Í ræðu sinni á Barnabókahátíð Edinborgar talaði JK Rowling um fimmtu HP bókina og gaf aðdáendum smá upplýsingar um næstu Potter bók.

Hún sagði að henni gengi vel að skrifa sjöttu bókina og að hún væri meira en hálfnuð með hana(Just over halfway through it).
Síðan bætti hún því við að þetta væri uppáhalds bókin hennar enn sem komið er.

Hún sagði ekki mikið um sjöttu sem verður kölluð Harry Potter and the Half-Blood Prince, en hún sagði að mörgum spurningum yrði svarað í henni.
Hún sagði líka að það væru tvær lykil spurningar sem hún hefði aldrei verið spurð að.

Sú fyrri: Af hverju dó Voldemort ekki þegar hann reyndi að drepa Harry? Í endanum á bók fjögur sagði Voldemort,”Ég sem hafði gengið lengst allra stigu ódauðleikans. Þið þekkið takmark mitt – að sigrast á dauðanum.”

En JK sagði að við ættum að velta fyrir okkur hvað hann gerði og af hverju hann dó ekki þegar bölvunin lenti á honum..

Seinni spurningin: Af hverju reyndi Dumbledore ekki að drepa Voldemort í atriðinu í endanum á bók nr. fimm.

Dumbledore sagði við Voldemort “Það eitt að taka líf þitt, mundi ekki nægja mér.” Dumbledore veit eithvað meira.


JK sagði að ef við værum að hugsa um heildar söguþráðinn ættum við að einbeita okkur að þessum tveim spurningum.

JK var síðan spurð hvort Petunia væri skvibbi(Squib).

JK svaraði: Nei, Petunia er ekki skvibbi, heldur bara venjulegur muggi, enn…… she left the sentence hanging.(veit ekki alveg hvernig ég á að Þíða þetta, kannski: hún skildi málsgreinina eftir hangandi!).

Hún sagði síðan að við mundum komast að meiru um Petuniu í næstu bókum, og að það væri meira í hana spunnið en við héldum.


Síðan taldi hún upp nokkrar almennar upplýsingar, meðal annars:

•Aberforth Dumbledore er barþjóninn á the Hog's Head

•Verndari (patronus) Dumbledore's er Fönix

•Grápur (bróðir Hagrids) verður viðráðanlegri í sjöttu bókinni

•Við munum sjá meira af Ritu Skeeter

•Það verður ný persóna sem kallast McLagan

•Harry á EKKI guðmóður


Takk fyrir mig og þetta er þýtt af BBC.co.uk

Skamstöfunin er sú sama:)
the Half-Blood Prince = HBP
Hálfblóðungsprinsinn = HBP.

Mynd af J.K. í Edinborg:


titill