3.kafli Boot-tvíburarnir
Lágt, snákslegt hvísl barst með blænum
“Hún er blóðtengd Harry Potter, hún hefur sama fífldjarfa blóð í æðum, hún getur orðið mér að falli, þið verðið að koma í veg fyrir það, hinn mikli Voldemort verður a lifa.”
“Ég veit herra, ég reyni mitt besta við að ýta henni úr vegi. Ég geri allt fyrir þig herra,” sagði rödd full a skelfingu sem barst úr hringnum.
“Eins gott fyrir þig því annars muntu verða gómsætt snákafóður fyrir Nagini,” sagði maðurinn með snákaröddina aftur og benti á jörðina. Þegar maðurinn tók aftur til máls mælti hann til tveggja vera við hliðina á manninum með kunnuglegu röddina:
“Draco, Pansy, þið sjáið til þess að Jessica hafi auga með henni í Hogwart og passi að hún komist ekki að neinu.”
“Já herra, allt fyrir þig herra,” mæltu verurnar og hneigðu sig.
“Fínt, ég vona að þetta takist því annars verður Nagini ekki svöng næstu árin,” sagði maðurinn í miðjunni “mér þætti gaman að sjá framan í þann sem heldur að hann geti bjargað Holly litlu Grover frá hinum mikla Voldemort.”
“En herra, hvernig er hún tengd honum?” spurði stór vera sem skyggði á marga aðra.
“Að þú skulir voga þér Goyle,” hvæsti maðurinn í miðjunni
“Fyrirgefðu meistari, fyrirgefðu mér,” mælti stóra veran og fell á kné.
“Þegiðu Goyle. Móðir James Potter átti systurina Kelly. Kelly giftist muggavitleysingnum Jim Grover og eignaðist með honum Rupert Grover, faðir Hollyar. Enn nú, hinn mikli Voldemort hefur þegar útrýmt Grover-fjölskyldunni og Potter-fjölskyldunni, Harry Potter og Holly Grover eiga ekki möguleika á móti mér,“ hann hló hásum gleðisnauðum hlátri.
—
”Viltu meira morgunkorn elskan?“ spurði mamma hennar þreytulega.
Nú voru liðnar sjö vikur síðan hún fékk galdrabréfið og ekkert hafði sést til Ryans eftir að hann hljóp út daginn eftir að hún fékk bréfið. En Holly var sama. Í dag myndi hún fara í Hogwart og hitta Söruh. Hún saknaði Söruh þó hún hefði aðeins hitt hana stutta stund.
”Nei takk, geymdu eitthvað handa John, það er að segja ef hann getur vaknað fyrir miðnætti,“ svaraði Holly fúl. John hafði verið óþolandi eftir að hún fór í Skástræti. Það var mest útaf því að hún átti gæludýr en ekki hann. Hann reyndi alltaf að stelast inn í herbergið hennar þegar hún var niðri eða úti og gefa Snuufly, uglunni hennar að borða en sem betur fer beit hún hann bara, en leit ekki við matnum.
”Ekki tala svona um John hann er svo góður drengur,“ sagði mamma hennar.
Holly hnussaði lágt. Góður drengur, huhh, ó hvað hún vonaði að Ron eða Hermione myndu breyta honum í rottu og senda hann til Sviss.
”Ertu búin að pakka niður í koffortið þitt?“ spurði Stella og leit á klukkuna sem vantaði tíu mínútur í tíu.
”Já næstum því, ég á bara eftir að pakka smá uglufóðri og loka koffortinu og svo náttúrulega koma með koffortið og Snuufly niður,“ svaraði Holly og horfði með illgirni í svipnum á John sem labbaði inn með sjö fingur vafða í sárabönd.
”Jæja hvenær förum við af stað?“ spurði hann og reyndi hvað eftir annað að ná taki á skeiðinni.
”Eftir tíu mínútur, flýttu þér að borða,“ svaraði Stella ”Holly farðu upp að klára að taka þig til fyrir skólann og ég fer að klæða mig. Svo hittumst við inni í forstofu eftir tíu mínútur, tilbúin.“ Holly stundi, ef það var eitthvað sem Stellu fannst skemmtilegra en óperusöngurinn var það að skipa fyrir.
Tíu mínútum síðar stóðu þau ferðbúin í forstofunni, Holly með uglu í búri undir hendinni stórt koffort í eftir dragi, Stella vingsandi bíllyklunum og John með puttana þrjá sem voru ekki í umbúðum inni í uglubúrinu.
Þau gengu að bílnum. Holly skellti koffortinu í skottið með hjálp móður sinnar og settist með Snuufly í aftursætið.
Á leiðinni var gerðist ekkert merkilegt nema John þurfti að setja á sig meiri sárabindi útaf Snuufly.
Þegar þau komu á King's Cross var margt um manninn. Þau gripu dótið úr bílnum og skelltu á kerru og hlupu svo að brautarpalli 9. Þegar þau komu þangað blasti við þeim brautarpallur númer 9 og brautarpallur númer 10.
”Það er enginn pallur númer 9 3/4,“ sagði Holly súr.
”Jú víst,“ sagði kunnugleg rödd bakvið þau.
”Sarah,“ æpti Holly og snarsneri sér við.
”Hver önnur?“ spurði Sarah og hló að undrunarsvipnum á Holly.
”Öhh, hérna, ég, hérna, ég bara veit það ekki,“ sagði Holly og hló að vandræðaganginum í sjálfri sér.
”Hélstu kannski að þetta væri ég?“ spurði glettin karlmannsrödd. Þetta var Ron.
”Nei,“ svaraði hún og brosti ”hæ.“
”Hæ Holly, hæ Stella og hæ strákur,“ svaraði Ron.
”Hæ,“ svaraði Stella og brosti ”þið hafið víst ekki hitt son minn John,“ hún benti á John.
”Nei, en við höfum heldur ekki ætlað okkur að vera of sein,” svarði Ron og benti á klukkuna. Hana vantaði tíu mínútur í ellefu.
“En það er enginn brautarpallur,” sagði Stella þá hissa.
“Ó jú, en þú þarft að vera galdramaður eða norn til þess að komast á hann,” svaraði Ron “Holly getur komið með okkur inn á brautarpallinn.”
“Ertu viss?” spurði Stella og hélt í hana.
“Mamma ég er ekki tveggja,” sagði hún og sleit sig lausa.
“Okey, við hittumst svo í vor elskan ,” sagði Stella, kyssti Holly á kollinn og gekk svo af stað ásamt John.
“Bæ mamma, sjáumst,” kallaði Holly á eftir henni.
“Jæja, það eina sem þú þarft að gera er að hlaupa á skilvegginn milli brautarpalls 9 og brautarpalls 10,” sagði Ron “far þú fyrst Sarah, og mundu að hika ekki.”
Sarah hljóp með kerruna að skilveggnum og þegar hún var að verða komin hvarf húná óskiljanlegan hátt.
“Þú ert næst,” sagði Ron og brosti.
“Þú ert a gera grín a mér, er það ekki” spurði hún og horfði vantrúuð á vegginn.
“Nei, af stað, við höfum ekki allan daginn”Hún leit á hann og hljóp af, hún lokaði augunum og bjó sig undir áreksturinn, og allt í einu stóð hún við hliðina á Söruh á brautarpall og uppi í loftinu hékk skilti þar sem stóð:
Brautarpallur níu og þrír fjórðu.
Hogwarthraðlestin
Henni hafði tekist það, þetta var ótrúlegt, hún hafði labbað í gegnum vegg.
“Ahhh,” æpti Ron og skaust út úr vegnum, “jæja, þetta gekk nú bara vel,” sagði Ron og dustaði ryk af fötunum sínum.
“Ertu þá a tala um þig, eða okkur?” spurði Sarah og hló.
“Heyrðu, ég er dottinn úr æfingu, ég hef ekki gert þetta í 16 ár, inn með ykkur, ekki viljið þið þurfa a labba í Hogwart,” sagði hann.
“Nei, við stelum bara bílnum þínum og fljúgum, eins og þú og Harry gerðuð,” svaraði Sarah og brosti.
“Inn með ykkur,” sagði Ron og rak þær inn í lestina.
“Bæ,” kölluðu þær á móti og drifu sig inn í lestina.
Þegar þær komu inn voru flestir klefarnir fullir, en þegar komið var í aftasta klefann voru aðeins einn, sofandi strákur og stelpa, örugglega tvíburar.
“Megum við vera í þessum klefa, það er fullt allstaðar nema hér?” spurði Holly og brosti. Það var eitthvað við þessa tvíbura sem hún kannaðist við.
“Auðvitað,” svaraði stelpan og stóð upp til að hjálpa þeim með koffortin.
“Takk, eruð þið líka að byrja í Hogwart?” spurði Sarah þá og hristi rautt hrokkið hárið frá andlitinu.
“Já,” svaraði stelpan “ég heiti Cassandra Boot og þetta er bróðir minn Daniel,” hún benti á sofandi strákinn “hvað heitið þið?”
“Sarah Weasley,” sagði Sarah.
“Holly Cooper, eða Grover, þú ræður,” sagði Holly og brosti.
“Holly Cooper, humm, Holly Grover, humm, Grover, Cooper, humm…. Grover hljómar betur, besti vinur pabba hét Grover,” sagði Cassandra og brosti “en af hverju heitirðu bæði Grover og Cooper?”
“Mamma mín heitir Stella Cooper, pabbi minn hét Rupert Grover en hann dó þegar ég var lítil,” sagði Holly og vöknaði um augun, hún saknaði hans svo sárt.
“Það var leitt. Á hvaða heimavist haldið þið að þið lendið á?” spurði Cassandra og var á svipinn eins og hún vildi bíta úr sér tunguna fyrir að hafa spurt.
“Ég held ég lendi á Gryffindor, bæði mamma, pabbi, amma, afi og öll systkini pabba hafa lent í Gryffindor, ég vona allavega að það verði ekki Slytherin, versti óvinur pabba var það, hann reyndi a myrða hann þegar ég var 7 ára” svaraði Sarah “en hvað með ykkur?”
“Myrða hann?” spurðu Holly Cassandra einum rómi.
“Já, en ég beit hann svo hann missti sprotann sinn,” sagði hún og hló, “hvar haldið þið að þið lendið?”
“Mamma var í Huffelpuff og pabbi í Ravenclaw svo við viljum auðvitað helst lenda þar, en okkur langar líka til að lenda í Gryffindor en Slytherin, ojj,” svaraði Cassandra og hryllti sig “Hvað með þig, Grov.. öhh, Cooper,” sagði hún vandræðalega, hún hafði steingleymt að hún ætlaði ekki að minnast á pabba hennar.
“Kallaðu mig bara Grover,” sagði Holly og reyndi að brosa, en það tókst ekki nógu og vel.
“Okey Holly, hvar heldurðu að þú lendir?” spurði hún og brosti vandræðalega.
“Ég hef eiginlega ekki hugmynd, mamma er ekki norn heldur þetta orð sem þið kallið þetta sem ég get aldrei munað, muggur..eða eitthvað,”
byrjaði Holly en Cassandra greip fram í fyrir henni
“Muggi.”
“Jájá, muggar einmitt,” hélt Holly áfram “Mamma er sem sagt það og pabbi er galdramaður þó ég hafi bara komist að því fyrir nokkrum vikum svo ég veit ekki á hvaða heimavist hann var.”
“Okey,” sagði Cassandra “ætli matarvagnarnir sem pabbi sagði mér frá fari ekki að koma?”
“Jú pabbi sagði að þeir kæmu fyrst í aftasta klefann,” sagði Sarah og í þeim töluðu orðum rann rennihurðin til hliðar og kona með vagn fullan af mat sagði
“Má bjóða ykkur eitthvað elskurnar?”
“Augnablik,” sagði Cassandra, stóð á fætur og sparkaði í bróðir sinn og æpti “viltu eitthvað?” í eyrað á honum svo hann hrökk upp.
“Hvað ertu að gera?” spurði hann hissa og reiður.
“Viltu eitthvað?” spurði hún aftur.
“Já, ég ætla fá einn pakka af súkkulaðifroskum, af hverju spyrðu?” spurði hann og gretti sig.
“Þetta verða sjö sikkur,” sagði matarkonan og rétti honum pakkann.
“Ó, takk,” sagði hann og roðnaði þegar hann sá að það voru fleiri í klefanum en bara hann og Cassandra. Hann rétti henni peningana og settist svo.
“Eitthvað fyrir ykkur elskurnar?” spurði konan og snéri sér að stelpunum.
“Já, ég ætla fá einn pakka af lakkríssprotum,” sagði Cassandra.
“Það eru fimm sikkur,” sagði konan og Cassandra rétti henni peningana og tók að opna pokann.
“En hvað með ykkur?” spurði hún og snéri sér að Söruh og Holly.
“Eigum við ekki bara að fá saman fjöldabragðabaunir Berta Bott og súkkulaðifroska?” spurði Sarah og Holly kinkaði kolli.
“Það eru sextán sikkur,” sagði hún og rétti Söruh pakkana.
“Ég borga,” sagði Sarah og dró upp veski.
“Nei, ég borga,” sagði Holly og brosti.
“Nei, ég vil alveg endilega borga,” sagði Sarah.
“Nei, þetta er ekkert mál,” sagði Holly þá.
“Af hverju borgið þið ekki bara átta sikkur hvor?” spurði Cassandra.
“Góð hugmynd,” sagði Holly og brosti og rétti konunni átta sikkur og Sarah rétti svo aðrar átta.
Þær opnuðu pokann með súkkulaðifroskunum og gæddu sér nokkra stund á þeim. Svo ákváðu þær að opna fjöldabragðabaunirnar. Holly var að fara að ná sér í eina svarta þegar Sarah rétti að henni karamellubrúna baun og spurði
“Þetta er uppáhaldsbaunin mín, smakkaðu.”
“Okey,” sagði Holly og tók við bauninni. Hún tuggði hana nokkra stund en skyrpti henni svo út úr sér. “Skepnan þín, þetta bragðast eins og æla.”
“Hérna, þetta lagar bragðið,” sagði Sarah og reyndi að rétta henni pokann, sem gekk mjög illa því hún hristi öll af niðurbældum hlátri.
“Okey,” sagði Holly og tók sér langan tíma í að velja sér baun sem til allrar hamingju var með lakkrísbragði. Hún leit út meðan hún tuggði baunina og æpti allt í einu, “Vá hvað er dimmt, sjáið þetta.”
Cassandra leit út,
“Vááá, þetta er flottara en ég hélt. Arrg,” allt í einu kviknuðu ljós í klefanum og allt varð aftur bjart.
Þær skemmtu sér vel og létu Cassöndru hafa baunir með spínat-, pipar- og horbragði sem henni tókst að plata Daniel til að borða.
Loks sofnuðu þær þó og vöknuðu ekki fyrr en Cassandra hristi þær og sagði
“Vaknið, lestin er stoppuð.”