Jammz, ehemm… ég er mjög lengi að koma þessum köflum út því ég fer alltaf í ritstuð kl 12 á næturnar =S Og þá er nottla ekki hægt að skrifa neitt. En… ég er laumuleg, svo að ;)

Harry leið frekar illa þegar hann var að koma sér fyrir í einu herberginu. Allt var svo tómlegt þegar Sirius var ekki þarna, þótt hann hafði ekkert alltaf skartað sínu besta skapi. En Harry sá að hann var ekki einn um að líða svona. Lupin rölti um gangana daufur í dálkinn, Tonks var leið á svip þegar hann sá hana bregða fyrir og meira að segja Snape, sem glitt hafði örlítið í í forstofunni var fámáll, en örugglega bara af því að hann var örlítinn vott af virðingu í garð einhvers ný látins.
Um nóttina dreymdi Harry harla undarlegan draum, hann dreymdi að hann væri fyrir framan blæjuna, en svo hafði bogahliðið klofnað allt í einu og þar stóð Sirius. Eða.. já það var ekki um að villast, þetta var hálfur Sirius og svo hálfur maður. Harry hrökk upp með andköfum. Hvað gat þessi draumur þýtt, hugsaði hann, hann stóðst ekki mátið og læddist fram úr rúminu. Hann gekk að koffortinu og opnaði. Þar, úr stórri bókahrúgu tók hann upp Draumavéfréttina. Hann staldraði samt aðeins við. Hvaða org ætti hann að leita að. Klofið, já, bæði blæjan og Sirius höfðu verið klofin.
Harry fletti upp að orðinu. Hann fann það og las: þú mund missa eitthvað sem þér er mjög kærkomið.
Harry lét hugann reika. Ron! Harry vildi ekki einu sinni hugsa um það að missa hann. Eða Hermione. En nei, hugsaði Harry, vertu skynsamur. Hann skellti bókinni saman svo hátt að það snörlaði illilega í Ron í næsta rúmi.
Þetta er nú bara ein báblían enn, hugsaði Harry og henti frá sér bókinni svo hún lenti með mjúkum dynk ofan á skólaskikkjunum hans í koffortinu.
En samt. Spádómar Trelawney höfðu allir næstum ræst, nema spáin um dauða Harrys.
Allavega ekki enn.

Vikurnar liðu án þess að eitthvað merkilegt gerðist í raun. Það eina sem gerðist merkilegt var að sjá að Hermione lét sem hún sæi ekki Kreacher, og ef hún hafði eitthvað við hann að tala þá hreytti hún því í hann. Þegar þessi móment komu þá litu Harry og Ron á hvorn annan, glottu og hristu höfuðið. Þó var Harry samt ekkert betri við Kreacher en hann hafði yfirleitt verið. Hann hataði þetta litla slímuga kvikindi út af lífinu og vildi að Kreacher dytti einhvern tíman niður dauður. Þá myndi Harry halda veislu. Kreacher hafði logið að Harry um Sirius og hann átti mikla sök í því að Sirius hafði dáið. Alltaf þegar Kreacher hitti Harry þá sendi hann honum annaðhvort fyrirlitningarsvip eða bara hreint og klárt glott og einu sinni hafði hann sagt: ,,Nú verður húsfreyjan ánægð. Þessi andstyggilegi sonur hennar er farinn fyrir fullt og allt og kemur ekki aftur. Húsfreyjan er mjög stolt af Kreacher. Ó, já”.
Harry hafði gripið í hann og gefið honum gott spark í rassgatið en Hermione sem hafði verið að ganga fram hjá og heyrði allt, steytti hnefann í áttina að Kreacher.
,,Svo þú ert þá hætt með sár”.
,,Nei, og það heitir S.Á.R. En þessi andstyggilega rotta fær ekki mína virðingu”, hafði hún sagt og labbaði svo í burtu, yggld á svip.
Þegar sá morgunn kom þegar ugla kom með Hogwartsbréfin þeirra. En Harry sem hafði alveg gleymt því að þau fengju U.G.L.urnar núna, hörfaði undrandi undan þegar Hermione stökk á hann með gleðisvip og tár í augunum. Hermione tók hann samt og þrýsti honum svo fast að sér að Harry fannst hann vera að kafna. Svo hljóp hún að Ron og gerði það sama við hann.
,,Hvað í ósköpunum er svona merkilegt?” spurði Harry furðu lostinn.
,,Ég fékk 11 U.G.L.ur! það næstmesta sem hægt er að fá!! Ég held samt að ég hafi verið dregin niður fyrir Vörnum gegn myrku öflunum, það er það fag sem ég er lélegust í”, sagði hún æst og rjóð í kinnum.
,,Vá, geðveikt”, sögðu Harry og Ron með uppgerðargleði því báðir voru mjög svo stressaðir út af þessu. Ron hafði greinilega gleymt þessu líka.
Þeir tóku upp bréfin sín og byrjuðu að rífa umslagið í sundur. Harry fanst hann aldrei ætla að finna bréfið með U.G.L.unum þarna ofan í. Svo loksins þegar hann sá glitta í það þá var Ron með sitt í höndunum og dæsti feginlega.
,,Fjúff, ég hélt að þetta yrði verra. 9 U.G.L.ur”, sagði hann.
,,Flott hjá þér Ron”, sagði Harry tók upp sitt bréf skjálfhenntur.
,,Ég er nú samt feginn að manna er ekki hérna”, sagði Ron stundarhátt. ,,Annaðhvort myndi hún kaffæra mér í faðmlögum eða þá skamma mig eins og ég væri eitthver óþekktarangi sem varð að klína orm á hana”.
Þegar enginn hló og hann hæðnisglott frá Hermione þagnaði hann skyndilega en sagði svo. ,,En hvað fékkst þú annars Harry?”
,,É-ég fékk það sama og þú.. Geggjað!” sagði hann svo og skælbrosti.
,,Annaðhvort verðum við saman í gleðinni, eða saman í sorginni þegar mamma kemur inn”, sagði Ron sem tók í höndina á Harry.

Þegar frú Weasley var búin að knúsa þau nóg í klessu benti hún þeim á að þau færu í Skástræti daginn eftir. Og það snemma.

Þau vöknuðu áður en sólin var komin upp fyrir sjóndeildarhringinn. Þau drösluðust niður í eldhúsið það sem herra og frú Weasley biðu þeirra.
,,Jæja krakkar, inn í skápinn og aftur í Hreysið”, sagði frú Weasley og stuggaði við þeim er þau voru búin að borða nægju sína.
,,Aftur í Hreysið”, sagði Ginny úrill. ,,Hvað höfum við að gera aftur þangað núna?”
,,Það er verið að vakta flugnetið allstaðar og ekki viljum við koma upp um verustað okkar,” sagði herra Weasley er þau voru komin inn í ævaforna stofuna og fyrir framan skápinn.
Öll fengu þau að upplifa sömu salíbununa og þau höfðu gert daginn áður.

Nokkurri stund síðar þurfti Harry að upplifa annað eins með flugdutfi og arni.
,,Skástræti”, sagði hann skýrt og greinilega þegar hann hafði komið sér fyrir í stórum arninum.
Hann þeyttist út um arinn á kunnulegum stað. Þegar hann leit í kringum sit sá hann að hann var staddur á Leka seiðpottinum. Hann hlaut að vera á réttum stað því hann hafði sagt ,,Skástræti” svo skýrt.
Og viti menn. Þarna virtist Ron og svo örfáum augnablikum síðar herra Weasley.
,,Þá skulum við leggja í hann”, sagði herra Weasley þegar allir voru komnir úr um arininn, eilítið sótugir.
Þau gengu inn í afgirta bakgarðinn með ruslatunnunni og illgresinu. Þau gengu að veggnum hjá ruslafötunni og herra Weasley gekk fram. Hann sló þrisvar á vegginn með sprotanum og hola myndaðist. Allir fóru í gegn um hana en tóku andköf þegar þau sáu hvað var fyrir innan.


Endilega komið með skoðun á þessu =)
Could I Wham! my Oingo Boingo into your Velvet Underground?