Þessi kafli er soldið stuttur en næsti kafli verður langur! ég er að reyna að losa um þessa “ritstíflu” sem ég fékk og fá skrif kast…annars er ég með annan spuna í sjónmáli sem ég held að verði mikið skemmtilegri og öðruvísi….allavega á meðan þessi spuni endist þá er hér 7 kafli!

7.kafli, teikningin

Emanuelle var með tárin í augunum. Henni hafði ekki dottið í hug að Erika hafi gengið í gegn um svona mikið. Hún hafði alltaf haldið að mamma hennar hafi dáið úr veikindum. Emanuelle leit á Eriku. Hún grét.

Þessi dagur leið hægt. Fyrst var tími hjá McGonagall, síðan hjá Flitwick en Emanuelle gekk oftast vel hjá honum en núna sat hún bara og reyndi að láta fjöðrina sína svífa en tókst það ekki. Á eftir töfrabrögðum var tími hjá Snape, Emanuelle hafði alveg gleymt þessu skyndiprófi en nú helltist þetta yfir hana. Samt var hún ágætlega vel undirbúin eftir að hafa farið yfir hjá Eriku.
Allt í einu strunsaði Snape inn ganginn og opnaði hurðina með sprotanum sínum.
“Skriflegi hlutinn byrjar núna!” sagði Snape ísköldum rómi þegar allir voru sestir, án þess að segja meira settist hann við kennaraborðið og hóf að stara á alla nemendur svo þau áttu erfitt með að einbeita sér.
Emanuelle leit á fyrstu spurninguna : Nefndu þrjú hráefni sem eru notuð í Drykk hins lifandi dauða ?….

Efti u.m.þ.b. klukkutíma voru allir búnir með skriflega hlutann. Það kom engum á óvart að Magnus var fyrstur til þess að skila inn sínu prófi.
“Verklegi hlutinn!” sagði Snape og veifaði sprotanum sínum svo að í stað borðanna birtust seiðpottar “þið eigið að brugga meðal við verkjum í beinum. Rétt útkoma af drykknum er með sindrandi blátt yfirborð og glidrandi silfurlit þoka rétt yfir yfirborðinu, þið fáið enga uppskrift”
Snape brosti þegar hann sá svipinn á bekknum. Allir nema Magnus og Lucia tóku andköf.
“Þið byrjið núna” sagði Snape og sneri stundaglasi sem stóð á borðinu hans við.
Emanuelle vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Loksins náði Rick athygli hennar. Hann benti svo lítið bar á dyrnar en það var lítil rifa á þeim. Inn um þessa litlu rifu kíktu tvö andlit, nákvæmlega eins með brún augu, mikið af freknum og eldrautt hár.
Emanuelle vissi að þetta voru Fred og George, hrekkjameistarar skólans. Allt í einu skaust lítill geisli sem enginn tók eftir nema hún og Rick upp í loftið og þegar hún leit upp í loftið sá hún stafi…þetta var uppskriftin af drykknum. Hún leit aftur á dyrnar, annar tvíburinn blikkaði hana og svo voru þeir horfnir.
Emanuelle hófst handa við að brugga drykkinn með leiðbeiningum Weasleybræðra. Í lok tímans var drykkurinn alveg eins og hann átti að vera, hann var jafnvel betri en drykkurinn hjá Magnusi. Drykkurinn hjá Rick var líka alveg eins og hann átti að vera…miðað við hvernig drykkurinn sem Euan Ebercombie bruggaði var, sem endaði sægrænn með gráum reykjarbólstrum, hátt yfir öllu.
Snape var alls ekki ánægður með hvað margir náðu þessi prófi en hann hafði ekki enn séð uppskriftina í loftinu.
Þegar þessum skóladegi lauk leituðu Emanuelle og Rick Weasleybræðurna uppi og komu loks að þeim þar sem þeir skiptust á að æla í fötu.
“hvernig virkar þetta?” spurði Emanuelle áhugasöm og horfði á einn tvíburann neyða ofan í sig pillu svo hann hætti að æla.
“þetta, unga dama er afrakstur uppfinninga okkar!” sagði Fred stoltur og benti á ælufötuna
Emanuelle lyfti brún vantrúa.
“ef þú vilt endilega vita það þá er þetta hluti af skrópnestisboxinu!” sagði George pirraður.
“sem er…?” sagði Emanuelle sem ætlaði ekki að gefa sig.
“skróp-nestis-box!” sagði Fred
“ef þú vilt kaupa box þá geturðu fengið fyrstu framleiðslu beint í hendurnar þegar við höfum fundið leið til þess að stöðva blóðnasirnar”sagði Gerorge í auglýsingatón.
“já þakka þér fyrir það væri ágætt…þá gæti ég líka þakkað ykkur fyrir prófupplýsingarnar” sagði Emanuelle. Fred og Gerorge urðu soldið vandræðalegir
“jaaaá….hún var nú eiginlega ætluð honum Rick hérna!” sögðu þeir báðir í kór
“samt sáu hana allir nema Snape” sagði Emanuelle og brosti kaldhæðnislega “allavega! Hvað kostar svona skrópnestisbox?

Þegar Emanuelle kom inn í setustofuna sátu Alexa og Erika úti í horni og spjölluðu saman, þar sem þær voru augljóslega búnar með heimavinnuna.
“Hæ” sagði Emanuelle þegar hún kom að þeim og brosti
“Alexa var að koma með frábæra hugmynd” sagði Erika án þess að heilsa
“nú, segðu frá” sagði Emanuelle og settist í stólinn við hliðina á Alexu.
“Alexa er mjög góð í að teikna eins og þú veist” sagði Erika og leit á Emanuelle sem kinkaði kolli “já, hún segist geta teiknað manninn sem…drap mömmu…ef ég lýsi honum nógu vel” Erika þurfti greinilega að hafa sig alla til þegar hún sagði þetta. Emanuelle reyndi að láta sér fátt um finnast en tókst ekki mjög vel.
“eftir hverju erum við að bíða?” spurði Emanuelle og leit á Alexu sem brosti af einhverri ástæðu “við vorum að bíða eftir þér, getum við þá byrjað?” Alexa dró upp fíngerð teikniblöð,blýant og liti.

“hvernig andlit var hann með? langt, kubbslegt, kringlótt?” spurði Alexa
“langt”
“hvernig hár?”
“sítt,hvítt”
“Augu?”
“grá og köld”
“hvernig í laginu?”
“Lítil og kipruð”
“munnur og augabrúnir ?”
“bæði eins og mjótt strik”
“eitthvað annað sem þú tókst eftir ?”
Erika svaraði ekki strax.
“jú..það var eitt. Þegar hann var búinn að…. þá skoðaði hann eitthvað á handleggnum á sér…eitthvað eins og svartann blett, en ég sá ekki hvað það var…”
Alexa beit í vörina. Hún vissi hvað þetta var, hún hafði séð það fyrir ofan húsið sitt fyrir löngu, en hún var samt ekki tilbúin til þess að teikna þetta….merki.
Emanuelle leit á Alexu sem virtist djúpt hugsi.
Að lokum leit Alexa á teikninguna og teiknaði handlegg á manninn…síðan það sem Erika hélt að væri blettur.

“ég er búin” sagði Alexa eftir nokkurn tíma
“þekkirðu hann ?” spurði Emanuelle og hrökk upp af værum svefni yfir sögubók.
“Já!” sagði Alexa sem starði stórum augum á teikninguna
I wanna see you SMILE!