2.kafli
Bréfið
Gabrielle var í uppnámi, hvernig gat Draco sagt þetta! Það var ekki henni að kenna hvernig mamma hennar hafði verið, ekki var hún eins. Hún hafði alltaf litið á Narcissu sem móður sína og aldrei var minnst á móður hennar heima, ekki eins og hún vildi að mamma hennar væri góð eða eitthvað.
Um leið og þau voru komin heim á herragarðinn hljóp hún með tárin í augunum upp á herbergi sitt, Draco skildi ekki sjá hana gráta. Þegar hún kom lagðist hún á rúmið sitt og grét hljóðum gráti. Í hálfgerðri móðu rak hún augun í töskuna sína og náði í hana. Hún ætlaði að lyfta henni ofan á himinsængina til að geyma hana þar, tjaldið hlyti að þola það, en skyndilega rann hún til og missti töskuna svo hún skall á gólfið. Gabrielle teygði sig eftir henni en þegar hún var að koma henni fyrir ofan á tjaldinu tók hún eftir þvíað spjaldið í botninum virtist laust. Hún teygði sig niður og losaði spjaldið. Þar undir var fallegur tré-kistill. Hún tók hann varlega upp. Hvernig gat þetta verið, hún leit ofan í töskuna, taskan hafði alltaf verið jafn djúp og hún virtist að utan, og hún var það enn. Hún stakk hendinni niður og fann aftur undarlegan hroll sem hún hafði fundið fyrir þegar hún tók upp kistilinn, það var eins og hún styngi hendinni ofan í einhvern hjúp. Hvernig getur það verið? Gabrielle skildi það ekki. Hún beindi athyglinni aftur að kistlinum. Hún ætlaði að opna hann en hann var læstur, ég hef aldrei séð svona lás áður, Gabrielle var hugsi er hún horfði á hann. Skyndilega var bankað á hurðina.
“Gabrielle, þetta er Pansy. Opnaði fyrir mér”
Gabrielle vissi ekki af hverju en hún vildi ekki að vinkona sín vissi af þessum fundi. Hún flýtti sér að ganga frá hálsmeninu og svo frá kistlinum og töskunni.
Hún fór og opnaði fyrir Pansy sem kom inn íklædd rauðri síðri skikkju. “Jæja, hvað eigum við að gera?”
Gabrielle lá uppí rúmi um kvöldið, Pansy var farin. Í fyrsta sinn var hún því fegin. Hún vildi vera ein.
Hún náði í kistilinn, hún sat og starði á hann, hún kannaðist svo við þetta munstur, hvar hafði hún séð það áður. Skyndilega rifjaðist allt upp, hún gekk að skartholinu sínu og opnaði leynilegasta hólfið. Jafnvel Narcissa hafði ekki vitað um það þegar hún sýndi henni öll leynihólfin. Þar náði hún í snjáðan pappírsböggul. Hún fletti honum varlega í sundur og náði í hálsmenið sitt, enginn hafði fengið að sjá það, þetta var það dýrmætasta sem hún átti. Það eina sem hún átti til minningar um móður sína, og nú þessi kistil, blendnar tilfinningar áttust við þegar Gabrielle hugsaði um móður sína. Hún tók varlega um hálsmenið og stakk endanum inní lásinn, það smellpassaði. Hún sneri meninu, það sat fast á sama stað. Hún skildi þetta ekki, það passaði í en hún gat ekki snúið. Hún hélt því fyrir framan andlitið á sér og virti það fyrir sér. Hún hafði alltaf kallað það tárið sitt, svo undurfallegt og tært, hún var samt aldrei með það á sér, hún stóðst samt ekki mátið að prufa það. Hún smeygði keðjunni um hálsinn. Og eins og alltaf lýstist hún upp að innan. Skyndilega fékk Gabrielle fáránlega hugmynd, hún prufaði að stinga meninu aftur í og snúa.
Kistillinn opnaðist.
Undurvarlega lyfti hún lokinu af kistlinum og við blasti innihaldið, efst var falleg…hún vissi ekki hvað þetta var, þetta leit út eins og egg, fallega skreytt egg. Hún skoðaði það vandlega…skildi ekkert hvað þetta var. Hún lagði það varlega á rúmið og tók næsta hlut upp, það var gömul bók, nokkuð þykk. Framan á bókinni stóð með gylltum, flögnuðum stöfum “Angelica”
Gabrielle missti bókina og hún skall með þungum dynk á gólfið. Þá sá hún eitthvað standa útúr miðri bókinni, hún teygði sig í bókina og dró þetta fram. Það var mynd. Hún sneri henni við og leit á myndina, hún starði á hana, þetta var eins og að horfa í spegil.
Á myndina var kona, kona með ljóst sítt hár en þessa undarlegu rauðu og svörtu rót sem gerði það heillandi. Sömu álfaeyrun og hennar eigin, og augun…hún hafði oft heyrt hún líktist föður sínum í öllu, sama ljósa hárið og fagurskapað andlit þótt enginn skildi þessa undarlegu samsetningu að rótin og neðsta lagið af hárinu hennar var svört og rauð, en augun, ekkert var líkt með augum hennar og pabba, en þessi kona…fagurblá augu, djúp eins og töfrahylirnir sem svo fagrar myndir voru af í bókunum hennar um náttúruna. Þetta hlaut að vera móðir hennar, Angelica…
Gabrielle brast í grát og lagðist á rúmið og grét, há grét. Skyndilega tók hún eftir öðru, hún hafði verið of upptekin af móður sinni til að taka eftir öðru. Konan á myndinni hélt á barni, svarthærðu barni. Það gat ekki verið hún, hún var með ljóst hár en dökka rót, ekki alveg svart hár.
Af hverju heldur mamma mín á öðru barni? Þetta getur ekki verið ég! Ég er með ljóst hár og dökka og rauða rót en þessi stelpa er með svart hár. Af hverju er hún með annarra manna ungabarn í fanginu?
Skyndilega fylltist Gabrielle hatri, hún starði á ungabarnið. Af hverju horfði mamma hennar svona ástúðlega á annara manna barn! Af hverju var það ekki hún sem var á myndinni og mamma hennar horfði á!
Gabrielle setti allt aftur í kistilinn og lokaði. Síðan setti hún hálsmenið á sinn stað, hún skildi taka þetta með í Hogwarts. Hún vissi ekki af hverju, en hún fann á sér hún ætti að gera það.
Skyndilega var bankað á gluggann. Það var ugla. Hvað voru þessar uglur að gera alltaf á herbergið hennar. Hún hafði aldrei opnað því þær höfðu aldrei haft sjáanlegt bréf en þessi hafði bréf í gogginum. Hún gekk hratt að glugganum, kannski of hratt því hún hrasaði og var nærri dottin. Hún opnaði gluggann og uglan sveif tignarlega inn.
Uglan hringsólaði í smástund í herberginu áður en hún lét bréfið falla á rúmið hennar. Svo flaug hún rakleiðs út. Gabrielle gekk að rúminu og teygði sig í bréfið. Framan á stóð skrifað með fallegri skrift sem hún þekkti ekki “Gabrielle”
Hún opnaði bréfið.
“Elsku Gabrielle
Ég mun fá þig aftur, hvað sem það kostar! Í 7 ár hef ég leitað leiðar til að ná þér og loksins fundið hana. Ég mun ná þér frá þessu syndabæli sem þú hefur neyðst til að alast upp í.
A.”
Hún starði á bréfið. A. Þetta gat bara táknað eitt, móðir hennar hafði ekki gleymt henni.