4. kafli


“Ah…” sagði Dumbledore og brosti. Lítill hópur galdramanna sat við borð og var að drekka te í litlu húsi í útjaðri Bristol.
“Severus.”
“Góðan daginn,” sagði Severus þurrlega eins og hann var vanur þegar hann umgekkst fólk. Allt öðruvísi. Þannig var best að vera. Sýna sem minnst af manni sjálfum, fólk ber þá í það minnsta virðingu fyrir manni, hugsaði hannmeð sér.
“Nýjar upplýsingar!” tilkynnti) Dumbledore glaðlega og klappaði saman lófunum, líkt og hann væri að hrósa einhverjum fyrir M.U.G.G.A.na sína. “Við höfum sterkan grun hvar Voldemort er!”
Það féll ádauða þögn og Dumbledore hætti að brosa. Það fór fyrir hjartað í fólki að hann skyldi nefna Voldemort á nafn. Severus reyndi að afbera það en þrátt fyrir hversu oft hann hann heyrði nafnið nefnt, sama hversu langt væri liðið, mundi hann aldrei geta þolað að heyra nafnið nefnt. Það minnti hann á ofmikið. Margar hugsanir . Það var of mikið.
“Öruggar heimilidir segja okkur að Voldemort,” það fór hrollur um fámennan hópinn, sem reyndi þó að bæla hann hrollinn niður, “sé í Albaníu.”
Dumbledore brosti og klappaði saman lófunum.
“Við getum ekki gert neitt. Við vitum bara að hann sé þar og geti ekki gert neitt,” Dumbledore leit nú mun alvarlegar á þöglan hópinn sem innst inni virtist vera skjálfandi á beinunum, þótt að allir gerðu sitt besta við að líta sjálfsöruggir út. Severus var engin undantekning. Sumir ákváðu hreinlega að afsaka sig og tilflytjast í burtu og loks voru bara þrjár manneur í herberginu, Dumbledore, Severus og McGonagall.
“Severus,” sagði Dumbledore og beindi máli sínu að honum“ég vil að þú gerir svolítiðfyrir mig.”
“Hvað?” spurði Severus þurrlega. Enginn þekkti hann raunverulega. Ekki einu sinni Dumbledore. Hann þurfti alltaf að látast. Hann hafði alltaf þurft að látast, alla sína ævi, þurft að sýna hvað hann væri, en þó ekki í raun og veru. Hann hafði þurft að látast til þess að forðast. Forðast það sem hann hræddist mest. Hann sjálfan.
“Ég vil að þú lítir á þetta,” byrjaði Dumbledore mál sitt, grafalvarlega, “og athuga hvað þú finnur út. Hann veit ekki að þú ert svikarinn er það nokkuð?”
Severus fann hvernig augu Dumbledores hvíldu á sér.
“Nei, hann veit ekki neitt,” svaraði Severus með ískaldri röddu og allt benti til þess að hann hræddist ekkert. Honum leið þó öðruvísi. Dumbledore og McGonagal gengu út úr herberginu til að gefa honum næði. Þó að hann væri góður í hughrindingu þurfti mikið til þess að geta leynt Luciusi Malfoy.
“Severus!” kallaði Skröggur Illauga sem kom hoppandi á öðrum fæti inn í fundarsalinn.
“Hvað er nú að? Hver tók fótinn þinn?” spurði Severus sem var að á leiðút úr herberginu. “Hvernig tókst einhverjum að taka fótinn þinn?”
“Það er nú löng saga Severus, en fyrst held ég að þú ættir að líta heim til þín. Hvað er þessi hnáta að gera þar?”
Severus fann hjartað falla ofan í buxurnar og varð að nota alla sína krafta til þess að halda andlitinu.
“Það er engin “hnáta” þar!” sagði Severus einfaldlega og snérist á hæl en Skröggur hoppaði á eftir honum.
“Nei, fyrirgefðu, fullorðin kona? Ef ég man rétt?” sagði Skröggur og glotti svo skein í gulu tennurnar. “Hvað í fjáranum er hún annars að gera þarna? Þú ert ekki þekktur fyrir að hafa kvenfólk hjá þér….!”
“Ég fann hana út í skógi þar sem vampíra var að ráðast á hana og ég var að bjarga henni! Ánægður?” urraði Severus á móti.
“Verið að leika hetju?” spurði Skröggur og brosti. “Langt síðan þú hefur leikið hetju!”
Severus þóttist vera upptekinn í að skoða einhver plögg sem hann galdraði fram.
“Og eina leiðin til þess að bjarga litlu hnátunni var að kyssa hana? Beint fyrir framan mig!”
“Skondið ekki satt?” spurði Severus kaldhæðnislega. “Veistu, ég þarf að koma mér.”
Severus snérist á hæli en Skröggur hoppaði á eftir honum. Hann var greinilega ekki búinn að finna fótinn.
“Hvað heitir hún?” kallði Skröggur á eftir honum. Severus var nánast kominn út en af einhverjum undraverðum ástæðum náði Skröggur honum. Severus snéri sér allt í einu við og hrópaði:
“Oblivate!”
“Góðan daginn Severus,” sagði Skröggur eins og ekkkert hafði í skortist. “Ertu að fara af stað?”
“Og svo ert þú kallaður sá besti.” Severus hristi hausinn.
“Hvar er fóturinnminn ?” spurði Skröggur rétt í þeim munda sem Severus ætlaði að tilflytjast. “Hver tók hinn fótinn?”
Skröggi varð nú ansi heitt í hamsi og brátt varð honum ljóst hvað Severus hafði gert stundarkorni áður.
“Þú átt að vita betur,” hvíslaði hann að Severusi. “ Í fyrsta lagi setur maður ekki oblivate á mig. Það liggur við að ég sé ónæmur fyrir henni. Þarf ekki mikið til þess að allt rifjist upp.”
Severus leit nánast skömmustulega á Skrögg.
“Severus, ég skal halda kjafti. Ég skal ekki muna þetta en ég verð að segja þér að hugur þinn er berskjaldaður. Jafn berskjaldaður og á fimm ára barni,” Skröggur leit alvarlega á hann. “Þú veist hvað ég er að biðja þig um að gera. Þú gerir þér alveg fullkomna grein fyrir því að þú ert að leggja bæði þig og stelpuna í mikla hættu.”
“En…” sagði Severus. Skröggur gat ekki komist hjá því að greina hversu örvæntingafullur hann var.
“Bittu enda á þetta. Ég get alltaf kjaftað,” sagði Skröggur og snéri sér við tilbúinn að yfirgefa fundarherbergið. “Annars, þú skuldar mér nýjan fót.”
Severus hristi hausinn og ætlaði að fara að segja eitthvað en Skröggur tók fram í fyrir honum.
“Þú varst sá besti, því að þú hafðir engann til að tengjast tilfinningalega. Þess vegna,” sagði Skröggur.
“Þú komst mér næstum því til þess að gráta,” sagði Severus háðslega, snérist um hæl og tilfluttist heim til sín.
Caitlin lá í einu horninu, augun enn límd saman og í ofsahræðslu. Tréfóturinn hans Skröggs lá á gólfinu, klofinn í tvennt og bækur á gólfinu.
“Caitlin, þetta er ég,” hvíslaði Severus að henni og var sama um skemmdirnar. “Bíddu aðeins.”
Hannsveiflaði sprotanum og húnopnaði augun varlega, tár runnu niður augnkrókana, tár sem hún hafði greinilega byrgt inni. Hún var ekki lengi að stökkva um hálsinn á honum og faðma hann.
“Ég var svo hrædd! Kona kom inn og Skröggur og bara.”
Severus fann að öxlin var orðin vel vot eftir smástund.
“Þetta var greinilega… æi, það skiptir ekki máli. Það eina sem skiptir er að þú sér hult,” sagði Severus huggandi “Komdu, athugum hvort við getum fundið okkur sæti.”
Báðir hægindastólarnir voru þaktir kuski .svo að svefninherbergið[til þess að sitja á?] varð fyrir valinu, ásamt mörgum vandræðalegum aðstæðum um stundarkorn er þau voru að koma sér fyrir.Þessa setningu þarftu að endurskoða frá grunni.
“Ég var svo hrædd…” hvíslaði Caitlin að honum þar sem þau lágu þétt saman/(upp að hvort öðru).
“Það er allt í lagi,” hvíslaði Severus á móti. “Það er allt í lagi að vera hrædd.”
“Hvað var þetta?” spurði hún aftur. Severusi hafði aldrei liðið svona vel.
“Hún heitir Medúsa. Ef hún lítur í augun á þér verða þau að steini,” sagði hann en ákvað að sleppa hlutanum um það að/hvernig Medúsa safnaði augunum á stóran hnött gerðan úr marmara þar sem hún setti steingerð augu á.). Bara til öryggis, hugsaði hann. “Það er allt í lagi með þig núna.”
“En… þessi Sköggur…?”
“Skröggur,” leiðrétti Severus blíðlega, örugglega í fyrsta sinn á allri sinni ævi, “Hann missti eitt auga við baráttu við Medúsu. Langt síðan.”
“Ó,” sagði Caitlin hugsi. Þau sögðu ekki neitt í langan tíma og Severus tók ekki eftir því þegar Caitlin sofnaði í fanginu á honum . Hann þorði ekki að vekja hana eða færa sig til, svo að hann horfði bara á hana sofa. Hárið á henni , fallega rautt og liðað; Hann hafði ekki vitað til þess að það væri til svona fallegt hár. Þetta voru hamingjusömustu dagar í lífi hans, það gerði hann sér vel grein fyrir, en þeim yrði að ljúka. Brátt.

næsti kafli loksins komin… Dramað heldur áfram í næstu köflum og næstu sögum (þetta verða alls þrjár sögur).
Það væri gaman að fá að vita hvort að það sé eitthvað sem ég gerði vitlaust eða eitthvað sem þið viljið sjá meira af. svo… ekki vera hrædd að svara þessum spuna. Ég bít ekki (eða ekki síðan ég var svona… fimm ára sirka).
Og svo vil ég klappa Æsu fyrir að fara meistaralega vel yfir fyrir mig. *Klapp* *Klapp*

Takk fyrir,
Fantasia