Ég er með smá hugmynd sem ég ætla alla að taka til greina því ég er ekkert að grínast með þetta.


Það eru of margir Áhugaspunar í gangi eins og hefur marg oft verið bent á. Og nú ætla ég ekki að móðga einn né neinn, ég er ekki endilega að tala um þig.


Ég er löngu hætt að nenna standa í því að lesa áhugaspunana sem eru sendir inn og þetta á við um fleiri líka. Auk þess sem ég og fleiri erum sammála um eitt, sumir spunarnir sem eru sendir inn eru bara alls ekki nógu góðir!!!

Þessvegna er ég með nokkrar tillögur:


1. Reglur verða hertar, það er eiginlega bara þetta sem ég er að tala um, en þá eru það uppástungur um hvernig það verður gert:

2. Stjórnendur fá leyfi til þess að hafna grein vegna ástæðunnar “ekki nógu gott” ég meina í alvöru, það er bara ekkert varið í suma kaflana, innihaldslaust, ekkert að ske, ekkert varið í þetta.

Við höfundar getum þá bara tekið því svari og vandað okkur við að betrum bæta kaflann okkar.

3. Höfundar verða að gera stuttan útdrátt og segja um hvað sagan er og senda til admina, til þess að þeir viti hvert sagan stefni.

4. Hef ekkert fylgst með spununum en ég held að stafsetning hafi batnað allveg heilan helling. En að það verði umsvifalaust hafnað vegna stafsetningar og jafnvel látið endurskoða villur eins og (ég geri þetta sjálf og ég veit að fleiri gera) þegar er skrifað “Dumbledor” ég á það til að skrifa svona ósjálfrátt alltaf, en svo þegar ég les það yfir hér á huga þá truflar það lesturinn að lesa ekki “Dumbledore”

Stafsetning hefur batnað til muna, en er það ekki bara gott merki um að við getum hert reglurnar? Mér finnst það…

5. Þetta er nú kannski hluti af reglu 2 en ég set það samt hér. Séu spunar of mikið c/p!!!!! Ég hef lesið kafla og þetta var eins og að lesa útdrátt úr bókunum. Mjög lítið breytt, bara c/p lá við… og ef sendur er inn spuni, og svo viku seinna kemur annar næstum alveg eins bara breytt nöfn og kannski stelpa en ekki strákur. Þið skiljið hvað ég meina…


Þetta er mín skoðun og ég ætla bara að biðja ykkur að taka þetta til skoðunar.

Ég bara þakka fyrir það að þú hafir lesið þetta og vona að þetta sé tekið til athugunar.

-Tonks