3.kafli
Bókin
Lestarferðin gekk vel, Gabrielle hafði haldið þetta yrði svolítið vandræðalegt, hún myndi ekki þekkja neinn en svo hafði hún eiginlega verið ein af þeim sem þekktu flesta. Tíminn var fljótur að líða og á endanum voru þau komin í Hogwarst. Þá kom að því sem Gabrielle hafði kviðið fyrir, flokkunarathöfnin.
Gabrielle andaði ótt og títt. Þegar nafnið hennar var lesið upp var hún orðin það stressuð að henni fannst brjóstkassinn ætla að springa vegna eigin hjartsláttar. Hún gekk hikandi upp að kollinum til að vera flokkuð.
Gabrielle settist á kollinn og flokkunarhatturinn var settur á höfuð hennar. Hún hafði aldrei lent í öðru eins. Skyndilega byrjaði lítil rödd að tala í höfðinu á henni.
“Jahá, þú ert frekar flókin manneskja og ættir í raun heima á annað hvort Slytherin eða Gryffindor. Sussussu, ekki er hægt að láta þig á bara annan staðinn svo, RAVENCLAW!”
Síðasta orðið öskraði hann yfir salinn. Það var klappað fyrir henni við Ravenclaw borðið en Gabrielle var í sjokki. Ravenclaw, það gat ekki verið! Það mátti ekki vera!
Hvað á pabbi eftir að segja þegar hann fréttir þetta? Hann verður brjálaður við mig!
Gabrielle fann að tár voru að koma fram í augakrókana svo hún ákvað að reyna hugsa um eitthvað annað. Hún leit framan í Draco. Hún fann sting í hjartanu, þessi svipur. Þessi fyrirlitning og skömm, Draco skammaðist sín fyrir hana. Skammaðist sín fyrir að systir hans skildi lenda á Ravenclaw.
Um kvöldið lá Gabrielle andvaka í nýja rúminu sínu. Hún bara gat ekki sofið. Þar sem hún lá þarna ein í þögninni brá henni óneytanlega mikið þegar skyndilega var bankað á rúðuna. Það var ugla. Ugla svona seint, hver skildi vera fá uglu svona seint. Hún opnaði gluggann fyrir uglunni sem flaug beint inn og sleppti bréfinu. Á rúmið hennar. Hún dreif sig að rúminu og opnaði bréfið.
“Elsku Gabrielle
Vertu viðbúin, alltaf viðbúin.
A”
Hún las bréfið aftur. Hvað merkti þetta eiginlega. Gabrielle renndi hendi í gegnum hárið.
Skyndilega vissi Gabrielle hvað hún ætlaði að gera. Hún ætlaði að lesa. Lesa dagbók Angelicu.
Hún náði í bókina og lagðist uppí rúm. Hún opnaði bókina varlega og leit yfir fyrstu síðuna þar sem stóð skrifað með fallegum, bogadregnum stöfum: Angelica.
Hún fletti. Ekkert heyrðist nema skrjáfið í bókinni og hennar eigin andadráttur.
1. nóvember 1980
Nú er minn mesti gleðidagur á enda. Ég hef eignast litla dóttur, Gabrielle. Margir eru hlessa. Ég skil það vel, ég veit ekki hvað ég á að halda. Er það bara tilviljun eða hefur það einhverja merkingu að Gabriella fæddist á sama augnabliki og fyrri Potter tvíburinn. Lily eignaðist tvíbura á sama tíma og ég. Þau eru yndisleg. Ég veit samt ekki hversvegna, en okkur er bannað að segja frá Katarinu. Við sem vitum um hana megum ekki minnast á það að Potter hjónin hafi eignast tvíbura. Ég skil það ekki. Halda henni leyndir en ekki Harry litla. Þetta er of flókið fyrir mig.
18. nóvember 1980
Margt hefur skeð síðan ég skrifaði hér síðast. Gabrielle er búin að eignast staðfesta guðforeldra. Lily Potter og Dumbledor, ég held hún gæti ekki fengið betri guðforeldra. Ég er guðmóðir Katarinu, frekar undarlegt að tvíburarnir skuli ekki hafa sömu guðforeldra, en allt sem viðkemur þeim virðist undarlegt. Kannski það stafi af því að þau eru alltaf í felum fyrir þú-veist-hverjum. Ég veit samt ekki. Dumbledore talaði við mig og Lily einslega áðan. *hér var skriftin smá klesst, augsýnilega eftir tár* hann sagði okkur það að Gabrielle og Katarina gætu lent í vanda. Því hefði verið spáð þær ælust báðar upp á röngum stað, í röngu umhverfi. Við verðum að gæta þeirra vel, við megum ekki missa þær. Það myndi ég ekki þola.
Gabrielle var með tárin í augunum er hún hélt lestrinum áfram í gegnum bókina. Mest voru þetta hugsanir hennar en við og við komu fram atburðir sem fengu Gabrielle til að standa á öndinni.
20. desember 1980
Jólin nálgast, en engu okkar er gleði í huga. Katarina er horfin. Þetta glaðværa barn. Þegar Lily kom í morgun að vöggunni var aðeins Harry þar ofan í. Ekki Katarina, einu merkin um hana var lítil mynd í ramma sem virðist vera tengd við hana. Dumbledore segir það allavega, við getum alltaf séð hvernig hún líti út þann daginn, fylgst með henni vaxa úr fjarlægð, en ekki fundið hana. Aumingja James er í rusli, ég hef ekki séð hann svona síðan þú-veist-hver fór heim til mömmu og pabba. Við James vorum heppin að vera í skólanum þá.
Gabrielle starði á bókina. Hún las síðustu færsluna aftur og aftur, hún var komin slatta fram í bókina. Langar dagbókafærslur höfðu verið síðustu blaðsíður en þetta gat ekki verið. Þetta mátti ekki vera. Hún gat ekki verið frænka Harry Potters. Ekki náfrænka hans. Hún var með kökk í hálsinum þegar hún hélt áfram.
Hún las hverja færsluna á fætur annarri uns hún kom að einni sem fékk hana til að byrja að hágráta. Aldrei hafði hún heyrt söguna setta fram svona. Þar var Harry alltaf vondi kallinn. Hann var vondur! Vondur! Ekki bara lítill strákur sem hafði ekkert illt gert.
Gabrielle hágrét er hún las færsluna. Hún var greinilega ekki ein um það því þessi blaðsíða var öll klessótt eftir tár.
1.nóvember 1981
Hann drap þau… hann drap þau… hann fann þau, öllu er lokið. Nú stendur hann einn litla skinnið og þarf að búa hjá Muggum! James og Lily eru dáin. Þú-veist-hver drap þau. En Harry lifði og hann er horfinn. Harry sigraði hann. En hvorki James né Lily lifðu að sjá það. Og nú þarf hann að búa hjá Petuniu, litla skinnið. Ég reyndi að fá hann, fá að ala hann upp ásamt Gabrielle, ég er jafn skyld honum og Petunia. Hann á heima hjá mér, heima í okkar heimi. Ekki hjá henni. Nú hef ég fengið í mína vörslu myndina af Katarinu. Ég veit ekki hvernig en einhvern veginn bjargaðist hún. Hún er svo lík pabba sínum. Og Harry. Sama svarta hárið, þótt Katarina hafði reyndar svartar krullur. Og þessi augu. Þegar hún lítur beint á mann úr rammanum en er ekki að leika sér að einhverju. Grænu augun hennar Lilyar. Grænu augun hans Harrys. Mér hefur verið bannað að hafa samband við Harry. Hann á ekki að fá að vita af mér. Ekki fá að vita af Gabrielle. Ég vil að þau kynnist, þau ættu ekki að vera aðskilin. Ef þetta væri ekki svona flókið. Ef Katarina hefði aldrei verið tekin og James og Lily ekki drepin. Ef þau gætu bara fengið eðlilega barnæsku, þrjú saman. Ekki aðskilin.
Þetta gat ekki verið. Gabrielle starði útí loftið. Hún gat ekki verið frænka Harrys hún bara gat það ekki. Mátti það ekki.