Ég er ekki beint að kvarta og ég er ALLS EKKI að segja ykkur fyrir verkum.
En síðast sá ég að 2.kafli var lesinn eitthvað um 42 lestra. En það voru bara 2 álit. Þó ykkur finnst hann ekki góður gætuð þið að minnsta kosti sagt mér hvað ég get lagað og eitthvað. EN ég er ekki að segja ykkur fyrir verkum. En ég vona svo sannarlega að ég fái fleiri álit núna.


3. Kafli. Geðveiki

Þegar 27. ágúst gekk í garð vaknaði ég óvenju snemma. Ástæðan var sú að þetta hafði verið fyrsta nóttin mína á nýja barnaheimilinu Garferno. Við krakkarnir höfðum komið um kvöldið þann 26. ágúst. og nú vorum við komin til að vera. Við vorum í talsverðri fjarlægð frá Rafgerten barnaheimilinu.
Nýja fóstran okkar, Victoria, var alger hrillingur. Ég var viss um að hún myndi aldrei, ekki einu sinni komast nálægt því að verða eins og Anne. Ekki einu sinni í hundraðasta sæti. Það versta var að hún hataði hunda og vildi halda Tache út í garði, en sem betur fer hafði lögreglukonan komið með og fengið Victoriu til þess að leyfa Tache að vera hjá mér.
Ég svaf ein í herbergi en þetta var roslega þröngt. Ég var í það mynsta með glugga en það var bara einn. Enda var þetta upp á háalofti.
,,Tache, komdu hingað” sagði ég við Tache. Hann kom upp í rúm til mín og ég fór að klappa honum.
,,Núna eru 11 dagar í að við eigum afmæli” sagði ég blíðlega við hann.
Ég hafði alltaf litið á það þannig að við ættum afmæli á sama tíma.
7.september.
,,Tasy! Komdu og hjálpaðu mér að leggja á borð!” Hrópaði Victoria. Ég klæddi mig í föt og tautaði alla leið niður stigann. Mér fannst Victoria alltof ströng. Hún hafði skipað krökkunum kvöldið sem við komum að fara rakleiðis í matsalinn að fá sér að borða. Við mig hafði hún sagt að ég ætti að fara inn í eldhús og fá mér að borða og fara rakleiðis í rúmið. Þar að auki var þessi rödd sem hún notaði alveg hræðileg. Þessi kona var alveg hreint ótrúlega leiðinleg. Að maður fengi ekki að skoða nýja staðinn sem maður átti svo að lifa á það sem eftir var, ég vona að minsta kosti að það þyrfti ekki að vera svoleiðis
,,Tasy viltu dífa þig!” Æpti hún til mín.
,,Ég er að koma!” Svaraði ég. Ég fór niður stigann og kom niður að eldhúsinu. Tache hafði elt mig og fór með mér inn.
,,Tasy, ekki skepnuna inn í eldhús!” Sagði Victoria reið.
,,Hann er enginn skepna!” Sagði ég og hélt utan um Tache.
,,Hvað þá, þetta er stór loðin skepna, gastu ekki komið með púðulhund eða eitthvað álíka lítið?” Tautaði hún. Ég var svo reið við hana. Hún hliti að geta hætt þessu.
,,Tache, bíddu frammi” Sagði ég en þó með blíðlegum tón.Tache fór fram súr á svip. Mér síndist það að minsta kosti.
Ég hjálpaði Victoriu að leggja á borð. Í rauninni vildi ég ekkert hjálpa henni en ég gerði það vegna Darrie og hinna krakkanna. Þegar ég var búin að leggja á borð hringdi ég matarbjöllunni og krakkarnir þustu inn í matsalinn. Bæði krakkarnir sem höfðu verið og þeir sem komu með mér.
,,Færðu þig ljóta stelpa!” Heirðist strákarödd segja.
Ég leit við og sá að einn strákana hrinti Yrene á gólfið. Yrene gróf sig niður og ég fór til hennar og huggaði hana. Svo skammaði ég strákinn og hjálpaði Yrenu að finna sæti.
,,Hvað á ég eftir að upplifa sem verður verra en þetta?” Spurði ég sjálfa mig.

Eftir matinn tilkynnti Victoria að við færum í lautarferð. Ég var ekki beinlínis í skapi til að gera eitthvað svona en hvað átti ég að gera?

Um klukkutíma síðar kom rúta sem Victoria hafði pantað og við fórum af stað. Ég sat hliðina á Darrie og Tache var sitjandi fyrir framan mig.
,,Tasy” hvíslaði Darrie.
,,Já” svaraði ég.
,,Afhverju drap maðurinn Anne?” Spurði Darrie.
,,Darrie, ég veit það ekki, það geta verið margar ástæður.”
,,En.”
,,Darrie gerðu það ekki tala um þetta” sagði ég við hana. Darrie samþykkti það. Við þögðum því alla leiðina.

Þega við vorum komin að staðnum sem Victoria vildi stoppa á fóru allir út úr rútunni. Við gengum langt í burtu og leituðum að heppilegum stað til þess að borða á. Við fórum þegar að borða. Samlokurnar sem voru með í för voru ógeðslegar. Ég gat ekki fengið af mér að borða þær. Ekki einu sinni Tache vildi þær. Svo ég borðaði ekki neitt.

Eftir að við vorum búin að borða fórum við að leita að góðum stað til þess að leyfa krökkunum að leika sér. Eftir nokkra leit fundum við ágætis skóg. Þarna var líka stöðuvatn.
Krakkarnir fóru að leika sér í vatninu. Darrie og Tache fóru að vaða. Ég fór að skoða svæðið. Þetta var mjög fallegt og ég leit mjög vel í kringum mig. Allstaðar voru falleg blóm og stór tré. Ég gekk um svæðið og skoðaði skóginn og allt sem var í kringum hann. Ég fór alveg að stöðuvatninu og horfði frammundan. Svo leit ég upp og þá sá ég…..?
Það var risastór kastali. Kastali sem var svo fallegur og svo vel byggður. Ég horfði lengi á þennan fallega kastala, einhvern veginn fannst mér eins og ég ætti heima í honum. Eins og þessi kastali væri heimilið mitt. Ég fór til baka og kallaði á Victoriu.
,,Hvar hefuru verið Tasy?” Spurði Victoria reið.
,,Ég fór í göngu, en ég sá svolítið, þið verðið að koma og sjá” sagði ég æst.
Victoria féllst á það (þó það hafði tekið langan tíma) og við þustum á stað. Ég leiddi hópinn þangað til við vorum komin á staðinn.
,,Hvað er hér?” spurði Darrie.
,,Lítið þangað upp” sagði ég og benti í átt að kastalanum.Victoria og krakkarnir litu upp.
,,Þetta eru einar ljótustu rústir sem ég hef séð!” Sagði Victoria með ákveðni í röddinni. Ég horfði á hana. Sá þessi kona ekki þennan mikilfenglega kastala?
,,Sérðu ekki kastlann?” Spurði ég.
,,Hvaða kastala, þetta eru rústir einar” svaraði hún.
,,Sérðu ekki turninn þarna og stóru gluggana og allt hitt?”
,,Ertu orðin geðveik?” Spurði Victoria.
,,Nei” svaraði ég.
,,Það er enginn kastali þarna!” Sagði Victoria.
,,Víst er hann þarna!” Hrópaði ég.
Victoria horfði á mig viðbjóslega á mig eins og ég væri vatnaskrímsli með útstæð augu. Ég sleppti augun af henni og leit í áttina að kastalanum einu sinni en. En þá sá ég svartan díl, svartan díl sem kom nær og nær. Þegar hann var í svona metra fjarlægð sá ég að þetta var dýr. Mjög líkt hesti. Þegar hann kom nær þá sá ég að hann var alveg holdlaus. Aðeins skinnið loddi við beinagrindina og það sást í hvert einasta bein. Höfuð hestins var eins og….. Hvað átti ég að segja…..eins og drekahöfuð. Og í augum hestins voru engir augasteinar. Bara hvít augu. En þar sem þessi hestur var fljúgandi var hann vitanlega með vængi og það sá ég. Þeir voru eisn og leður…eða eins og leðurblökuvængir.
Þessi hestur var frekar ógeðslegur, ógnandi og skuggalegur. Hann kom nær og nær og flaug svo rétt fyrir ofan höfuð okkar.
,,Sáuði þetta líka, sáuði fljúgandi hestinn!” Hrópaði ég.
Sumir krakkarnir pískruðu. Victoria horfði á mig.
,,Þú sást hann, Victoria, ég veit að þú sást hann!” öskraði ég næstum. Hún gat ekki leynt því. Ég vissi að hún hafði séð þennann hest.
En Victoria svaraði ekki, en hún tók upp síma. Þegar hún var búin að tala í hann lét hún mig setjast niður.
,,Macran, farðu og settu vatn í þennan brúsa!” Sagði Victoria.Strákurinn sem hét Macran fór til að setja vatn í brúsan sem Victoria hafði rétt honum. Hún var sjálf kyrr og hélt hendinni á enninu mínu í smástund.
,,Þetta getur ekki verið sólstingur” sagði hún. Það var satt, það var engin sól á himni. Aðeins ljósblár himin með einhverjum hvítum skýjaflygsum. En fyrir mér skipti það ekki máli hvernig veðrið var. Ég sá þennan kastala. Ég vissi að þetta væri alveg satt. Ég vissi að hann væri þarna. Victoria sá hann ekki, það var hún sem þurfti gleraugu, það var hún sem var geðveik. Allt í einu heyrði ég í sírenu. Svo kom bíll sem sírenan barst frá. Þetta var geðveikradeildin.
,,Hvar er stúlkan?” Spurði einn mannanna sem kom út úr bílnum.
,,Hérna” svaraði Victoria. Ég leit í áttina til hennar. Hún var versta kona sem ég hafði nokkurn tímann kynnst.
,,Taktu hana upp á” sagði bílstjórinn.
,,Afhverju gerir þú þetta Victoria?” Spurði ég.
,,Þú ert geðveik, þú segist sjá kastala sem eru bara rústir. Og fljúgandi hest.”
,,Það er ekki satt, þetta er kastali og ég sá hestinn!” Sagði ég. Mennirnir báru mig upp í bílinn. Ég lá á brettinu (Ég hafði alltaf kallað það bretti) og horfði í átt til krakkana. Darrie var með tárin í augunum. Ég var búin að svíkja loforðið. Ég sagðist ætla að vera hjá henni en núna væri ég það ekki lengur. Tache ýlfraði og stökk upp í bílinn.
,,Út!”
,,Nei, leyfið mér að hafa hann” sagði ég. Maðurinn kinkaði kolli til samþykkis. Tache hjúfraði sig upp að mér. Ég vissi ekkert afhverju ég þurfti að fara vegna þess að ég sagðist hafa séð kastala og fljúgandi hest sem voru til. Þessi kona hlaut að vera geðveik. Hún sá ekki þennan kastala og ekki þennan hest, hún ætti frekar að fara. Bílhurðunum á skottinu var lokað og við keyrðum á stað. Ég sofnaði af hugsunum mínum og svaf alla leiðina.

Þegar við komum á geðveikradeildina var ég tekin út á brettinu og ég keyrð inn. Ól var sett á Tache og hann leiddur með mér. Mér leið illa í kringum allt þetta geðveika fólk. Ég var ekkert geðveik. Ég hafði séð eitthvað sem var til. En ég velti því fyrir mér hvort að krakkarnir höfðu séð það.
Mér var ekið inn á stofu, þar beið læknir eftir mér.
,,Fröken Tasy Achres” sagði hann. Mennirnir settu mig í rúmið. Ég settist upp. Þeir fóru út og lokuðu á eftir sér. Það varð hljótt í smástund en svo rauf læknirinn þögnina.
,,Ég heiti Marcus Reaf” sagði hann.
,,Geturu sagt mér herra Reaf hvað ég er að gera hérna?” Spurði ég.
,,Victoria Wendar sagði mér að þú hafðir sagst sjá kastala og þar að auki fljúgandi hest” sagði Hr. Reaf. Ég kinkaði kolli.
,,En þetta voru bara rústir og það var enginn fljúgandi hestur þarna.”
,,Ég sá kastala, og fljúgandi hest” sagði ég ,,Ég veit að ég sá þá.” Hr. Reaf leit á mig dularfullum augum.
,,Þetta voru bara rústir og það var enginn hestur þarna” sagði hann aftur ,,Þú ert greinilega ekki með öllum mjalla.”
,,Ég sá hann, ég sá þá báða!” Hrópaði ég æst. Ég var að gefast upp á því hvað þetta fólk var blint og heimskt, ég vissi alveg að ég hafði séð kastalann og hestinn.
,,Ég held að þú þurfir að fá svolítinn svefn fröken Achres.”
,,Ég þarf engann svefn, ég svaf alla leiðina.” Hr. Reaf fór fram án þess að segja neitt. Eftir tvær mínútur kom hjúkrunarkona inn. Hún keyrði mig inn í annað herbergi og setti mig í stórt rúm.
Þetta herbergi var mjög fallegt en mér líkaði samt ekki við það. Sérstaklega ekki þar sem það var fyrir geðveika.
Ég var ekki sú eina sem var inn í þessu herbergi heldur voru nokkrir aðrir krakkar og svo eitthvað fullorðið fólk.
,,Þú getur bara ýtt á eitthvað af þessum tökkum ef þig vantar hjálp við eitthvað” sagði hún og ætlaði að fara.
,,En hvað á ég að gera hérna?” Spurði ég.
,,Vera hérna” sagði hún og hristi hausinn um leið og hún gekk út. Nú skildi ég þetta. Það var búið að leggja mig inn.
Tache kom eftir smá stund. Hann var með hundakörfu í munninum og lagði hana við rúmið hjá mér. Svo lagðist hann í hana og reyndi að sofna. Ég skyldi hann svosem vel. Mér leið ekkert vel hérna heldur. Þess vegna reyndi ég líka að sofna. En ég gat það ekki því ég hugsaði í sífellu til Darrie, hvort það væri ekki allt í lagi með hana. Svo komu hræðilegar hugsanir um það hvort morðinginn kæmi til hennar og dræpi hana líka.


Veit ekki hvort þið getið kvartað yfir því að þetta sé stutt því í Word er þetta fjórar og meira en hálf síða!