Kannski verður aðeins styttra í fimmta kafla þar sem það verður kennaraverkfall á mánudaginn!!!!!!!!!!!
Fjórði kafli
Lítil vera hraðaði sér eftir dimmum gangi. Á ganginum stóðu menn í svörtum skikkjum með grímur fyrir andlitinu.Við enda gangsins var hurð sem stóð í hálfa gátt. Í herberginu fyrir innan var hægindastóll. Snjáður og lúinn hægindastóll. Í honum sat maður. Hvítur grindhoraður maður. Rauð augu í snákslegu andliti. Litla veran kraup við fætur hans. Nefið nam við snjáð gólfteppið.
“Blóðníðingarnir eru farnir meistari minn. Farnir til muggavinanna, bræðra hennar. Þau koma ekki aftur fyrr en eftir jól.”
Hann hvæsti af reiði
“Þau saurga hús húsmóður minnar með andardrætti sínum, litlu slímugu ógeðin!” Maðurinn reis á fætur. Rauðu augun lýstu í myrkrinu.
“Þolinmóður Kreacher. Húsið mun verða hreint af blóðníðingum og muggavinum. Því hefur hinn mikli Voldemort lofað þér og Voldemort stendur við orð sín.” Kuldalega röddin var gersneydd öllum tilfinningum.
Litla veran hneigði sig djúpt og muldraði “Þakka þér meistari, þakka þér. Meistarinn stendur ávallt við orð sín, Kreacher veit það. Meistarinn er göfugur maður með göfugt verkefni og Kreacher ætlar að hjálpa meistaranum.” Hann leit upp, beið eftir leyfi. Rauð augu mannsins lýstu sterkara og augasteinarnir drógust saman.
“Farðu nú.” hvæsti hann. “Áður en ég sprengi þig í tætlur!” Hann lyfti sprotanum ógnandi. Litla veran hraðaði sér afturábak út, vildi greinilega ekki hætta á neitt.
Húsið var skuggalegt, minnti á Hroðagerði á meðan það voru bara hann og húsmóðirin. Hann gnísti tönnum. Þau dirfðust að taka yfir hús húsmóðurinnar. Þau skyldu fá það borgað alveg eins og sonur húsmóðurinnar. Þau skyldu fá það borgað!
Síðasti dagur fyrir jólafrí. Bros og gleðileg jól á báða bóga. Hlátrasköllin glumdu yfir skrifstofuna. Mistilteinn í loftinu. Eggjapúns í skálum. Veðurstjórnendurnir voru greinilega í jólaskapi líka. Út um gluggann sást snjókoma. Stórar blautar flygsur. Harry sat og hlustaði á einhvern heimskulegan jólabrandara. Jo hló svo mikið að tárin streymdu niður kinnarnar. Hún hafði verið í góðu skapi alla síðustu viku. Hún og kærastinn ætluðu að eyða jólunum í útlöndum. Hann var víst svo rosalega rómantískur. Bauð henni eitthvert og vildi ekki segja hvert. Jo fannst það rómantískt, Ginny yrði vitlaus af forvitni ef Harry gerði eitthvað svona. Þau ætluðu bara að eyða jólunum í París, líklega að eyða dögunum við það að hjálpa til í búðinni. Þau ætluðu að leggja af stað um leið og Harry væri búinn að vinna. Svo tilflyttust þau til Frakklands.
“Nau nau nau! Er það ekki bara Afródíta sjálf!” kallaði einhver. Ginny stóð í dyrunum og roðnaði. Harry flýtti sér til hennar. Hún var greinilega tilbúin til að fara, komin í ferðaskikkju og töskurnar við hliðina á henni.
“Hæ elskan.” Harry kyssti hana á kinnina. Sá sem hafði kallað stóð upp. Þetta var Kingsley Shacklebolt með stóra rauða jólasveinahúfu á höfðinu og rauður í kinnum.
“Blessuð elskan. Ekki ertu að fara strax? Komdu og fáðu þér drykk. Vertu ekki að eyða tíma í hann Harry hérna, hann lifir af án þín” Hann skemmti sér konunglega, séffinn á skrifstofunni og allir að fara. Það yrði einmanalegt hélt hann.
“Æi góði besti! Farðu og reyndu við einhverja sem er ekki gift.” Ginny ýtti laust í hann og hló. Hún leit á Harry og kyssti hann. Svo brosti hún.
“Á ekki að kynna mann?” Jo stóð þarna, búin að ræna jólasveinahúfunni hans Kingsleys með glas með eggjapúnsi í hendinni.
“Sorrý Jo. Ginny þetta er Joanna Maria Wilder starfsfélagi minn.” Harry hafði notað fullt nafn Jo bara til að pirra hana.
“Bara Jo!” Jo ranghvolfdi í sér augunum. “Ég þoli ekki Joanna, það er svo kellingalegt” bætti hún við. Ginny hló.
“Góða besta Joanna er ekkert. Ég heiti Ginevra í guðanna bænum!” Þær flissuðu, greinilega með svipaðan húmor.
“Ginevra er hræðilegt nafn. Ég er alveg sammála þér” Týpísk Jo. Ekkert að skafa utan
af hlutunum. Þær voru strax niðursokknar í samtal um nýjustu skikkjutískuna og jólagjafir og búðina hjá Fred og George. Harry hafði auðvitað sagt Jo frá því.
Klukkan var að ganga fimm þegar Harry og Ginny gengu inn í forsalinn. Það var allt fullt af fólki að kveðjast. Jo hafði orðið samferða þeim niður, eða eiginlega upp þar sem Galdramálaráðuneytið var niðurgrafið. Hún dró fram sprotann sinn, tók í töskuna sína og kallaði: “Sankti Ottery Catchpole!” Og svo hvarf hún með litlum hvelli. Harry leit undrandi á Ginny.
“Sagði hún……?” Ginny virtist alveg jafn hissa og hann. Hún var hugsi í smástund. Svo yppti hún öxlum, þetta kom þeim ekkert við.
“Kannski á hún bara heima þar?” lagði hún til málanna.
“Nei hún býr í London. Æi þetta er rétt hjá þér, þetta kemur okkur ekkert við. Förum bara til Parísar.” Þau drógu fram sprotana og sögðu samtímis “Rue de Magic 21, París, Frakkland!” Það heyrðist lítill smellur og Harry fannst eins og hann hæfist upp frá jörðinni og þyti með ofsahraða í gegnum hús og hluti án þess að snerta neitt. Sem var einmitt það sem gerðist. Andartaki síðar stóðu þau á fjölfarinni götu fyrir framan hús með brúnan pappír í gluggunum. Á pappírinn stóð skrifað á frönsku: Hér opna Galdrabrellur Weasleybræðranna þann 18 desember kl. 16:30. Einhver hafði kveikt á ljósi inni í búðinni svo þau sáu skuggamyndir sex mannvera á pappírnum. Ginny gekk að dyrunum og bankaði í glerið. Það heyrðist einver umgangur og svo heyrðist lykli snúið í skrá. Sterk málingalykt gaus á móti þeim þegar Fred opnaði dyrnar. Það heyrðist hávær tónlist frá litlu útvarpi sem stóð á tómri málingadós. Allir þarna inni voru í málaragalla og héldu ýmist á penslum eða rúllum. Þarna inni voru, auk Freds og George, Molly og Arthur Weasley og Bill Weasley og Fleur Delacour. Bill og Fleur höfðu búið í París síðan þau byrjuðu að búa. Það var eiginlega merkilegt að þau skyldu hafa fundið tíma til að halda jól með fjölskyldunni, þau voru alltaf í partýum og veislum um helgar. En þarna stóðu þau, Bill með stóra málingaklessu á nefinu en Fleur fullkomin eins og alltaf með hárið sett upp í kæruleysislegt tagl og brosti svo skein í hvítar beinar tennur.
“ ‘Alló ‘Arry. Velkomínn dil Frakklandz.”
“Já einmitt, þið komið akkúrat á réttum tíma. Við vorum einmitt að fara að borða.” sagði George hressilega. Ginny leit í kringum sig.
“Hvernig getið þið eldað á þessum stað? Ég sé enga eldavél.”
Fred hló. “Já, systa góð, það er einmitt það besta við Frakkana, þeir eru miklu þróaðri en við. Þeir eru komnir með heimsendingarþjónustu! Ég pantaði pítsu fyrir svona korteri og hún ætti bara alveg að koma” Hann leit á úrið og muldraði “Þrír….tveir…..einn”
Áður en hann gat klárað flaug ugla inn um opinn glugga og lagði tvo pítsukassa á lítið plastborð. Svo lenti hún á öxlinni á Fred og réttu fram fótinn. Fred lagði tvær sikkur í pokann og hún flaug burt. George dró fram klappstóla og raðaði þeim í kringum borðið.
Ginny tók tortryggin við pítsusneið, hún hafði aldrei smakkað eitthvað svoleiðis fyrr, en það glaðnaði yfir henni þegar hún tók fyrsta bitann.
“Rosalega er þetta gott! Afhverju eru breskir galdramenn svona lengi að vinna úr öllu nýju? Ég hef aldrei smakkað pítsu áður.” Hún tók stóran bita og spurði með fullann munn. “Hvað er eiginlega á þessu?” George svaraði.
“O, bara svona hitt og þetta, pepperoní, skinka, ananas, jalapeno, paprika, tómatar og svo það allra klikkaðasta” hann glotti “Bananar” Ginny starði á hann.
“Bananar? Hver setur banana á pítsu?” Hún virtist algjörlega forviða.
“Nú, Dominos, auðvitað!” Það var augljóst á svip Freds að honum þótti þetta frámunalega heimskuleg spurning. Harry hafði auðvitað vanist miklu pítsuáti af Dudley en var upptekinn af því að tína alla banana af sneiðinni sinni þegar Bill leit á hann.
“Ekki tína bananana af pítsunni Harry. Þeir eru geðveikt góðir!” sagði hann.
“Alveg örugglega” sagði Harry og hélt áfram að tína þá af. Það var bankað á glerið í hurðinni og miklir skruðningar heyrðust þegar allir reyndu að standa á fætur, með þeim afleiðingum að litla valta plastborðið datt um koll. Fred kallaði undan hrúgunni sem var samansett úr öllum þeim sem borðið hafði dottið á.
“Vill sá sem er næstur dyrunum vinsamlegast opna þær? Ég myndi gera það sjálfur ef ég væri ekki fastur” Hann reyndi að ýta mömmu sinni ofan af sér með litlum árangri. Harry var næstur dyrunum og sá móta fyrir tveimur verum og minntist þess um leið að Ron ætlaði að taka J.M. með sér. Þetta hlytu að vera þau. Hann opnaði dyrnar. Og þarna stóð Ron vissulega og við hliðina á honum stóð sæt stelpa með sítt liðað ljóst hár, græn augu með oddmjóum augasteinum brosandi svo skein í litlar hvítar kattartennur. Harry missti andlitið. Þetta var Jo! Jo virtist jafn hissa og Harry. En hún var miklu svalari en Harry, hún varð alltaf að passa upp á lúkkið, að enginn fattaði hvað hún var að hugsa. Svo hún skellti bara brosi á andlitið og sagði.
“Hæ Harry! Hvað ert þú að gera hér?” Hún leit á Ron. Ron gapti svo það sást oní maga hjá honum.
“Þekkist þið eitthvað?” sagði Ron.
“Ha já. Við vinnum saman” svaraði Harry alveg gáttaður
“En hvað með ykkur strákar, hvernig þekkist þið?” Jo var alveg að springa úr forvitni.
“Við erum búnir að vera bestu vinir síðan við vorum ellefu ára” svaraði Harry.
Molly var að brölta undan hrúgunni og hjálpaði Fleur á fætur. Flestir voru staðnir á fætur en það var nokkuð víst að enginn myndi borða meiri pítsu. Molly virtist algjörlega ónæm fyrir andrúmsloftinu sem var fullt af undrun. Hún sneri sér að Jo og réttu henni brosandi höndina.
“Sæl vinan. Þú hlýtur að vera J.M..” Jo brosti og svaraði
“Júbb, en kallaðu mig bara Jo, J.M. er Quidditch nafnið mitt.”
“Og hvernig stendur á því að þú heitir tveimur nöfnum?” spurði Harry.
“Sko, þið vitið að nafnið manns er alltaf saumað í bakið á búningnum? Þegar ég byrjaði hjá Rakettunum þá var náttúrulega búinn til búningur handa mér. En það var smá vandamál. Nafnið mitt er svo langt að ég hafði ekki nógu breitt bak fyrir það. Svo það var bara stytt í J.M.” svaraði Jo. Þegar hún leit í kringum sig tók hún eftir málingadós á gólfinu. Hún benti.
“Hvað er þetta fljótandi í málingunni? Er þetta pítsa?”
“Ó jú vina mín þetta er ágætis flatbaka. Eða ætti ég heldur að segja var?” George var staðinn á fætur og horfði með söknuði á sveppina sem flutu um í málingunni.
“Jæja það verður pítsa aftur á morgun og morgun og morgun……………..” sagði Fred með hryllingssvip. “Nema náttúrulega ef þið viljið Subway eða Kentucky Fried” hélt hann áfram og hryllti sig. Fólkið fyrir aftan hann var búið að reisa borðið við og var að leggja saman klappstólana. Þau ætluðu greinilega ekki að missa neinn tíma. Þau gátu það heldur ekki. Opnunin var eftir tvo daga og það átti eftir að mála allt. Og koma öllu fyrir. Og þrífa. Svo það mátti enginn slóra og Ron og Jo voru sett í málingagalla og réttur pensill. Á veggina átti að mála bleika grísi með röndóttar tungur.
“Gettu hver gaf okkur hugmyndina Harry.” sagði Bill og blikkaði Harry. Harry hló. Já hann vissi hver gaf þeim hugmyndina. Hans eigin frændi, Dudley var svo sannarlega kveikjan að hugmyndinni. Harry og Ginny skemmtu sér við það að mála einn sérlega feitan með langa og hringaða rófu. Þau nefndu hann Duddykins, svona til heiðurs frummyndinni. Þegar tvíburarnir sáu hann heimtuðu þeir að fá að nefna aðra grísi líka. Og þeir hétu Duddykins, auðvitað,Big D., Snúllusnáði, Sykursnúður, Englabarn, með vængi og geislabaug. Jo málaði hann og hló og hló þegar einkahúmorinn var útskýrður fyrir henni. Og þarna hoppaði Dudley um á grænu grasi með bláan himinn yfir sér. Klukkan var að verða tvö þegar þau fóru loksins að sofa. Á morgun yrði allt þrifið og kannski reynt að setja eitthvað í hillurnar. Þegar Harry sofnaði dönsuðu bleikir grísir fyrir augunum á honum. Hann heyrði Jo flissa að einhverju úr svefni. Sennilega hefur flissið líka fylgt honum í svefninn því hann dreymdi það að litlir bleikir grísir hoppuðu flissandi í kringum hann en þegar hann reyndi að segja þeim að þegja var tungan á honum orðin næstum metri á lengd og var fjólublá og gulröndótt. Grísirnir hoppuðu flissandi í kringum hann lengi, lengi og alltaf fór flissið meira og meira í taugarnar á honum. En alltaf þegar hann ætlaði að reka þá í burtu stækkaði tungan í honum meira. Harry var orðinn hræðilega pirraður því hann var að verða of seinn á eitthvað fannst honum. Svo hann hljóp í burtu frá grísunum. Allt í einu snarbreyttist draumurinn. Harry var staddur á gangi. Ekki svona hryllingsgangi eins og hann dreymdi á fimmta árinu, heldur bara svona venjulegum gangi. Hann var gulmálaður, með ljósu, mjúku teppi og fallegar myndir af landslagi á veggjunum. Hurðirnar á ganginum voru úr ljósum viði. Harry fannst eins og hann hefði verið þar áður. Hann hafði ekki hugmynd hvenær, bara það að hann hafði verið þar áður. Hann fann að hann átti að ganga að dyrunum við enda gangsins. Harry tók í hurðarhúninn og opnaði dyrnar. Hann kom inn í fallegt ljósmálað herbergi. Þrjár manneskjur stóðu yfir einhverju. Harry sá ekki hvað það var. Manneskjurnar virtust kunnuglegar. Þær virtust ekkert reiðar, bara glaðar. Ef hann kæmist bara aðeins til hægri þá myndi hann sjá hvað það var sem þau voru að horfa svona á! Harry var að drepast úr forvitni. Manneskjurnar virtust ekki hafa tekið eftir honum svo hann ákvað að færa sig. Um leið og hann lyfti fætinum þá…………………….
“Snork!” Harry hrökk upp með andfælum. Hroturnar í Ron voru ekkert smá háværar. Hversvegna þurfti hann alltaf að hrjóta á svona óheppilegum augnablikum! Harry kæfði fýluna út í Ron um leið og hún blossaði upp. Ekki gat Ron gert að því þó hann hryti. Og auk þess átti Harry að vera búinn að læra að útiloka óæskilega drauma. Þegar Sirius dó hafði Harry ákveðið að læra hughrindingu svo hann myndi aldrei aftur leiða neinn í svona gildru. Eða láta leiða sig í svona gildru. En samt langaði Harry ósegjanlega mikið að vita hvað manneskjurnar í draumnum voru að horfa á. Hann reyndi að muna hvernig manneskjurnar litu út. Það voru tveir karlmenn og ein kona. Báðir karlmennirnir voru dökkhærðir og konan var með þykkt rauðbrúnt hár. Þau höfðu snúið baki í Harry svo hann sá ekki framan í þau. Eins og á ganginum virtist hann hafa séð þau áður. En hann kom ekki fyrir sig hvar. Harry lá vakandi langa stund og reyndi að muna hvar hann hafði séð þetta fólk en fékk enga niðurstöðu. Það seinasta sem hann ákvað áður en hann sofnaði var að hann ætlaði að tala við Dumbledore strax í fyrramálið.
Skalat maðr rúnar rísta,/nema ráða vel kunni,