Ok, hér er klikkuð tilgáta (áhrif frá fullu tungli?)
Half Blood merkir í raun það sama og mudblood, eða það að vera ekki hreinræktaður. Það er bara ekki eins ljótt. Það gæti þýtt að þessi prins sé ekki hreinræktaður galdramaður. Rowling hefur sagt að þessi prins sé hvorki Harry né Voldemort svo að við getum strikað þá út af listanum.
En hvað ef prinsinn er ekki galdramaður?
Mín kenning er sú (ekki halda að ég trúi þessu í alvörunni en það er gaman að pæla í þessu) að prinsinn sé þveröfugt við galdramann fæddan í Muggaheiminn, það er að segja, ég segi að prinsinn sé Muggi fæddur í galdraheiminn! Með öðrum orðum, skvibbi!
Og hvaða skvibba þekkjum við? Arabellu Figg en hún er kvenkyns og getur því ekki verið prins. Hinn skvibbinn er okkar heittelskaði Argus Filch.
Hann er ekki galdramaður en hann er alls ekki hreinræktaður Muggi.
Half blooded.
Af hverju í ósköpunum ætti það annars að skipta máli, nema af því að það ætti eftir að vera eitthvað mál í framtíðinni? Ha? Getið þið sagt mér það? (ekki fara að tala um að það sé þess vegna sem hann sé svona leiðinlegur, hvað kemur það málinu við? Okkur er alveg sama um það af hverju hann er svona leiðinlegur við krakkana)