jæja… hér heldur spuninn um Severus og Caitlin áfram. Fyrir kannski þá sem eru að kíkja á þetta í fyrsta sinn þá er þetta sem sagt spuni um Severus Snape og Caitlin og restina verður fólkið bara að lesa til þess að vita meira. en allar ábendingar og allar leiðréttingar vel þegnar. Endilega verið grimm, leiðréttið mig! og skiljið eftir comment ef þið megið við að missa þrjár sekúndur af lífinu ykkar.
5. kafli
24. desember
Caitlin var óðum að ná sér eftir árásirnar en hún var samt ennþá veikburða. Severus hafði áhyggjur, þó að hún eyddi næstu tvem dögum nánast alveg upp í setustól hjá honum að lesa bækur. Það sem hún gat lesið! ugsaði Severus með sér hvert sinn sem Caitlin settist með nýja bók í setustólinn.
Severus hafði aldrei liðið svona. Hún var honum allt um þessar mundir. Allt, sem hægt var að vera. Severus hafði aldrei orðið ástfanginn í raun og veru. Þetta var einstakur tími. Þótt að hann sæti bara og horfði á Caitlin lesa, eða þegar þau sátu þétt hvort að öðru án þess að vita hvernig ætti að haga sér.hljómar svolítið vandræðalegt
Caitlin fann hvernig Severus horfði á hana í tíma og ótíma þegar hún var að lesa. Henni fannst það spennandi. Hrifning hennar í garð Severusar var ekki lengur til staðar, heldur aðeins ástin. Hún var ástfangin. Meira en nokkru sinni. Í öll hin skiptin hafði bara verið um hvolpa ást að ræða, ekkert alvarlegt eða eins djúpt og þetta. Þau vissu það bæði.
„Caitlin, er þér sama, en ég þarf aðeins að skreppa,“ sagði Severus þegar líða var farið á hádegi á aðfangadag. Caitlin kinkaði kolli, niðursokkin í bók um ummyndun. Þegar hún leit upp heyrði hún lítið “„plobb” og Severus horfinn.
“Af hverju getur maðurinn aldrei gengið einfaldlega út um dyrnar?” hvíslaði Caitlin hugsi.
Severus gekk hratt um Skástræti í leit að réttu gjöfinni. Fólk að birtast hér og þar, allir uppteknir af því að finna jólagjafir á síðustu stundu. Hann smeygði sér inn í litla búð, sem var lítið áberandi. Þykkur mökkur tók á móti honum og stybban var ótrúleg. Hann gekk beint í gegn um reykinn að litlum rekka með tugi hálsmena og skoðaði nokkur. Svo tók hann eitt hálsmenanna, sem var silfrað með bláum steini og gekk að afgreiðsluborðinu. Severus virti fyrir sér gamlann mann við afgreiðsluborðiðum stund. Þykku, hringlaga gleraugun voru svo kístruð og svo þykkt lag af óhreinindum voru á þeim að Severus furðaði sig á því að hann gæti séð út um þau.
“Ælaruafáetta?” spurði maðurinn og bennti hálf undrandi á hálsmenið, hálfundrandi. Severus kinkaði kolli, ákveðinn á svip en það var bara svipurinn. Innra með sér leið honum eins og mús, sem var að stela ostbita í fyrsta sinn. “Etta e öflgt hasmen. Etta taka fá gadra.”
“Aha,” sagði Severus og rétti honum tvö galleon og sjö sikkur. Gamli maðurinn tók við peningunum á hraða snigilsins.
“Loksins!” stundi Caitlin þegar hún sá Severus birtast fyrir framan sig hálftíma síðar. “Hvar varstu?” spurði hún og lagði bókina frá sér þegar hún stóð upp.
“Eh…” mumlaði Severus og brosti vandðalegavandræðalega. “Þú færð að sjá það í kvöld,” bætti hann svo við, hálf stuttarlega.
“Æi, láttu ekki svona,” sagði Caitlin og færði sig nær honum.
“Hvað viltu borða í kvöld?” spurði Severus snögglega sem tilraun til þess að breyta um umræðuefni.
“Hvar varstu?” spurði Caitlin ögn ákveðnari en áður.
“Hvað segirðu um kanínu?”
“Severus,” sagði hún snögglega. Severus fannst hún hljóma eins og McGonagall prófessor þegar hún vildi fá athygli. Hann horfði skömmustulega á hana um stund.
“Jæja þá,” sagði Severus með uppgjafartón. Hann hafði aldrei áður gefið sig. Þetta var öðruvísi. Hann hafði ekki gert neitt svona áður, hann hafði aldrei áður þurft að viðurkenna að hann hafði verið að kaupa jólagjöf! “Ég var að kaupa jólagjöf handa þér!”
Caitlin fékk stjörnur í augun og faðmaði hann að sér.
“Severus,” hvíslaði hún með kökk í hálsinum, “enginn hefur gefið mér jólagjöf síðan ég var…”
Severus tók fram litla aflanga svarta öskju með rauðum borða úr skikkjuvasanum og rétti henni.
“Opnaður hann,” sagði Severus og brosti.
“Severus, ég get ekki opnað þetta núna,” hvíslaði Caitlin að honum. “Geymum þetta þangað til á eftir.”
“Nei, opnaðu hann núna,” sagði Severus og brosti enn breiðara. Hann hafði ekki verið svona glaður síðan… hann hafði aldrei verið svona glaður!
“Eftir að ég er búin að fá þessa kanínu sem þú varst búinn að lofa mér,” sagði Caitlin og hallaði sér að honum til að kyssa hann.
Þessar nokkru klukkustundir liðu fljótt og brátt varð klukkan sex. Caitlin og Severus settust við borðið, Severus búinn að eyða síðustu mínútunum í að matreiða kanínuna.
“Severus?” spurði Caitlin varlega. Hann kinkaði kolli með munninn fullan af salati. “Ferð þú aftur til… Hoggarts?”
“Hogwarts, elskan,” leiðrétti Severus blíðlega. “Já, Caitlin. Ég vinn þar.”
Hún leit á hann, svolítið sorgmædd en brosti þó.
“Jæja. Þú kemur þó hingað í páskafríinu, er það ekki?”
Hún horfði á hann með sakleysislegu brosi en það bros hvarf fljótt þegar hún sá skugga færast yfir andlit hans.
“Ég þarf að vera í páskafríinu í Hogwarts,” sagði Severus stuttarlega og brosti vandræðalega.
Caitlin stóð upp og tók gjöfina með sér og settist í annan hægindastólinn. Severus sveiflaði sprotanum og diskarnir og glösin fóru í vaskinn. Hann horfði á hana taka hægt utan af pakkanum.
“Takk," hvíslaði hún nánast klökk þegar hún sá hvað var í honum.
Hann gekk að henni og tók upp hálsmenið og gerði sig líklegan til þess að setja það á hana.
“Veistu,” sagði Caitlin lágt og færði liðað hárið frá hálsinum til þess að hann gæti fest það , “ég hef ekki fengið jólagjöf síðan ég var smákrakki.”
“Þú fékkst þó jólagjöf,” sagði Severus sorgmæddur. “Annað en ég.”
Caitlin stóð upp og faðmaði hann.
“Þú hefur ekki átt auðvelt líf heyri ég,” sagði hún og leit í augun á honum. “Ég sé það í augunum á þér. Þú ert dapur.”
“Við skulum ekki tala um það,” sagði Severus snögglega og losaði sig úr faðmlögunum.
“Severus…” sagði Caitlin og gerði sig líklega til þess að fara að tala um þetta.
“Caitlin ég vil ekki tala um það,” sagði Severus kuldadlega og settist í annan hægindastólinn.
“Severus láttu ekki svona,” sagði Caitlin með tilgerðarlegu brosi og tók í hendur hans og til þess að tosa hann upp. “Gleymum þessu bara.”
Hún færði sig nær honum og kyssti hann. Sá koss leiddi eitt af öðru og brátt voru þau komin of nálægt hvort öðru inn í svefninherberginu.
{nauðsynlegt innskot frá höfundi: Ah.. þið verðið bara að ímynda ykkur restina:P}
Severus vaknaði við hlið Caitlinar næsta morgun, brosandi út að eyrum. Hann læddist hljóðlega fram úr og klæddi sig. Hann vildi ekki vekja Caitlin. Hún er svo falleg þegar hún sefur, hugsaði hann með sér og lokaði hljóðlega.
Hvað (gerðist eiginlega)? Hugsaði hann með sér, ánægður en þó eilítið ringlaður. Hann settist í hægindastólinn og veifaði sprotanum sínum nokkrum sinnum og fyrr en varið var bolli með sjóðandi tei kominn fyrir framan hann.
Severus sat um stund og horfði út í loftið, þetta lága loft sem var, og hugsaði um Caitlin. Hann vissi að þetta gæti ekki haldið áfram, þetta hafði nú þegar gengið allt of langt. Hann yrði að fara. Fara aftur til Hogwarts eins fljótt og hægt var því að annars mundi hann veikjast. Hann þurfti alltaf að vera tilbúinn ef hinn Myrki herra kæmi aftur. Hann vissi að hinn Myrki herra kæmi aftur, einungis spurning um tíma.
Severus laut höfði. Nú um þessar mundir hafði hann orðinn ástfanginn af konu - muggakonu. Hann hafði um langt skeið fordæmt svoleiðis lagað alla sína ævi. Hann hafði verið alinn upp í þeirri trú að halda blóðinu hreinu, því hafði hann barist fyrir alla sína ævi.Þess vegna hafði hann gengist til liðs við Hinn Myrka herra, til að sjá til þess að galdramenn mundu giftast galdrakonum . Fyrst núna skildi hann fólkið sem giftist muggum og muggafæddum. Ástin! Ástin var of sterk til þess að hugsa út í svoleiðis lagað, ástin var leikur og allar reglur voru gildar.
Severus Snape hafði aldrei skilið ástina. Hann hafði einungis upplifað hatur. Hann hafði einungis fengið hatur. Hann hafði horft á föður sinn berja móður sína. Aldrei ást, sama hvert hann leitaði, fyrr en nú. En þetta mátti ekki halda áfram.
Severus Snape var of stoltur til þess að geta viðurkennt fyrir umheiminum að hann væri ástfanginn af Mugga. Fyrr mundi hann deyja.
Tíminn hafði liðið og með hverri sekúndu hafði honum fundist hann verða ástfangnari og ástfangnari af Caitlin og hann fann að það var gagnkvæmt. Severus hafði aldrei verið hamingjusamari en hann fann hvernig hann var farinn að veikjast. Meira að segja Caitlin gat séð núna hvernig honum leið; vel.
Severus gerði sér grein fyrir því að nú væri varla aftur snúið, þetta var of mikið, alltof mikið. Hamingjusamari hafði hann aldrei verið, aldrei nokkurntímann og hann vissi að þetta mátti ekki endast, þetta gæti ekki verið svona.
Caitlin fann hvernig Severus var hræddur. Hann var hræddur við hana, af einhverjum ástæðum.
“Hvað ertu að gera?” muldraði Caitlin með augun hálfopin. Severus var að taka fötin sín úr litla fataskápnum og raða þeim ofan í koffort.
“Ég þarf að fara,” sagði hann, nánast kuldalega.
“Bíddu, jólafríið er ekki nærri því búið!”
“Ekki út af því!” sagði Severus og laut höfði.
“Hvað er að? Þú virðist eitthvað svo… sorgmæddur?” Caitlin fylgdist með augnaráði hans sem leit um herbergið og staðnæmdist á henni
“Þú… ég… æi…” Severus andvarpaði sorgmæddur á svip. Caitlin fann að það var eitthvað að.
“Hvað? Er það ég?”
Severus svaraði ekki heldur hélt áfram að setja skikkjur og skó í koffortið.
“Hvað er að?” spurði Caitlin aftur, áhyggjufull. “Gerðu það, segðu mér það!”
“Þú vilt ekki heyra það,” sagði Severus og leit á hana. Caitlin greindi hversu sorgmæddur hann var, þó að það sæist ekki af svipbrigðum eða líkamstjáningu. Það voru augun sem komu upp um hann.
“Jú,” sagði Caitlin áköf og stóð upp og smeygði sér í bol og gekk að honum. “Hvað er að?” Hún strauk honum létt um hárið og þau horfðust í augu um stund.
“Eitt hef ég forðast alla mína ævi en nú hefur það gerst,” hvíslaði Severus og laut höfði.
“Hvað?” hvíslaði Caitlin rólega en Severus gat ekki komist hjá því að heyra hræðslutón í röddinni.
“Ég… ég er…” Severus gat ekki sagt meira. Hann hafði aldrei þurft að koma tilfinningum sínum í orð, hann sagði þær aldrei. Enginn vissi hvernig honum leið stundum. Hann var greinilega of góður í hughrindingu. Hann dró loks djúpt andann. “Ég er ástfanginn…”
“Ég líka,” sagði Caitlin og brosti. “Ég er ástfangin af myndarlegum, örlátum galdramanni.”
“Caitlin þú skilur ekki,” stundi Severus og gekk frá henni.
“Jú, ég skil alveg hvernig það er að vera ástfangin,” sagði hún með uppörvandi brosi.
“Ég má ekki vera ástfangin,” sagði Severus. Hann fann nánast hvernig hjartað brast. Hann vildi ekki þurfa að upplifa þetta. Þetta var verra, verra en allt sem hann hafði upplifað.
“Láttu ekki svona! Allir geta orðið ástfangnir!” sagði Caitlin og brosti upplífgandi brosi.
“Ég skil ekki,” sagði Caitlin. Severus gekk út úr herberginu og inn í stofuna með Caitlin á hælunum.
“Ég get ekki elskað þig! Það mun eitthvað gerast!” öskraði hann nánast á hana,
“Severus!”
“Caitlin, þú munt ekki skilja…”
“En hvað um það sem við höfum gert saman? Ha? Hvað um það?”
“Caitlin…”
“Ég vissi það,” sagði Caitlin með grátstafinn í kverkunum. “Þú bauðst mér hingað inn, bara til þess að nota mig! Bara til þess að fá það sem þú vildir og gera það sem… þú hafði það alltaf í huga!”
“Nei!” hvæsti Severus á móti. “Nota þig! Hvernig geturðu sagt það! Ég elsk…”
“Jahá, þú sem sagt elskar mig!” hrópaði Caitliln á hann. “Þú ert semsagt að fara út af því að þú elskar mig?”
“Caitlin…” bað Severus með örlítið stilltari róm en áður.
“Maður fær aðeins eina ást í lífinu. Þegar maður hittir þessa einu ást þá veit maður það. Ég veit að þú ert mín eina sanna ást í lífinu Severus. Mér hefur aldrei liðið svona… vel. Ég hef aldrei getað séð hlutina í svona skíru ljósi. Severus, ekki kúðra þessu!”
“Caitlin ég má ekki verða ástfanginn,” sagði Severus. Hún heyrðu hvernig röddin var við það að bresta . “Ég má ekki bindast neinni manneskju! Það er það sem ég hef lifað fyrir, barist fyrir. Það er þess vegna sem ég er á lífi!”
“Það er ekkert líf án ástar,” hvíslaði Caitliln í gegnum táraflóðið. “Ég hafði greinilega ranghugmyndir um þig.”
“Ég er að gera þetta fyrir þig!” öskraði hann nánast á hana.
“Hvað ertu að gera fyrir mig? Skilja mig eftir í ástarsorg og örvæntingu? Hvað gerir það fyrir mig?” öskraði Caitlin til baka.
“Ef við verðum saman, ef fólk sér að ég sé orðinn ástfanginn, að ég sé fallinn fyrir mugga þá…”
“Svo að stoltið skiptir þig meira máli?”
“Já… nei…” sagði Severus svolítið ringlaður. “Þetta er spurning um líf og dauða! Ég er sá eini sem getur njósnað fyri hann, fyrir hinn myrka herra!”
“Já en…” Caitlin hrorfði á hann um stund til þess að melta það sem hann sagði. “Hann, hinn herra eða hvað nú hann kallar sig, hann er farinn ekki satt?”
“Nei. Hann kemur aftur, bara spurning um tíma,” sagði Severus ögn rólegri. “Þegar hann kemur aftur, sér þig og sér hvað mig þykir vænt um þig, þá mun spilaborg hrynja. Caitlin, sjáðu til, ég er spil í spilaborg og það veltur á mér hvort hún fellur eða stendur. Hugur minn þarf að vera kaldur og hreinn til þess að hún hrynji ekki.”
Caitlin horfði á hann um stund, og vissi ekki alveg hvað hún ætti að gera.
“Hann mun drepa þig með köldu blóði og mig líka ef hann kemst að þér,” hvíslaði hann. “Caitlin, hann lifir fyrir dauðann. Hann lifir fyrir sársauka.”
“Ég trúi ekki að þú sért að segja þetta,” hvæsti hún að honum.
“Ég er að gera þetta svo að þú haldir lífi!”
Caitlin hvarf inn í herbergið og kom skömmu síðar fullklædd fram. Hún gekk hægt að Severusi og kyssti hann á munninn.
“Ég elska þig,” sagði hún svo. “Ég á aldrei eftir að elska neinn annan eins og ég elska þig. Þú ert blindur.”
Því næst snérist hún á hæli, hoppaði í skóna og hrifsaði úlpuna sína og áður en Severus fékk nokkuð gert var hún farin.
Severus horfði á dyrnar um stund og fann strax fyrir söknuði. Það var satt. Bjáni. Hálfviti. Af hverju varstu að gera þetta? Þú klúðrar öllu! hugsaði hann með sér. Hann settist í annan hægindastólinn og horfði stjarfur blátt áfram.
Eitt lítið silfrað tár rann úr augnkróknum og lenti á skikkjufaldi hans.
Hann hafði aldrei grátið áður.