1.kafli Venjulegur dagur

Holly Cooper var venjuleg 11 ára stelpa, fædd í mars. Hún var með rauðbrúnt meðalsítt hár og blá augu. Þessa stundina var hún sofandi en skær rödd móður hennar, Stellu Cooper, vakti hana,
“Holly, þú þarft að fara á fætur ég og Ryan erum að fara í bæinn og þú þarft að passa John.”
“Ohhh, frábært ég þarf aftur að passa John,” hugsaði hún og gretti sig. John var 7 ára gamall hálfbróðir hennar, feitur ljótur og leiðinlegur eins og flestir yngri bræður. Hann hafði unun af því að borða og ropa. Hún var ekki að nenna að passa hann.
“Æjj, mamma getið þið ekki tekið hann með ykkur?” spurði hún móður sína í gegnum hurðina.
“Nei Ryan vill leyfa honum að sofa, svo þarf Ryan líka að leita sér að nýjum buxum og John myndi bara leiðast, á fætur nú.”
“Ryan, Ryan, Ryan. John, John, John. Það snérist alltaf allt um þá.
”En mamma, hann er svo…“ maldaði hún í móinn en mamma hennar greip frammí fyrir henni.
”Á. Fætur. Núna. Strax!“
”Allt í lagi þá,“ tautaði hún og byrjaði að klæða sig.
”Takk elskan, er eitthvað sem þig vantar?“ spurði móðir hennar þá með skræki röddu (hana dreymdi um að verða óperu söngkona).
”Já, einhvern sem vill kaupa John fyrir milljón,“ tautaði hún og fékk sér tyggjó.
”Fyrgefðu elskan, ég heyrði ekki alveg í þér hvað sagðiru?“
”Ekkert, mig vantar ekkert, drífið ykkur bara.“
”Ertu viss?“ spurði Stella en beið ekki eftir svari því að Ryan kallði í hana ”Bless bless, kysstu John frá mér.“
Einmitt, kyssa John, hún myndi ekki gera það þó líf hennar lægi í veði, jú kannski þá, en samt, ojj. Svo gekk hún fram, hún lét hugan reika meðan hún fékk sér Cheerios á diskinn og fletti Dagblaðinu.
Hún lét sig dreyma um hvernig lífið væri ef pabbi hennar hefði ekki dáið, því Ryan var aðeins hálfpabbi hennar. Alvöru pabbi hennar, Rupert Grover dó þegar hún var aðeins 3 ára. Svo þurfti mamma hennar endilega að kynnast þessum hræðilega Ryan Todd og eignast með honum þennan fjandans John sem var enn verri. Hann átti það líka til að birtast á hrikalegum augnablikum, eins og núna, þegar hún var einmitt að hugsa um hvað lífið væri yndislegt á hann.
”Ég vil beikon og egg,“ sagði hann og hlammaði sér niður í stólinn við hliðina á henni.
”Uhhummm, bjargaðu þér sjálfur,“ tautaði Holly og reyndi að muna hvað hún hafði verið að hugsa um.
”Nei, þegar þú ert að sjá um mig þarftu að hjálpa mér, mamma segir það.“
”Segir hún það já, komdu þá, ég skal hjálpa þér,“ sagði hún og dró hann með sér fram í forstofu þar sem hún henti honum út og læsti.
Svo gekk hún aftur inn í eldhús og kláraði morgunmatinn, ánægð með að hafa náð sér niður á John. Á leiðinni inn í herbergið sitt gekk hún framhjá stóra glugganum á ganginum þar sem hún sá John lemja á hurðina. Hún gat ekki varist hlátri, John þarna úti einn í mest púkó náttfötum í heimi. En samt, hún vorkenndi honum og ákvað að opna fyrir honum. Það hefði hún aldrei átt að gera því hann elti hana gegnum allt húsið með dagblaðið á lofti tilbúið til höggs.
Í gegnum eldhúsið, stofuna, svefnherbergið hjá Ryan og Stellu, baðherbergið, upp á aðra hæð og að lokum inn ganginn þar sem hún slapp inn í sitt herbergi og læsti.
Svo leit hún í kringum sig, herbergið var fullt af einhverju en þó hún reyndi gat hún ekki fest hugann við neitt, ekki einu uppáhaldsbókina sína sem hún hafði með sér hvert sem hún fór. Pabbi hennar hafði gefið henni hana, hún var eina minningin um hann. Hún lagði bókina frá sér og hóf að skoða veggina sem voru þaktir myndum af henni. Svo, 10 mínútum síðar heyrði hún útidyra hurðinni skellt og vissi að John var farinn út. Hún opnaði dyrnar og gekk niður í stofu. Þar fór hún að horfa á sjónvarpið, og horfði þangað til hún sofnaði.
Hún vaknaði aftur við að síminn hringdi. Hún leit í kringum sig fúl yfir að vera vakin og gekk að símanum. Þetta var mamma hennar.
”Sæl Holly mín, við Ryan fengum miða á svo frábæra óperu klukkan 3 svo að við komum heim um 5. Er það ekki fínt,“ spurði hún með djúpri röddu.
”Jú, alveg æðislegt,“ svaraði Holly en kaldhæðnin í málrómnum leyndi sér ekki.
”Indælt, þú manst svo að vökva garðinn, flokka póstinn, fara með John í karateið klukkan 3 og póstleggja bréfið sem ég bað þig fyrir.“
”Jájá,“ sagði hún og blés stóra tyggjókúlu.
”Jæja við sjáumst svo í kvöld, bless elskan segðu John að við keyptum karatebúning.“
”Bæ.“
Hún heyrði mömmu sína skella á, sónninn skar óþægilega í eyrun, hún lagði á og starði dreymin út í loftið. Það sem kom henni aftur til sjálfs síns var öskur frá sjónvarpinu. Hún neri saman höndunum, það þýddi ekkert að standa bara og stara, hún varð að taka til hendinni, hún byrjaði á því að vökva garðinn, sem var án efa einn litríkasti garðurinn í götunni.
Eftir seint og um síðir kom hún inn, nú átti hún aðeins eftir að flokka póstinn, póstleggja bréfið og fara með John.
Hún gerði samt ekkert strax því hún var orðin svo svöng. Hún fékk sér núðlur og jógúrt en fattaði þegar hún var byrjuð að þetta var pönnukökujógúrtið sem John fannst svo gott.
Eftir matinn náði hún í póstinn út í póstkassann. Hún byrjaði að flokka bréfin mamma, mamma, Ryan, mamma og Holly. Hún trúði ekki sínum eigin augum en þetta stóð samt þarna ritað með grænu bleki:

Fr. Holly Cooper
Herberginu undir súðinni
Drungastíg 9
London
Englandi

Hún hljóp upp í herbergið sitt með það, og snéri því við. Aftan á var skjaldamerki skipt í fjóra hluta, á einum var greifingi, öðrum örn, þriðja ljón og fjórða slanga, og öll umlyktu þau stafinn H.
Hún renndi fingrunum undir flipann til að opna það. Dyrabjallan hringdi, þetta hlaut að vera Diane, mamma Ryans, hún var hundleiðinleg, snobbuð og rugluð. Hún lokaði bréfinu í snatri og faldi það. Svo hljóp hún niður og opnaði. Hún hafði rétt fyrir sér, þetta var Diane.
”Sæl stelpa, hvar er Ryan?“ hreytti hún út úr sér og rétti henni kápuna sína.
”Í bænum með mömmu,“ svaraði hún og bisaði við að troða kápunni inn á milli jakkanna í fatahenginu.
”Hvað er hann að gera þar?“
”Hvað ert þú að gera hér?“
”Ekki vera svona dónaleg við mig.“
”Víst.“
Diane hvessti á hana augun, Holly hvessti augun á móti, það stefndi allt í rifrildi, en þá
”Holly mín, ætlarðu ekki að bjóða mér inn?“ spurði Diane sykursætri smjaðurröddu.
”Hvað viltu?“ spurði Holly þá móti.
”Hleyptu mér inn?“
”Okey þá en John er ekki heldur heima svo þú getur ekki reynt að gera mig afbrýðisama eins og vanalega,“ sagði Holly kæruleysislega.
”Ohh, er litla Holly afbrýðisöm út í brósa, ohh, ekki gott,“ sagði Diane með smábarna röddu og kleip í kinnina á henni.
”Farðu og láttu mig í friði!“ æpti Holly.
Og sem betur fer fyrir Holly hafði hún erft það eftir móður sína að geta verið ógnvekjandi þegar hún þurfti þess svo Diane kvaddi, tók kápuna og hraðaði sér út. Holly horfði á eftir henni, í dag var hún á svörtu limmósíunni sinni.
Henni fannst alltaf hrikalegt að sjá svarta eða hvíta limmósíu renna inn á planið því það merkti ávallt að Dinae væri ekki langt undan, en draumurinn var að sjá bláan gamlan jeppa því það var Jim Todd sem var ólíkt konu sinni skemmtilegur.
En nú var svarta limmósían horfin fyrir hornið og hún gat lesið bréfið sitt í ró og næði. Hún stökk upp stigann og opnaði herbergið sitt, hljóp að bréfinu og byrjaði að opna. Niðri heyrði hún stóru standklukkuna í stofunni slá tvö þung högg. Klukkan var tvö og hún átti eftir að labba með John í karateið og horfa á hann sparka í alla, póstleggja bréfið og taka til eftir sig.
Í flýti náði hún í litla skrínið sitt og lykilinn. Hún stakk fíngerðum lyklinum í skráargatið og snéri. Það heyrðist lítill smellur og skrínið opnaðist. Hún leit í það, þarna geymdi hún öll leyndarmál sín, dagbókin, nistið, lítið plaggat með uglu á sem mamma hennar hataði og bráðum bréfið. Hún lagði það í flýti í skrínið og læsti. Hún gekk frá lyklinum og skríninu á sinn stað og fór niður í eldhús.
Þegar hún kom þangað tók hún til dagblaðið og allt ruslið. Svo leitaði hún út um allt að miða frá John. Þegar hún kom inn í stofu var stór miði límdur yfir sjónvarpsskjáinn. Á honum stóð:
NÚNNA ERR ÉG HJÁ KARMOSS. ÉG FERR Í KARETI 3. JHON.
Þetta var alveg líkt John, kunna ekki að skrifa nafnið sitt. Til allrar hamingju minnti klukkan hana á að flýta sér þegar hún sló kling klang kling klaaaang sem þýddi að klukkan var korter yfir 2 og hún þyrfti að flýta sér.
Hún hljóp upp á ganginn og náði í karatepokann hans og bréfið sem hún átti að póstleggja. Svo hljóp hún af stað. Karmos bjó 7 götum neðar eða á Blakkastíg 5. Þangað var svona 10 mínútna gangur ef maður gekk rösklega. En Holly gekk bara venjulega og var komin þangað eftir korter. Þar beið John úti eftir henni og skammaði hana endalaust fyrir að vera sein. Svo gengu þau af stað. Þegar þau gengu fram hjá pósthúsinu vantaði klukkuna 10 mínútur í en Holly skaust samt inn með bréfið. Þegar þau loks komu í karatehúsið vantaði klukkuna 3 mínútur í. Þá hljóp John inn í klefann og heyrði ekki þegar Holly kallaði á hann að hann yrði að taka með sér pokann. Mínútu síðar kom hann kafrjóður á nærbuxunum og hrifsaði af henni pokann. Svo heyrði hún í hvellri flautu þjálfarans og gekk inn í salinn. Þar stóðu allir í röð upp við veggin. Þegar hún virti þá fyrir sér sá húna að allir voru í hvítum sloppum og buxum með belti, nema John sem stóð þarna í alltof víðum bol og stuttbuxum með myndum af Stubbunum á. Hún sá að sumar mæðurnar voru farnar að pískra um hann. Hún snéri sér undan, hún vildi helst geta sokkið niður í gólfið. En hún lifði þetta af og eftir einn og hálfan tíma lögðu þau af stað heim.
Þegar þau voru komin heim fattaði Holly að í öllum æsingnum hafði hún gleymt lyklinum. Hún og John hömuðust á hurðinni en ekkert gekk, þá sendi hún John í kringum húsið í leit að opnum glugga.
á meðan hann var í burtu hugsaði hún og hugsaði, ohh hvað hún óskaði þess að hurðin myndi opnast. En þá gerðist soldið undarlegt, hurðin opnaðist. Hún stóð þarna agndofa og starði þangað til John sló hana svo fast í öxlina að hana verkjaði. Hún sló hann á móti og fór svo inn. Korteri seinna komu Ryan og mamma hennar heim.
”Jæja elskan gerðirðu allt sem ég bað þig um?“ spurði mamma hennar og hengdi upp sportjakkann sinn.
”Já,“ svaraði Holly.
”Voru einhver bréf til mín?“
”Já nokkur til þín, eitt til Ryans og eitt til mín.“
”Ha?“ spurði mamma hennar undrandi.
”Já, viltu að ég nái í það?“ Spurði Holly og brosti.
”Vertu snögg!“
Holly gerði ráð fyrir að þetta þýddi já og hljóp upp. Þegar hún kom aftur niður með bréfið í höndunum hrifsaði hún af henni bréfið og las það.
”Guð minn góður Holly, guð minn góður þetta er frábært Holly, vissirðu þetta? Ryan komdu og sjáðu,“ æpti mamma hennar og faðmaði dóttur sína.
Ryan leit á bréfið og hnussaði lágt.
”Mamma má ég sjá bréfið?“ spurði Holly í bænarrómi.
”Já auðvitað, hérna."