Jæja þá kem ég mér loksins í það að skrifa áhugaspuna vona bara að hann takist vel og gjörið þið svo vel.



“Svona nú þú hlýtur að geta gert betur en þetta !” Hrópaði Sirius og rödd hans hljómaði um allan salinn. Seinna ljósleiftrið hæfði hann í brjóstið ….

…”HANN ER EKKI DÁINN”! æpti Harry…

…bíddu Harry ég er að koma…

Harry vaknaði upp með andfælum, eins og venjulega vaknaði hann í svitabaði og með tárin í augnkrókunum, hann vissi ekki hvað honum var búið að dreyma þennan draum oft í sumar en nú hafði eitthvað verið öðruvísi, hvað hafði verið kallað þarna í endann hann gat ekki munað það. Hann stóð uppúr rúminu og fór niður í eldhús. Það var mið nótt. Hann gekk að vaskinum og lét vatn renna í glas. Hann fékk sér sopa en spýtti því strax út úr sér aftur. Vatnið var á bragðið eins og gömul mjólk. Hann hristi hausun og fór aftur upp í herbergið sitt til að reyna að sofna aftur. Hann bylti sér lengi þangað til hann gafst upp og tók upp ritgerðina um þroskaferil veggplantna án lyktar sem hann átti að skila til Snape í byrjun annarinnar í Hogwarts . Í raun var hann löngu búinn með þessa ritgerð og annað heimanám en hann hafði ekkert annað við tíman að gera. Hann strokaði út tvær setningar og lagaði aðeins endinn. Hann var næstum því viss um að hann fengi A fyrir öll heimaverkefnin því hann var næstum því alveg hættur að laga og bæta við og hann átti en tvær vikur eftir af fríinu sínu. Þegar hann var búinn settist hann upp í rúm og starði fram fyrir sig, gerði ekkert annað enn að hugsa. Kannski væri hann en á lífi. Hann var búin að spá í þetta svo oft og í hvert skipti sem hann hugsaði um það fannst honum alltaf ólíklegra að Sirius væri lifandi. Hann hugsaði um drauminn. Þá mundi hann það …bíddu Harry ég er að koma… Það var Sirius sem hafði kallað, það kviknaði vonarneisti í brjósti hans, kannski var þá á lífi hann lagðist útaf og..og..

…lenti á björtum og hlýjum stað hann lokaði augunum og opnaði þau aftur…

“ James, James hann er komin, Sirius er komin!” Þetta var björt kvenmannsrödd,Harry skyldi ekki neitt “ Hvað segirðu Lily, er hann virkilega komin?” Í þetta sinn var þetta meðaldjúp karlmannsrödd. Harry leit í kringum sig til að sjá þá sem raddirnar tilheyrðu,en sá ekki neitt.
“Lily, James, loksins fann ég ykkur, rosalega er þetta flottur staður!” Hjartað í Harry hoppaði af gleði, hann trúði ekki sýnum eigin eyrum,var þetta virkilega rödd Sirius. Hann spratt á fætur og þá sá hann þau. Þarna sá hann í hnakkann á Siriusi. Hann var að faðma rauðhærða konu sem var með tárin í grænum augunum og brosti. Við hliðina á þeim stóð skælbrosandi maður með svart hár sem stóð allt út í loftið. Harry öskraði upp yfir sig, “Sirius, Mamma, Pabbi hvað eruð þið að gera hérna?” En þau virtust ekkert heyra í honum heldur héldu bara áfram að faðmast, gráta og hlæja í senn.
“Nei sjáið þið þarna kemur Lupine!” kallaði Sirius allt í einu. Harry leit til hliðar og sá Lupin ganga rólega til þeirra. Harry trúði ekki sínum eigin augum, hann hafði verið farin að halda að hann væri að sjá sýn inn í himnaríki en þar gat Lupin ekki verið nema…hann vildi ekki hugsa þessa hugsun lengra. Skyndilega hurfu allir nema Lupin hann stóð þarna bara og brosti þangað til Harry sá ekkert nema loftið fyrir ofan rúmið sitt.

Þetta hafði þá bara verið draumur hugsaði hann í svefnrofanum,en hvað ef… hann hrökk upp tók pergament og blek.Hann vissi ekki hverjum hann átti að senda þetta en ákvað loks að senda Ron og Hermione sitthvort bréfið.Hann varð að vera eins hreinskilin og hann gat því hann varð að komast að þessu fljót og það yrði ekki gott ef krakkarnir föttuðu ekki bréfið


Er allt í lagi með Lupin, ef það er í lagi með hann verður að fylgjast vel með honum hann gæti verið í hættu. Verið fljót að svara.

Kveðja,
Harry

Vonandi fengi hann fljótt svar því að hann vonaði að það væri allt í lagi með hann. Hann hafði ekkert heyrt í vinum sínum allt sumarið og það var orðið verulega langdregið. Hann batt pergamenttin við fótinn á Hedwig og sendi hana á stað það var farið að birta og hann heyrði að Dursley hjónin voru í þann veginn að vakna, vonandi sæju þau Hedwig ekki.
“Vakna Harry!” Úff þessi 16. afmælisdagur hans ætlaði líklega að verða ósköp venjulegur. En hann var samt sem áður með skrítin fiðring í maganum af hverju var svona mikill skarkali niðri, venjulega var ekki svona mikill hávaði þegar Dursley fjölskyldan borðaði morgunmat. Hann gekk rólega niður og kíkti inn í eldhús.
“TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ HARRY!!!!!!!!” Honum brá svo mikið að hann datt aftur fyrir sig og meiddi sig í rófu beininu.
Frá eldhúsinu hlupu Fred og George og hjálpuðu honum á lappir aftur. “Veistu mamma ég held hann sé ekkert rosalega glaður að sjá okkur” sagði Fred um leið og frú Wesley stökk á hann og faðmaði hann.Næst í röðinni til að heilsa honum var Tonks. Hún kreisti á honum höndina með sitt tómatrauða hár. Harry leit í kringum sig og sá þar Skrögg, Arthur Wesley, Ginny, Bill, Hermione en Ron og Lupin sá hann hvergi.
“Nennir engin að hjálpa mér með þetta dót?” Harry sneri sér við og sá pakkahrúgu með lappir standa í anddyrinu. Fred og George hlupu fram hjá honum og tóku eitthvað smá af pakkhrúgunni hvor og þá sá Harry glitta í hárið og ennið á Ron.
“Hvar er Lupin?” skaut Harry inn í. Það skyggði á svipinn á öllum sem inn í eldhúsinu voru. “Mér þykir það leitt en það tók svolítið mikið á Lupin að missa besta vin sinn svona snökt að hann er búinn að vera veikur síðan sumarfríið byrjaði” sagði frú Wesley. “En honum fer að batna þegar þú kemur “ bætti Herra Wesley inn í.
“Þegar ég kem? Fer ég með ykkur í Hroðagerði?” Þetta var það mest spennandi sem komið hafði fyrir Harry í öllu fríinu. “Ja reyndar förum við um leið og þú ert búin að taka upp gjafirnar þínar” sagði Skröggur.
“Viljið þið ekki bara fara núna?” Heyrðist úr einu horninu. Þá tók Harry fyrst eftir Dursley fjölskyldunni sem húkti út í horni. Vernon var orðin eldrauður í framan og mæðginin Petunia og Dudley skulfu bæði frá hvirfli til ilja. Harry átti erfitt með að halda niðri í sér hlátrinum þegar hann sá þessa sjón. Tonks leit illilega á því og sendi þeim ljótt merki með puttanum. Harry hló og réðst á gjafahrúguna. Hann hafði aldrei á ævinni fengið svona margar afmælisgjafir. Frá Skrögg og Tonks fékk hann litla eftirlíkingu af Cornelius Fudge sem baðaði út höndum og hreyfði varirnar eins og hann væri að tala, hann varð alltaf rauðari í framan þangað til hann sprakk í tætlur og svo byrjaði allt upp á nýtt.Ron gaf honum fullan pakka af endurbættum súkkulaði froskum(með piparmyntu inn í). Í pakkanum frá Hermione leyndist poki fyrir uglupóst sem hann gæti sett bréfin ofan í og bundið við fótinn á Hedwig, svo að bréfin myndu ekki blotna á leiðinni. Frá Wesley hjónunum var heimabakaðar kökur og þessi venjulega peysa (hann var að vísu ekki vanur að fá hana í jólagjöf). Ron rétti honum annan stóran og mjúkan pakka “Þessi er frá Hagrid” sagði hann og brosti.
Harry reif utan af pakkanum og á meðan skutust tvíburarnir út. Úr pakkanum datt eitthvað þungt og loðið. Þegar hann skoðaði þetta sá hann að þetta var frakki ú einhverskonar skinni en úr hvaða skinni var ómögulegt að segja. Í þessu komu Fred og George aftur inn. Þeir roguðust með nokkuð lítinn pakka á milli sín en hann en hlaut að vera þungur því báðir strákarnir voru eldrauðir í framan af áreynslu. Þeir réttu honum pakkann en hann var svo þungur að hann missti hann bara. Harry settist á gólfið og opnaði pakkann í ljós kom lítill tómur súkkulaði og skrópnestisbox. Hann ætlaði að taka upp súkkulaði kassann en hann gat ekki loftað honum, hann leit spyrjandi á Fred og George en þeir sögðu honum bara að taka í hornin sem væru rauð Harry tók í þau og honum til mikillar furðu var kassinn orðin fisléttur.Augljóslega eitthvað úr hrekkjavörubúðinni þeirra.
“jæja ætli við verðum ekki að fara að drífa okkur af stað” heyrðist allt í einu í Bill sem ekkert hafði sagt allan tíman. Jú ætli við verðum ekki að drífa okkur sagði herra Wesley. Hann tók bjórflösku undan skikkjunni og setti hana á borðið Tonks og Skröggur þutu upp og komu aftur með koffortið hans og Þrumufleyginn. Allir í eldhúsinu að Dursley fjölskyldunni undanskilni. Harry gerði það sama og skyndilega var eins og krækt væri í naflann á honum og hann snerist í hringi og eftir smá stund sat hann á gólfinu í stofunni í Hroðagerði 12.
Voulez-vous coucher avec moi, ce soir?