Loksins er fimmti kafli kominn.
Búin að vera með þvílíka ritstíflu og gat bara ekkert gert fyrr en í dag :Þ


Fimmti kafli.


Það var enginn vaknaður þegar Harry fór á fætur. Hann leit á klukkuna, hún var hálfsjö. Það þýddi víst lítið að fara til Dumbledores svona snemma. Alla nóttina hafði Harry hugsað um drauminn. Hann fékk þá tilfinningu að hann ætti að vita hvaða fólk þetta var. Þetta virtist svo augljóst! En samt hafði hann ekki hugmynd. Harry gekk um gólf og hugsaði. Hann heyrði þrusk fyrir aftan sig og leit snöggt við. Ginny var vöknuð. Hún leit á hann með syfju í augunum.
“Er eitthvað að?” spurði hún.
“Nei, ég er bara að mæla hvað gólfið er stórt í fermetrum.” svaraði Harry kaldhæðnislega.
“Hvað er að?” Hún settist upp og geispaði.
Harry settist við hliðina á henni og horfði beint í augun á henni.
“Mig dreymdi svo skrýtinn draum í nótt.”
Geispinn kafnaði í hálsinum á Ginny og hún leit alvarlega á hann.
“Hvernig?”
“Mig dreymdi að ég væri kominn á gang og við endann á ganginum var hurð. Það var herbergi fyrir innan hurðina og inni í herberginu voru þrjár manneskjur. Ein kona og tveir karlar. Konan var með þykkt rauðbrúnt hár og karlarnir með svart hár. Þau voru að horfa á eitthvað en þau skyggðu á það. Ég sá ekki framan í þau en mér fannst ég þekkja þau.”
Ginny gapti þegar Harry kláraði.
“Harry, þú verður að tala við Dumbledore núna strax!” sagði hún óðamála og minnti mjög á Hermione.
“Ginny, klukkan er korter í sjö. Hvern þekkir þú sem fer á fætur svo snemma í jólafríinu?”
Ginny róaðist ekkert við þetta en stóð á fætur.
“Hann færi svona snemma á fætur fyrir þig, það veit ég. Komdu, ég fer með þér!”
Hún tók til við að klæða sig og lagði af stað niður stigann. Harry elti.
“En hvað með hina? Ég vildi ekki fara fyrr en þú vaknaðir. Hvað ætli þau haldi?” sagði hann.
“Við útskýrum það þegar við komum til baka.” Ginny dró fram sprotann sinn og Harry gerði það sama. Þau lyftu sprotunum og tilfluttust til Hogsmeade.


Litla þorpið kúrði sofandi undir snjónum. Eins og alltaf minnti Hogsmeade Harry mest á jólakort á veturna. Þau gáfu sér engan tíma til að virða fyrir sér fegurðina en hröðuðu sér upp í kastala. Skikkjufaldarnir blotnuðu þegar þau óðu snjóinn í heimreiðinni. Þegar þau komu að stóru dyrunum teygði Harry sig upp og greip í dyrahamarinn. Ufsagrýlan sem dyrahamarinn hékk úr gretti sig ferlega þegar hamarinn ískraði í munninum á henni. Það glumdi í viðnum þegar dyrahamarinn buldi á honum.Það heyrðist fótatak í forsalnum og Mc.Gonnagall opnaði dyrnar. Hún var klædd í sloppinn með skotamynstrinu og var með nátthúfu í stíl. Hún rak upp stór augu þegar hún sá Harry og Ginny.
“Harry og Ginny! Áttuð þið ekki að vera í Frakklandi?” sagði hún forviða.
“Við þurfum að ræða við Dumbledore, prófessor. Er hann vakandi?” sagði Harry og steig inn í forsalinn.
“Nei, en þið getið vakið hann ef þetta er svona áríðandi” svaraði Mc.Gonnagall. Hún leit á Ginny eins og hún myndi útskýra allt. En Ginny var nú þegar tveimur skrefum á undan Harry upp á skrifstofu Dumbledores. Mc.Gonnagall yppti öxlum þegar hún lokaði hurðinni, hún yrði örugglega viðstödd þegar Harry útskýrði þessa heimsókn. Hún skellti dyrunum í lás og hraðaði sér upp stigann. Harry og Ginny fóru svo hratt að þau voru komin upp á aðra hæð.

Harry fylltist einkennilegri friðsæld við það að vera kominn aftur í þetta kunnuglega umhverfi, vitandi það að innan nokkurra mínútna myndi Dumbledore vita af draumnum. Ginny virtist ekki eins friðsöm, hún var með stóra hrukku á milli augnanna og var hugsandi á svip. Þegar þau beygðu inn á ganginn þar sem inngangurinn að skrifstofu Dumbledores var spurði hún Harry.
“Hvernig virtist þessu fólki líða? Var það hamingjusamt, reitt, sigurglöð?”
“Það virtist vera hamingjusamt, eins og það sem þau voru að horfa á fyllti þau ótrúlegri gleði.” svaraði Harry hugsandi.
“Var það eins og þau hefði náð því sem þau stóðu yfir? Svona eins og þú hefðir náð drápara?” hélt Ginny áfram.
“Nei…” Harry reyndi að muna eftir tilfinningunni sem hafði fyllt herbergið. “Tilfinningin minnti mig svolítið á það þegar þú sagðir mér að þú værir ólétt,”
Hrukkan á milli augnanna á Ginny dýpkaði meira þegar Harry sagði þetta. Skyndilega hvarf hún og Ginny tók andköf. Svo sló hún í ennið á sér og muldraði: “Aðvitað! Heimska, heimska ég.”
Harry var mjög hissa á þessari yfirlýsingu frá Ginny. Hún var ekki beint manneskjan sem kallar sig heimska. Hún var of stolt af sjálfri sér til þess. Einn af hlutunum sem Harry elskaði við hana.
“Hvað?” spurði Harry.
“Þetta fólk, Harry, þetta fólk.”
“Já, hvað með fólkið?” Harry var orðinn virkilega forvitinn.
“Þetta…..þetta voru foreldrar þínir Harry.”svaraði hún eins og út á þekju.
Það tók langan tíma fyrir orðin til að síast inn í heilann á Harry en þegar þau voru komin alla leið langaði hann mest til að slá sjálfan sig í ennið. Þetta virtist svo augljóst.
“Jáá! Vá hvað það tók mig langan tíma til að fatta þetta.” sagði Harry hátt.
Ginny flissaði.
“Gleraugun-á-nefinu-syndrómið margfræga.”
Svo varð hún alvarleg aftur. Hrukkan á milli augnanna birtist.
“En hver var hinn karlmaðurinn þá?” sagði hún hugsandi. “Geturðu lýst honum betur?”
“Hann var dökkhærður eins og ég sagði, og hærri en….pabbi. Svo var hann líka svona þéttari. Ekki eins og hann væri feitur, bara vöðvameiri og axlabreiðari.” svaraði Harry.
Ginny virtist engu nær. Þau voru alveg að koma að ufsagrýlunni sem stóð fyrir innganginum að skrifstofunni. Þegar þau stóðu fyrir framan hana mundi Harry eitt. Hann vissi ekki leyniorðið. Hann leit á Ginny. Hún hafði heldur ekki hugmynd. Auðvitað ekki. Þau höfðu ekki komið þangað í þrjú ár. Ansi líklegt að leyniorðið hafi breyst. Mc.Gonnagall kom hlaupandi fyrir hornið. Hún var með rauða bletti í kinnunum af áreynslu og hélt uppi faldinum á sloppnum sínum eins og hún væri í ballkjól.
“Það er ekkert verið að bíða eftir manni! Færðu þig frá.” sagði hún ergilega og stjakaði Harry frá. Svo leit hún á styttuna og sagið hátt:
“Tröllatungukaramella!”
Grýlan stökk frá og á bak við hana var hringstiginn. Þau stigu á neðsta þrepið og það leið mjúklega upp á við.
Dyrnar á skrifstofu Dumbledores stóðu í hálfa gátt. Miðað við það að klukkan var ekki nema tíu mínútur yfir sjö var það frekar skrýtið. Mc.Gonnagall bankaði varlega á hurðina áður en hún ýtti henni upp. Skrifstofan var friðsæl eins og alltaf. Gömlu skólameistararnir sváfu vært í römmum sínum fyrir utan eldri galdramann í jogginggalla sem gerði morgunæfingar á grasflötinni. Dumbledore sat við skrifborðið sitt í glæsilegum fjólubláum silkináttfötum með ásaumuðum gullstjörnum. Hann virtist þungt hugsi og studdi höndunum á ennið á sér. Fyrir framan hann stóð þankalaugin. Silfurlitað efnið hringsnerist og bylgjaðist og Harry varð óglatt af því að horfa á það. Dumbledore leit upp þegar Mc.Gonnagall ræskti sig.
“Harry. Ég er bjóst við því að þú kæmir.”sagði hann rólega.
“Dumbledore, mig dreymdi skrýtinn draum í nótt.” Harry settist niður og kom sér beint að efninu. Ginny og Mc.Gonnagall settust líka. Dumbledore virtist ekkert hissa. Kinkaði bara kolli skilningsríkt.
“Segðu frá Harry” sagði hann.
Harry útskýrði drauminn. Þegar hann var búinn tók Mc.Gonnagall andköf. Dumbledore klappaði henni á höndina og leit svo alvarlegur í augu Harrys.
“Harry, ég ætla að sýna þér svolítið.”sagði hann alvarlega.
Hann dró fram sprotann og hrærði svolítið í silfurlitaða efninu í þankalauginni. Upp úr karinu steig vera. Hjarta Harrys tók kipp þegar hann sé hver þetta var. Þetta var James Potter. Hann snerist hægt með fæturna ofan í skálinni og talaði út í loftið með röddu sem bergmálaði svolítið.
“Síðan Lily varð ófrísk hefur mig verið að dreyma að við stöndum yfir vöggunni og svo opnast dyrnar og það kemur inn maður. Hann er mjög líkur mér nema það að hann er með skærgræn augu, eins og Lily. Ég veit hver þetta er Dumbledore, þetta er sonur minn. Og hann stendur þarna og horfir á okkur. Ég veit líka að Hinn Myrki Herra vill drepa hann, og ég veit það að til að vernda hann þurfum ég og Lily að deyja fyrir hann. Samt er eins og hann sé að koma til okkar. Ég reyni að segja honum að fara en hann hlustar ekki.Og ég finn að ég er að leysast upp og sonur minn nær ekki til mín. Hvað táknar þetta Dumbledore?”
Dumbledore leit upp og ljósið frá skálinni lét hann virðast gamlan og þreyttan.
“Fyrir James og Lily táknaði þetta að þeirra tími var liðinn, það var þeirra hlutverk að vernda son sinn og deyja fyrir hann.” sagði Dumbledore hljóðlega. Harry leit upp.
“Það var þriðja manneskjan þarna. Karlmaður, með svart hár. Hver var það þá?” sagði hann og reyndi að leiða hugann fá því sem draumurinn var að segja honum.
“Hugsaðu Harry, hugsaðu drengur. Þú sérð foreldra þína, þá einu sem þú munt nokkurn tíman eignast. Og þú sérð þriðju manneskjuna, manneskju sem hefur nokkurnveginnn gengið þér í föðurstað, en er núna fallinn frá. Hver kemur fyrst upp í hugann?” sagði Dumbledore rólega. Harry fannst eins og eitthvað þungt þrýsti á brjóstkassann. Ginny fálmaði eftir hendinni hans og kreisti fast.
“Sirius.” hvíslaði Harry og það kom kökkur í hálsinn og augun fylltist af tárum. Hann saknaði Siriusar svo mikið!
“En hvað get ég gert til að fara ekki sömu leið og þau?” spurði Harry.
“Hlustaðu á rödd föður þíns Harry.” Þetta var það eina sem Dumbledore sagði. Eins og oft áður fann Harry að fundurinn var búinn.Það var eins og augu Dumbledores væru að segja jæja, nú er ég búinn að útskýra þetta fyrir þér, það er þitt vandamál að vinna úr þessu. Á einhvern hátt var það miklu meiri traustyfirlýsing heldur en að leiða Harry í gegnum allt. Og Harry fann fyrir þessu trausti leggjast á herðarnar og ákvað með sjálfum sér að valda því. Hann stóð á fætur og Ginny stóð upp með honum. Dumbledore stóð líka á fætur og fylgdi þeim til dyra.
“Ég geri ráð fyrir því að þið ratið út. Ef ég væri þið þá myndi ég drífa mig aftur til Frakklands þar sem ég veit að bíða óþreyjufullir vinir.” sagði hann og blikkaði þau kankvís.


Í búðinni var allt á rúi og stúi. Molly stökk á fætur um leið og þau birtust. Hún var sú eina sem hafði ekkert gert allan tíman síðan þau vöknuðu, hún hafði verið svo áhyggjufull.
“Elskurnar mínar, hvar hafið þið verið? Ég var að farast úr áhyggjum!” sagði hún skrækróma og faðmaði þau aftur og aftur. “Hvað ef eitthvað hefði nú gerst?”
“Molly, róaðu þig niður og leyfðu þeim að setjast.”sagði Arthur rólega og tók í öxl konu sinnar og leiddi hana að stól, setti hana niður í hann og rétti henni tebolla. Þegar Molly leit undan leit hann á Ginny með spurnarsvip. Harry og Ginny settust niður og Harry varð var við það að allir hinir sperrtu eyrun. Hann útskýrði drauminn og heimsóknina til Dumbledores. Þegar hann var búinn þögðu allir langa stund. Það var Molly sem rauf þögnina.
“Að þið skylduð láta ykkur detta í hug að fara á þess að kveðja kóng né prest er það sem ég á í vandræðum með að skilja.” sagði hún með þjósti.
“Ekki kenna mér um neitt, það var Ginny sem vildi fara.” sagði Harry til að útkljá málið. Ginny kleip hann fast í upphandlegginn þegar hann sagði þetta.
“En allaveganna ætlið þið að drullast til að gera eitthvað nú þegar þið eruð loksins komin. Við erum búin að þrífa allt nema klósettin og þar sem þið tvö hafið ekkert gert í allan dag eru það þið sem sjáið um það.” sagði Fred illkvittnum rómi við Harry og Ginny. Þau reyndu að malda í móinn en engin miskunn Þau fengu flösku af Allrahandahreinsiefni frú Skúru, svamp og tannbursta, var ýtt inn á klósett, sem var vægast sagt ógeðslegt en eins og Fleur sagði var rekinn bar þarna með einhverju stórhættulegu heimabruggi og allir sem drukku það lentu með hausinn ofan í klósettskálinni svo það var ekkert skrýtið að klósettið væri ógeðslegt. Ef þessi saga átti að hressa upp á Harry og Ginny hafði hún þveröfug áhrif. En samt illu er best aflokið svo þau bitu á jaxlinn og réðust á klósettin. Þetta minnti Harry mjög mikið á það þegar Hroðagerði var gert upp. Ekki góðar minningar. Allrahandahreinsiefnið gerði kraftaverk og þau skildu við klósettin eins og í auglýsingu, skínandi hrein og fín og sterkur sítrónuilmur í loftinu. Nýja hreinsiefnið var með svo sterkri sítrónulykt að það var erfitt að vera nálægt flöskunni í langan tíma. Það unnu allir eins og berserkir fram yfir miðnætti við það að verðmerkja vörurnar, læra á búðarkassana, einhver glæný tækni sem Arthur sjálfur hafði hannað. Þau duttu niður í rúmin í kringum þrjú, enginn gat hugsað hálfa hugsun fyrir þreytu. Harry dreymdi fljúgandi búðarkassa sem þuldu sífellt upp verð og nöfn vara í búðinni. Það var virkilega pirrandi. En draumurinn breyttist og hann var aftur staddur á ganginum og gekk að dyrunum við endann. Aftur stóðu Sirius, Lily og James yfir vöggunni. Nú þegar Harry vissi hvað draumurinn táknaði og hafði heyrt föður sinn segja frá honum langaði Harry að honum væri lokið. En til þess átti hann að “hlusta á rödd föður síns”. Hvað það þýddi vissi hann ekkert um. Harry ákvað að reyna að ná athygli foreldra sinna og Siriusar. Hann reyndi einföldustu leiðina, hann ræskti sig. Þau litu öll við og James var sá eini sem virtist þekkja hann. Hann bærði varirnar eins og hann vildi segja eitthvað. Harry heyrði ekki hvað það var en hann skildi orð Dumbledores. Hlustaðu á rödd föður þíns. Harry reyndi af alefli að skilja hvað hann var að segja. Og hann heyrði það, það var eins og hvísl sem hljómaði fyrir mörgum árum. En hann heyrði það samt.
“Farðu! Farðu! Ekki koma nær. Sama hvað gerist ekki koma nær!” hvíslaði James.
Harry horfði skelfingu lostinn á litlar eldtungur byrja að kvikna við fætur Lilyar og James. Hann varð að gera eitthvað, hann mátti ekki láta þau brenna! Hann ætlaði að hlaupa til þeirra og trampa á eldinum, bara gera eitthvað þegar hann sá svipinn á föður sínum þá mundi hann eftir því sem hann hvíslaði. Ekki koma nær sama hvað gerist! Svo Harry stóð þarna og horfði á foreldra sína hverfa. Tárin runnu niður kinnarnar á honum. Þau voru horfin, mamma og pabbi, þau voru horfin.
En samt stóð Sirius þarna ennþá og horfði niður í vögguna. Hann virtist ekki einu sinni vita að Harry þarna. Harry var nokkuð viss um það hvað hann ætti að sjá ef hann liti ofan í vögguna. Hann ætti eftir á sjá sjálfan sig sem barn. Hann gekk að vöggunni og stóð við hliðina á Siriusi og horfði ofan í hana. En hann sá ekki sjálfan sig. Hann sá litla stelpu, varla nema nokkurra vikna gamla. Hún var með dökkt hár eins og Sirius og stór brún augu. Hver var þetta? Hann horfði á Sirius og undraðist svipinn á honum. Hann var ekki sviplaus og tómur eins og hann var næstum alltaf meðan Harry þekkti hann. Það skein ástúð og viðkvæmni úr svipnum og hann teygði sig niður til að snerta barnið en hann náði því ekki. Þegar fingurgómarnir voru við kinn barnsins leystist hann upp. Svipurinn lýsti af sorg þegar andlitið leystist upp seinast af öllu. En barnið hvarf líka. Nú lá strákur í vöggunni. Harry sjálfur. Aleinn og yfirgefinn af öllum nema sjálfum sér. Og þeir grétu báðir.
Skalat maðr rúnar rísta,/nema ráða vel kunni,