8.kafli, Bölvun,þolraun og breyttir tímar

Emanuelle horfði á teikninguna. Maðurinn á myndinni var kunnuglegur…Svona eins og hún hafi séð hann síðast þegar hún var fimm ára eða eitthvað, hún gat samt ómögulega komið því fyrir sig hvar hún hafði séð hann eða hvað nafnið var.
Hún ýtti við Eriku sem sat og starði á veggin.
“Er myndin tilbúin ?” sagði hún frekar hátt.
“Það er óðarfi að æpa,” sagði Emanuelle “en já, Alexa er búin með myndina”
“Og…” sagði Erika og starði á Emanuelle “leyfðu mér að sjá!”
Alexa rétti henni teikninguna, treglega þó.
Erika skoðaði teikninguna lengi, sagði ekki orð. Loks hrökk munnurinn á henni í gang.
“Þetta er allavega rétt teiknað, og það er enginn vafi á því að þetta er maðurinn sem….drap mömmu” sagði Erika og reyndi að hljóma hressilega en tókst ekki vel. Alexa og Emanuelle sluppu við að svara henni þar sem einhver stökk í gegn um málverksgatið, einhver hokinn í svörtum kufli. Hver sem þetta var þá ætlaði hann að hlaupa upp í svefnálmu en hneig niður og tuldraði eitthvað sem hljómaði eins og “nei…nei!”
Emanuelle var fyrst á fætur. Hún hljóp að verunni þar sem hún lá, Erika og Alexa komu á eftir henni.
“Hver er þetta?” spurði Alexa og kraup við hliðina á Emanuelle.
“Við skulum bara gá!” sagði hún og svipti hettunni frá andlitinu. Þetta var Lucia. Hún var með ljótt sár á kinninni og hún virtist ekki gera sér neina grein fyrir því hvað var í gangi í kring um hana, það voru lauf flækt í hvítt hárið eins og hún hafi brotið sér leið í gegn um hálfann forboðna skóginn. Erika tók andköf á bak við stelpurnar.
“Lucia,” sagði Emanuelle vingjarnlega “hvað gerðist, Lucia?”
Lucia ók sér til á gólfinu, svo fleygði hún sér um hálsinn á Emanuelle og grét sárt.
Hún hélt áfram að tuldra þessi orð. Emanuelle tók utanum Luciu þótt hún vissi ekki neitt hvað væri í gangi þá hvíslaði hún að henni “Þetta verður allt í lagi, trúðu mér”
“Nei, nei…bölvun…nei!” hélt hún áfram að tuldra.
“Við ættum að koma henni á sjúkrahúsálmuna” sagði Erika hljóðlega.
“Við megum ekki fara út þegar klukkan er svona margt” sagði Alexa meira við sjálfa sig heldur en Eriku því hún stóð upp og leit út á ganginn á bak við málverkið, “það er enginn hérna”
“Komdu, við styðjum við Luciu frá báðum hliðum,” sagði Alexa en hún benti Emanuelle að koma til sín.
“Hvað” hvíslaði Emanuelle þegar Alexa hafði dregið hana út í horn.
“Það er fullt tungl í nótt” sagði hún, “ég breytist nákvæmlega á miðnætti, ég var að hugsa hvort ég gæti farið á undan ykkur og passað að frú Norris komi ekki að okkur, svo læt ég mig bara hverfa þegar við hittum fröken Pomfrey”
“Frábært!” sagði Emanuelle “ég var einmitt að spá í því hvernig við komumst þangað án þess að vekja athygli hjá Filch, en það þýðir samt að þú þarft að sýna hinum að þú ert varúlfur”
“Ég veit…en það fer ekki lengra!”

Þessi næturferð gekk vel, að undanskildu þegar Peeves kom að þeim og hótaði að vekja skólastjórann og segja að þær væru með laus dýr en þær losnuðu við hann á augabragði þegar Alexa urraði ógnandi á hann. Erika tók því að Alexa væri varúlfur líka býsna vel, en hún var svo sem orðin vön áföllum, fyrst myndin svo Lucia og síðan Alexa. Hún var farin að halda að Emanuelle breittist í vampíru á eftir.
Þegar þær komu að sjúkraálmunni var kveikt ljós en það virtist enginn vera í herberginu sjálfu. Emanuelle losaði eina hendina og bankaði á dyrnar. Það leið smá tími þangað til að þær sáu skuggamyndirnar fyrir innan skýrast og fröken Pomfrey opnaði hurðina. Hún hleypti þeim inn án þess að segja orð.
Þegar búið var að koma Luciu fyrir í rúmi dró fröken Pomfrey stelpurnar í burtu frá Luciu.
“Hvað gerðist eiginlega?” hvíslaði hún.
“Við vitum það ekki…” sagði Erika.
“Við sátum bara og vorum að gera heimavinnuna okkar…” sagði Emanuelle.
“Þá kom hún inn í setustofuna með þetta sár…” sagði Erika
“Hún virtist ekki gera sér neina grein fyrir því hvað var að gerast!” sagði Emanuelle og beit á vör á meðan Erika kinnkaði ákaft kolli við hliðina á henni. Fröken Pomfrey gekk að Luciu þar sem hún lá umlandi eitthvað út í loftið. Hún lagði höndina á ennið á henni en svo leit hún snöggt á Emanuelle og Eriku þar sem þær stóðu vandræðalegar og biðu.
“Ég þarf ró og næði með sjúklingnum núna!” hvæsti fröken Pomfrey, Eins og þær væru með einhver hroðaleg læti, svo rak hún þær út án þess að gefa þeim nokkra skýringu á því hvað væri að Luciu. Áður en þær vissu af stóðu þær fyrir utan sjúkraálmuna.

Emanuelle vissi eiginlega ekki hvernig hún komst aftur í Gryffindorsetustofuna, hún vissi bara að hún var svo þreytt að hún veitti því enga athygli að Alexa var hvergi nálægt þeim, hún veitti því heldur enga athygli að við hliðina á henni gekk Erika með tárin í augunum, það eina sem hún gat hugsað um var hversu þreytt hún væri.

Morguninn eftir vaknaði Emanuelle seinust af stelpunum, hún hljóp niður stigann hálfklædd með augun á klukkunni, hún hefði engan tíma til þess að fara í morgunmat, hún þyrfti bara að fara beint til Umbridge.

Þegar hún var komin næstum því hálfa leiðina að stofunni mætti hún Fred og George.
“Hey! Em!” kallaði annar tvíburinn.
Emanuelle sneri sér við á hlaupunum og kallaði “Hvað ?”
“Ert þú til í að gera smá tilraun fyrir okkur?” spurði Fred
“Hvernig tilraun?” spurði Emanuelle og snarstansaði.
“Við þurfum að sjá hvernig ælupillurnar virka á vettangi,” sagði George “ert þú ekki annars að fara í tíma hjá Umbridge?”
“Jú…”
“Gott! Þá er þetta engin sóun!” sagði Fred. Svo rétti George henni pillu og sagði henni hverngi ætti að nota þetta.

Tíminn var þegar byrjaður þegar Emanuelle opnaði hurðina, það voru allir að lesa.
“Fröken Dijon, hvernig vogar þú þér að sýna þessa ókurteisi?” kvakaði í Umbridge þar sem hún stóð yfir auða borðinu hennar.
“Ég hérna…svaf yfir mig” sagði Emanuelle og þóttist geispa en í raun var hún að setja pilluna upp í sig.
“Það dugir alls ekki sem útskýring fyrir því af hverju þú komst of seint!” hvæsti Umbridge að henni. Emanuelle var nú komin að borðinu sínu og tók um magann.
“Já svo leið mér svo illa að það má teljast heppni að ég komst hingað án þess að…” svo gubbaði Emanuelle yfir ljóta fésið á kennaranum. Emanuelle tók aftur fyrir munnin, í þetta skiptið eins og hún væri að bæla niður ælu en var að pína ofan í sig hinn endann á pillunni.
“Út núna! Sjúkraálmuna” kurraði Umbridge undan ælunni “ungfrú Ariador og Anderson! Viljið þið gjöra svo vel að fylgja vinkonu ykkar þangað!”

Fyrir utan stofuna lágu Fred og George í hljóðlátum hláturskrampa.
“Snilld” var það eina sem þeir gátu stunið upp þegar Emanuelle gekk út úr stofunni.

“Jæja” sagði Emanuelle þegar þær voru komnar fyrir hornið “ég held að það sé fátt sem við getum gert annað en að fara á sjúkraálmuna, þá getum við líka heilsað upp á Luciu”

Fröken Pomfrey var treg til þess að hleypa þeim inn af því að þær ættu að vera í tíma en þeim tókst loksins að fá leyfi til þess að vera hjá Luciu í korter, ekki meira.

Lucia var að lesa bók þegar þær komu inn í klefann hennar en hún virtist verða glöð að sjá þær. Hún var ennþá með umbúðir yfir sárinu en annars virtist allt í lagi með hana.
“Hæ” sagði Alexa og settist á einn stólinn við hliðina á rúminu hennar.
“Hæ” sagði Lucia svolítið hás.
“Hvað gerðist” spurði Emanuelle, hún nennti ekki að tipla í kring um þetta í hálftíma og kom sér bara beint að efninu “var lagður einhver galdur á þig ?”
“Já…” sagði Lucia “en fröken Pomfrey er ekki alveg viss hvaða galdur, henni finnst samt líklegast að þetta hafi verið væg stýrisbölvun. Þú veist, það hlýtur einhver sem hefur ekki gert þetta áður lagt bölvunina á mig, annars hefði ég aldrei getað streist á móti”
“Hefurðu þá engann grun hver gerði þetta eða af hverju?” spurði Erika varlega.
“Auðvitað hef ég einhverja hugmynd, en heldurðu virkilega að ég fari að opinbera það ?” sagði Lucia og starði á Eriku og Emanuelle til skiptis, “ég er Malfoy, stelpur þið vitið það alveg, en það er ástæða fyrir því að ég nota nafnið Black þegar fjölskyldan mín heyrir ekki til…”
“Og ástæðan….?” spurði Emanuelle full af forvitni.
“Þegar ég var lítil,” sagði Lucia “þá þoldi ég ekki pabba minn, Lucius Malfoy, hann barði mig til hlýðni og þótt ótrúlegt sé þá var eina lifandi veran sem ég gat talað við í húsinu húsálfur, hann var frelsaður þegar bróðir minn, Draco var á öðru ári. Eftir það var komið fram við mig eins og húsálf, ég var látin gera allt á heimilinu, auðvitað var ég ekki látin þjóna þegar einhver utanaðkomandi sá til en annars hefði ég alveg getað verið illalyktandi tuska! En ástæðan fyrir því að ég nota eftirnafnið Black er að Sirius Black, þið vitið, sá sem allir halda að hafi drepið fullt af fólki, hann er frændi minn, besti frændi minn en þegar hann slapp út úr Azkaban fyrir tvem árum koma hann til mín, þegar pabbi minn var að sinna erindum hjá ráðuneytinu, hann sagði mér alla söguna, en ég þarf að segja ykkur hana seinna, hann er allavega ekki tengdur myrka herranum á neinn hátt….”
Þessari litlu ræðu fylgdi stutt þögn.

“Korterið er liðið!” kallaði Fröken Pomfrey “Lucia er sjúklingur og ég þarf að bera smyrsl á sárið. Svona út með ykkur, út, út !”

Þegar stelpurnar voru komnar út voru tíu mínútur í jurtafræði en þær voru svo sannarlega ekki að drífa sig!
“Þar hefurðu það Erika!” sagði Emanuelle “Sirius Black er ekki vondur eftir allt saman. Ég held að þú getir verið stolt af sprotanum þínum”
“Þegiðu nú!” sagði Erika og sló til hennar.
“Hvað meinarðu með því?” sagði Alexa hratt.
“Erika er með bræðrasprota Siriusar Black, og ég er með bræðrasprota James Potters, svo er Lucia með sprota tengdann Lily Potter! Af hverju spyrðu?”
“Bara…þegar ég fékk sprotann minn þá sagði Ollivander að ég hafi bræðrasprota Remusar Lupins, hann var víst kennari hérna fyrir tvemur árum.”
“Furðulegt, heldurðu að allir séu með bræðrasprota einhvers ?” spurði Emanuelle.
“Nei, bræðrasprotar eru mjög sjaldgæfir” sagði Alexa “ég fletti því upp og á þessari öld hafa verið til fimm bræðrasprotar, en það er ekki tekið fram hverjir eru tengdir hverjum”
“Við skulum velta þessu fyrir okkur á eftir, núna akkúrat þurfum við að drífa okkur í tíma!”
I wanna see you SMILE!