Það gerist ekkert mikið í þessum kafla því að sagan er að fara af stað. Gæti verið smá töf því að AvrilL er í smá sorg!


2.kafli. – Til baka á 3. heimilið!

Klukkan hálf ellefu voru Vernon og Petunia komin í sparifötin og á leiðinni út í bíl. Gulrótarkakan hans Dudleys stóð á eldhúsborðinu og beið þess að verða étin.
,,Duddi minn!“ Kallaði Petuniua inn um eldhúsgluggann ,, Við sjáumst aftur klukkan eitt, en reyndu samt að fara að sofa klukkan tólf, elskum þig, bless bless.“
Petunia hlakkaði greinilega svo mikið til að hún gáði ekki að sér og steig beint í drullupoll sem var við hliðina á bílnum. Hún virtist ekki taka eftir því og settist skælbrosandi í framsætið og Vernon ók af stað.

Þegar bílinn var horfinn úr augsýn flýtti Harry sér inn í eldhúsið og setti nokkra dropa af hraðmeltingarseyði í gulrótarkökuna hans Dudleys.
,,Láttu kökuna mína í friði“ sagði Dudley hranalega og hrinti Harry niður á hart eldhúsgólfið.
,,Hvernig datt Petuniu í hug að láta Dudley vera einan heima með mér fram á nótt.“ Tautaði Harry lágt og fór upp í herbergið sitt. Hann settist á rúmið og heyrði smjattið í Dudley niður úr eldhúsinu.

Hann sat þögull í dálitla stund en allt í einu heyrði hann hurð skellt. Hann opnaði dyrnar á herberginu sínu hljóðlega og læddist að baðherbergisdyrunum sem voru lokaðar. Því næst læddist hann fram í eldhús og sá að Dudley var ekki þar, hraðmeltingarseyðið hafði þjónað skyldu sinni. Harry læddist aftur upp í herbergið sitt. Hann tók upp pergament og fór að skrifa til Rons um að þau mættu fara að koma og sækja hann. Hann batt bréfið um fót Grísla og lét hann fljúga af stað. Því næst fór Harry að pakka dótinu sínu niður í koffortið sitt og dró það niður stigann og að arninum í stofunni. Síðan fór hann aftur upp að ná í búrið hennar Hedwigar.
Dudley, sem hafði klárað kökuna, var á baðherberginu og virtist ekki ætla að koma út í bráð.
Harry sat í sófanum og beið eftir Ron.
„Ætli flugduftið sé búið.“ Hugsaði Harry með sér en í því birtist Ron inni í arninum, skælbrosandi.
,,RON!“ Hrópaði Harry og hljóp að Ron ,,Gaman að sjá þig!“
,,Gaman að sjá þig líka, en við verðum að flýta okkur áður en frændi þinn er búinn á baðherberginu.“ Sagði Ron og rétti Harry litla krukku með flugdufti í. Sjálfur var hann með eins krukku og tók upp úr henni flugduft.
,,Ég skal taka koffortið.“ Sagði Ron og dró koffortið á eftir sér inn í arininn ,,Hreysið!“ Sagði hann svo og hvarf í grænum loga. Harry tók búrið hennar Hedwigar og steig inn í arininn. Hann tók flugduft í hendurnar og hrópaði líkt og Ron:
,,Hreysið!“
Hann þaut áfram og lenti að lokum með lokuð augun í Hreysinu. Þegar hann opnaði þau stuttu eftir, sá hann Ron og alla Weasley fjölskylduna fyrir framan sig.
,,Velkominn til okkar Harry.“ Sagði frú Weasley og hjálpaði honum út úr eldstæðinu. Svo faðmaði hún hann að sér. Herra Weasley steig fram og ýtti Molly frá Harry.
,,Harry minn! Ég þarf að spyrja þig! Hvað í ósköpunum er kvikmyndahús?“ Sagði hann æstur.
,,Artúr minn! Gefðu drengnum færi á að anda!“ sagði Molly byrst. Artúr leit á Harry.
,,Við tölum um þetta seinna, núna þarftu að anda.“ Harry brosti bara til hans og Artúr fór fram í eldhús að basla með einhverja pappírsvinnu.
,,Jæja Harry minn, komdu og fáðu þér nýbakaða súkkulaðifroskaköku.“ Molly horfði á hann eins og hún væri að bíða eftir einhverju. Svo sagði hún loks: ,,Ég bjó uppskriftina til.“
,,Já takk.“ Svaraði Harry og leit á Ron.
,,Hún hefur unnið að uppskriftinni síðan hún vann tuttugu kíló af súkkulaðifroskum í opnunarleik nýju sælgætisbúðarinnar í Skástræti.“ Hvíslaði Ron til útskýringar.
Harry glotti og gekk á eftir frú Weasley inn í eldhúsið. Lyktin sem mætti honum þegar hann steig inn um eldhúsdyrnar var næstum ólýsanlega góð. Harry settist við borðið og frú Weasley skar sneiðar af þessari dásamlegu köku handa öllum.
,,Gjörið þið svo vel!“ sagði hún hin ánægðasta og starði á Harry þegar hann stakk litlum bita af kökunni upp í sig. ,,Hvernig smakkast?“ sagði hún svo og tók ekki augun af Harry.
,,Bara mjög vel.“ Sagði Harry þegar hann hafði kyngt bitanum.

Hálftíma seinna, þegar allir voru orðnir saddir, fóru Harry og Ron upp í herbergið hans Rons. Það var heilt ár síðan Harry hafði komið þangað en herbergið hafi breyst lítið. Það var búið að taka rúmið hans Rons en í staðinn var komið risa stórt og flott hjónarúm.
,,Við sofum þarna.“ Ron benti á rúmið. ,,Maður sem vinnur með pabba gaf mér það, hann vildi fá gamla rúmið mitt því að það passaði svo vel inn í húsið hans.“ Sagði Ron hálfhlæjandi og lét sig detta í þetta glæsilega rúm.
,,Ehh…já…allt í fína…já…en Ron….“ Harry vissi ekki hvað hann ætti að segja, hann og Ron, í sama rúmi, og í hjónarúmi! Honum fannst þetta samt frábært og settist hjá Ron.
,,Ættum við ekki að fara að sofa?“ Spurði Ron og geispaði.
,,Jú, það er að komið yfir miðnætti og ég ætla að vakna snemma og senda Dumbledore bréf.“ Sagði Harry.
,,Dum…“ Ron náði ekki að segja meira því allt í einu stóð Ginny í dyragættinni.
,,Strákar, við eigum að fara að sofa núna, mamma segir að við þurfum að vakna frekar snemma ef við ætlum að fara að skoða nýja uglu handa þér, Ron.“
,,Ehh, já, ég gleymdi að segja þér það Harry.“ Sagði Ron og klæddi sig í náttföt. Harry gerði það sama og þeir voru sofnaðir áður en Ron náði að spyrja frekar út í bréfið sem Harry ætlarði að senda til Dumbledores.

Harry vaknaði næsta dag við það að Hedwig var að narta í tærnar á honum. Hann leit á klukkuna, hún var að verða hálf átta.
,,Hedwig.“ Hvíslaði hann. ,,Þú þarf að fljúga með bréf fyrir mig til Dumbledores eftir smá stund, allt í lagi?“ Hedwig svaraði með vinalegu væli.
Harry settist við gamla skrifborðið hans Rons, (sem Bill hafði átt á sínum tíma) og hóf að skrifa bréfið til Dumbledores.

Kæri Dumbledore!
Þetta er ekkert rosalega merkilegt bréf en hefur þó tilgang. Ég var að spá hvort þú gætir sent okkur Hogwartsbréfin fyrirfram, helst í dag eða á morgun, ég var að spá í að fara með Ron í Skástræti eftir tvo daga og leyfa honum að velja sér nýtt kústskaft og nýja samkveimisskykkju.Molly ætlar að kaupa handa honum nýja uglu í dag en ég vil ekki kaupa þetta á sama tíma.
Ég var að spá í kaupa skóladótið í leiðinni, þá er heldur ekki allt svona troðið eins og það er á þeim tíma sem allir eru að fá bréfin sín.
Með von um að þú sendir bréfin fljótlega og og fyrirfram þökk.
Harry Potter.

Harry lagði frá sér fjaðurstafinn og rúllaði bréfinu upp. Svo batt hann það við fótinn á Hedwig, opnaði gluggann og lét ugluna sína fljúga af stað. Það var enn myrkur en Hedwig rataði út um allt svo að hann þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur. En Hedwig var nýfarin af stað þegar Ron kallaði ,,NEI OJJJ!“ upp úr svefni og hrökk upp með andfælum.
,,Harry! Percy er niðri með nýja, bleika og skær appelsínugula samkvæmisskykkju handa mér! Og það sem meira er að hann hefur látið skrifa Ronald Weasley með skærgrænum stöfum á hana!“ Ron titraði og skalf alveg þangað til Harry hætti að hlæja og sagði: ,,Ron! Þetta var draumur! Róaðu þig níður!“ Ron varpaði öndinni léttar við þessi orð en var ennþá mjög skrítinn á svipinn.
,,Við ættum kannski að fara niður og fá okkur morgunmat! Ég get ekki beðið eftir að gefa Ginny Grísling og fá nýja uglu!“ Sagði Ron æstur og virtist hafa gleymt draumnum þegar þeir gengu niður stigann og inn í eldhúsið.
,,Ehh, Harry, ég gleymdi því, það eru allir sofandi og ég kann ekkert að elda morgunmat!“ Sagði Ron gretti sig. ,,Kannt þú að elda, þá meina ég sko eitthvað annað en ristað brauð!“
,,Jájá, ég skal steikja beikon og spæla egg ef þú vilt það.“ Sagði Harry. Hann var vanur því að elda morgunmatinn fyrir Dursley fjölskylduna.

Kveðja
thoram og AvrilL