Harry Potter 3 á DVD í Bretlandi 19 nóvember. Lizolvar einn af þeim fyrstu í heiminum sem fengu myndina(hvernig fór hann að því að fá myndina ?), hérna eru bitar af því besta úr viðtali við hann.


Harry Potter og fanginn frá Azkaban mun koma í búðir á Bretlandi föstudaginn 19. nóvember.
En myndin kemur ekki út fyrir en 23. Nóvember bandaríkjunum, sem gefur Breskum aðdáendunum nokkra daga til að skoða allt auka efnið á undan öllum öðrum.

Á DVD disknum verða atriði sem voru ekki sýnd þegar HP3 var í bíó , og viðtöl við JK og leikarana.

Með því að nota ræningja kortið ( the Marauder's Map), getur þú grand skoðað nokkra staði á Hogvarts svæðinu.
Þeir eru:
• Spádómsfræði stofan
• Stóri salurinn(The Great Hall)
• Svæðið í kringum Hogwart
• Kennslustofan fyrir varnir í myrku öflunum.

Auka Atriði
Það eru fimm atrið á disknum sem voru ekki sýnd þegar myndin var í bíó ég ætla að lýsa þremur þeirra.

SPOILER.

Fyrst er atriðið þegar Harry er á leiðinni að Leka Seiðpottnum og Riddara vagninn snýst í nokkrum sinnum í hringi á götum Lundúna, meðan Harry kastast til inní vagninum. Sumstaðar hefur einhver smá hluti bakgrunnarins gleymst svo nokkrum sinnum sést blátt í bland við dimmar götur borgarinnar.

Annað atriðið er lengd útgáfa af atriðinu þegar Harry, Hermione og Ron, fara frá kastalanum, yfir brúna og að kofanum hans Hagrids.

Þriðja atriðið er best. Atriðið gerist í Stórasalnum Hermione og Ron eru að rífast um það hvort þau ættu að fara til Hogsmeade vegna þess að Harry kemst ekki .

Plúsar
Það er hellingur af flottum bakgrunns atriðum þar sem nemendur Hogwarts eru að leggja álög á hvort annað og opna skrítna pakka.

Mínusar
Það eru atriði úr sögunni sem við þekkjum vel sem voru klippt úr t.d. skrítni riddarinn Cadogan Lávarður (barking-mad Knight Sir Cadogan) (leikinn af Paul Whitehouse) atriðin með honum voru aldrei sýnd.


Það er svo mikil athygli á Dan, Emmu og Rupert sem leika Harry, Hermione og Ron, að það er fínt að sjá viðtöl við aðra leikara í myndinni.

Öll viðtölin eru gerð af Bresku sjónvarps og útvarpsstöðvunum, spyrlar eru Johnny Vaughan og rotna höfuðið úr Riddaravagninum - Lenny Henry talar fyrir rotna hausinn.

Svo við heyrum ekki bara í aðal leikurunum þrem, heldur líka í hinum yngri leikurunum sem leika: Weasley tvíburana, Neville, Seamus, Malfoy, Crabbe og Goyle.
Síðan verða líka viðtöl við nokkra af eldir leikurunum svo sem við þá sem leika Remus Lupin, Sirius Black og marga aðra.