kominn óþægilega nálægt henni. Tonks hló bara og fékk sér sæti í rykugum hægindastól.
“Þú blekkir engann… þegar þú getur ekki einu sinni blekkt mig þá geturðu ekki blekkt sálu,” sagði Tonks kaldæðnislega. “Konungur hughrindingarinnar fallinn… en gaman.”
Severus stóð grafkyrr og snéri baki í hana. Þetta mátti alls ekki komast upp. Alls ekki, hvað sem mundi gerast var þetta nokkuð sem enginn mátti vita af.
“Endilega, segðu mér hvað er að,” sagði Tonks og glotti. Hún hafði unun að sjá Severus þjást um stund, hún var búinn að fá nóg af því að vera sú góða. “Jæja, hver var að koma þér í ástarsorg?”
“Geturðu ekki bara farið!” öskraði Severus og snéri sér að henni. Það kom meira að segja svolítill roði í kinnarnar en meira var það ekki. “Það er ekkert að!”
“Ójú, minn kæri… og hvað er það sem angrar þig?” Tonks naut þess hálfpartinn að fylgjast með Severusi reyna að fela eitthvað sem var svo augljóst. Þau höfðu nú aldrei verið neitt sérstaklega mikið fyrir að tala við hvort annað, þvert á móti. Tonks fannst að hann ætti skilið að þjást. Auk þess sem hún var orðinn svolítið forvitin…
“Ertu eitthvað verri?” spurði Severus pirraður.
“Ah, ég er svolítið pirruð,” sagði Tonks eins og það ætti að útskýra allt.
Hún sat og glotti á Severus sem ráfaði ráðalaus um litlu íbúðina.
“Ertu ástfanginn?” spurði Tonks svo undrandi eftir miklar spögulegringar.
“Nei,” kom Severus út úr sér og hélt áfram að þramma um íbúðina þungt hugsi.
“Hvað er að?” spurði Tonks. “Bíddu…”
Hún tók fyrir munninn.
“Þú veist ekki einu sinni sjálfur hvað er að…”
“Nei! Geturðu ekki farið!?”
“Nobb,” sagði Tonks og glotti. “Ekki fyrr en þú segir mér hvað er að.”
Severus settist í hægindastólinn hliðina á henni.
“Ekki einu sinni reyna að nota hugsælni á mig Tonks, þú ert léleg í því,” hvæsti Severus á hana. Hann hafði róað sig niður og var orðinn kaldur og óspennandi eins og venjulega.
“HEY!” hrópaði Tonks móðguð á hann. Þau þögðu um stund.
“Gerðu það Tonks, farðu,” bað Severus sem sagði þetta þannig að Tonks varð mjög undrandi. Sérstaklega vegna þess að prófessor Snape bað engann um neitt, hann skipaði fyrir.
“En hver sem hún er, þá hlýtur hún að vera sérstök. Farðu á eftir henni,” Tonks blikkaði hann og stóð upp. “Farðu og segðu henni það sem þú vilt segja. Láttu hjartað ráða.” Þetta síðasta sagði hún dramatískt og sveiflaði hárinu sínu, sem núna var orðið fullkomlega ljóst og liðað eins og á prinsessu í ævintýrum mugganna.
Þegar Severus leit upp var hún horfin. Var það satt sem hún hafði sagt? Hvað vildi hann innst inni? Jú, það eitt að vera eðlilegur. Kannski það síðasta sem mörgum mundi detta í hug en hann vildi eignast fjölskyldu, ekki vera svona hataður. Vera ánægður. Hann gæti það ekki. Gæti hann virkilega farið aftur og yfirgefið galdraheiminn? Gat hann gert galdraheiminum það? Gæti hann eignast fjölskyldu? Severus vissi hverja hann elskaði. Hann hafði alltaf vitað það, alveg frá því að hann sá hana fyrst. Síðustu orð Tonks bergmáluðu í eyrum hans. Að láta hjartað ráða? Hann sat lengi í hægindastólnum og svipaðist um í rykugri íbúðinni og velti fyrir sér stöðu mála. Hann hafði tekið ákvörðun. Mikla ákvörðun, hann vissi núna hvað hann vildi…- líf.