4. Kafli. Í nýja veröld
Ég vaknaði klukkan hálf sjö. Enginn var kominn á fætur nema náttúrulega þeir sem voru komnir á morgunvakt. 28. ágúst morguninn skein inn til mín og ég horfði út. Þetta var svo skrýtið. Að vera hér vegna einhverjar konu sem hafði sjálf verið geðveik, fannst mér. Mér fannst læknirinn þar að auki líka geðveikur. Mér fannst líka svo ógnvekjandi að Victoria og krakkarnir hefðu ekki séð kastalann. Að ég hafði bara séð hann. Svo þessi fljúgandi hestur. Fljúgandi hestar voru ekki til. Eða hvað? Þetta var svo ógnvekjandi.
Ég leit niður á gólf og sá Tache hnipraðan saman í körfunni. Hann átti ekki skilið að vera hérna, ekki ég heldur. En hvað gat ég gert í því?
Ég var ennþá þreytt svo ég ákvað að leggja mig.
Ég vaknaði aftur hálf ellefu. Ég reis upp og fékk mér morgunmatinn sem hafði verið lagður hjá mér.
,,Tasy Achres?” Kallaði ein hjúkrunarkona inn í herbergið.
,,Það er ég” svaraði ég.
,,Bréf til þín.” Hjúkrunarkonan rétti mér það og fór. Ég horfði á bréfið. Þetta umslag var eitthvað mjög skrýtið. Þetta var ekki mjög líkt svona venjulegum pappír. En það sem var enþá skrýtnara var að á bréfinu stóð:
Tasy Achres
Geðveikradeildin
Herbergi 207
Rúm númer 3
Ég hugsaði með mér að þetta væri bara til að merkja bréfin fyrir hjúkrunarkonunar svo þær vissu hvert bréfin ættu að fara. En samt fannst mér eitthvað skrýtið við þetta. Ég sneri bréfinu við til þess að taka það upp en þá sá ég undarlegan límmiða. Límmiðinn var einhversskonar merki. Ég skoðaði hann vel og vandlega og tók eftir því að límmiðinn var með fjórum mismunandi myndum. Ein var með Ljóni, ein með slöngu, ein með greifingja og ein með erni. Allar með sitt hvorum litnum. Ég skoðaði límmiðann vel. Efst á honum stóð Hogwarts.
,,Hvað ætli það merki?” Spurði ég sjálfa mig upphátt en lágt.Ég ákvað að hugsa ekkert frekar út í þetta. Ég tók upp bréfið. En þetta voru tvö bréf. Ég tók eitt og byrjaði að lesa.
Kæra fröken Achres
Það er okkur ánægja að tilkynna yður að þér hafið hlotið skólavist í Hogwarts skóla, galdra og seyða.
Innkaupalistinn er svo á hinu bréfinu.
Nokkrum stundum eftir að þér hefur borist þetta bréf mun koma einn okkar manna til þess að sækja þig vegna málanna sem þú ert í. Þú munt fylgja honum og hann hjálpa þér að komast að fleiru………
Ég hætti að lesa. Ég þurftir aðeins að átta mig á því sem ég hafði verið að lesa. Skóli sem maður lærði galdra í. Hvers vegna var ég valin? Þetta hlaut að vera eitthvað gabb. Ég tók upp hitt bréfið og renndi yfir það.
Inkaupalisti fyrir þriðja ár
Stóð efst á listanum. Svo stóð helling af skrýtnum hlutum fyrir neðan. Þetta voru allskonar galdrahlutur. Bækur, fjaðurstafur og blek og allt mögulegt. Þetta var alveg ótrúlegt. Ég renndi yfir þetta og var ekki alveg búin að fatta eitt, en svo kveikti ég á perunni. Þriðja ár. Ég hafði aldrei farið í þennan galdra skóla áður. Hvernig gat ég verið að komast á þriðja ár? Ég reiknaði það út að fyrsta ár var þá 11 ára en ég var orðin þrettán. Eitthvað var skrýtið við þetta. En ég hafði ekki áhyggjur af því núna. Ég var enþá að skoða innkaupalistann.
sproti
Ég stoppaði líka þarna. Töfrasproti? Það var svarið. Það var það sem morðinginn hafði drepið mömmu mína með. Það var það sem mamma mín hafði átt. En var þetta góður hlutur? Ég velti því fyrir mér en og aftur hvort mamma og pabbi höfðu verið morðingjar. Var skólinn til þess að læra um galdra og framkvæma þá til þess að fremja morð? En það gat ekki passað vegna þess að morðingi af sama tæi færi aldrei að drepa annan morðingja. Ég vissi ekkert um þetta. Ekkert. Ég var bara með einhverjar pælingar sem þurftu ekki endilega að passa.
,,Fröken Achres?” Heyrðist rödd segja. Ég leit upp úr bréfinu með innkaupalistanum og horfði á mann sem stóð í dyrunum. Hann virtist vera ungur, kannski svona tuttugu og níu eða eitthvað. Hann var með rautt hár og í mjög skrýtnum fötum.
,,Það er ég” svaraði ég.
,,Taktu allt dótið þitt og settu það hérna í koffortið þitt” sagði maðurinn.
Ég leit á hann og hugsaði með mér hvers vegna hann væri að segja mér að gera þetta en svo fattaði ég að þetta hlaut að vera maðurinn sem ætlaði að sækja mig.
,,Ert þú maðurinn sem ætlar að sækja mig? Þessi sem stóð um í bréfinu frá Hogwarts?” Spurði ég.
,,Já, drífðu þig nú, settu dótið þitt í koffortið.”
Þetta var nú frekar undarlegt orð, koffort. Það var risastórt, ferkantað og hart. Alveg eins og risastór ferðataska. Ég tók líka eftir því að á því stóð T.A.A., það var skammstöfunin mín. En ég vissi ekki fyrir hvað síðasta A var, eða hvort að það var A sem stóð fyrir Achres. En ég vildi ekki vera að pæla í því. Ég opnaði koffortið til þess að setja eitthvað af morgunmatnum (sem var í pakkningum) ofan í en þá sá ég að allar eigur mínar (sem voru nú ekki margar) voru ofan í koffortinu.
,,Fórstu á barnaheimilið?” Spurði ég.
,,Já ég fór þangað, drífðu þig nú” svaraði maðurinn ,,Við megum ekki missa af lestinni.”
Ég setti fötin ofan í og lokaði koffortinu. Svo setti ég ólina hans Taches á hann.
,,Tache komdu” sagði ég. Ég gekk svo í átt að manninum með koffurtið á eftir mér og Tache í ólinni.
,,Hvað gerum við svo?” Spurði ég.
,,Taktu þetta” svaraði hann. Maðurinn rétti mér einskonar skikkju. Ég tók hana.
,,Hvað á ég að gera við hana?” Spurði ég.
,,Farðu undir hana.” Ég fór undir skikkjuna. Ég tók ekki eftir neinu sérstöku við hana.
,,Eltu svo mig, en reyndu að rekast ekki í neinn og ekki tala. Ég skal halda í hundinn þinn.”
Ég elti manninn sem gekk meðfram göngunum og út að útidyrunum. Þegar við vorum komin út fórum við í neðanjarðarlest til London. Ég vissi ekki afherju. Ekki hvers vegna ég var undir skikkjunni eða neitt og mig langaði rosalega til þess að vita allt en ég hafði vit á að gera eins og hann hefði beðið mig um, þess vegna þagði ég alla leiðina.
Þegar við vorum komin til London fórum við inná krá sem hét Leki seiðpotturinn. Þegar ég kom inn á krána mætti fýlan mér strax. Ég hafði aldrei fundið svona vonda lykt.
,,Farðu úr skikkjunni” sagði maðurinn við mig og ég rétti honum hana.
,,Sestu hérna” sagði hann ,,Ég kem rétt strax.” Svo fór hann og ég settist niður. Tache kom til mín og setti höfuð sitt á lærin mín. Ég fór að strjúka honum, á sama tíma leit ég í kringum mig. Allt fólkið í kringum mig var mjög skrýtið. Í mjög svipuðum klæðum eins og maðurinn sem ég vissi ekki einu sinni hvað hét var í. Ég skoðaði staðinn og komst að því að þetta fólk var ekkert venjulegt. Það hlaut að vera eitthvað í kringum þennann Hogwarts skóla.
Það var mjög þungt loft þarna inni og mikið ryk. Mér fannst ég varla geta andað.
,,Komdu hingað Achres” kallaði maðurinn til mín. Ég tók ólina af Tache. Svo dró koffortið ég á eftir mér og Tache elti mig. Maðurinn fór upp stiga.
,,Hvernig á ég að koma koffortinu hérna upp?” Spurði ég.
,,Æ,fyrirgefðu” sagði hann ,,Accio koffort!” Um leið og hann sagði þetta flaug koffortið upp stigann. Mér brá svolítið en það hlaut að koma að því að ég sæi galdra.
,,Komdu upp.” Ég dreif mig upp og Tache fygldi fast á eftir. Þegar ég kom upp sá ég mörg herbergi.
,,Hótel?” Sagði ég lágri röddu. Maðurinn leit á mig.
,,Þetta er nú ekki líkt hóteli” svaraði hann ,,En þetta er það sem við notum.” Ég brosti til hans.
Hann fór með mig inn í eitt af þessum herbergjum. Ég sast á rúmið. Þetta var nú ekki það snyrtilegasta herbergi sem ég hafði séð.
,,Skildi þetta fólk vera svona sóðalegt?” Spurði ég sjálfa mig hugsi.
,,Skiluru ekki neitt sem er að gerast?” spurði maðurinn mig.
,,Ég veit að ég á að fara í einhvernn galdraskóla sem heitir Hogwarts” svaraði ég ,,En mér skilst að þú eigir að fræða mig.”
,,Ég ætla að byja á því að segja þér hvað ég heiti, ég hef ekki geta komið orðum að því” sagði hann ,,Ronald Weasley.” Hann tók í höndina á mér.
,,En þú mátt kalla mig Ron” bætti hann við ,,Ég hef alltaf verið kallaður það.” Ég horfði á hann.
,,Gaman að kynnast þér Ron” sagði ég svo.
,,Er eitthvað sem þú vilt segja áður en ég byrja?”
,,Bara það að þú mátt kalla mig Tasy” sagði ég.
,,Gott og vel” svaraði hann. Ég brosti bara til hans. Ég var alveg agndofa.
Mér fannst þetta allt saman alveg ótrúlegt en skrýtið að vera þarna. Það var eitthvað sem sagði mér að ég ætti heima í þessari nýju veröld.
Því miður held ég að ég geti ekki skrifað mikið á næstunni því að kötturinn minn var að deyja.