Jæja. Ég verð með tvo spuna í gangi.
Tasy Achres og Hvíti úlfurinn
Adriana Checurs og Táknin
1.kafli. Í skólann
Adriana vaknaði um morguninn klukkan 6:45. Allt var á rúgi og stúi í herberginu hennar. Fötin voru út um allt. Það var ennþá kveikt á tölvunni hennar síðan í gær og strákurinn sem hún var að tala við frá Ameríku var ennþá að chata. Vekjaraklukkan hringdi á fullu var að því komin að detta niður á gólf.
,,Góðan daginn Adriana, tími til þess að fara og skemmta sér!” Sagði upptökutækið hennar. Adriana hafði stillt á að þessi upptaka myndi koma klukkan 6:47 að morgni. Því hún vissi að þá myndi hún vera vöknuð.
,,Það er ekki skemmtilegt að fara í skólann!” sagði hún við upptökutækið og slökkti á því, eins og hún gerði síðan við vekjaraklukkuna.
,,Afhverju get ég ekki verið eins og þú?” Spurði hún stóru myndina fyrir ofan rúmið sitt af Ashley Largad. Það var uppáhalds söngkonan hennar. Ashley var eiginlega rokksöngkona en samt ekki.
,,Þú ert alltaf frjáls og átt nóg af peningum til þess að gera hvað sem þú vilt” sagði Adriana með aðdáenar augum ,,Svo syngurðu svo fallega, og allir taka eftir þér.” Adriana horfði á myndina og hugsaði um stærsta draum lífs síns.
Að verða eins og Ashley Largad!
,,Adriana, drífðu þig!” Adriana leit af myndinni. Catra, tvíburasystir hennar var að kalla á hana.
,,Já já, drífðu þig sjálf!” Kallaði Adriana niður stigann.
,,Ég er búin að klæða mig!” Æpti Catra upp ,,Líka búin að borða!” Adriana lét augun snúast í hringi. Hún þoldi systur sína gjörsamlega ekki. Catra hugsaði ekki um annað en skólann, að mæta ekki of seint, passa heimanámið og fleiri martraðir sem Adriana þoldi alls ekki.
Hún klæddi sig í svartar buxur, setti rautt belti og fór í rauðan og svartan bol. Svo fór hún inn á baðherbergið að gera sig klára.
Þar byrjaði hún að mála sig eins og hún var vön að gera. Svört í kringum augun og svört á nöglunum. Svo setti hún gloss á sig.
,,Þá er það greiðslan!” Sagði Adriana ,,Látum okkur nú sjá.” Sagði hún ,,Hvernig er fegurðardrottingin í dag? Kannski svona?” Hún setti hárið upp í hnút.
,,Of ballerínulegt! Kannski svona?” Hún setti hárið í tagl á hlið ,,Eða kannski bara venjulega útlitið!” Adriana hafði hár sem náði aðeins niður á bakið. Það var skollitað með svörtum og ljósum strípum í. Adriana byrjaði að greiða hárið á sér. Það kom eitthað að hárinu fram á bringu hægra megin og sama vinstra megin. Afgangurinn varð eftir á bakinu (næstum eins og Avril Lavigne).
,,Þá er komið að skartavalinu!” Adriana setti tvær gaddaólar á vinstri hendina. Svo setti hún úrið sitt á hægri og eitt svitaband sem var svart með rauðu brotnu hjarta á hægri. Svo setti hún svartan og rauðan demant sem var eyrnalokkur í vinstra eyrað á sér og svo lykil sem var líka eyrnalokkur í hægra eyrað á sér.
,,Svo má ekki gleyma þér!” Sagði Adriana og tók upp hálsmen. Þetta hálsmen var gamaldags lykill í keðju (lykill sem var notaður í gamla daga). Amma þeirra Cötru hafði látið hana fá hann áður en hún dó.
Adriana setti líka svarta og rauða derhúfu á sig. Hún hafði algjört dálæti á svörtu og rauðu.
,,Adriana, drífðu þig, við erum að verða of seinar!” Kallaði Catra upp stigann.
,,Ég kem, ég kem!” Kallaði Adriana á móti. Hún tók töskuna sína sem var með öllu skóladótinu í og setti hjólabrettið sitt í netið sem var aftast á töskunni
,,Bæ Aco!” Aco sem var íkorni dillaði hnoðraskottinu sínu í kveðjuskini. Adrina hljóp hálfpartinn niður stigann og var næstum því dottin.
,,Hvað tafði þig svona lengi, við mætum örugglega of seint!” Sagði Catra í ávítunar tón.
,,Slappaðu af! Það væri hvort sem er allt mér að kenna! Það er ég sem keyri ekki þú!” Sagði Adriana eins og þetta væri alveg sjálfsagt mál. Catra var ekki búin að taka bílpróf. Hún treysti sér ekki til þess. Adriana hins vegar hafði tekið bílpróf strax eftir afmælis daginn sinn. Og þar sem að pabbi þeirra og stjúpmóðir fóru í vinnuna snemma var Adriana sú eina sem gat keyrt Cötru og þess vegna var Catra alltaf að reka á eftir henni á morgnanna. Þau fjölskyldan áttu heima í Luton. Þar sem var svona um klukkutíma akstur til Lundúnar og að Serbet skólanum sem þær stelpurnar voru í.
,,Vertu fljót, ég á að mæta í sögutíma kl. 8:00!” Sagði Catra mjög áhyggjufull um að missa af tímanum.
,,Róaðu þig niður. Þú verður ekki svo lengi í þessum skóla því þú ferð alltaf í einhvern annann skóla sem er langt langt í burtu. Auk þesss. Ég fer bara eftir löglegum akstri eins og þú vilt að ég geri, eða á ég að gef í?”
,,Það væru nú fínt ef……” En Catra náði ekki að klára setninguna því að Adriana setti í hæsta gírinn og gaf í botn. Bíllinn þaut eftir veginum í átt til Lundúna.
,,Er þetta betra?” Spurði Adriana og var hálf hlæjandi. Catra reyndi að opna augun sem ún hafði lokað svo stíft. Með miklum tilþrifum gat hún það. En hún var svo hrædd við það að keyra svona hratt að hún gat varla horft. En allt í einu stoppuðu augun hennar og horfðu stíft á hliðarspegilinn.
,,Setum svo almennielga tónlist hérna!” Adriana stillti í botn á Ashley Largad. Adriönu fannst hún vera svo frjáls þegar hún keyrði með Ashley Largad í geisladrifinu. Hún fór að syngja með á fullu og var í þvílíku stuði, þótt að hún væri að fara í skólann.
,,Adriana, ég held að þú ættir að hægja á þér!” Sagði Catra. Augun hennar voru límd við spegilinn.
,,Hvað sagðiru?” Kallaði Adriana.
,,Lækkaðu á tónlstinni!” Kallaði Catra á móti.
,,Hvað?”
,,LÆKKAÐU!”
Adriana lækkaði á tónlistinni.
,,Róa sig!” Sagði hún fúl því að hún þurfti að lækka á uppáhalds laginu sínu. En þá heyrði hún í síernu hljóði. Hún leit í baksýnisspegilinn. Lögreglan var rétt á eftir henni.
,,Frábært!” Sagði hún fúl ,,Nú mætum við ennþá seinna í skólann!” Catra leit reiðilega á hana.
Adriana beygði inn á lítið bílastæði.
,,Frábært, bílastæði fyrir túrista!” Sagði Adriana eins og hún vildi hafa eitthvað fyndið í þessu.
,,Hvernig veistu að þetta er bílastæði fyrir túrista?” Spurði Catra áhugasöm.
,,Halló, það er kort þarna, það eru bílastæði fyrir túrista!”
Adriana drap á bílnum og beið þess að lögreglan kæmi og sektaði hana.
,,Góðan daginn stúlkur.” Sagði lögregluþjónn sem kom að bílnum þeirra.
,,Góðan dag.” Sögðu Adriana og Catra báðar í einu.
,,Þið vitið væntanlega afhverju þið eruð stöðvaðar?”
,,Af því að við keyrðum yfir hámarkshraða.” Svaraði Adriana.
,,Og það hátt yfir!”
,,Getum við bætt þér það upp?” Sagði Adriana varfærnislega ,,Systir mín er góð í að baka, við gætum boðið þér í kaffiboð og……”
,,ÞÖGN!” Adriana stein þagnaði ,,Get ég fengið að sjá ökuskirteinið þitt?”
,,Að sjálfsögðu” sagði Adriana skælbrosandi ,,Andartak.”
Hún fór að gramsa í skólatöskunni sinni.
,,Þarna er það.”
,,Má ég já?”
,,Ekki skirteinið heldur veskið mitt!” Sagði Adriana sem hafði tekið upp veskið sitt. Lögregluþjónninn beið rólegur. En Adriana leitaði út um allt í veskinu sínu en fann ekkert ökuskirteyni.
,,Jæja.” Sagði lögregluþjónninn.
,,hehe, bíddu smá stund.” Sagði Adriana með vandræðasvip. Lögregluþjónninn snéri sér frá þeim.
,,Afhverju ertu ekki með ökuskirteinið?” Spurði Catra skelfingar rómi ,,Núna þurfum við að ganga alla leiðina!”
,,Þetta er allt þér að kenna!” Sagði Adriana við Cötru.
,,Mér að kenna? Afhverju kennirðu mér um það að þú gleymdir því!”
,,Þú varst að reka á eftir mér í morgunn! Ég gleymdi að taka það upp úr boxinu. Þú veist að ég geymi allt það verðmætasta í boxinu því að það er með talnalási!”
,,Já en er veskið ekki eitt af því verðmætasta?”
,,Það var fyrirfram í skólatöskunni!” Adriana var orðin verulega pirruð. Afhverju þurfti alltaf allt að vera svona. Ekki það að hún var að flýta sér í skólann, eiginlega fann hún alltaf einhverja leið til þess að komast út út tíma, lét jafnvel reka sig út. En henni yrði kennt um allt og þess vegna vildi hún að ökuskirteinið væri í veskinu hennar.
,,Þið fáið fimm mínútur í viðbót!” Sagði lögregluþjónninn. Adriana var farin að svitna á höndunum og Catra virtist vera að fá taugaáfall.
,,Hvað eigum við að gera?” Spurði hún.
,,Ekki spyrja mig, ég þarf þó ekki að labba alla leiðina. Ég er með hjólabrettið mitt!”
,,En hvað á ég að gera? Hjólabretti er stórhættulegt og maður getur hauskúpubrotnað ef maður dettur á höfuðið!” Sagði Catra með sínum ræðutón.
,,Róleg, það verður að minsta kosti ekki hausinn á þér.”
,,Maður á að segja ,,höfuðið” á þér, ekki hausinn!”
,,Hættu að leiðrétta mig.”
,,Stelpur tíminn er liðinn!” Heyrðist allt í einu í lögregluþjóninum.
,,Ég er ekki með ökuskirteinið mitt.” Sagði Adriana.
,,Þá neyðist þið til þess að skilja bílinn eftir og ég hringi í foreldra ykkar.”
,,Allt í lagi.” Sagði Adriana og steig út úr bílnum. Hún tók hjólabretti sitt úr netinu og steig á það. Catra fór líka út úr honum. Adriana læsti.
,,Ég húkka mér far.” Sagði Catra. Adriana kinkaði kolli og hélt af stað á hjólabrettinu sínu í átt að London.
,,Hvers vegna þurfti alltaf allt að lenda svona?” Adriana var ferlega reið. En þó huggaði hún sig við það að það voru margar brekkur á leið til Lundúna. Hún fór að raula uppáhalds lagið sitt með Ashley. Myndbandið hafði verið þannig að Ashley hafði verið á hjólabretti. Því Ashley dýrkaði hjólabretti eins og Adriana.