Kreoli
Mér finnst í raun flestar persónur betri og heimurinn trúverðugri.
Ég býst við að þú sért að meina að flestar persónurnar í LOTR séu betri en persónurnar í HP og heimur Tolkiens trúverðugri en heimur Rowling. Þar er ég 100% sammála þér og hélt ég hefði gert það ljóst í fyrra svari mínu. Það hefur greinilega eitthvað misfarist hjá mér að undirstrika það. Ég var eingöngu að tala um að Harry sjálfur væri mun slakari karakter en aðrar persónur sömu sögu.
Miðgarður er líka mikið trúverðugri og heilsteyptari heimur. Þar er ég líka sammála þér. Það var það sem ég var að tala um að Rowling vantaði talsvert upp á í undirbúningsvinnu. Undirbúningur Tolkiens var nátturlega gýfurlegur og tók áratugi en það skilar sér líka í gæðum sögunnar.
Ég samt ekki sammála þér í því um hvað sögurnar eru.
Sögurnar eru báðar um baráttu góðs og ills. Vissulega er vináttan eitt af meginþemum LOTR en aðal sagan er barátta góðs og ills. Það á líka við um Harry Potter þó að megin áhersla sé lögð á þennan eina dreng og baráttu hans við vondu öflin.
Kveðja
Tzipporah
(sem fékk ROTK special eddition í jólagjöf og er varla ennþá lent eftir að hafa opnað pakkann ;D)