Jæja nú er ég búin að komast að því að það verða í kringum 20-25 kaflar.

13.kafli Áætlun klár, bara biðin eftir

Jólafríið leið hratt hjá strákunum, enda gaman hjá Hagrid og allt í einu voru stelpurnar komnar. Á seinasta degi frísins spruttu þær bara upp úr jörðinni. Harry sagði stelpunum frá áætluninni meðan Hermione setti upp þið-hefðuð-getað-beðið-eftir-mér-svipinn sem kom öllum til að hlæja. “Herm, auðvitað kláruðum við hana ekki.(Þið-biðuð-að-minnsta-kosti-með-að-gera-eitthvað-án-mín-svipurinn)Við eigum eftir að ákveða hvernig við náum próftöflunni hjá Draco,” sagði Ron, “en Harry ætlar að slást við hann.”
“Harry þó,” sagði Hermione og horfði á hann ásakandi augnaráði.
“Ég má slást og þú mátt ákveða restina. Samþykkt,” sagði Harry hlæjandi.
“Samþykkt. Við hittumst hjá Hagrid kl. 3 í dag, ég þarf að gera svo mikið,” sagði Hermione og snéri sér við og gekk rösklega úrt svo hárið sveiflaðist tígurlega.
“Samþykkt,” sögðu Neville, Harry, Ron og Amanda einum rómi.
“Ég verð þá tilbúinn með te,” sagði Hagrid og náði í bolla.
“Hagrid. Þetta er eftir þrjá klukkutíma,” sagði Harry en hann komst ekki lengra því að Neville æpti:
“Við missum af matnum.” Svo þaut hann út. “Já það er satt,” sagði Ron og hljóp á eftir honum. Harry leit á Hermione og Amöndu og sprakk svo úr hlátri. Svo gengu þau í hægðum sínum upp í kastala. Þegar þau komu þangað var maturinn að verða búinn svo þau flýttu sér að setjast. Eftir matinn fóru þau upp í setustofu, Amanda og Hermione til að lesa, Harry og Ron til að tefla og Neville til að fylgjast með. Þegar Amanda og Hermione voru búnar að lesa eina þykka bók hvor og Ron búinn að vinna Harry þrisvar lögðu þau af stað til Hagrids. Ron fór aðra leið því hann þurfti á klósettið. Þegar þau komu þangað stóð Hagrid úti til að taka á móti þeim.
“Ég myndi ekki tala hátt, Draco Malfoy er eitthvað að sniglast hér í kring,” sagði hann og bauð þeim inn. Þegar þau komu inn sagði Hermione
“Það er þrennt sem við þurfum að tryggja til að allt gangi upp.
Númer eitt þá má Draco ekki komast að hvað við ætlum okkur.
Númer tvö þá verðum við að passa að tína ekki kortinu, né próftöflunni hans.
Númer þrjú við verðum alltaf að vakta að hann mæti í próf og ef hann mætir ekki vakta skrifstofuna hjá Dumbledore.”
“Og hvernig förum við að því?” spurði Ron.
“Við látum eins og við vitum ekkert. Ég geymi kortið ef að Harry skildi fara að slást svo hann missi það ekki. Svo stöndum við upp við vegg og tölum saman og sjáum hvort hann fer inn í prófið. Á meðan standa aðrir tveir við skrifstofuna hjá Dumbledore. Ef hann fer inn förum við til hinna og segjum þeim það og við förum upp í Gryffindorsetustofu en verðum að vera mætt aftur áður en prófið er búið. Samþykkt,” sagði Hermione.
“Öhh,” sagði Ron en hann náði ekki að svara því að Harry sprakk úr hlátri.
“Hvað,” spurði Hermione og leit á Harry. Harry svaraði ekki heldur benti á Neville. Allir fóru að hlæja nema Hermione sem öskraði.
“Neville Longbottom varstu að hlusta?”
“Ha,” svaraði Neville og geispaði en hann komst ekki lengra því að Hermione sagði
“Nei greinilega ekki því þú varst sofandi. Er ég svona leiðinleg. Nú verð ég að byrja upp á nýtt og þú vogar þér ekki að sofna aftur.”
“Afsakið,” sagði Neville og brosti taugaóstyrkur meðan Hermione út skýrði áætlunina.
“Jæja vita þá allir hvað á að gera?” spurði Hermione og allir kinkuðu kolli. “Fínt þá þurfum við bara að bíða í einn og hálfan til tvo mánuði.
”Ha?“ spurði Ron, ”einn og hálfan til tvo?“
”Já Ronald Weasley, nema þú sért með betri hugmynd,“ svaraði Hermione og horfði á hann með ströngu augnaráði.
”Ja, við getum látið reka hann úr skólanum…“ byrjaði Ron en orð hans drukknuðu í ópum Hermione
”Ronald ertu skrýtinn, þó hann sé leiðinlegur látum við ekki reka hann úr skólanum!“
”Þetta var bara uppástunga Herm, óþarfi að æsa sig,“ sagði Harry og reyndi að róa Hermione.
”ÓÞARFI AÐ ÆSA SIG? ÓÞARFI AÐ ÆSA SIG? AUÐVITAÐ ÆSI ÉG MIG EF ÉG ÞARF ÞESS!“ æpti Hermione.
”Ég myndi forða mér, ég held hún sé að breytast í mömmu í reiðikasti,“ sagði Ron skjálfraddaður.
”Afsakið Ron, ég missti mig,“ sagði Hermione skömmustulega, ”en samþykir þú þetta?“
”Hvað?“
”Æji… segðu bara samþykkt.“
”Samþykkt.”
“Fínt þá hafa allir samþykkt…”
“Samþykkt hvað?” spurði Ron ruglaður.
“Áætlunina Ronald, ég vissi að þú værir,” hún tók sér málhvíld og ranghvolfdi í sér augunum, “en ekki svona.”
“Ron, hittirðu Draco á leiðinni hingað?” spurði Amanda áhugasöm.
“Ha…hver er það?”
“Draco Malfoy,” svaraði Harry.
“Ójá, hver ert þú?” spurði Ron sem varð til þess að Neville sofnaði (kemur ekki á óvart hann var að vinna verkefni fyrir McGonagall í alla nótt), Harry greip áhyggjufullur um höfuðið, Hagrid fór fram til Tryggs að leita ráða, Amanda setti upp ég-væri-til-í-að-kála-sumum-svipinn og Hermione hljóp á bókasafnið.
“Hvert er hún að fara?” spurði Ron
“Bókasafnið,” svaraði Harry
“Ertu ekki þreyttur eins og hann,” sagði Ron þá og benti á Neville.
“Nei, en þú?”
“Já ég ætla fara að sofa. Hvar má ég sofa?”
“Uppi í Gryffindorturni.”
“Gott,” sagði hann og litaðist um, “hvar er Gryffindorturn?”
“Uppi í kastala.”
“Er það stóra húsið?”
“Já.”
“Hey strákar Herm er að koma,” kallaði Amanda allt í einu.
“Hver er Herm? Er það hermikráka?” spurði Ron og leit á Harry.
“Nei það er Hermione Granger.”
“Allt í lagi. Hver er það annars?”
“Hæ strákar, þetta var Draco,” æpti Hermione og geystist inn.
“Hver er Draco?”spurði Ron. En Hermione svaraði ekki heldur dró hún upp sprotann og beindi honum að Ron (“Þetta er fallegt prik.”) og sagði
“Etkipclma Ronald Weasley.” Ron riðaði á gólfinu en spurði svo
“Hvað skeði?”
“Draco galdraði þig eins og algjöran aulabárð,” svaraði Amanda.
“Ha, ertu viss?”
“Já auðvitað,” svaraði Hermione og það sem meira er“(innsog)” er að ég er búin að sjá til þess að Draco hljóti refsingu.”
“Ha, hvað ertu að meina?” spurði Ron ruglaður.
“Ég lét McGonagall vita Ronald.”
“En hvernig veistu að það var Draco?” spurði Ron þá.
“Ég mætti Draco og hann spurði hvort þér liði eitthvað illa í höfðinu.”
”Ertu ekki að djóka?“ spurði Ron.
”Ég svara spurningu þinni með spurningu. Hvað er það seinasta sem þú manst eftir?“
”Ég var leiðinni og mætti Draco sen var að gorta sig af nýja töfrasprotanum sínum og leita að einhverjum til að prófa hann á. Svo þegar hann sá mig æpti hann Weasley vesæla skinn hjálpaðu mér. Ég staldraði við í 2 sekúndur og…. -ég man ekki meir.“
”Hvað sagði ég! Þetta var Draco og ég er með hugmynd til að hefna“ ( Ron ga-apti ) ”Þið vinnið leikinn við Slytherin á morgunn.“ Ron horfði á hann og byrjaði svo að syngja ” Malfoy er lítið vesælt skinn… -ö og hvað get ég svo sagt.“ Allir sprungu úr hlátri og veltust um og þegar hláturskastið stóð sem hæst velti Harry sér yfir Neville sem var sofandi svo að Neville hrökk upp.
”Hvað er að ske, létuð þið valtara valta yfir mig?“ æpti Neville og stökk á fætur.
”Nei, þetta var bara ég,“ sagði Harry sprakk úr hlátri.
”Af hverju í ósköpunum?“
”Neville, sofnaðir þú aftur?“
”Ö, já ég held það, nei annars ég er ekki viss.“
”Þá hefurðu misst af miklu!“
”Eins og hverju?“
”Hermione sagði að við gætum hefnt okkar með því að vinna Slytherin á morgunn. Ron reyndi að semja Malfoy lagið en gat bara klárað fyrstu línuna sem hljómar svona
Malfoy er lítið vesælt skinn
og að lokum fóru allir að hlæja.“
”Okey, en hvað er klukkan annars?“ Hermione leit á klukkuna annars hugar en æpti svo
”Við erum búin að vera hér frá þrjú til sjö eða fjóra tíma.“
”Ónei, maturinn er byrjaður,“ kallaði Neville upp yfir sig og þaut inn. Ron ætlaði að hlaupa á eftir honum en Hermione kallaði
”Kurteis Ronald, kurteis.“
”Æji Herm, ojj hvað þú getur verið pirrandi.“
”Takk," sagði Hermione sár og setti upp Ronald-Weasley-hlýddu-svipinn og sendi svo brennandi augnaráð til Rons. Svo lögðu þau af stað upp í kastala og skiptust á meiðyrðum. Þegar þau komu upp í kastala var maturinn að verða búinn svo þau flýttu sér að byrja svo þau fengju nú örugglega eitthvað.
Eftir matinn fóru þau svo upp í Gryffindorturn að taka til skóladótið og allt því að skólinn myndi byrja næsta dag. Þegar öllu því var lokið fóru þau að sofa.