Hérna er fimmti kaflinn minn. Lét laga stafsetningavillur en sá sem fór yfir var með tölvuna smá bilaða svo það getur verið að það leynast stafsetningavillur einhversstaðar. En skemmtið ykkur vel.


5.kafli. Útskýringar

,,Faðir þinn, Castrho og móðir þín, Tekla voru galdramenn. Þú fæddist fyrir þrettán árum. En þegar þú varst tveggja ára var faðir þinn myrtur og þegar þú varst fjögura ára var móðir þín myrt. Þér var komið fyrir á Rafgerten barnaheimilinu. En þegar þú yrðir ellefu ára þá héldum við að þú myndir koma í Hogwartsskóla. En það fundust engir galdramættir í þér þegar þú varðst orðin ellefu ára og því gátum við ekki tekið áhættuna á því að þú vissir um Hogwarts en kæmist ekki í hann. Og trúðu mér, þú hefðir orðið fyrir miklum vonbrigðum ef þú vissir um hann en kæmist ekki í námið.” Ron hafði sagt þetta allt á þess að stoppa. Ég hafði hlustað allann tímann. Nokkur tár læddust niður á kinnar mínar þegar hann hafði nefnt foreldra mína á nafn. Ég hafði aldrei vitað hvað þau hétu.
,,En….afherju hef ég galdramátt núna?” Spurði ég varfærnislega.
,,Þú galdraðir…..Þegar morðinginn sem drap Anne stóð fyrir ofan hana og þú tókst upp sprotann þinn þá galdraðir þú hann í burtu……En við í Galdramálaráðuneytinu….það er ráðuneyti galdramanna” bætti hann við þegar hann sá svipinn á mér sem þýddi einfaldlega ,,Hvað er það?”
,,En við vitum ekki afhverju þú gast galdrað akkurat þarna. Þú hafðir aldrei sýnt nein merki um að þú hefðir galdramátt áður. En það er líka annað, við höldum að við vitum hver morðinginn er!” Hjartað mitt tók kipp. Þeir í þessu ráðuneyti vissu kannski hver hafði drepið Anne, mömmu og pabba.
,,Hver er það?” Spurði ég æst og reið ,,Ég verð að vita það!”
,,Við vitum aðeins hver það er, en samt ekki nákvæmlega hver það er” sagði Ron. Ég skyldi hann ekki alveg. Hvað meinti hann eiginlega?
,,Hvað meinarðu með því?” Ron setti upp svip sem var eins og hann væri að hugsa.
,,Þú kemst af því seinna” sagði hann loks. En ég vildi vita það núna. Ég vildi helst fara til morðingjans og drepa hann á staðnum.
,,Svo ætlaði ég að segja þér það að í rauninni á ekki að galdra ef maður hefur ekki náð tilskeyttum aldri…..Það er að segja eftir seinasta árið í Hogwartsskóla.”
,,En ég gerði ekkert, líkaminn minn tók bara allt í einu stjórn á mér.”
,,Þess vegna þarft þú ekki að mæta fyrir rétt eða eitthvað svoleiðis dæmi.” Mér var létt við þessi orð. Ekki vildi ég fara fyrir rétt hjá fólki sem ég þekkti ekki neitt. Eða réttara sagt þessari þjóð. Því þau voru allt öðruvísi en við hin…..venjulegu.
,,En hvað sagðir þú eiginlega til þess að morðinginn hvarf?” Spurði Ron allt í einu.
,,Ég veit ekki….orðin voru svo skrýtin……..ég skyldu þau ekki og veit ekki einu sinni hvað ég sagði.”
,,Það er allt í lagi…..að minnsta kosti í bili. En núna þarf ég að segja þér ýmislegt um Hogwartsskóla.”
,,Já. Það var eitt sem ég ætlaði að spyrja þig” sagði ég og bjó mig undir versta svarið ,,Er verið að læra galdra við þennann skóla til þess að drepa aðra?” Ron leit einbeittur á mig eins og hann vissi ekki hverju hann ætti að svara.
“Það fer eiginlega eftir því hvernig þú hugsar,, svaraði hann “En ég held að þú myndir kannski drepa með göldrum ef þú værir í Dumstrang sem er annar galdraskóli. Þar er lögð meiri áhersla á myrkuöflin. Veit reyndar ekki hvort það er ennþá. En svo væri mjög líklegt að þú dræpir ef þú værir í…….ja…það var að minnsta kosti á mínum tíma….ef þú værir í Slytherin, en núna getur það verið hvaða heimavist sem er. Þú ræður hvort þú verður morðingi eða ekki en ég get sagt þér að foreldrar þínir voru alls ekki morðingjar, ef það hjálpar.”
Þetta var að minnsta kosti betra en það að þessi skóli væri til að krakkar lærðu að drepa. En hvað var heimavist?
,,Fyrirgefðu. Ég er nú ekki mikið inn í þessu eins og er….en hvað er heimavist, ég meina, ég veit alveg hvað það er en eru einhverjar sérstakar heimavistir í Hogwartas?”
,,Það eru fjórar mismunandi heimavistir. Gryffindor, Hufflepuff, Ravenclaw og Slytherin” svaraði Ron mér.
,,Hvernig er valið í vistirnar?” Spurði ég forvitin.
,,Það kemur bara í ljós þegar kemur að því.” Þetta hafði ekki verið svarið sem ég vildi fá en ég sætti mig við það.
,,Jæja, þú þarft að fara í Skástræti til að kaupa allt skóladótið þitt….Já, Skástræti er svona verslunargata fyrir galdramenn” bætti hann við þegar hann sá svipinn sem ég setti upp þegar hann sagði Skástræti ,,Þú getur gist hér þangað til 1. september. Þá ferðu með Hogwarts hraðlestinni til Hogwarts.”
,,En hver á að koma með mér að versla þetta allt saman?” Spurði ég áhyggjufull ,,Ég get ekki farið ein þegar ég veit ekki neitt hvernig allt prógramið er hérna.” Ron brosti bara til mín.
,,Lucas getur hjálpað þér. Hann kemur hingað svona rétt bráðum. Ég segi honum að koma upp til þín. Við sjáumst.” Sagði Ron, fór út um dyrnar og lokaði á eftir sér. Ég var eftir ein, reyndar var Tache hjá mér. Ég reyndi að koma mér fyrir en þetta var ekkert mjög þægilegt herbergi svo ég ákvað bara að bíða eftir þessum Lucasi. Ætli hann væri líka svona ungur maður? Eða myndi það
vera skeggjaður gamall karl? Ég reyndi að ýminda mér hvernig þessi Lucas væri.

Þegar ég var komin með fullkomið útlit opnuðust dyrnar að herberginu “mínu”. Ég bjó mig undir gamlan karl með bólur út um allt. En þegar spennann var alveg að fara upp í hundrað prósent sá ég að þetta var strákur. Bara venjulegur strákur á sama aldri og ég (ég sá það vegna þess að hann var svipað hár og ég, samt aðeins hærri).
,,Hæ, ég heiti Lucas Weasley” sagði hann við mig og rétti út höndina. Ég tók í hana. Mér hafði ekki dottið í hug að þetta hefði bara verið þrettán ára strákur eins og ég, nema ég var stelpa.
,,Ég heiti Tasy Ac…..”
,,Ég veit það…Tasy Achres” Greip Lucas fram í fyrir mér ,,Pabbi sagði mér það.”
,,Þannig að pabbi þinn er þá Ron?”
,,Já.”
,,Ok.” Mér hafði svo sem dottið það í hug. Um leið og ég hafði horft smástund á Lucas hefði ég séð að hann hefði sama svipinn og Ron. En hárið hans var ekki alveg eins rautt. Það var frekar blanda af rauðu og brúnu og eitthvað í viðbót út í. En hvað kom hárið hans mér við?
Við settumst bæði á rúmið. Við sögðum ekkert í smástund. Svo reif Lucas þögnina.
,,Svo þú ert alin upp í muggaheimi og vissir ekkert um okkar heim?” Spurði Lucas allt í einu.
,,Já, en hvað er muggaheimur?” Spurði ég.
,,Heimur mugganna.”
,,Já, en hvað er muggi?”
,,Galdrasnautt fólk.” Það varð þögn. Við höfðum ekkert fleira að segja. Ég vissi ekki hvort ég ætti að segja honum eitthvað eða spurja að einhverju. Svo ákvað ég að spyrja að einu.
,,Áttu einhver systkini?” Ég hafði aldrei átt systkini en Darrie hafði alltaf verið eins og litla systir mín.
,,Ég á tvö, einn bróður sem er að byrja í Hogwats á þessu ári og eina systur sem byrjar á næsta ári, átt þú?” Ég leit niður á gólf. Ég hafði aldrei vitað hvort að ég hefði viljað systkini eða ekki.
,,Nei.”
,,Veistu að pabbi minn á sex og bara eitt af því er stelpa.” Ég leit á Lucas eins og hann væri bara að djóka í mér en þegar ég sá alvarlegan svip á honum vissi ég að hann væri að segja satt.
,,Hann þurfti alltaf að nota gamlar skikkjur af þeim og fá gömlu bækurnar, það sannar að það er ekki alltaf auðvelt að vera með stóra fjölskyldu, þó það geti verið oft mjög gott og gaman að eiga systkini.”
Við Lucas héldum áfram að spjalla mjög lengi og fyrr en varið vorum við orðin mjög góðir vinir.
,,Heyrðu” sagði Lucas allt í einu eftir langt samtal um allskonar hluti og tilhlökkun að fara í Skástræti að versla ,,Væri þér sama þótt að ég tæki vinkonu mína með að versla?”
,,Já, en má ég spyrja?” Spurði ég.
,,Já” svaraði Lucas.
,,Er hún kærastan þín?”
,,Nei” svaraði Lucas en ég sá að hann roðnaði.
,,Ekki? En þú roðnar” sagði ég með stríðnislegum tóni.
,,Ok, ég er skotinn í henni” svaraði Lucas og roðnaði ennþá meira.
,,Hvað heitir hún?” Spurði ég.
,,Anya Calabazt, en fullu nafni heitir hún Anya Adela Calabazt.” Ég kinkaði bara kolli til hans.
,,Eigum við ekki að huga að því að fara?”
,,Jú, ég er orðin allt of spennt.” Við stóðum upp.
,,Heldurðu að það sé í lagi að taka Tache með eða?”
,,Tache?”
,,Hundurinn minn!”
,,Ég myndi sleppa því, en pabbi getur örugglega fengið leyfi hjá skólastjóranum um að þú fáir að taka hann með í skólann. Vanalega má bara taka með sér uglu, kött eða körtu.”
Ég varð áhyggjufull að skilja Tache eftir í þessu ógeðslega herbergi. En Lucas sagði að það væri allt í lagi. Þess vegna kvaddi ég Tache mjög vel og við Lucas fórum svo út úr herberginu.
Við fórum niður stigann. Svo fórum við fram hjá “afgreiðsluborðinu” og inn um einhverjar “hliðar” dyr. Þar sá ég aðeins múrsteinsvegg fyrir framan mig.
,,Hvað eigum við að gera hér?” Spurði ég tortryggin.
,,Bíddu bara” svaraði Lucas. Hann sló með hendinni á einhverja múrsteina á veggnum. Í sama mund fór veggurinn að hreyfast og skipptist í tvennt.
Framundan mér sá ég stræti sem fór niður á við. Til hliðanna voru verslanir. Þarna var helling af fólki. Ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera Skástræti.

Jæja, hérna er þetta.